Morgunblaðið - 09.08.2004, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FUNDUÐU Á ÍSLANDI Forsætisráðherrar Norðurland- anna komu saman til fundar í Svein- bjarnargerði í Eyjafirði í gær. Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, bauð til fundarins og stjórnaði honum. Meðal sameiginlegra mála Norður- landa var rætt um áfengisgjald og ákveðið að halda í haust sérstakan aukafund um heilbrigðis- og félags- mál. Stíflan hækkuð Ákveðið hefur verið að hækka varnarstífluna við Kárahnjúkavirkj- un upp í 498 metra hæð yfir sjó, eða 19 metrum hærra en upphafleg hönnun gerði ráð fyrir. Lands- virkjun býr sig undir hið versta í vik- unni, þegar von er á mestu flóðum í Jöklu í ein 500 ár. Kostnaður við hækkun stíflunnar nemur nokkrum tugum milljóna króna. Mikil aðsókn á hátíðum Bæjarhátíðir, útihátíðir, íþrótta- mót og aðrar samkomur á lands- byggðinni í sumar hafa laðað til sín þúsundir gesta. Lætur nærri að að- sóknin jafngildi því að annar hver Ís- lendingur hafi sótt einhverja slíka hátíð. Líklega hefur Íslandsmet ver- ið slegið um helgina þegar um 28 þúsund manns voru á Fiskideginum mikla á Dalvík. 500 milljónir í landgræðslu Landsvirkjun mun á næstu 10–15 árum verja um hálfum milljarði króna til uppgræðslu lands, þar af munu um 200 milljónir fara í land- græðslu við Hálslón Kárahnjúka- virkjunar. Óttast sjúkdóma Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna óttast að sjúkdómar á borð við mal- aríu og niðurgang breiðist út meðal flóttafólks í Darfur-héraði í Súdan, þar sem um ein milljón manna er á vergangi vegna átaka. Arababanda- lagið hvatti til þess að Súdanstjórn fengi aukinn frest til að ná tökum á ástandinu í héraðinu. Deiluaðilar eru sagðir hafa fallist á að setjast að samningaborðinu síðar í mánuð- inum. Vilja gömlu þýskuna Þrír helstu ritmiðlarnir í Þýska- landi hafa ákveðið að hætta að fylgja nýjum stafsetningarreglum sem settar voru fyrir sex árum og áttu að auðvelda málið og gera það skiljan- legra. Segja stjórnendur miðlanna að reynslan sýni að nýju reglurnar séu ónothæfar. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 22/24 Vesturland 11 Víkverji 22 Viðskipti 11 Af listum 23 Erlent 12 Listir 25 Daglegt líf 13 Fólk 26/29 Umræðan 14 Bíó 26/29 Bréf 14/15 Ljósvakar 30 Forystugrein 16 Staksteinar 31 Minningar 18/20 Veður 31 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að málefni Samkeppnisstofnunar séu til um- fjöllunar í viðskiptaráðuneytinu og þess sé ekki langt að bíða að til- lögur í þeim efnum komi fram. Í nýútkominni ársskýrslu Sam- keppnisstofnunar segir Georg Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar, að sökum mannfæðar fari reglu- bundin starfsemi stofnunarinnar úr skorðum þegar tekist sé á við fleiri en eitt umfangsmikið verkefni í einu. Samkeppnisyfirvöld komist að óbreyttu illa yfir að sinna nauðsyn- legum verkefnum og aðilar sem reki mál fyrir stofnuninni þurfi oft að bíða „óheppilega lengi“ eftir nið- urstöðu. Valgerður segir það ekki nýtt að þessar skoðanir komi fram en bendir á að auk þess að vera í at- hugun hjá ráðuneytinu hafi eftirlit á samkeppnismarkaði verið tekið til sérstakrar meðferðar hjá nefnd sem fjallar um umhverfi viðskipta- lífsins. „Ég hef áður látið það koma fram að ég hef áhuga á því að styrkja eftirlit á samkeppnismarkaði,“ segir Valgerður. Spurð hvort auka þurfi fjárveit- ingar til Samkeppnisstofnunar, seg- ir Valgerður að sér og ríkisstjórn- inni