Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2004, Blaðsíða 23
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 23 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 veglynd, 8 metti, 9 fiskar, 10 tek, 11 glerið, 13 annríki, 15 lítill bátur, 18 gorta, 21 blóm, 22 skáldverkið, 23 klak- inn, 24 ánægjulegt. Lóðrétt | 2 dáin, 3 eyddur, 4 læða, 5 bjargbrúnin, 6 mynni, 7 ósoðinn, 12 kraftur, 14 gagn, 15 orr- usta, 16 smá, 17 hægt, 18 málfar, 19 þjálfun, 20 kvenmannsnafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 flæmi, 4 skála, 7 undin, 8 arman, 9 ann, 11 aurs, 13 ánar, 14 Óttar, 15 svöl, 17 illt, 20 enn, 22 fagur, 23 eitur, 24 rolla, 25 tunga. Lóðrétt | 1 fluga, 2 ældir, 3 iðna, 4 svan, 5 álman, 6 agnar, 10 nótin, 12 sól, 13 ári, 15 sefar, 16 öngul, 18 lotin, 19 torfa, 20 erta, 21 nett. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru örlát og skilningsrík og njóta því yf- irleitt mikillar velvildar. Það verða miklar breytingar á högum þeirra á komandi ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert óvenju sjálfstæð/ur í vinnunni í dag og munt því eiga óvenju erfitt með að taka tilsögn, sérstaklega þegar líður á daginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Foreldrum er ráðlagt að gæta vel að börnum sínum í dag. Hafið augun opin því það er óvenjumikil hætta á alls konar óhöppum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað mun hugsanlega koma þér á óvart á heimilinu eða innan fjölskyld- unnar í dag. Reyndu að fara vel að fólki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Af einhverjum ástæðum ertu í varn- arstöðu í dag. Þú gætir jafnvel tekið upp á því að þræta út af smámunum. Reyndu að komast hjá því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í að hlaupa á eftir skyndi- hugdettum í dag. Þótt þér finnist gaman að eyða peningum þá ættirðu samt að reyna að fá sem mest fyrir þá. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert eitthvað eirðarlaus og utan við þig í dag og það getur hæglega leitt til mis- skilnings eða einhvers konar óhapps. Farðu varlega og sýndu fólkinu í kringum þig sérstaka þolinmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Bilun í tölvunni eða annars konar tækni- vandamál geta sett strik í reikninginn hjá þér í dag. Gerðu ráð fyrir því óvænta og reyndu að gera það besta úr því sem upp kemur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvænt daður gæti slegið þig út af laginu í dag. Það er gott að finna fyrir aðdáun annarra en að þessu sinni ertu þó ekki viss um að þú kærir þig um hana. Ef svo er ýttu henni þá bara frá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert mjög sjálfstæð/ur í dag og átt því erfitt með að láta segja þér fyrir verkum. Þú ert reyndar alltaf þannig en þó sér- staklega í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað óvenjulegt vekur áhuga þinn þessa dagana. Þér finnst eitthvað svo heillandi og spennandi að þú gætir hrein- lega fengið það á heilann. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver mun hugsanlega koma þér á óvart með því að gefa þér gjöf eða borga reikninginn fyrir þig í dag. Þakkaðu fal- lega fyrir þig og gættu þess að láta þetta ekki stíga þér til höfuðs. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nýttu samskiptahæfileika þína til að halda friðinn í samskiptum þínum við aðra í dag. Fólk er með þrjóskasta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.   