Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGO Chavez, forseti Venesúela,
lýsti í gær yfir öruggum sigri í þjóð-
aratkvæðagreiðslu, sem efnt var til
um hann og veru hans í embætti.
Stjórnarandstaðan vísaði hins vegar
yfirlýsingu hans á bug og hélt því
fram, að miklum brögðum hefði verið
beitt í kosningunum. Urðu fréttirnar
af sigri Chavez til að draga nokkuð úr
ólgu á olíumarkaði en forsetinn hét
því í gær að vinna að auknum stöð-
ugleika í framleiðslunni. Venesúela er
fimmta mesta olíuútflutningsríki
heims.
Mikill mannfjöldi kom saman í
Caracas, höfuðborg landsins, í fyrri-
nótt til að fagna Chavez, sem kom út á
svalir forsetahallarinnar skömmu eft-
ir að yfirkjörstjórnin tilkynnti, að
58% kjósenda hefðu kosið með forset-
anum en 42% hafnað honum. Var það
niðurstaðan er 94% atkvæða höfðu
verið talin.
„Þvílíkur sigur,“ hrópaði Chavez af
svölunum um leið og flugeldar lýstu
upp himininn ásamt fyrstu geislum
rísandi sólar. Sagði hann, að kosning-
arnar hefðu verið „sannkölluð lýð-
ræðisveisla“ og skoraði á andstæð-
inga sína og viðurkenna úrslitin. Bauð
hann þeim samstarf við uppbygg-
inguna í landinu.
Segjast hafa sannanir
fyrir svikum
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
brugðust æfir við tilkynningu yfir-
kjörstjórnar og fullyrtu, að 59% kjós-
enda hefðu viljað koma Chavez úr
embætti. Sögðu þeir, að hugsanlega
ætti stjórnmálakreppan í landinu eft-
ir að verða enn alvarlegri en áður.
„Við munum leggja fram sannanir
fyrir þeim miklu svikum, sem hér hef-
ur verið beitt,“ sagði Henry Ramos
Allup, einn stjórnarandstöðuleiðtog-
anna.
Sumir stuðningsmenn stjórnarand-
stöðunnar grétu af vonbrigðum enda
voru leiðtogar hennar næstum búnir
að lýsa yfir sigri er útgönguspár
bentu til, að þeir hefðu orðið ofan á.
Miðað við tilkynningu yfirkjörstjórn-
ar er það samt ekki raunin en frétta-
skýrendur biðu þess í gær að heyra
hvað alþjóðlegir eftirlitsmenn með
kosningunum, þar á meðal Jimmy
Carter, fyrrverandi forseti Banda-
ríkjanna, og fulltrúar frá Samtökum
Ameríkuríkja, hefðu um framkvæmd
þeirra að segja.
Tvískipt þjóð
Segja má, að alger klofningur hafi
ríkt í Venesúela síðan Hugo Chavez
sigraði óvænt í kosningunum 1998 en
hann er fyrsti forseti landsins af ind-
íánaættum. Eru andstæðingar hans
helst hvíta millistéttarfólkið, sem
ræður flestum fjölmiðlum og atvinnu-
fyrirtækjum í landinu, en það sakar
hann um að hafa sóað olíuauðnum og
reyna að líkjast Fidel Castro, leiðtoga
kommúnista á Kúbu. Er stjórnarand-
staðan samfylking ólíkra flokka, jafnt
vinstri sem hægri, atvinnurekenda
sem verkalýðsfélaga, fyrrverandi
herforingja sem borgarasamtaka.
Það, sem sameinar þessi sundurleitu
öfl, er hatrið á Chavez.
Þrátt fyrir miklar tekjur af olíunni
eru 80% íbúanna bláfátæk en fátæk-
lingarnir líta samt á Chavez sem sinn
mann. Spillti það ekki fyrir honum nú
rétt fyrir kosningar þegar hann ákvað
að stórauka framlög til heilbrigðis-
mála.
Óttast ókyrrð og
hugsanlegt ofbeldi
Chavez reyndi að komast til valda í
Venesúela í misheppnuðu valdaráni
1992 en sigraði síðan í kosningunum
1998 eins og fyrr segir. Í apríl 2002
kom stjórnarandstaðan honum frá
með valdaráni, sem stóð aðeins í
nokkra daga, en síðan hefur Chavez
verið í embætti og verður að líkindum
enn um sinn. Fréttaskýrendur telja
samt ólíklegt, að hann muni sitja á
einhverjum friðarstóli. Þótt átökin
hafi hingað til verið fremur friðsam-
leg, þá sé ávallt grunnt á ofbeldinu í
þessu landi mikilla andstæðna.
Chavez hrósaði
sigri í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni
Caracas. AP, AFP.
Stjórnarandstaðan æf og segir að svikum hafi verið
beitt. Ótti við áframhaldandi ókyrrð í Venesúela
Reuters
Stuðningsmenn Chavez efndu til mikils fagnaðar í fyrrinótt og fram á dag í
gær en samkvæmt yfirlýsingu kjörstjórnar sögðu 58% kjósenda nei við því
að reka forsetann úr embætti.
Reuters
Chavez talar til stuðningsmanna
sinna af svölum Miraflores-hallar,
forsetasetursins í Caracas.
gréti Thatcher, fyrrum forsætisráð-
herra landsins, að hluta sigurinn en
hún heimsótti kjördæmi hans
tveimur dögum fyrir kosningar og
bar barmnælu með nafni hans.
