Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 4
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hvetur presta til að minnast fólksins í Besl- an í Rússlandi þar sem hundruð manna, börn og fullorðin, létu lífið og margir eru sárir. Í bréfi til presta segir: „Ég bið presta að minnast atburðanna í Beslan sérstaklega í kyrrðarstundum og bænaguðsþjónustum vikunnar, eða jafnvel efna til sérstakra bænastunda. Sameinumst í bæn fyrir þeim sem líða vegna þessara voðaverka, í sam- stöðu með rússnesku þjóðinni sem verður fyrir þessari grimmúðlegu árás.“ Prestar hvattir til að biðja fyrir fólki í Beslan Þrjú sektuð fyrir fíkniefnabrot TVEIR karlmenn um þrítugt og rúmlega tvítug kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu fjársekta fyrir fíkni- efnalagabrot á Ísafirði í febrúar sl. Annar mannanna játaði brotið greiðlega en hinn maðurinn og konan sóttu ekki þing og var útivist þeirra metin sem játning. Sá fyrrnefndi var sektaður um 45.000 krónur fyrir að hafa afhent parinu í febrúar árið 2003 gegn greiðslu tvö grömm af marij- úana og fyrir að hafa verið með á heimili sínu 1,82 grömm af sama efni, sem hann framvísaði við leit lögreglu þá um kvöldið. BARNASTARF kirkjunnar hófst sl. sunnudag en gert er ráð fyrir að á milli 12 og 15 þúsund börn sæki starfið yfir vetrartímann. Gallup- könnun sem Biskupsstofa kynnti á frétta- mannafundi leiðir í ljós að rúmlega 82% þjóð- arinnar hafa reynslu af barna- og unglinga- starfi kirkjunnar. Unglingastarfið er jafn- framt að fara í gang um þessar mundir en í mörgum kirkjum eru starfandi æskulýðsfélög. Skv. könnuninni telja rúmlega 70% lands- manna þjóðkirkjuna sinna barna- og unglinga- starfi vel. Könnunin var framkvæmd í gegnum síma í febrúar og mars sl. og svarhlutfall var 60,4% en af þeim sem svöruðu voru 88,6% í þjóðkirkjunni. Morgunblaðið/Golli Þúsundir barna sækja kirkju vikulega FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember SÍÐDEGIS á sunnudag óskaði leigubíl- stjóri aðstoðar lögreglunnar í Reykjavík vegna farþega sem hann hafði ekið. Far- þeginn var eitthvað ósáttur með startgjald leigubílsins og þegar hann var búinn að gera upp við leigubílstjórann sparkaði hann í hurð bílsins og kýldi ökumanninn í andlitið, segir í frétt frá lögreglu. Ósáttur við startgjaldið LÖGREGLAN í Reykjavík tók sautján ökumenn fyrir of hraðan akstur um ný- liðna helgi. Sá sem hraðast fór var mældur á 152 km hraða á Kringlumýrarbraut þar sem leyfilegur hraði er 70 km/klst. Öku- maðurinn, sem er 17 ára gamall, hafði ein- ungis haft ökuskírteini í rúman mánuð. Hann var í kappakstri við annan bíl og var sá mældur á 144 km hraða. Mega þessir ökumenn teljast heppnir að lögregla stöðvaði þá áður en ofsaaksturinn endaði með ósköpum, segir í frétt frá lögreglu. Um helgina voru 16 ökumenn stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur. Ungur glanni tekinn á 152 km hraða „MÉR sýnist einfaldlega að sam- keppni hafi myndast milli Símans og Stöðvar 2 um kaup á þessu fyr- irtæki [Fjörni ehf.] og Síminn hafi náð viðskiptunum,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um kaup Símans á hlut í Skjá einum. „Þetta er það sem gerist á hinum frjálsa markaði.“ Halldór segist hafa spurst fyrir um málið í gær og komist að því að forsvarsmenn Símans hafi verið að gæta hagsmuna félagsins með því að tryggja að meira efni sé dreift um dreifikerfi Símans. Halldór segist ekki hafa haft vitneskju um fyrirhuguð viðskipti en segist hafa vitað um viðræður milli Stöðvar 2 og Símans en upp úr þeim hafi slitnað. „Og ég hafði fréttir af því að það ættu sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Ég […] hafði af þessu fréttir símleiðis eftir að fréttir birtust um þetta.“ Hann segist enga grein gera sér fyrir því hvort viðskiptin muni auka verðgildi Símans. „Það er hins vegar stjórnar Símans að bera ábyrgð á því að það sé hag- kvæmt sem farið er út í.