Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 25

Morgunblaðið - 09.08.2004, Page 25
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2004 25 Garðar Hólm er ódauðleg per-sóna í íslenskum bók-menntum. Íslenski pilturinn sem allar vonirnar voru bundnar við; íslenski pilturinn sem lagði í ferð til að sigra heiminn, heims- söngvarinn sem sneri heim og gat ekki sungið. Eða gat hann það kannski? Sá bara enga ástæðu til að sýna þessum afdalalýð hér hvað al- mennilegur söngur var. Við óform- lega könnun mína kom í ljós að sumir segja að Garðar hafi aldrei getað neitt nema að gorta af engu, meðan aðrir halda að Garðar Hólm hafi hugs- anlega alveg getað sungið, en kannski ekki eins stórkost- lega og við var búist. Eflaust hefur það verið erfitt að koma heim með bakið sligað af væntingum þeirra sem horfðu með ljóma í augum á þennan, að því er talið var, stór- brotna listamann. Ísland er lítið land; allt of lítið að sumra mati. Ég átti spjall um dag- inn við íslenskan tónlistarmann, menntaðan og búsettan á erlendri grund. Tónlistarmaðurinn hafði mörg orð um það hvað fámennið hér væri okkur til mikilla trafala. Hér væru allra augu á þeim fáu hræðum sem eitthvað kvæði að í tónlistinni; einn falskur tónn á tón- leikum væri umtalaður í tónlist- arkreðsunum eins og svæsnasta kjaftasaga, mistök væru í minnum höfð árum saman; talað væri um slæm tímabil hjá söngvurum eins og dauðadóm, og, þeir sem fengju vonda dóma hjá gagnrýnendum ættu sér ekki viðreisnar von; ann- aðhvort væru menn upphafnir eða útskúfaðir; listamenn, eða ekki- listamenn.    Auðvitað bregður manni viðsvona þung orð; er ekki al- mennt viðhorf að hér sé allt í sóm- anum og tónlistarlífið með miklum blóma? En vissulega er margt til í þessu, og kannski erum við enn að dæma Garðar Hólm, án þess að hafa nokk- urn tíma raunverulega lagt við hlustir. Það er rétt, að margir íslenskir tónlistarmenn sækja framhalds- menntun til þeirra menningar- svæða sem ræktað hafa sína list- sköpun öldum saman. Það er líka rétt að við erum ennþá svo ung í listinni og það veldur stundum heimóttarskap sem erfitt er fyrir unga listamenn að kveða niður. Þeir sem dvelja um tíma erlendis að „forframa“ sig í listinni þekkja allir þær væntingar sem Garðar Hólm gat ekki horfst í augu við. Menntun við virtan skóla eða „kons- ervatorium“ í útlöndum þykir sum- um að hljóti að vera ávísun á að mikils frama sé að vænta af tónlist- armanninum. Hæfileikar á barns- aldri geta líka blindað ólmum ætt- ingjum sýn, sem vilja þá gjarnan horfa framhjá því að einstakling- urinn kann að hafa allt aðrar lang- anir í lífi sínu en að rækta þá tón- listarhæfileika sem þykja svo verðmætir.    Það er nokkuð ljóst að ekki verðaallir þeir sem leggja listir fyrir sig að snillingum, kannski ekki einu sinni að praktíserandi listamönn- um. Kannski verða þeir bara tón- listarkennarar, eða í besta falli partýspilarar; ja – eða bara gagn- rýnendur. Sennilega hefur einhver hnotið um orðið bara, sem ég notaði vísvitandi. Sá heimóttarskapur að trúa því að allir þeir sem eru kall- aðir verði á endanum útvaldir er auðvitað kjánalegur, og enn bjálfa- legra er að ímynda sér að tónlistar- líf þrífist á eintómum snillingum. Þar hafði vinur minn vissulega rétt fyrir sér. Það er heldur engin spurning að orðið bara, á ekkert við um það að vera tónlistarkennari svo erfitt starf og vanmetið sem það er nú. Það þarf líka að rækta og mennta fólk til að spila í hljóm- sveitum og syngja í kórum; þótt það komi aldrei til með að „debútera“ í þessari yfirmáta þrúgandi merk- ingu sem lögð er í fyrstu tónleika ungra listamanna. Og hverjum ætti ekki að vera sama um falskan tón. Garðar átti kannski allt annað er- indi við okkur og miklu stórkost- legra en við héldum. Nýjustu fréttir af Garðari Hólm ’Sá heimóttarskapur aðtrúa því að allir þeir sem eru kallaðir verði á end- anum útvaldir er auðvit- að kjánalegur.