Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 222. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Barbie í for- setaframboð Nú mega Georg Bush og John Kerry fara að vara sig Daglegt líf 21 Hljóðfæri sem allir elska Olivier Manoury leikur í Sigur- jónssafni í kvöld Menning 41 Íþróttir í dag Getum sigrað Ítali á góðum degi  Keyrt of mikið á sömu mönn- unum  Gamall draumur að rætast ÞAU leyna sér ekki, von- brigðin í andlitum Íslending- anna á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Allt hefur gengið á afturfót- unum hjá strákunum okkar í handknattleikslandsliðinu. Þrátt fyrir ágæta baráttu framan af í báðum leikj- unum hingað til, gegn heimsmeisturum Króata og þó einkanlega gegn Spán- verjum í gær, hefur leikur liðsins riðlast á lokamín- útunum og tvö töp eru stað- reynd. Þegar veður skipast svo snöggt í lofti er jafnan taugatrekkjandi að vera Ís- lendingur, ekki síst þegar maður á son í miðri mar- tröðinni og þarf að horfa upp á hann og félaga hans í landsliðinu missa flugið í hverri sókninni á eftir ann- arri. En nú er bara að bíta í skjaldarrendurnar. / Íþróttir Morgunblaðið/Golli Foreldrar Sigfúsar Sigurðssonar, sem og systir hans og mágur, fylgdust með á pöllunum og áttu erfiðar stundir. Von- brigði FLUGÞJÓNUSTAN á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag Flugleiða, hefur átt í miklum erfiðleikum í sumar með að fá fólk til starfa, þrátt fyrir umtalsvert atvinnu- leysi á svæðinu. Ger- ist þetta á sama tíma og uppsagnir hafa verið hjá varnarlið- inu og lýst hefur ver- ið yfir áhyggjum yfir atvinnuástandinu. Í júnímánuði mældist 3,2% at- vinnuleysi á Suður- nesjum og 3% í síð- asta mánuði. Var atvinnuleysi hvergi meira utan höfuðborgarsvæðisins. „Það hefur gengið mjög illa að finna fólk hér á svæðinu og manna stöður í mörgum deildum hjá okkur,“ segir Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar. „Þegar við fórum að átta okkur á að það stefndi í óefni við að manna störf í fyrirtæk- inu fórum við að auglýsa meira á Reykja- víkursvæðinu og náðum þar í starfsfólk.“ Illa hefur gengið að fá fólk í tugi starfa hjá Flugþjónustunni yfir sumarið og er m.a. um að ræða störf hlaðmanna, störf í flug- eldhúsi og við þrif á flugvélum o.fl. Að sögn Gunnars er alveg ljóst að þetta ástand getur ekki gengið svona til lengri tíma litið. „Það hefur verið horft mest til þess að setja upp rútuferðir í bæinn og aug- lýsa og sækja meira inn á það atvinnusvæði eftir fólki. Það verður að leysa þetta því að öðrum kosti getum ekki verið hér með stór- an rekstur ef ekki er nægur mannskapur til staðar, sem þarf sinna því sem þarf að gera hér á svæðinu,“ segir hann. Í nýju yfirliti Vinnumálastofnunar voru 63 laus störf í boði á Suðurnesjum í síðasta mánuði en voru 14 í júlí á síðasta ári. Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli Mikill skortur á vinnuafli MIÐSTJÓRN bandaríska Demókrataflokksins gagnrýndi í gær fyrirhugaðan tilflutning um sjö- tíu þúsund bandarískra hermanna frá stöðvum í Evrópu og Asíu til Bandaríkjanna. Sagði Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins, að brottflutningur liðsins myndi „grafa alvarlega undan þjóðaröryggi“ í Bandaríkjunum. Sagði Clark ennfremur, að „þessi óheppilega fyrirætlan, og tímasetningin á henni“ virtist af pólitískum rótum runnin, fremur en vera ætlað að styrkja varnir Bandaríkjanna. Innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. George W. Bush forseti greindi í gær frá áætl- ununum um tilflutninginn. Sextíu til sjötíu þús- und bandarískir hermenn yrðu á næstu tíu árum fluttir frá bandarískum herstöðvum víða í heim- inum til bækistöðva innan landamæra Bandaríkj- anna. Hét Bush því, að framvegis yrði bandaríski heraflinn „snarari