Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 14

Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 14
SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM hefur borist mikill og góður liðs- auki í vikunni sem senn er á enda. Helga Árnadóttir hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram til for- manns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ekki einungis eru þetta góðar fréttir vegna þeirrar staðreyndar að Helga er kraftmikill ein- staklingur með skýr markmið, heldur gefst þess nú kostur að fá dugandi konu í framvarðasveit ungra sjálfstæðismanna. Veiti fé- lagsmenn Heimdallar Helgu brautargengi mun hún verða önn- ur konan í 77 ára sögu félagsins til að gegna þessu veigamikla hlutverki á vettvangi stjórnmál- anna. Helga er síður en svo ný- græðingur í starfi Sjálfstæð- isflokksins og reynsla hennar mun án efa nýtast Heimdellingum á sviði stjórnmálanna. Stöndum saman Helga hefur kynnt framboð sitt í fjölmiðlum og á heimasíðu sinni, www.helgaarna.is. Markmiðið er skýrt. Framboðið á að ryðja götu fyrir fjölbreyttan, opinn og mál- efnalegan Heimdall. Mikilvægt er að stjórnin endurspegli hinn fjöl- breytta hóp félagsmanna Heim- dallar. Nýir einstaklingar hafa þar jafn mikið vægi og þeir sem fyrir eru í ungliðastarfi Sjálfstæð- isflokksins, með það fyrir augum að skapa sátt innan félagsins svo virkja megi kraftmikla ein- staklinga til að vinna að sameig- inlegum hugsjónum um frelsi ein- staklingsins. Þó markmiðið sé skýrt, minni ríkisumsvif og aukið frelsi einstaklingsins, er mikilvægt að þeir einstaklingar sem skipa stjórn Heimdallar hafi eigin áherslur og útfærslur á hugsjón- inni. Greinarhöfundar láta sitt ekki eftir liggja og styðja framboð Helgu af heilum hug. Þeir hafa ákveðið að slást í för með Helgu og bjóða sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli. Heimdellingar eru hvattir til að fylkja liði um þennan efnilega formannsframbjóðanda og leggja þar með lóð sín á vog- arskálarnar við að gera ungliða- starf Sjálfstæðisflokksins enn öfl- ugra. Framboð Helgu er opið. Hver einstaklingur skiptir máli og allir geta lagt framboðinu lið með einum eða öðrum hætti. Áhuga- samir eru því hvattir til að hafa samband við Helgu (helga- arna@gmail.com) eða kynna sér framboðið nánar á heimasíðu þess, www.helgaarna.is. Frjálshyggjan fyrir alla Mikilvægt er að öfl- ugt uppbygging- arstarf eigi sér stað innan ungliðahreyf- ingarinnar sem og flokksins sjálfs á milli kosninga. Efla þarf málefnastarf og nauðsynlegt er að ungir sjálf- stæðismenn láti til sín taka í þjóð- málaumræðunni hverju sinni. Áherslur þessa framboðs munu einkennast af því að efla nýliðun og hvetja ungt fólk til þess að starfa innan ungliðahreyfing- arinnar. Nauðsynlegt er að bæði kynin njóti sín á vettvangi stjórn- málanna og að ungliðahreyfingin endurspegli þann breiða hóp sem aðhyllist frjálshyggjustefnuna. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar á erindi við unga sem aldna. Því hvetjum við alla þá sem áhuga hafa, að taka þátt í ungliðastarfinu og kynna sér framboð Helgu Árnadóttur til formanns Heimdall- ar. Við tökum þátt í framboði Helgu Erla Tryggvadóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifa um stjórnmál ’Heimdellingar eruhvattir til að fylkja liði um þennan efnilega for- mannsframbjóðanda...‘ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Heimdallar. Erla Tryggvadóttir UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAR SEM mér var kennt að maður skyldi alltaf þakka fyrir sig, geri ég það hér með og þakka sr. Erni Bárði Jónssyni fyrir svar við fyr- irspurn minni frá 16. júlí, sem Vel- vakandi sá ástæðu til að endurtaka 26. júlí. Þar var spurt um hvort það væri ekki rétt skilið að prestar væru mannasættar, en ég fæ ekki séð að komið hafi svar við því. Til stuðnings málstað sínum vísar presturinn til Jesú Krists og spá- manna, sem sagan hermir að hafi verið uppi fyrir 2000 árum. Og þess- ir menn eiga trúlega að réttlæta gerðir hans á hinum „prúðmann- lega“ fundi við Alþingishúsið fyrir skömmu. Mér