sé það mjög vel ljóst að taka þurfi á málum sem varða eftirlit á samkeppnismarkaði. Georg varpar fram þeirri hug- mynd í skýrslunni að kannað verði hvort ekki sé „eðlilegt og skyn- samlegt“ að eftirlitsskyldir aðilar greiði að hluta eða öllu leyti kostn- að við samkeppniseftirlitið eða til- tekna þætti þess. Valgerður segist ekki vilja tjá sig um hugmynd Georgs á þessu stigi málsins en segir að ráðuneytið hafi heyrt þessa tillögu áður og þekki til þess að slíkt gjald sé til með ýms- um hætti hjá þeim þjóðum sem Ís- land beri sig saman við. Ekki sérlega raunhæfar hugmyndir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að við fyrstu sýn hljómi hugmyndir Sam- keppnisstofnunar ekki sérlega raunhæfar en tekur fram að hann hafi ekki náð að lesa skýrslu stofn- unarinnar. Hann segir erfitt að afmarka þann hóp sem háður sé eftirliti Samkeppnisstofnunar enda taki eft- irlitið til viðskiptalífsins í heild sinni og segist Ari telja eðlilegra að slík starfsemi væri fjármögnuð með al- mennu skattfé en sérstakri skatt- heimtu. Hann bendir á að starfsemi Fjár- málaeftirlitsins sé fjármögnuð af eftirlitsskyldum aðilum en starf- semin snúi þó að fleirum en þeim sem borgi gjaldið. „Allur kostnaðurinn er lagður á tiltekin fyrirtæki, jafnvel þó að starfsemi eftirlitsstofnunarinnar beinist að fleirum og jafnvel að al- mennum verkefnum. Það er alls ekki eðlilegt að einhverjir tilteknir aðilar eða hópur fyrirtækja greiði fyrir almenna opinbera starfsemi,“ segir Ari. Valgerður Sverrisdóttir boðar nýjar tillögur í samkeppnismálum Segist hafa áhuga á því að styrkja samkeppniseftirlit Valgerður Sverrisdóttir Ari Edwald GRÆNLANDSMÓTINU 2004 sem haldið var í Tasiilaq á Austur- Grænlandi lauk á laugardaginn. Þátttakendur voru 34 frá sex lönd- um. Jóhann Hjartarson, stigahæsti maður mótsins sigraði og hlaut 9 vinninga eða fullt hús stiga. Næstur var danski stórmeistarinn Henrik Danielsen með 8 vinninga. Tefldu þeir félagar saman í 6. umferð og reyndist það vera úrslitaskák móts- ins. Kom upp hollensk vörn sem Henrik beitir gjarnan og varð skák- in geysispennandi og upp komu miklar flækjur í miðtaflinu. Henrik lék lítillega af sér sem varð til að Jóhanni tókst að veikja kóngsstöðu Danans og vann síðan með peði yfir í endatafli. Eftir þessa hörðu keppni var enginn sem ógnaði sigri Jó- hanns, sem lagði alla andstæðinga sína. Næstir komu í 3.–5. sæti þeir Tómas Björnsson, Róbert Harðar- son og Hrafn Jökulsson, allir með 6 og hálfan vinning. Í 6.–7. sæti voru Regina Pokorna og Gunnlaugur Karlsson með 6 vinninga. Hjörtur Jóhannsson lenti í 8. sæti með 5 og hálfan vinning, og er það er besti árangur unglinganna. Í 9.–13. sæti með 5 vinninga voru Þorsteinn Máni Hrafnsson, Páll Gunnarsson, Jon Rasmussen og Hans Erik Lar- sen, báðir frá Grænlandi, auk Þjóð- verjans Stefano Geisler. Bestum árangri barna náðu þær Júlía Guðmundsdóttir, Júlía Rós Hafþórsdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir, allar tólf ára. Þær hlutu allar 4 og hálfan vinning. Sonurinn náði góðum árangri Hjörtur, sem er 18 ára sonur Jó- hanns Hjartarsonar, náði bestum árangri unglinganna. Hann kvaðst aðspurður ekki vera með áætlanir um að leggja skák fyrir sig og feta í fótspor föðurins. Hann hefði nokkr- um sinnum verið að því kominn að springa út í skákinni, en hafi þá jafnan slakað á. Áhuginn gengur í bylgjum, en er þó alltaf fyrir hendi og þeir feðgar fara stundum saman yfir skákir