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is MÖGULEIKAR eru á að The Wall – Veggurinn, hin dökka rokkópera hljómsveitarinnar Pink Floyd, verði sett upp á Broadway. Aðalsprauta hljómsveitarinnar, Roger Waters, sem sagði skilið við hana á níunda áratugnum, hyggst skrifa leikrit og útsetja tónlist fyrir sýninguna. Bú- ist er við að í henni verði einnig tónlist sem ekki var að finna á plöt- unni upprunalega. Walters hafði upphaflega hug- myndir um að The Wall gæti orðið að plötu, bíómynd og söngleik. Nú er útlit fyrir að úr því rætist. Árið 1982 var gerð bíómynd eftir plöt- unni með Bob Geldof í hlutverki út- brunnu rokkstjörnunnar Pink. Plat- an sjálf kom hins vegar út árið 1979 og er þriðja söluhæsta plata allra tíma. Vinsælasta lagið á plötunni, „Another Brick in the Wall“, varð að einskonar þjóðsöng angist- arfullrar æsku, sérstaklega stefið „We don’t need no education“. Tónlist | Söngleikur eftir plötu Pink Floyd Veggurinn á Broadway? Roger Waters, fyrrverandi Pink Floyd-meðlimur, ætlar að semja leikgerð og útsetja tónlist fyrir söngleikinn. Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Dönsku Varde viðarofnarnir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi fyrir fullkomna brennslu og lágmarksreykmengun. Smíðaðir úr þykku stáli, tvöfalt byrði og steypt hurð með barnaöryggi. Gæðavara á góðu verði, 34 gerðir fáanlegar. KAMÍNUR - VIÐAROFNAR Borgartúni 28,  520 7901 & 520 7900 www.ef.is VERKEFNISVAL Sumaróperu Reykjavíkur á þriðja starfssumri vekur óneitanlega nokkra undrun, einkum eftir undangengin tón- söguleg meistaraverk Purcells og Monteverdis. Í fyrsta lagi er „Happy End“ þeirra Bertolts Brechts, El- isabeth Hauptmanns og Kurts Weill frá 1928 (fyrstu tvö földu sig bak við ritnefnið Dorothy Lane) í mesta lagi „leikrit með söngvum“. Það er hvergi talið meðal söngleikja Weills, hins sérstæða millimúsíkmanns er síðar afrekaði að aðlagast bandarískum tónleikhúsasmekk og hafa mikil áhrif á þróun Broadwaysöngleikja. Í annan stað varð verkið, er átti að fylgja eftir velgengni Túskild- ingsóperunnar, meiriháttar frum- sýningar-„flopp“, þó að leikstjóri láti að því liggja í leikritsskrá að meg- inástæða þess hafi verið komm- únískur innskotsboðskapur lokaþátt- ar er fór fyrir brjóstið á broddborgurum Berlínar. Kvað verkið fyrst hafa sézt aftur að ráði á 7. áratug, en hefur mér vitandi aldrei slegið virkilega í gegn. E.t.v. réðu úrslitum fyrir valinu nokkur kunn lög Weills í stykkinu með Surabaya Johnny í fararbroddi, er heyrast enn á einsöngstónleikum í léttara kanti. Kannski líka að farsa- efnið ætti að vera viðráðanlegt fyrir leikendurna fimmtán, er flestir munu betur að sér í klassískum söng en í leiklist. Fyrir utan að Weill ku í tízku um þessar mundir og því eflaust þótt í samræmi við yfirlýst markmið Sumaróperunnar um að færa óp- eruna nær nútímamanninum. Engu að síður þótti mér hvorki viðvaningslegur sviðsleikur né fram- sögn flytjenda – þrátt fyrir lauflétt ærslaefnið – ná þeim nauðsynlega sannfæringarkrafti sem sjóaðir sviðsleikarar hefðu komið til skila. Né heldur féll klassísk söngmenntun flestra nógu vel að sviðsrænum kab- arettstíl Weills, þó að túlkendur Bens, Bills, Nakamura og Lillian kæmust stundum nálægt því. Sýpur þar ugglaust seyðið af fátæklegri reynslu okkar í söngleikjageiranum, þar sem jafnan líður það langt á milli nýrra