finnst það talsvert langsótt að vera að líkja sér við spámenn fyrir 2000 árum – og sjálfan Jesú Krist í sambandi við þann atburð sem ég sá ástæðu til að gagnrýna. Ekki voru sambærilegar aðstæður þeirra og manna nú til dags. Ekki höfðu þeir aðgang að fjölmiðlum, svo sem prédikunarstólum, dag- blöðum og tímaritum, útvarpi og sjónvarpi ásamt „Internetinu“ með öllu því fári, sem þar er rótað upp. Var það ekki þess vegna sem þeir þurftu að prédika á götuhornum og torgum? Ég lít á kirkjuna sem friðarins stað og þangað vil ég sækja ró og frið frá amstri dagsins. Hlýða á fal- legan sálmasöng og uppbyggilega prédikun, ekki pólitík og þras. Nóg er um það í fjölmiðlunum. Var það ekki Plótínus sem sagði að engin trúarbrögð væru sannleik- anum æðri? Hafa ekki öll trúar- brögð tvær hliðar, innri og ytri leið? Og býr ekki helgin í tilfinningum fólks? Getur guðfræðingur skýrt það hvað býr þar að baki? Eða hver er veruleikinn í heimi hverfulleik- ans? Væri gott að fá svör við þessu. Aldraður og vinnulúinn maður spurði Dalai Lama á almennum fundi hver væri tilgangur lífsins. Stórt var spurt. Svar hans var skýrt: „Það er að vera hamingju- samur og að gera aðra hamingju- sama“. Að lokum: Presturinn ýjar að því að ég álíti að kirkjan sé baggi á þjóðfélaginu. Ég spyr nú bara, hefir það eitthvað að gera með það hvort prestar vilji vera mannasættar eða tala á æsingafundi við Alþingishús Íslendinga? En ég minntist ekki á þá þörfu stofnun í minni einföldu fyrirspurn. Ég hefi ekki hug á að standa í þrætum svo þetta verða lokaorð mín um þetta mál. ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Melhaga 8, Reykjavík. Engra, sumra, allra Frá Ástu Kristjánsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÆSTKOMANDI laugardag verður kosin ný stjórn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar bjóðum við okkur fram sex konur og sex karlar. Öflugir ein- staklingar sem vilja beita sér fyrir breyt- ingum í starfi Heim- dallar. Málefni ungs fólks og Reykvíkinga „Öll stjórnmál eru staðbundin,“ sagði ein- hver. Það er kannske ekki alveg þannig, en við viljum færa mál- efnastarf Heimdallar nær ungu fólki í Reykjavík, án þess þó að missa sjónar af al- mennari baráttu- málum flokksins. Við viljum taka upp og gera tillögur um brýn hagsmunamál ungs fólks s.s. um tryggan aðgang allra sem vilja að framhalds- og há- skólum og öflugu en sveigjanlegu lánasjóðskerfi. Leita leiða til að greiða úr húsnæðis- málum ungs fólks sem ekki hefur miklar tekjur eða er nýkomið úr námi með himinháar náms- lánaskuldir. Svo aðeins tvö dæmi séu tekin. Við ætlum að fara í skólana í Reykjavík og fá ungt fólk þaðan inn í starfið. Það gerðum við á síðasta ári þegar við fengum ríflega þúsund manns, ungt áhugafólk um stjórn- mál, til að stíga fyrsta skrefið í virku stjórnmálastarfi með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Jákvæð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Við viljum vinna með okkar borg- arfulltrúum að því að ná betur til ungs fólks í Reykjavík. Það gerum við í gegnum okkar starf að mál- efnum ungs fólks og með ungu fólki, eins og áður sagði. Alþingismenn og borgarfulltrúar okkar þurfa að vera aðgengilegir ungu fólki. Það munum við tryggja með því að beita okkur fyrir óformlegum samráðsfundum, þar sem ungt fólk kem- ur sínum sjónarmiðum á framfæri. Ekki bara fáir útvaldir, heldur allir félagsmenn, sem áhuga hafa. Þannig getum við lagt því lið að Sjálfstæðisflokk- urinn komist aftur til áhrifa í Reykjavík, en Reykjavíkurlistinn er löngu „kominn fram yfir lokadagsetningu“, eins og sagt er í versl- unarbransanum. En eigi það að takast þarf Sjálfstæðislokkurinn að endurheimta traust ungs fólks. Í síðustu kosningum studdi jafn stór hópur yngstu kjósendanna Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það sér hver maður að það er óviðunandi, því þurfum við að breyta. Endurnýjum Heimdall Rannsóknir sýna að ungt fólk á Norðurlöndum hefur litla trú á því að það geti haft áhrif með þátttöku í stjórnmálum. Við vitum að við get- um haft áhrif. Við ætlum að hafa áhrif. Og við ætlum að virkja annað ungt fólk til áhrifa. En við ætlum að virða allar lýðræðishefðir. Við ætl- um að gera Heimdall að öflugum vettvangi skoðanaskipta, lærdóms og áhrifa. Að fjölbreytilegu sam- félagi ungs áhugafólks um stjórn- mál, þar sem öllum finnst þeir vera velkomnir. Kjósum nýjan Heimdall Bolli Thoroddsen skrifar um stjórnmál ’Við ætlum aðgera Heimdall að öflugum vett- vangi skoð- anaskipta, lær- dóms og áhrifa.