í snúningum“. Í ræðu sem Bush hélt á samkomu fyrrverandi hermanna kom ennfremur fram, að um eitt hundrað þúsund ástvinir hermanna og óbreyttir starfsmenn hersins yrðu fluttir til Bandaríkj- anna. Þessar áætlanir hefðu verið í undirbúningi undanfarin þrjú ár, og hefðu bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna og bandaríska þingið verið með í ráðum. Spáði Bush því, að tilflutningurinn myndi styrkja tengslin við bandalagsþjóðir Bandaríkjamanna. „Heimurinn er breyttur, og við verðum að breyta stöðu okkar í samræmi við það,“ sagði for- setinn. Hann bætti við að lítið vit væri í að herinn væri í stöðu sem ákvörðuð hefði verið á tímum kalda stríðsins þegar Sovétríkin hefðu verið stærsti óvinurinn. Hryðjuverkastarfsemi væri nú alvarlegasta ógnin. Bush greindi ekki frá áætl- uninni í smáatriðum, en CNN hefur eftir hátt- settum embættismönnum, að mest verði fækkað í liði Bandaríkjamanna í Evrópu, en einnig í Asíu. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins, BBC, í Bandaríkjunum, segir að með ræðunni í gær hafi Bush viljað sýna væntanlegum kjósendum að hann hefði fastmótaðar hugmyndir um hvað gera þyrfti til að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinn- ar í framtíðinni. „Grefur undan þjóðaröryggi“ Demókratar gagnrýna áætlanir Bandaríkja- stjórnar um heimflutn- ing 70.000 hermanna LIÐSMENN íraska klerksins Moqtada al-Sadr voru í gær við- búnir árás bandaríska hersins í borginni Najaf, þar sem átök hafa geisað undanfarna daga. Sögðu sjónarvottar að banda- rískir skriðdrekar væru í um 500 metra fjarlægð frá helsta vígi al-Sadrs og manna hans, grafhýsi imamsins Alis, sem er helgasti staður sjíamúslíma í Írak. Reuters Búist við árás í Najaf Leikstjórinn og kvik- myndagerð- armaðurinn Spike Jonze er væntan- legur hingað til lands á næstunni en hann mun leikstýra nýjasta myndbandi Bjarkar Guðmundsdóttur af plötu hennar, Medúlla. Spike Jonze leikstýrði jafnframt frægu myndbandi við lag Bjarkar „It’s Oh So Quiet“. Hann á einnig að baki umtalaðar kvikmyndir; Að vera John Malkovich og Aðlögun (Adaption). /42 Gerir nýj- asta mynd- band Bjark- ar á Íslandi Spike Jonze JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stað- festi í gær opinber úrslit at- kvæðagreiðslu sem fram fór í Venezúela í fyrradag um það hvort svipta bæri for- seta landsins, Hugo Chavez, embætti. Samkvæmt opin- berum tölum voru um 58% kjósenda andvíg því að svipta forsetann embætti. Formaður Samtaka Am- eríkuríkja (OAS), Cesar Gaviria, tók undir með Cart- er, og sagði að niðurstöður athugana eftirlitsmanna samtakanna væru í sam- ræmi við opinber úrslit kosninganna. Carter sagði að menn á sínum vegum hefðu unnið með eftirlits- mönnum OAS. Ljóst væri, að meirihluti kjósenda hefði tekið afstöðu með Chavez og stjórn hans. Stjórnarandstaðan í Venezúela segir brögð hafa verið í tafli og hefur skipu- lagt götumótmæli í Caracas. Hefur stjórnarandstaðan ennfremur farið fram á end- urtalningu atkvæða. Staðfestir sigur Chavez Caracas. AFP.  Chavez hrósaði sigri/14 Jimmy Carter JOHN Kerry, forsetafram- bjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum, hefur blátt blóð í æðum og rekur ættir sínar til allra helstu konungsfjöl- skyldna Evrópu. Á Kerry fleiri konungborna ættingja en keppinautur hans, George W. Bush forseti. Þetta er niðurstaða rann- sókna breska ættfræðifyrir- tækisins Burke’s Peerage. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins segir, að í forsetakosn- ingum í Bandaríkjunum hafi sá frambjóðandi sem átti fleiri konungborna forfeður alltaf borið sigur úr býtum. Því sé ljóst, að Kerry muni sigra í kosningunum 2. nóvember. Bláa blóðið sigursælt London. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.