Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 37
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 37
Nú hallar sumri og lífríkið tekur sínumárlegu breytingu til samræmis. Far-fuglar byrja að draga sig saman íhópa, ungar flestir að verða fleygir og
allt fer í haustfasann hægt og bítandi. Það hefur
árað vel og því var leitað til Jóhanns Óla Hilm-
arssonar formanns Fuglaverndar og hann spurð-
ur hvernig sumarið hefði komið út í fuglaríkinu.
„Segja má að efst í huga manns séu þessi hlý-
indi og mikli gróandi sem þeim hefur fylgt, en allt
hefur það áhrif á fuglalífið sem hefur þegar á
heildina er litið dafnað prýðilega í sumar. Mér
sýnist varp hafa meira og minna heppnast hjá
flestum eða öllum tegundum, það er aðeins slæmt
ástand við Mývatn sem stendur uppúr,“ svarar
Jóhann.
Hvað með Mývatn?
„Það var ekkert mý við Mývatn og er það annað
eða þriðja árið í röð sem þannig ástand verður og
fyrir vikið komst þar lítið sem ekkert upp af and-
arungum. Húsendurnar gátu flutt sig niður á
Laxá, þar var ástandið í góðu lagi og lífríkið
blómstrandi.“
Tengja menn þetta við kísilgúrvinnsluna?
„Hún hefur klárlega slæm áhrif og að henni
skuli nú hætt eru góðar fréttir fyrir lífríkið þó að
það séu að sama skapi slæmar fréttir fyrir at-
vinnulífið í sveitinni.“
Hvað með nýjar varptegundir, þær voru all-
nokkrar í fyrra?
„Það er óstaðfest, en menn halda að tyrkjadúfa
hafi e.t.v. orpið annað hvort í Skógræktinni í Foss-
vogi eða kirkjugarðinum. Þá verpti fjallkjói fyrir
vestan, en ég hef ekki heyrt hvort hann kom upp
ungum. Það var eitthvað minna um svona nýj-
ungar í sumar heldur en í fyrra.“
En nýju landnemarnir, brandönd og glókollur?
„Brandöndin hefur styrkt sig á þeim stöðum
þar sem hún hefur sest að, í Borgarfirði, á Sléttu
og víða fyrir austan og í Eyjafirði, og hlýtur að
fara að dreifa sér meira. Glókollinn er erfiðara að
meta, en hann er út um allt og er alltaf að dúkka
upp á nýjum og nýjum stöðum.“
Rjúpan?
„Mér heyrist og sýnist að mikið sé um rjúpu,
a.m.k. sums staðar. Kannski að friðunin hafi haft
sitt að segja. Ég vona að stjórnmálamennirnir
haldi sig við friðunina og leyfi stofninum að
treysta sig enn frekar.“
Örninn?
„Honum gekk vel, ég held að um 40 ungar hafi
komist á legg. Tvö hreiður voru núna utan hefð-
bundna svæðisins, Faxaflóa, Breiðafjarðar og
Vestfjarða, annað m.a. á Suðurlandi, fyrsta hreið-
ur sem er inn til landsins í 60 ár. Að vísu misfórst
það, örninn þarf gríðarlega langan aðlögunartíma.
Vonandi reynir hann aftur að ári.“
Lífríkið | Fuglavarp gekk víðast hvar vel
Hefur verið gott sumar
Jóhann Óli Hilm-
arsson hefur um árabil
starfað sem sjálf-
stæður fuglafræðingur
og fuglaljósmyndari og
hefur m.a. ritað og
myndskreytt bókina Ís-
lenskur fuglavísir. Eftir
hann liggur aragrúi af
greinum, skýrslum,
fréttum, myndskreyt-
ingum og fleira, jafnt í
innlendum sem erlendum miðlum. Hann hefur
verið formaður Fuglaverndar frá 1998.
Yfirburðamann
þarf í þau spor
EF TIL vill eru menn ekki almenni-
lega farnir að velta því fyrir sér
ennþá hvernig fara ber að því að
fylla upp í hið ógnarstóra gap sem
hæstvirtur utanríkisráðherra, Hall-
dór Ásgrímsson, skilur eftir sig í ut-
anríkisþjónustunni nú þegar hann
leysir af hólmi okkar ástkæra for-
sætisráðherra í veikindum hans og
býr sig jafnframt undir að taka við
stjórnarmannssætinu hjá einhverri
framsæknustu þjóð jarðar.