F ornleifaskóli barnanna hefur verið starf- ræktur á Þingvöllum á sunnudögum í sumar en þar fá börn á aldrinum sex til tólf ára tækifæri til að kynnast starfs- aðferðum fornleifafræðinga með því að grafa eftir gersemum í jörð. Einar Á. E. Sæmundsen er fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Hvað er gert í Fornleifaskóla barnanna? „Við höfum útbúið uppgraftrarsvæði á bakka Öxarár, rétt fyrir neðan Drekkingarhyl. Þar höf- um við komið fyrir eins konar fornbúð með veggj- um og tilheyrandi, sett í hana eldstæði og nokkra smámuni. Yfir þetta höfum við sett jarðveg. Börn- in fá síðan alvöru áhöld eins og fornleifafræðingar nota og reit á svæðinu til að grafa í. Þegar þau finna eitthvað leggjum við það til hliðar. Svo eru þau látin mæla hlutinn og teikna hann upp og skrifa hjá sér hvernig áferðin á honum er, hvaða lit hann hefur og annað markvert.“ Hvaða hlutir eru það sem börnin grafa upp? „Það geta verið beinaleifar, leirkerabrot, stein- ar úr vegghleðslum, mynt eða hvaðeina sem við höfum sett í jarðveginn. Við létum t.d. slá merki þjóðgarðsins í leir og á litla mynt sem þau fá að taka með heim ef þau finna hana. Ef þau finna hana ekki fá þau hana um leið og þau fá við- urkenningarskjal að greftrinum loknum.“ Hver er tilgangurinn með þessu? „Með þessu erum við eiginlega að herma eftir fornleifauppgreftrinum sem hefur verið í gangi á Þingvöllum síðustu þrjú árin. Á Þingvöllum er mikið af fornleifum sem hafa ekki verið grafnar upp og þessi rannsókn á vegum Fornleifastofn- unar Íslands er ein stærsta fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í í þjóðgarðinum. Við höfum séð að þetta vekur athygli og þetta er kannski góð leið til að kenna ungviðinu að rýna í landið í kringum sig og skynja söguna með því að hreinlega grafa hana upp. Það leynist nefnilega ýmislegt undir grænni torfu og börnin skynja það ágætlega.“ Hvernig hafa viðbrögðin verið? „Þegar veður hefur verið þokkalegt eða gott hafa allt upp í 20–25 börn tekið þátt í einu. Börnin hafa undantekningarlaust verið mjög jákvæð og foreldrarnir virðast verða alveg jafn spenntir og krakkarnir. Reyndar hafa sumir foreldrar notað tækifærið og farið í gönguferð á meðan krakk- arnir eru að grafa með landverði en aðrir staldra við og fylgjast með.“ Fornleifaskóli barnanna verður starfræktur alla sunnudaga út ágúst, milli klukkan 13 og 16. Skólinn er ókeypis en hvatt er til þess að foreldrar hringi á undan komu barnanna og skrái þau þótt það sé ekki skilyrði. Skráning er í síma 482 2660 eða á netfanginu thingvellir@thingvellir.is. Fornleifar| Krakkar leita eftir fornleifum á Þingvöllum  Einar Á. E. Sæmund- sen er fæddur 20. októ- ber 1967. Hann er menntaður landfræð- ingur frá Háskóla Ís- lands þaðan sem hann lauk prófi árið 1996. Í framhaldi af því fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann nam landslagsarkitektúr við University of Minne- sota. Þaðan útskrifaðist hann árið 2000. Hann hefur verið fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þing- völlum frá árinu 2001. Sambýliskona Einars er Herdís Friðriksdóttir og eiga þau tvö börn. Ýmislegt leynist undir grænni torfu Í Lesbók sl. laugardag urðu þau mis- tök að láðist að geta heimildar í lok við- tals við Simon Gray en það var að hluta til byggt á grein í The Guardian að höfðu samráði við umboðsmann Gray. Árétting Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Vaxandi sýning á Akureyri ULRIKE Schoeller hefur opnað sýningu í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2 á Akureyri. Ulrike er fædd í Hannover 1967 og stundaði nám í leikmyndagerð í Berlín