Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 36
Grettir Grettir Smáfólk HA HA! BARA AÐ GRÍNAST! Ó! ÞÁ ER ÞETTA ALLT Í LAGI! ER ÞAÐ EKKI?! ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR... AÐ ÞETTA SÉ EKKI HAPPAHATTURINN MINN! ÉG ER KANNSKI BARA KÖTTUR EN ÉG HELD AÐ LÍFIÐ SÉ AÐEINS FLÓKNARA EN JÓN VILL AÐ ÞAÐ SÉ GANGI ÞÉR VEL... PASSAÐU ÞIG Á TRÉNU! ÞAR FÓR HANDRITIÐ...ERTU BÚINNMEÐ HANDRITIÐ? AÐ FARA MEÐ ÞAÐ TIL ÚTGEFANDA.. © DARGAUD Bubbi og Billi NEI!? ÞARNA ER HÚSIÐ ÞAR SEM SÆTI HUNDURINN BÝR MÉR HEYRIST HANN VERA AÐ GRÁTA! ÉG VERÐ AÐ ATHUGA ÞETTA ÉG ER ALVEG AÐ KOMA KRÚTTIÐ MITT! HVAÐ ER AÐ? VAOOOUUU!! ÞETTA ER EKKERT VANDAMÁL, BARA SMÁ MELTINGARTRUFLANIR. ÉG VERÐ BARA AÐ FINNA RÉTTA MEÐALIÐ SEINNA... ÞAÐ HEFUR EINHVER KVEIKT LJÓSIN LOKSINS ERU ÞAU KOMIN HEIM! AÐ SKILJA HUNDINN SINN EFTIR EINAN ÁN EFTIRLITS ER GLÆPUR. MÉR ER SKAPI NÆST AÐ TILKYNNA YKKUR TIL LÖGREGLUNNAR! ! Dagbók Í dag er þriðjudagur 17. ágúst, 230. dagur ársins 2004 Eitt af sérkennum ís-lenska sumarsins hlýtur að vera grill- ilmurinn sem leggst yfir borg og bý nánast öll kvöld sem vel viðr- ar frá maí og fram í september. Ilmurinn sem auðvitað er ekk- ert annað en mat- arlykt og stundum hrein og klár reykj- arlykt getur auðvitað snúist upp í andhverfu sína og ýmsar sögur hefur Víkverji heyrt af ergilegum nábúum í fjölbýlishúsum sem kærðu sig alls ekki um reykinn (ilm- inn) af grilli nágrannans á neðri svöl- unum inn í stofu til sín. Sumir eru reyndar svo jákvæðir í anda að þeir fyllast sumargleði þeg- ar fyrsta eiminn af grilli leggur fyrir vit þeirra á vorin. Í hugum þeirra jafngildir grilleimurinn sumarkom- unni. Matarsiðir Íslendinga hafa sannarlega breyst á skömmum tíma með tilkomu grillanna, fyrst voru það kolagrillin og síðan voru það gasgrillin sem eru orðin eins og hluti af hverjum svölum eða verönd hvert sem litið er. Víkverji heyrði af einum sem sagðist nánast vera hættur að nota eldavélina sína á sumrin og öll eldamennskan færi fram á grillinu. Ein- hvern tíma heyrði Víkverji þó einhvern úr heilbrigðisstétt tala um að vafasamt væri hversu hollt væri að borða brenndan eða sviðinn grillmat. En grillmeistararnir sem kunna sitt fag geta lík- lega eldað á gasgrilli án þess að kveikja í ketinu og svíða og brenna það allt að ut- an. Það er athygli vert við grillmenninguna að það eru nánast alltaf karlarnir sem grilla. Ekki ætlar Víkverji að koma með lærða skýringu á því en lætur sér detta í hug að upphafsins sé að leita í því að útigrillun tengist upphaflega matseld í útilegum land- ans og þar hafi karlarnir tekið sér stöðu galvaskir í lopapeysu og á gúmmístígvélum og boðið konu og börnum að orna sér inni í tjaldi á meðan. Síðan færist grillmenningin inn á heimilin en eðli málsins sam- kvæmt eru karlarnir síðastir að átta sig á breytingunni og telja enn nokk- urn hetjubrag á því að standa úti við matseldina á meðan fjölskyldan bíð- ur vongóð innandyra. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Hönnun | Breski sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, opnaði í gær sýningu breska handverksmannsins Thomasar Hawsons í sal Handverks og hönn- unar í Aðalstræti 12. Á sýningunni er frumgerð af borðstofustól úr bandarískri eik og áli, fram- leiddu hér á landi og er hönnunin undir áhrifum af bogalínum víkingaskipa. Á ráðstefnu forseta þjóðþinga, sem haldin var í Reykjavík árið 2000, færði for- seti skoska þingsins, sem er hið yngsta í heimi, Alþingi Íslendinga, sem er hið elsta, stólinn að gjöf frá skoska þinginu. Í dag mun svo Thomas Hawson af- henda Alþingi annan sams konar stól að gjöf. Morgunblaðið/Jim Smart Breski sendiherrann Alp Mehmet og Thomas Hawson. Stóll úr eik og íslensku áli MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði af- máðar. (Post. 3, 19.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.