Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Árni Torfason Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir, starfsmaður hjá Máli og menningu, segir annir á skiptibókamarkaðnum dreifast meira en áður var. SKIPTIBÓKAMARKAÐIR eru orðnir jafnsjálfsagður hluti af haust- inu og sláturgerð en þetta ár standa markaðirnir lengur en áður. Ástæð- an er sú að flestir skólar eru farnir að setja bókalista á Netið og nem- endur hafa aðgang að þeim fyrr en venjulega. Þá hafa bókabúðir verið að taka við notuðum bókum frá því snemma sumars. Framhaldsskólanemar geta selt notaðar en vel með farnar bækur á skiptibókamörkuðum og fá að jafn- aði um 45% af verði nýrrar bókar fyrir. Bókabúðir selja svo bækurnar á um 55–60% af verði nýrrar bókar. Að sögn Gunnar Vilborgar Guð- jónsdóttur, starfsmanns Máls og menningar, er örtröðin í skipti- bókamarkaði búðarinnar ekki eins bundin við nokkra daga eins og var fyrir nokkrum árum. „Þetta er dreifðara núna. Krakkarnir eru farnir að koma inn með bækurnar snemma í ágúst.“ Hún segir bóka- lista á Netinu mikla bót fyrir skóla- fólk. Bæði setji skólarnir sína lista á Netið sem og bókabúðirnar sjálfar, þannig að nemendur geti vitað við hvaða bókum er tekið á skipti- bókamarkaðnum og á hvaða verði. „Áður komu nemendur ekkert fyrr en skólasetningin var. Það hefur orðið mikil breyting og nemendur eru orðnir skipulagðari í þessu en áður. Eftir að skólarnir byrja verður ekki þetta brjálæði sem hefur verið.“ Og Gunnur segir viðskiptavini skiptibókamarkaðarins alveg lausa við leiðindi. „ Menntaskólanemar eru skemmtilegustu kúnnarnir okk- ar. Þau eru svo jákvæð. Ef til dæmis einhver bók er ekki til, hefur klárast, þá er það bara allt í lagi. Það er eng- in reiði eða stress eins og er oft er hjá fullorðna fólkinu,“ segir Gunnur. „Menntaskólanemar eru skemmtilegustu kúnnarnir“  Góða veðrið/4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VERKTAKAR hófu í gærkvöldi að rífa fyrr- verandi húsnæði Landssímans á Sölvhóls- götu 11 í Reykjavík. Er það fimm hæða 3.500 fermetra steinhús og á verkinu að vera lokið fyrir næstu mánaðamót. Mun í staðinn rísa 4.800 fermetra bygging stjórn- arráðsins fyrir dóms- og kirkjumálaráðu- neyti, umhverfisráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti. Morgunblaðið/Júlíus Byrjað að rífa hús Landssímans ÍSLANDSBANKI hefur lokið sínu fyrsta sam- þætta fjárfestingarverkefni í Bretlandi, en bank- inn var ráðgjafi kaupenda að iðnaðarbakaríinu Oakdale Bakeries. Gengið var frá viðskiptunum í Lundúnum fyrir helgina. Kaupandi er eignar- haldsfélag í meirihlutaeigu stjórnenda Oakdale, en Íslandsbanki mun eiga minnihluta í félaginu. Fyrirtækjaþróun útibús Íslandsbanka í Lond- on var ráðgjafi stjórnenda í kaupunum, en fjár- mögnun kaupanna var í höndum Samþættrar fjármögnunar Íslandsbanka í Reykjavík. Samþætt fjármögnun eru þau verkefni kölluð þar sem umsjónarbanki skuldsettra kaupa kem- ur að öllum þáttum fjármögnunar, allt frá lang- tíma fasteignafjármögnun, hefðbundum lang- tímalánum, rekstrarfjármögnun og milli- lagsfjármögnun, auk þess að leggja til drjúgan hluta áhættufjármagns í formi áhættulána og hlutafjár. Þetta er fyrsta samþætta fjármögnun- arverkefnið sem Íslandsbanki hefur umsjón með í Bretlandi. Íslandsbanki í ráðgjöf í Bretlandi  Kemur að/12 ÁRNI Ragnar Árnason alþingismaður lést á líknardeild Landspítal- ans í