Fáum mönnum öðrum en Halldóri
Ásgrímssyni væri trúandi til að feta í
fótspor Davíðs Oddssonar svo vel
væri og leiða íslensku þjóðina áfram
til frekari framfara og vaxandi hag-
sældar.
Helsti samstarfsmaður fram-
sæknasta forsætisráðherra Íslands-
sögunnar hlýtur að vera hið eðlilega
framhald nútímasögunnar, þegar
hinn hljóðláti óvinur hefur látið til
skarar skríða og mesti maður þjóð-
arinnar hefur orðið að draga sig í hlé
og fela daglega ákvarðanatöku í
hendur nánustu samstarfsmanna
sinna. Engra aukvisa – og þá verður
mér einkum hugsað til Björns
Bjarnasonar sem eina rétta utanrík-
isráðherrans.
Páll P. Daníelsson,
Vogatungu 25, Kóp.
Páfagaukur í óskilum
LÍTILL gulur páfagaukur flaug inn
á 5. hæð í Lindarhverfi í Kópavogi sl.
laugardag. Upplýsingar hjá Helgu í
síma 554 6550.
Lítil læða í óskilum
LÍTIL, grá og hvít og loðin læða,
fannst fyrir rúmri viku síðan í Efra-
Breiðholti. Hún er svona 4–5 mán-
aða, blíð og góð. Var með svarta ól
með rauðu blómi um hálsinn. Ef ein-
hver kannast við hana þá endilega
hafið samband í 661 9079.
Kettlingar fást gefins
TVEIR 8 vikna kettlingar fást gef-
ins. Annar er frekar mikið loðinn
eins og skógarköttur. Þeir eru mjög
sérstakir á litinn, svart, brún, grá-
leitir. Svo er ég með þrjá 3 vikna
kettlinga, sem verða tilbúnir að fara
að heiman eftir 5 vikur. Upplýsingar
í síma 899 8761 eða 565 5805.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 c5 4. f3
Da5+ 5. c3 Rf6 6. d5 Db6 7. b3 e6 8. e4
Bd6 9. Rh3 Bxf4 10. Rxf4 Dd6 11. Dd2
exd5 12. Bc4 d4 13. cxd4 cxd4 14. Rc3
a6 15. Rcd5 b5 16. Rxf6+ Dxf6 17. Bd5
Rc6 18. O-O O-O 19. Rh5 De7 20. f4 g6
Staðan kom upp á breska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu.
Chris Ward (2490) hafði hvítt gegn
David Howell (2334). 21. f5! Dh4 21...
gxh5 gekk ekki upp vegna 22. f6 og
hvítur mátar. 22. fxg6 hxg6 23. Rf6+
Kg7 24. Re8+! Kh7 ekki mátti þiggja
riddarann vegna 24... Hxe8 25. Hxf7+
Kh8 26. Bxc6 og hvítur mátar. 25. Hf4
Dh6 26. Rf6+ Kg7 27. Haf1 og svartur
gafst upp enda fátt til varnar. Loka-
staða efstu manna varð þessi: 1. Jon-
athan Rowson 8½ vinning af 11 mögu-
legum 2.-3. Peter Wells (2494) og
Simon Williams (2427) 8 v. 4.-7. John
Emms (2508), Andrew Greet (2310),
Robert Gwaze (2385) og Paul Motwani
(2552) 7½ v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Afmælisþakkir
Þakka öllum þeim sem sýndu mér hlýhug og
glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 12.
ágúst síðastliðinn.
Sigríður Sigurgeirsdóttir,
Súðavík.
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur
sent frá sér nýja útgáfu af Brennu-
Njálssögu sem sérstaklega er ætluð
til kennslu í framhaldsskólum. Um
er að ræða vandaða útgáfu Sveins
Yngva Egilssonar á sögunni, sem áð-
ur hefur komið út hjá forlaginu, en
henni fylgir nú margmiðlunardiskur
en á honum er annars vegar hægt að
finna kvikmyndina Njálssögu, sem
frumsýnd var á síðasta ári, og hins
vegar sýnisútgáfu af kennsluforrit-
inu Vef Darraðar, sem hefur að
geyma texta sögunnar ásamt úrvali
Njálumynda og Njáluljóða.
