Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÁI AÐ ÆTTLEIÐA Nefnd forsætisráðherra um rétt- arstöðu samkynhneigðra hvetur kirkjuna til að gefa samkynhneigða saman og leggur fram í nýrri skýrslu m.a. þær tillögur að samkyn- hneigð pör í staðfestri samvist fái að ættleiða íslensk börn. Nefndin klofn- aði í afstöðu sinni til ættleiðingar er- lendra barna og tæknifrjóvgana lesbía. Mannfall á Gaza Þrettán Palestínumenn biðu bana og tuttugu og fimm særðust þegar ísraelskar hersveitir gerðu árásir á æfingabúðir Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu í gærkvöldi. Talið er að árásirnar nú séu svar Ísraela við tveimur sprengjuárásum sem Ham- as stóð fyrir á þriðjudag og kostuðu sextán manns lífið. Síminn betri söluvara Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að kaup Símans á 26,2% hlut Fjörnis ehf. í Skjá einum geri fyr- irtækið að betri söluvöru fyrir ríkið. Síminn sé að gæta sinna hagsmuna á viðskiptalegum forsendum og þetta hafi ekki verið pólitísk ákvörðun. Uppskurðurinn gekk vel Læknar Bills Clintons, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, spá því að hann nái fullum bata en Clinton gekkst undir hjartauppskurð í gær. Uppskurðurinn hafi þó leitt í ljós að ástand æðakerfisins hafi verið orðið mjög alvarlegt og sögðu læknarnir að hætt hefði verið að Clinton hefði fengið alvarlegt hjartaáfall í nánustu framtíð ef ekki hefði verið brugðist við nú. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 22 Fréttaskýring 8 Minningar 24/30 Viðskipti 12 Dagbók 32/34 Úr verinu 13 Víkverji 32 Erlent 14 Myndasögur 32 Minn staður 15 Staður og stund 34 Akureyri 16 Menning 35/41 Suðurnes 17 Af listum 36 Austurland 18 Kvikmyndir 36 Landið 19 Bíó 38/41 Daglegt líf 19 Ljósvakar 42 Umræðan 20/21 Veður 43 Bréf 21 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #               $         %&' ( )***                      HJÁVEITUGÖNGIN í stæði Kára- hnjúkastíflu flytja 10–15% minna vatn en gert var ráð fyrir, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum athugunar á ástæðum þess að vatnsborð Jöklu hækkaði jafnmikið ofan varnarstífl- unnar og raun bar vitni um í ágúst. Þegar lækkað hafði nægjanlega í Jöklu, Jökulsá á Dal, var farið inn í efri hjáveitugöngin og kannað hvort eitthvað hefði hrunið úr þeim eða önn- ur fyrirstaða myndast sem dregið hafði úr vatnsrennsli um þau í vatna- vöxtunum. Ekkert slíkt kom í ljós. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúka- virkjunar, segir skýringuna á minna rennsli mega hins vegar rekja til breytinga í göngunum á fram- kvæmdatímanum, einkum til styrk- ingar þeirra, sem dregið hafi úr flutn- ingsgetu ganganna. Alltaf séu einhver skekkjumörk í reikningum af þessu tagi. Varnarstíflan var hækkuð um 17 metra vegna vatnavaxta í ágústbyrj- un en það reyndist vera mun meira en þörf var á þegar upp var staðið og að sögn Sigurðar var aldrei hætta á að í stífluna kæmi skarð eða að hún gæfi eftir á nokkurn hátt þegar vatnavext- irnir voru sem mestir. Fá meiri þrýsting og hraðara rennsli með hækkun garðsins Varnarstíflan er bráðabirgðamann- virki sem ætlað er að verja vinnu- svæðið neðan við, þar sem unnið er að fremsta hluta sjálfrar Kárahnjúka- stíflu. Hjáveitugöngin eru líka bráða- birgðamannvirki og gegna því hlut- verki að veita Jöklu fram hjá stíflustæðinu á framkvæmdatíman- um. Neðri hjáveitugöngunum verður lokað áður en Hálslón myndast en efri hjáveitugöngunum verður síðar breytt í botnrásargöng, varanlegan hluta af stíflumannvirkjunum. „Bráðabirgðastíflan var hugsuð upprunalega fyrir ákveðinn viðburð, kannski flóð sem kæmi að meðaltali á 20 ára fresti og hæð hennar miðuð við það. En þegar þeirri hæð er náð skila göngin kannski ekki því vatnsmagni sem menn höfðu reiknað með. Lausn- in á því var einfaldlega að hækka garðinn en þannig fá menn meiri þrýsting og hraðara rennsli.