Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í tréskurði. Örfá byrjendapláss laus í septem- ber nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. Fræðslunámskeið fyrir verðandi mæður/foreldra. Upplýsingar og skráning í s. 551 2136 og 552 3141. thumalina@thumalina.is Hulda Jensdóttir ljósmóðir/slökunarfræðingur Vantar þig bát, mótor, mæla, lúgur, festingar, öryggisbúnað eða annað tengt bátum? Bátaland ehf., Óseyrarbraut, Hafnarfirði, sími 565 2680. www.bataland.is. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík, Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í Radíovinnustofunni Kaupangi Akureyri. Verð kr. 200 F st í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, eykjavík, Shel stöðinni v/ örgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í adíovinnustofunni Kaupangi Akureyri. Verð kr. 200 Varahlutir í vörubíla og vinnu- vélar. Erum að rífa Volvo FH 12, FL 10 Scania 143,142, einnig var- ahl. í M. Benz og Man. Útvegum varahl. í fl. gerðir vörubíla og vinnuvélar. Heiði, vélahlutir. S. 534 3441. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki Veislubrauð í 18 ár Búðargerði 7 Sími 581 4244 og 568 6933 OPIÐ: Virka daga frá kl. 8-15 og laugardaga frá kl. 9-13 Brauðstofa Áslaugar Brauðsneiðar fyrir hádegisfundi Snittur og brauðtertur í veisluna Pinnamatur o.fl. Veiðileyfi til sölu. Grafará við Hofsós, Miðdalsá í Steingríms- firði, Steinsmýrarvötn og Greni- lækur við Kirkjubæjarklaustur. Uppl. í síma 869 2840 og á www.veidimenn.is mbl.is Þarftu að auglýsa bílinn þinn? Mundu eftir bílablaðinu á mið- vikudögum. Auglýsing með mynd á kr. 1.500. Komdu með bílinn og við tökum myndina þér að kost- naðarlausu. Pantanafrestur í bíla- blaðið er til kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð, mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Í dag, 9. ágúst, hefði Margrét B. Guðmundsson orðið 75 ára. En hún lést á Landspítalanum við Hring- braut 17. febrúar sl. Á lífsgöngunni verða samferða- menn okkur misjafnlega hugleikn- ir. Það var auðvelt að finna með Margréti samhljóm, þó mörg væru árin á milli okkar. Ekki er sjálf- gefið að eignast góða nágranna, þar sem myndast tengsl, tengd þroska og mannlegri reynslu. Að láta sig aðra varða og hvaða skyld- ur við höfum gagnvart hvort öðru, er ekki öllum gefið. Margrét stóð MARGRÉT BÖBS GUÐMUNDSSON ✝ Margrét BöbsGuðmundsson fæddist í Lübeck í Þýskalandi 9. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 17. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vesturhóps- hólakirkju 28. febr- úar. undir því. Hún var glæsileg kona, sterk og áhugaverð per- sóna, með lífsreynslu og miðlaði úr sínum viskubrunni. Áttum við hlutdeild hvor í lífi annarrar í gleði og sorg í þau 12 ár sem hún bjó í sama stiga- gangi í Álagrandan- um. Margrét var fædd í Norður-Þýskalandi árið 1929. Var hún því ung að árum þegar heimsstyrjöldin braust út. Hún var kjörkuð að eðl- isfari og hafði gaman af ferðalög- um og að víkka sjóndeildarhring- inn. Þegar hún stóð á tvítugasta aldursári, sá hún auglýsingu í dag- blaði, þar sem óskað var eftir vinnuafli í íslenskar sveitir. Hún sló til með ævintýraþrána í far- teskinu. Oft bað ég hana að segja mér ferðasöguna þegar hún kom til Íslands ásamt fjölda samlanda sinna vorið 1949. Það vor er talið eitt það kaldasta á öldinni og hún hélt norður í land með sína ferða- tösku á vit hins óþekkta. Hún bjó yfir leiftrandi frásagnarhæfileikum og húmor. Því voru lýsingar henn- ar mér ljóslifandi þegar hún kom niður Holtavörðuheiðina. Við blasti grá þokan yfir Hrútafirði og Græn- umýrartunga. Þar hafði hún ráðið sig í vinnu og Grænumýrartunga var reisulegt hús og henni þar vel tekið. Voru þetta þó mikil viðbrigði fyrir hana, að fara frá heimaslóð- um í Þýskalandi þar sem vorið var í blóma og að koma í Hrútafjörð- inn. Þar byrjuðu túnin ekki að grænka fyrr en um mitt sumar og lítil grasspretta. Með hlýhug til Margrétar minn- ist ég frásagna hennar af sveit- ungum hennar og sveitaböllunum að íslenskum sið. Á böllin var hún sótt á vörubíl og margir norðlensk- ir bændasynir renndu