uppfærslna að aldrei tekst al- mennilega að byggja upp sérhæfðan flytjendahóp. Það er eins og hver ný uppsetning þurfi nánast að byrja frá grunni. Til að auka enn á vandann virtust lögin fremur kyrrstæðs eðlis, án þess að fleyta söguþræði markvisst áfram líkt og í samtvinnuðum söngleikjum („integrated musicals“) seinni tíma. Sjö manna hljómsveitin verkaði al- mennt frekar loðin og vantaði sam- keyrðari snerpu og þéttleika. Hún var líka iðulega of hljómsterk fyrir sönginn, og vakti það fljótt spurn- ingu um hvort ekki hefði mátt „mæka“ söngvarana upp með nútíma barkalúsatækni. Bæði til ágóða fyrir skýrari texta (þó að enskþýddi myndvarpstextinn bætti að nokkru úr því) og afslappaðri raddbeitingu á brjósttónum í viðeigandi söngstíl. En e.t.v. hefur kostnaður staðið í vegi, auk þess sem uppmögnun tekst því miður ekki alltaf jafn vel og til er ætl- azt. Annars var létt yfirbragð yfir sýn- ingunni í líflegri leikstjórn Kol- brúnar Halldórsdóttur við hratt flæði (raunar stundum um of í fram- sögninni), og leikmynd, lýsing og búningar voru auðsjáanlega í fag- mannahöndum. Ekki bar á öðru en að leikhúsgestir skemmtu sér vel, enda gerðist mörg fyndin uppá- koman í kostulegu samneyti hjálp- ræðishermanna og harðsvíraðra bófa. Þrátt fyrir kolsvarta samfélags- ádeiluna undir niðri – sem vantar aft- ur á móti sláandi í Gæjum og píum Loessers frá 1950 um keimlíkt efni. Gæjar og píur í ádeiluham TÓNLIST Íslenzka óperan Leikrit eftir „Dorothy Lane“ með tónlist eftir Kurt Weill. Aðalsteinn J. Bergdal (Ben), Bjarni Snæbjörnsson (Baby Face), Bogomil Font (Sam), Brynhildur Björns- dóttir (Stone majór), Brynja V. Gísladóttir (Miriam), Elaine McKay (Mary), Guð- mundur Jónsson (Bill), Hallveig Rúnars- dóttir (Jane), Hrólfur Sæmundsson (Nak- amura), Inga Stefánsdóttir (Flugan), Ólafur Rúnarsson (Hannibal), Páll J. Líndal (Sérann), Unnar G. Unnarsson (Löggan), Valgerður Guðnadóttir (Lillian) og Viktor M. Bjarnason (Prófessorinn). Hljómsveit: Kristinn Svavarsson A-sax/fl./kl., Ólafur Jónsson T-sax/Bás., Leifur Jónsson trpt., Helgi E. Kristjánsson banjó/gít./ mandólín/dragspil, Frank Aarnink slagv./ trpt. og Vignir Stefánsson píanó/ hljómsveitarstjórn. Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín E. Árnadóttir. Ljós: Halldór Ö. Óskarsson. Tónlistarstjórn: Sigtryggur Baldursson. Laugardaginn 7. ágúst kl. 20. HAPPY END Ríkarður Ö. Pálsson ÓFLUTT verk eftir tónskáldin Rich- ard Strauss og Arnold Schönberg eru meðal þess sem breskur læknir að nafni Phillip Mariott hefur fært Caius College í Cambridgeháskóla að gjöf. Verðmæti gjafarinnar er álitið hlaupa á milljónum punda. Á fréttavef BBC kemur fram að tónverkin eru meðal 88 verka eftir nafnkunna listamenn sem færðu austurríska listjöfrinum David Bach þau að gjöf árið 1924. Gjafakassinn gleymdist síðan þar til á síðasta ári að Phillip Mariott erfði hann eftir fóst- urföður sinn Herbert Bach, ættingja Davids Bach. David Bach var þekktur stjórn- málamaður og blaðamaður í Vín- arborg á fyrri hluta síðustu aldar og á fimmtugsafmæli hans, hinn 9. ágúst 1924, færðu fjölmargir listamenn honum fagurlega skreyttan kassa fylltan listaverkum og meðal þeirra sem lögðu til verk voru tónskáldin Schönberg, Strauss, Lehár og Bart- ok, listmálararnir Oscar Kokoschka og Leo Delitz, og rithöfundarnir John Galsworthy, Arthur Schnitzler, Karel Capek og Stefan Zweig. Innhald kassans var fyrst gert op- inbert í Lundúnum á síðasta ári og er búist við að verkin komi á uppboð inn- an skamms í fjáröflunarskyni fyrir Caius College. Verk eftir Strauss og Schönberg ATVINNA mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.