og svo myndlistarnám í Hannover og í Bergen í Noregi. Hún hefur tekið þátt í um 20 samsýningum víða um Evrópu og í Japan og þetta er henn- ar fjórða einkasýning. Hún mun einnig taka þátt í samsýningunni Aldrei - nie - never sem opnar í Ný- listasafninu nk. laugardag. Ulrike vinnur gjarnan með gjörninga, texta, innsetningar, teikningar og myndbönd. Fyrir sýninguna ætlar Ulrike að senda reglulega bréf sem verða sett upp þannig að sýningin mun vaxa þá þrjá mánuði sem hún stendur yfir. Opið alla fimmtudaga kl. 15–17 og eftir samkomulagi. GUÐRÚN Tómasdóttir söngkona og Frank Ponzi, listsagnfræðingur og rithöfundur, voru fyrr í sumar útnefnd Bæjarlistamenn Mosfells- bæjar 2004. Í tilkynningu frá Menningar- málanefnd Mosfellsbæjar segir að tilnefningin sé hugsuð sem heiður fyrir langt ævistarf til marghæfra listamanna sem eru enn sístarf- andi. Guðrún Tómasdóttir er fædd að Hólum í Hjaltadal. Guðrún hneigð- ist ung til tónlistar og söng mikið með ýmsum kórum og tónlist- armönnum áður en hún hóf reglu- legt söngnám í Bandaríkjunum skömmu eftir stúdentspróf. Árið 1958 kom hún heim eftir söngnám og eftir það hélt hún fjölda ein- söngstónleika, auk tónleika með öðrum tónlistarmönnum. Síðar fór Guðrún aftur til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Ásamt tónleika- haldi og söng við ýmis tækifæri hefur Guðrún Tómasdóttir starfað mikið við söngkennslu og radd- þjálfun kóra. Gefnar hafa verið út hljómplötur með söng Guðrúnar og hefur hún hlotið listamannalaun og fálkaorðu fyrir störf sín að tónlist. Guðrún hefur um árabil verið einn virtasti söngvari og söngfræðari Íslands. Frank Ponzi, listsagnfræðingur og rithöfundur, fæddist í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru af ítölskum ættum og fluttust til Ameríku 1911. Frank er menntaður listsagnfræðingur og hefur starfað sem listamaður og rithöfundur. Hann vann við City College Film Institute í New York áður en nám í Oxford háskóla hófst og að námslokum, við Guggen- heim-safnið á Manhattan. Ævistarf hans hefur verið helgað listum og menningarmálum í víðum skiln- ingi. Einstakt og trúlega merkileg- asta framlag Franks er glæsilegur bókaflokkur sem hann hefur skrif- að og safnað efni í með áralöngum rannsóknum. Fjalla bækurnar um útlendinga sem sóttu Ísland heim á fyrri öldum og tengdust landi og þjóð. Fyrsta bókin, Ísland á 18. öld kom út árið 1980 og 1987, Ísland á 19. öld árið 1986 og árið 1995 kom út Ísland fyrir aldamót. Nýtt verk, Ísland Howells 1890–1901, sem Frank hefir unnið að undanfarin ár, mun koma út í haust. Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2004 Guðrún Tómasdóttir söngkona og Frank Ponzi listfræðingur. Í DAG hefjast í áttunda sinn hinir árlegu Norsku dagar á Seyðisfirði og standa til 14. ágúst. Fjölmargir vinna að und- irbúningi að vanda og dag- skrá er fjöl- breytt. Fram- kvæmda- stjóri hátíðarinnar er Snorri Em- ilsson, honum til halds og trausts eru Muff Warden, Eydís Bára Jó- hannsdóttir og fleiri. Samstarf er við Menningarráð Austurlands, Norska sendiráðið, Menningaráð Vesterålen í Noregi, Norska sendiráðið og heimamenn. Dagskráin skartar að þessu sinni sýningu á handverki ýmiss konar, norsku þjóðlagatríói, málþingi, fjöl- skylduhátíð að norskum sið, mat og skemmtan með norsku ívafi og hver veit nema norska heyrist í skúma- skotum. Minning Ottós Wathne, sem oft er kallaður faðir Seyðisfjarðar, verður heiðruð. Norskir dagar á Seyðisfirði www.sfk.is Frá Norskum dög- um á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.