hýru auga til þessarar framandi og glæsilegu stúlku. Þó hún hafi lagt upp í langa ferð frá sínum heimahögum, hafði hún góðan hug að heiman, gott veganesti og lífsreynslu sem m.a. fylgdi hörmungum stríðsáranna. Margrét bar gæfu til að velja sér góðan og dugmikinn eiginmann. Eftir hálfs árs dvöl í Grænumýr- artungu kynntist hún ástinni. Hjalti Sigurjón Guðmundsson frá Vesturhópshólum vann hug hennar og hjarta. Má þá segja að örlög þýsku stúlkunnar hafi verið ráðin, en ekki hafði hvarflað að henni að hún ætti eftir að festa rætur hér á landi. Margrét og Hjalti hófu búskap fyrstu árin í félagsbúi með móður Hjalta að Vesturhópshólum. Tengdamóðir hennar tók hana í læri m.a. í íslenskri matargerð. Margrét var ekki einungis forkur í öllum þeim störfum sem stóru sveitaheimili fylgja. Heldur náði hún ótrúlega góðu valdi á íslensk- unni, þannig að erfitt var að greina að íslenskan væri ekki hennar móðurmál. Árið 1960 fóru Hjalti og Margrét að byggja upp jörðina. Með samheldni þeirra og dugnaði tókst þeim það, ásamt því að ala upp fimm mannvænleg börn sín. Eftir að Hjalti lést árið 1992 fór heilsu hennar að hraka. Margrét flutti þá suður og festi kaup á íbúð í Álagranda 23 og bjó þar ásamt Úlfari, yngsta syni sín- um. Mikill samgangur var á milli okkar heimila og Úlfar eins og einn af okkar heimilismönnum. Þar sem hún átti oft erfitt um gang, fór ég oftar niður til hennar. Hún lét sig þó stundum hafa það að ganga upp stigana. Þá bauð ég henni sæti í hægindastólnum, lagði yfir hana flísteppi og sagði „hókus pókus“ og skellti fótum hennar upp í hvíld- arstöðu. Þótti henni stundum nóg um þessa stellingu og spurði hvort hún ætti að vera í mánuð í heim- sókn. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og stutt í glensið í frásögnum hennar og ég hreifst með. Hún átti það einnig til að hringja í mig og biðja mig að koma niður til sín og segja sér sög- ur. Byrjuðum við þá á skemmtisög- um, því gaman og heilsusamlegt var að hlæja með henni. Fórum síðan í dramatískar lífsreynslusög- ur og horfðum á þýsku sjónvarps- rásirnar á milli. Hún var sérstök kona sem lá ekki á skoðunum sín- um, sem ég kunni að meta og hafði oft gaman af. Hún miðlaði einnig af sinni reynslu og vitnaði í lífshlaup ættingja sinna í Þýskalandi, sem ég þekkti aðeins af ljósmyndum. Stundum tók hún mig „á teppið“ og lagði mér lífsreglurnar í tilfinn- ingamálum. Tjáði hún mér um- búðalaust að sér þætti ég mun skemmtilegri sem einstæð móðir en í sambúð. Hreinskilni og áræði Margrétar taldi ég henni til per- sónulegra tekna. Seinni hluta ársins 2003 fór heilsu hennar enn hrakandi og dvaldi hún þá á sjúkrahúsum. Í heimsókn til hennar á Landspít- alann í Fossvogi var hún enn sú viljasterka kona sem ætlaði ekki að gefast upp, heldur vildi hún kom- ast heim í Álagrandann. Æskuslóð- ir hennar í Þýskalandi voru henni hugleiknar ásamt Norðurlandi. Hún var þakklát fyrir ferðalagið með börnum sínum á heimaslóðir í Þýskalandi vorið á undan. Nokkr- um dögum áður en hún kvaddi þessa jarðvist, hringdi hún í mig af spítalanum. Áttum við þá gott sam- tal um lífsgönguna og það sem við ætluðum að gera þegar hún kæmi heim aftur. Í símtalinu tók hún af mér loforð, sem ég mun efna. Hún virtist bjartsýn, þó af henni væri dregið og sló á létta strengi í bland við alvöruna. Margrét var ætíð meðvituð um að hún væri gæfu- manneskja, stolt af sínum börnum og öllum fjölskyldumeðlimum. Það er sárt að hafa ekki náð að kveðja Margréti. Ég gerði mér ekki grein fyrir að hennar brott- farartími úr þessari jarðvist væri að renna upp. Eftir lifa minningar tengdar sómakonunni, Margréti. Ljós hennar mun þó skína áfram og alla þá mannkosti, sem hún stóð fyrir, skilur hún eftir sem vega- nesti fyrir þá sem tengdust henni tilfinninga- og vináttuböndum. Fyrir hönd allra íbúa í Álagranda 23 þakka ég Margréti samfylgdina og vottum börnum hennar og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Margt er í minninganna heimi, mun þá ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ókunnur.) Ásdís S. Arnljótsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.