Textaútgáfa Sveins Yngva er
fyrsta almenningsútgáfa Brennu-
Njálssögu í hálfa öld sem byggð er á
nýjum handritarannsóknum en þær
voru meðal annars styrktar með
framlagi úr Lýðveldissjóði. Útgef-
andi leggur til grundvallar texta
Reykjabókar, handrits sem er talið
vera frá því um 1300 og er langheil-
legast af elstu handritum sögunnar.
Er hér farið nær texta handritsins
en í fyrri útgáfum, sem flestar hafa
þó í orði kveðnu fylgt Reykjabók.
Sérstaða Reykjabókar er meðal ann-
ars fólgin í mörgum vísum sem hún
hefur umfram ýmis önnur handrit
sögunnar, en þeim hefur gjarnan
verið sleppt í eldri útgáfum. Hins
vegar er stafsetning handritsins
færð til nútímahorfs til að gera text-
ann aðgengilegri og er svipaður
háttur hafður á og í öðrum lestr-
arútgáfum Íslendingasagna. Útgáf-
unni fylgja skýringar á vísum, tor-
skildum orðum og orðtökum,
mannanafnaskrá, staðarnafnaskrá,
tímatal, ættartölur helstu persóna
og kort af Rangárþingi.
Kvikmyndaþættir
um Njálssögu
Á liðnu ári frumsýndi framleiðslu-
fyrirtækið Njálssaga ehf. kvikmynd-
ina Njálssögu. Um var að ræða sam-
bland af leikinni kvikmynd, sem
byggð er á lýsingu sögunnar á skipt-
um Gunnars á Hlíðarenda við Otkel
og Skammkel (köflum 47–54), og
heimildarmynd með viðtölum við ís-
lenska Njáluunnendur. Með liðs-
styrk Njálssögu ehf. er Bjarti nú
gert kleift að dreifa þessari einstöku
kvikmynd á stafrænu formi til fram-
haldsskólanema. Þess má geta að
meðal leikenda í myndinni eru marg-
ar af helstu leikstjörnum þjóð-
arinnar, svo sem Ingvar Sigurðsson,
Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir
Snær Guðnason. Kvikmyndin er á
mpg-formi á geisladiskinum sem
fylgir Brennu-Njálssögu og er hægt
að skoða hana í PC-tölvum í forritum
á borð við Media Player og Real
Player, auk þess sem margar Mach-
intosh-tölvur hafa búnað til að sýna
myndina.
Vefur Darraðar
Árið 2001 kom kennsluforritið
Vefur Darraðar út hjá Heims-
kringlu, háskólaforlagi Máls og
menningar. Það hefur að geyma
texta Brennu-Njálssögu, yfir 150
ljóð sem íslensk skáld hafa ort út af
Njálu og yfir 300 myndir innlendra
og erlendra listamanna sem mynd-
skreytt hafa söguna. Vefur Darraðar
var viðauki við fræðibókina Höf-
undar Njálu eftir Jón Karl Helga-
son, en auk hans komu Sveinn Yngvi
Egilsson og Þórir Már Einarsson að
vinnunni við gerð kennsluforritsins.
Mál og menning gaf Bjarti góðfús-
legt leyfi til að dreifa sýnisútgáfu af
Vef Darraðar með á geisladiskinum
þar sem kvikmyndina er að finna.
Sýnisútgáfan hefur að geyma allan
texta sögunnar, ásamt völdum og
ljóðum og myndum úr upprunalegu
útgáfunni. Forritið gefur framhalds-
skólanemendum gott tækifæri til að
kynnast hugmyndum yngri og eldri
kynslóða um Njálu, auk þess að gefa
óvenjulegt þversnið af sögu íslenskr-
ar ljóðlistar. Sýnisútgáfan býður
upp á stafræna textaleit og sérstaka
tölvuorðabók fyrir söguna og ljóðin.
Vef Darraðar er aðeins hægt að
keyra í PC-tölvum.
Enda þótt þessi útgáfa (bók og
geisladiskur) sé sérstaklega ætluð til
kennslu í framhaldsskólum er hún
ekki síðri fengur fyrir allan þann
fjölda fólks sem ann Njálu og menn-
ingarheimi Íslendingasagnanna.
Hönnun kápu Brennu-Njálssögu var
í höndum Snæbjörns Arngríms-
sonar, prentun annaðist Gutenberg
hf., verð á bók með geisladisk er kr.
1.980.
Brennu-Njálssaga, kvik-
mynd og Vefur Darraðar
Morgunblaðið/Þorkell
Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum Hallgerðar og Gunnars ásamt Birni Björnssyni.