‘ Bolli Thoroddsen Höfundur er í hópi sex kvenna og sex karla, sem bjóða sig fram til stjórnar í Heimdalli nk. laugardag, www.blatt.is. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum eins og t.d. Kanada, Íslandi, sumum fá- mennari ríkjum Suður-Ameríku og víðar.“ Á mbl.is Aðsendar greinar FYRIR skemmstu gaf Sjálfstæð- isflokkurinn út leiðbeinandi reglur um kosningar og framkvæmd aðal- funda fyrir aðild- arfélög sín. Þessar reglur voru gefnar út í kjölfar þess að fyrr- verandi stjórn Heim- dallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, neitaði yfir þúsund nýjum fé- lagsmönnum um inn- göngu rétt fyrir aðal- fund félagsins í október á síðasta ári. Með þeirri aðgerð var fótunum kippt undan lýðræðislegu fyr- irkomulagi kosninga á aðalfundi, leikreglum breytt eftir á og öllu starfi Heimdallar teflt í tvísýnu. Öllum má vera ljóst að þessum að- gerðum var beint að öðru af tveimur framboðum sem hugðust bjóða fram krafta sína á umræddum aðalfundi. Aðgerðirnar beindust að framboði Bolla Thoroddsen sem ekki hafði stuðning þáverandi stjórnar, eða stjórna síðustu ára, en hafði tekist með miklum dugnaði að fá yfir þús- und nýja félaga til að taka þátt í kosningum og í störfum Heimdallar. Þessu fólki var öllu meinaður að- gangur að starfi félagsins. Eðlilega gat framboð Bolla, sem skipað var tólf manns, ekki liðið slíka fram- komu og var því nauðugur einn kost- ur að draga framboðið til baka. Síð- ara framboðið, sem naut stuðnings þáverandi stjórnar Heimdallar, var því sjálfkjörið. Aðalfundur Heimdallar er nk. laugardag og því er ekki úr vegi að rifja þessa atburði upp, ekki síst til að læra af reynslunni. Skýrar leik- reglur og jafnræði frambjóðenda í kosn- ingum er forsenda fyrir öllu góðu félagsstarfi. Hingað til hefur verið rík sátt um að standa vörð um slíkt jafnræði innan Sjálfstæð- isflokksins og það litið alvarlegum augum ef misbrestur verður á. Endurnýjum forystu Heimdallar Nú er ljóst að framboð Bolla mun bjóða fram krafta sína á næsta aðal- fundi Heimdallar. Einnig er komið mótframboð fólks sem hafði beina aðkomu að þeim atburðum sem áttu sér stað í fyrra. Því gefst fé- lagsmönnum Heimdallar nú tæki- færi til að leggja sín lóð á vogarskál- arnar og segja skoðun sína þessum vinnubrögðum. Á aðalfundi síðasta árs var mæt- ing í sögulegu lágmarki en aðeins um 70 manns sáu ástæðu til að mæta og styðja núverandi stjórn. Því má segja að þorri félagsmanna Heim- dallar, sem eru mörg þúsund, hafi lýst skoðun sinni á framkvæmd fundarins. Á næsta aðalfundi gefst þeim tækifæri til að leiðrétta úrslit síðasta árs og endurnýja í forystu Heimdallar. Ég hvet alla félagsmenn Heim- dallar til að taka þátt í þessum kosn- ingum, ekki einungis til að sjá til þess að sagan endurtaki sig ekki, heldur einnig til að sjá til þess að ferskir vindar leiki um starf félags- ins. Félag eins og Heimdallur verður að vera opinn vettvangur skoð- anaskipta og umræðna. Sjá þarf til þess að félagið fái meira vægi í ís- lenskum stjórnmálum og geti þannig komið málefnum ungs fólks í for- grunn. Því er forgangsmál að koma Heimdalli úr núverandi hjólförum stöðnunar og tryggja endurnýjun í forystu félagsins. Því hvet ég alla sem eiga þess kost að styðja fram- boð Bolla Thoroddsen. Opinn vettvangur skoðanaskipta og lýðræðislegra vinnubragða Brynjólfur Stefánsson skrifar um stjórnmál Brynjólfur Stefánsson ’Félagsmönnum Heimdallar gefst nú kostur á að segja skoð- un sína á vinnubrögðum síðasta árs með því að kjósa framboð Bolla Thoroddsen.‘ Höfundur var á framboðslista Bolla Thoroddsen á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.