og byrjanir, en þó hafi hann að mestu lært upp á eigin spýtur. Aðaláhugamál hans er hins vegar tónlistin. Hann leikur jöfnum hönd- um á gítar og hljómborð í hljóm- sveitinni Svitabandinu, sem hann stofnaði í fyrrasumar ásamt 4 fé- lögum sínum. Leggja þeir félagar höfuðáherslu á danstónlist og hafa þeir komið fram um 40 sinnum frá því bandið var stofnað. Hjörtur hóf tónlistarnám hjá Eddu Borg þegar hann var sex ára og leggur nú höf- uðáherslu á að nema jazzpíanóleik. Svo er hann einnig í Hamrahlíð- arkórnum. Morgunblaðið/Ómar Þeir feðgar Jóhann Hjartarson og sonur hans Hjörtur Jóhannsson með grænlensku alpana, sem umkringja Tasiilaq, í baksýn eftir frækilega frammistöðu á Greenland Open 2004. Jóhann sigraði með fullt hús stiga, eða níu vinninga. Hjörtur stóð sig einnig vel, en hann náði 5 og hálfum vinningi. Jóhann með fullt hús stiga SIGURÐUR Bergsteinsson fornleifafræðingur telur líklegt að konan sem fannst á Vestdals- heiði fyrr í sumar hafi látist fyrir um þúsund árum þegar skriða féll á hana. Hann segir að um sé að ræða mjög merkilegan fund. Tveir Seyðfirðingar, Unn- ar Svanlaugsson og Ágúst Borgþórsson, fundu tvær nælur frá tíundu öld á Vest- dalsheiði við Seyðisfjörð í síðasta mánuði. Einnig fund- ust bein ungrar konu sem vísast hefur orðið úti á heið- inni. Í framhaldi af þessum fundi var farið að rannsaka betur staðinn, og þar hafa nú fundist um 420 perlur, mjög skrautlegar, ein þríblaðanæla og tvær hring- nælur. Jafnframt fannst einn hnífur og nál sem notuð var til þess að festa saman klæði. Það að finna alla þessa hluti á og í tengslum við eina og sömu manneskjuna þykir tíðindum sæta. Sigurður Bergsteinsson segir að um sé að ræða mjög merkilegan fund, og þegar hefur hann spurst til Noregs, og víðar út fyrir land- steinana, en mjög óvenjulegt er að finna 1.000 ára gamlar leifar af þessari gerð, ekki í kumli, heldur á víðavangi. Konan hefur verið vel skarti búin og ekki eins og þær konur sem finnast í kumlum. Sigurður segir að líklega hafi skriða fallið á konuna þegar hún hafði orðið úti á heiðinni, og fyrir vikið eru varð- veisluskilyrði afskaplega góð. Munirnir hafa geymst í frosti eða í það minnsta miklum kulda. Einungis efri hluti konunnar var finn- anlegur en annað hefur líklega skolast burt. Rannsaka uppruna „Gunnhildar“ Enn er eftir að rannsaka ýmislegt, til dæm- is hvort konan hefur fæðst á Íslandi eða ann- ars staðar. Það er hægt að gera með því að rannsaka strontíum í tönnum, en það efni safnast saman til sex ára aldurs. Þannig er hægt að segja til um með mælingum hvar konan bjó á sínum fyrstu árum því strontíum í umhverfi er mismunandi á milli landa og landsvæða. Ýmsar getgátur eru uppi um þessa ungu konu, en hún hefur verið innan við þrítugt. Til dæmis hafa sumir viljað gera því skóna að um væri að ræða völvu, fyrst hnífur fannst hjá henni og þetta mikla magn af perlum, en völvur fengu iðulega borgað í perlum. Eitt mælir gegn því, en það er að oddur hnífsins er ekki brotinn, en þannig hnífa notuðu völvur. Konan hefur hlotið nafn- ið Gunnhildur, en sagan segir að Gunnhildur nokkur hafi gengið þar í fjöll. Eitt er víst, eins og Sigurður Bergsteinsson orðaði það, þó svo svæðið sé hugsanlega full- rannsakað, þá er þessu hvergi nærri lokið. Um 420 perlur fundust hjá konunni á Vestdalsheiði Varð líklega undir skriðu Hnífur sem fannst á Vestdalsheiði. Sigurður Bergsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.