Fjölmiðlar hefðu gert því gríðargóð
skil. „Ég er álitinn einn af börnum
Thatcher á þingi,“ segir Rosindell
og hlær. Hann bætir við að Thatch-
er sé frábær kona.
Rosindell er nýskipaður varafor-
maður Íhaldsflokksins og á einnig
„ÞAÐ eru 32 bæir með lögfest
sjálfstjórnarréttindi í Lundúnum og
hver þeirra hefur tvö, þrjú eða
jafnvel fjögur kjördæmi sem hvert
um sig á fulltrúa á þingi,“ segir
Rosindell, sem situr í neðri deild
breska þingsins fyrir Romford-bæ í
austurjaðri Lundúna.
Rosindell fékk mest fylgi allra
frambjóðenda breska Íhaldsflokks-
ins, miðað við kjördæmi, í seinustu
þingkosningum. Hann þakkar Mar-
sæti í hópi þingmanna sem sér-
stakan áhuga hafa á því að efla
tengsl Bretlands og Íslands. Nefn-
ist hópurinn The United Kingdom
Parliamentary Iceland Group sem
þýða mætti „Íslandshópur breska
þingsins“.
Hver eru markmið þessa hóps?
„Hópinn skipa þingmenn beggja
deilda sem allir hafa áhuga á eða
tengsl við Ísland. Þessi hópur hitt-
ist reglulega og ræðir ýmislegt sem
tengist samskiptum landanna, hittir
íslenska sendiherrann í Lundúnum,
íslenska þingmenn eða ráðherra
þegar þeir heimsækja borgina. Við
snæddum kvöldverð með hr. [Dav-
íð] Oddssyni þegar hann átti leið til
Lundúna. Þetta er tenging breskra
þingmanna við Ísland,“ svarar Ros-
indell og segir eðlilegt, að stofnaður
verði sambærilegur hópur íslenskra
þingmanna sem efla vilja tengsl við
Bretland. Svipaðir hópar séu til
fyrir önnur lönd, Svíþjóð og Dan-
mörku t.d. Á þriðja tug manna sé í
Íslandshópnum.
Segir reynsluna af ESB slæma
Rosindell segir löndin eiga ýmis
sameiginleg hagsmunamál, til að
mynda fiskveiðistjórnun auk þess
sem Evrópumálin séu ofarlega á
baugi hjá báðum.
„Við vonum að sú reynsla sem
við höfum af Evrópusambandinu,
ESB, muni hafa áhrif á afstöðu Ís-
lands til þess, okkar reynsla af því
hefur hingað til verið afar slæm.
Við sjáum nú hvernig sjávar-
útvegur okkar hefur verið lagður í
rúst af ESB. Því vonum við að Ís-
land líti til þeirrar reynslu og verði
varkárt,“ segir Rosindell, hann
myndi sjálfur mæla gegn íslenskri
aðild að sambandinu. Það yrði mikil
ógæfa fyrir Ísland, ekki einungis
með tilliti til fiskveiða heldur sjálfs-
stjórnar og Ísland myndi ekkert
græða á aðild. ESB myndi hins
vegar gera það.
„Ég veit hvers vegna mörg lönd
ganga í sambandið, þau sjá það
sem stórkostlegt tákn sameiningar
Evrópuþjóða. Það er algjör vit-
leysa. Sannleikurinn er sá að ESB
er stjórnað af örfáum ríkjum á
meginlandi Evrópu sem hafa uppi
sín eigin áform um miðstýringu og
stjórnmálalegt vald. Um það snýst
þetta í raun,“ segir Rosindell. Ís-
land yrði atkvæðaminna en Malta
gengi það í ESB. „Rökin eru engin
fyrir inngöngu Íslands í ESB, ég
skil ekki einu sinni hvernig hægt er
að deila um það,“ segir Rosindell
og hlær. Hann geti ekki séð með
hvaða hætti Ísland gæti grætt á að-
ild.
Eru Bretar að íhuga að taka upp
svæðisbundna fiskveiðistjórn svip-
aða kvótakerfinu íslenska?
„Það er mikið deilt um fisk-
veiðistjórnina. Við höfum ekkert
vald yfir henni þar sem hún er nú
undir stjórn ESB sem hefur engan
áhuga á því að leyfa Bretlandi að
stjórna sínum fiskveiðum. ESB hef-
ur í heild sinni grætt á því sem við
sömdum frá okkur.“ Rosindell segir
stefnu breska Íhaldsflokksins vera
þá, nái hann meirihluta í rík-
isstjórn, að draga sig út úr sameig-
inlegri fiskveiðistefnu ESB og ná
aftur yfirráðum yfir breskum fiski-
miðum.
„Það er mögulegt þar sem Bret-
land er fullvalda ríki og við getum
umturnað þeim sáttmálum sem við
höfum gert. Það myndi auðvitað
skaða tengsl Bretlands við sam-
bandið en það væri fyrsta skrefið af
mörgum sem þarf að taka.“ Horfa
þurfi til fullveldis landsins.
Ísland „græðir ekkert“ á ESB-aðild
Varaformaður breska Íhaldsflokksins, Andrew Rosindell, er stadd-
ur hér á landi í stuttu fríi. Helgi Snær Sigurðsson ræddi við hann
um Evrópusambandið, fiskveiðistjórnunina og um Íslandshópinn,
hóp áhugamanna á breska þinginu um samskipti landanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Andrew Rosindell, varaformaður
breska Íhaldsflokksins.
’Rökin eru engin fyririnngöngu Íslands í ESB,
ég skil ekki einu sinni
hvernig hægt er að deila
um það.‘