gær, mánudaginn 16. ágúst, 63 ára að aldri. Árni Ragnar var fæddur á Ísafirði 4. ágúst 1941, sonur hjónanna Árna Ólafs- sonar skrifstofustjóra og Ragnhildar Ólafs- dóttur húsmóður. Árni Ragnar lauk prófi frá Samvinnuskól- anum 1960 og starfaði fyrst hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Hann var útibússtjóri Verslunar- banka Íslands 1966–1971, en rak síð- an um árabil bókhaldsstofu í Kefla- vík með útibú víðar. Árni Ragnar var formaður Heim- is, félags ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, 1966 til 1971 og var í stjórn SUS, 1969–1974. Hann átti sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Keflavík, síðar Reykjanesbæ, frá 1964 og var formaður þess 1987 til 1991. Hann var í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og síðar Suðurkjördæmis frá 1966. Hann var bæj- arfulltrúi í Keflavík 1970–1978. Árni Ragnar var einn af stofnendum JC Suð- urnes og fyrsti forseti þess og landsforseti JC Íslands 1976–1977. Hann var sæmdur öllum æðstu viðurkenningum JC-hreyfingarinnar á Íslandi og útnefndur heiðursfélagi JC Íslands og Senators. Árni Ragnar var fyrst kosinn á Al- þingi árið 1991 sem þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Hann var þingmaður Suðurkjördæmis frá 2003 til dánar- dægurs. Á Alþingi átti hann sæti í fjölmörgum fastanefndum. Þá var hann fulltrúi þingflokksins í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins. Eftirlifandi eiginkona Árna Ragn- ars er Guðlaug P. Eiríksdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. Andlát ÁRNI RAGNAR ÁRNASON BLÓM úr mannshári prýddu höfuð Bjarkar Guð- mundsdóttur þegar hún söng á setningarhátíð Ólympíuleikanna. Blómin eru handverk Ástu Bjarkar Friðbertsdóttur á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hún hefur áður sent blómalengjur, eða greinar, til Bjarkar. „Mér fannst mjög gam- an að sjá þessi hárblóm á Björk á setningunni. Ég hef líka séð myndir af henni, til dæmis í Vogue, þar sem hún er með blómalengjur frá mér.“ /20 Morgunblaðið/Golli Hár er höfuðprýði HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hyggst leggja til á ríkisstjórnarfundi í dag að deilum Íslendinga og Norðmanna um veiðar á Svalbarðasvæðinu verði vísað til Alþjóðadóm- stólsins í Haag. Segir hann í samtali við Morg- unblaðið að það geti þó tekið nokkurn tíma að undirbúa málið áður en það fer fyrir dómstól- inn. Halldór segir reyndar æskilegt fyrir Ís- lendinga og Norðmenn að leysa málið með samningum. „Ég vona að það sé líka skoðun Norðmanna,“ segir hann. Ákveðið hefur verið að Halldór og norski starfsbróðir hans, Jan Petersen, ræði Svalbarðadeiluna á fundi í næstu viku. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að Norðmenn hafi með hegðan sinni neytt Íslendinga til þess að grípa til þessara aðgerða. „Málið hefur aldrei farið í þennan farveg, við höfum ekki staðið frammi fyrir því áður að Norðmenn hóti því að taka skipin okk- ar og setja þau á svartan lista verði þau ekki farin af svæðinu fyrir tiltekinn tíma.“ Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fagnar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja undirbúning að því að vísa deilunni til alþjóðlegs dómstóls. Ekki hafi verið unnt að semja um veiðar á Svalbarðasvæðinu. Svalbarðadeilu vísað til Haag  Vísa/24 Æskilegt að þjóðirnar semji sjálfar um málið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.