“ Sigurður segir að fyrst hafi menn hugsað sér að hækka stífluna sem nam því að leiðrétta fyrir mismuninn í vatnsrennslinu en í kjölfar veðurspár um eina mestu hitabylgju í manna minnum í marga daga hafi menn ákveðið að hafa vaðið verulega fyrir neðan sig og hafi þess vegna ákveðið að hækka stífluna myndarlega. Svo þegar á hafi reynt í hlýindunum hafi flóðið ekki alveg náð flóðinu sem kom 5. ágúst en það flóð hafi verið sam- bland af rigningu og hita. „Það var það mikið í húfi að tefja ekki verkið þannig að menn ákváðu að taka enga áhættu. En það var fyrst og fremst þessi svakalega spá sem gerði það að verkum að menn urðu skelkaðir og ruku til og hækkuðu garðinn,“ segir Sigurður Arnalds. Hjáveitugöng Kárahnjúkavirkjunar athuguð eftir hlaup Flytja 10–15% minna vatn en reiknað var með ÞAU eru ýmis farartækin á þjóðvegum landsins, en varla eru þeir margir sem ferðast um landið á hjólastól, eins og þessi þýski dugnaðarforkur sem lætur fötlun ekki stöðva sig. Hér ræðir Sigurgeir L. Ingólfsson, lögreglumaður á Hvolsvelli, við Frank, eins og þýski ferðamaðurinn heitir, þar sem hann var á leið til Hellu, eftir að hafa farið Þingvalla- hringinn. Ferðast um landið í hjólastól Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir atburðina í Norður- Ossetíu þá sorglegustu sem hann man eftir lengi og sé það hræðilegt að saklausum börnum sé beitt í slíkum átökum. „Það er eins og ekkert sé heilagt í þessu lífi,“ segir hann. „Það er ljóst að mínu mati að þetta verður til þess að herða baráttuna gegn hryðjuverkum í Rússlandi og það komi til með að takmarka frjálsa för fólks og hafa að því leytinu slæmar af- leiðingar á uppbyggingu og samskipti þar.“ Um aðgerðir rússneskra yfirvalda gegn gíslatökufólkinu vill Halldór ekki dæma. Öngþveitið á vettvangi hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að átta sig á hlutunum og ekki sé hægt að setja sig í spor þeirra sem hafi ver- ið falið að taka á ástandinu. Í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu kem- ur fram að Hall- dór Ásgrímsson hafi ritað bréf til Sergei Lavrov, ut- anríkisráðherra Rússlands, þar sem rússnesku þjóðinni er vottuð samúð. Í bréfinu segir utanríkis- ráðherra m.a. að með því að ráðast vísvitandi á varn- arlausa óbreytta borgara, þ.á m. börn, hafi hryðjuverkamenn enn einu sinni sýnt að öfgar þeirra lúti engum siðferðilegum takmörkunum. Þá ítrekaði utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld myndu sem endranær styðja baráttuna gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi á grundvelli lýðræðislegra gilda og alþjóðalaga. „Eins og ekkert sé heilagt í þessu lífi“ Halldór Ásgrímsson Á FJÓRÐA hundrað börn hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheim- ilum Reykjavíkurborgar, þar sem boðið er upp á barnagæslu eftir skóla. Ráða þarf um 30 manns í störf til að hægt sé að veita öllum pláss. Að sögn Soffíu Pálsdóttur, æskulýðsfulltrúa hjá ÍTR, er mikil mannekla vegna þess að 16 heimili hafa bæst við frá fyrra ári. Stefnt er að því að öll börnin verði byrjuð á frístundaheimilum í þessari og næstu viku en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að öll börn gætu hafið dvöl fyrir 1. september. Enn vantar marga pláss ICELANDAIR varð að fresta flugi til Orlando í Flórída í gærmorgun, þegar tilkynning barst frá banda- rískum tolla- og innflytjenda- yfirvöldum um að flugvöllurinn í Orlando tæki ekki við alþjóðaflugi fyrr en í dag, þriðjudag. Vegna fellibylsins Frances var völlurinn lokaður um helgina og að- eins opnaður í gær fyrir innan- landsflug. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir skýringu ekki hafa fengist á þessu hjá Bandaríkjamönnum. Vél Ice- landair er áætluð frá Keflavík til Orlando í dag kl. 14 og mun hún sækja þá um 160 farþega sem verið hafa strandaglópar í Flórída. Hjördís Vilhjálmsdóttir, móðir piltanna sem greint var frá í blaðinu í gær að hefði ekki náðst tal af í Flórída síðan á laugardag, náði slitróttu símsambandi við þá í gær- kvöldi. Piltana sakaði ekki á meðan fellibylurinn reið yfir og hús föður þeirra skemmdist ekki. Enn var rafmagnslaust í bænum Wellington í Palm Beach-sýslu, þar sem þeir búa, og útgöngubann á nóttunni enn í gildi. Allt lauslegt hafði fokið til í bænum. Flug til Orlando frestaðist um sólarhring LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði ökumann á 168 km hraða á Suður- landsvegi við Markarfljót í gær. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður á bílaleigubíl og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum í þrjá mán- uði, auk greiðslu sektar. Gildir þessi ökuleyfissvipting einnig í heima- landi mannsins, að sögn lögreglu. Maðurinn gat engu að síður haldið för sinni áfram um landið þar sem ferðafélagi hans settist við stýrið. Erlendur ferðamaður á 168 km hraða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.