“ Síminn náði viðskiptunum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborg- ar, segir það ekki stefnu borgaryf- irvalda að veita öllum sem á þurfi að halda ókeypis húsnæði. Borg- aryfirvöld gangi raunar mun lengra í að forða leigjendum Fé- lagsbústaða frá útburði en reglur kveði á um. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, benti á það í grein í Morgunblaðinu í gær að „krabbameinssjúkur öryrki“ hefði á dögunum verið borinn út með lögregluvaldi úr leiguhúsnæði borgarinnar eftir langvarandi vanskil á greiðslum. Ögmundur beinir þeim spurningum til borg- aryfirvalda hvort útburðir af slíku taki séu algengir og hvaða skiln- ing borgin leggi í lög um húsnæð- ismál þar sem segi m.a. að sveit- arstjórn beri ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks sem þarfnist aðstoðar. Björk svarar Ögmundi í aðsendri grein í blaðinu í dag. Sveitarfélagið ber ábyrgð á að útvega fólki húsnæði „Það er rétt að sveitarfélagið ber ábyrgð á að útvega fólki hús- næði. Það segir hins vegar ekki að það eigi að útvega fólki ókeypis húsnæði og það er ekki stefna borgarinnar að veita öllum þeim sem á þurfa að halda ókeypis hús- næði,“ sagði Björk í samtali við Morgunblaðið í gær. Hins vegar sé boðið upp á verulega niður- greitt leiguhúsnæði og sem dæmi hafi húsaleiga umrædds einstak- lings verið rúmar 14 þúsund krón- ur á mánuði að teknu tilliti til húsaleigubóta. Einnig séu rekin gistiheimili fyrir þá sem eigi í eng- in hús að venda og áfangaheimili af ýmsu tagi fyrir sjúkt fólk sem sé illa statt félagslega. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsbústöðum hf. sem sjá um rekstur og eignarhald á um 1.700 leiguíbúðum í eigu borgarinnar, hafa fjórir útburðir átt sér stað vegna vanskila það sem af er árinu en þeir voru tveir í fyrra og einn árið á undan. Vegna mikilla van- skila allmargra leigjenda hafi ver- ið ákveðið að semja við skuldara um að greiddi viðkomandi áhvíl- andi leigu sex síðustu mánaða myndi Félagsþjónustan greiða vanskil næstu 24 mánaða á undan. Félagsbústaðir myndu hins vegar afskrifa eldri skuldir. Viðkomandi einstaklingur hafi á hinn bóginn ekki nýtt sér þetta ákvæði. Öryrki borinn út úr félagslegri íbúð Ekki stefna borgarinnar að veita ókeypis húsnæði Ein milljón á dag TALIÐ er að bílaleigubílar á Íslandi leggi að baki um eina milljón kílómetra á dag yfir sumarið, á mesta ferðamannatímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar eru bílar þeir sem leigð- ir eru út af bílaleigum á Íslandi um það bil 4.000 talsins. Talið er að meðalakstur yfir háönnina sé um 250 km á dag. Reiknar SAF út að þar sem um sé að ræða rúmlega 30 milljónir km á mánuði leggi aksturinn ríkissjóði til um 66 milljónir króna á mánuði með virðisaukaskatti af eldsneyti. Er þá gengið út frá því að elds- neytiseyðslan sé um 10 lítrar á hverja 100 kílómetra. Skóli fyrir sendiráðs- börn í Vík- urskóla ALÞJÓÐASKÓLINN í Reykjavík (Reykjavik Inter- national School) sem starfrækt- ur hefur verið á vegum banda- ríska sendiráðsins fyrir sendiráðsbörn á Íslandi verður opnaður í Víkurskóla í Grafar- vogi nk. miðvikudag. Að sögn Árnýjar Ingu Páls- dóttur, skólastjóra Víkurskóla, er samvinna skólanna til tveggja ára og verður að því búnu metin í ljósi fenginnar reynslu. Sex nemendur Nemendur Alþjóðaskólans eru sex talsins og fer kennsla fram á ensku. Erlendu nemend- urnir munu þó sækja tíma með íslenskum nemendum í smíði, tónlist, myndlist og fleiri fögum. SNEMMA á sunnudagsmorgun var lögregl- unni í Reykjavík tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hús við Hverfisgötu. Er lögreglu bar að garði var þjófurinn á leið út um dyrnar með fangið fullt af þýfi. Hann var handtekinn og þýfinu skilað. Stuttu seinna var tilkynnt um innbrot í geymslu í húsi í Grafarvogi. Þaðan var stolið haglabyssu. Gómuðu innbrotsþjóf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.