Morgunblaðið - 07.09.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kynning á Alfa-námskeiðinu
í Neskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 20
Kaffi og veitingar
Alfa fer sigurför um heiminn. Um 7 milljónir þátttakenda hafa
sótt námskeiðið á sl. 15 árum. Hver er tilgangur lífsins? Hver
er kjarni kristinnar trúar? Alfa er fyrir fólk sem efast, trúir eða
trúir ekki. Komdu á þriðjudagskvöldið og kynntu þér málið án
allra skuldbindinga.
Einnig er hægt að skrá sig á
neskirkja@neskirkja.is
Fyrirlesarar sr. Örn Bárður Jónsson
og dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Alfa-námskeið
í Neskirkju
ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar og borgarfulltrúi Reykja-
víkurlistans, fer um næstu áramót
til starfa í Brussel m.a. á vegum
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Mun hann fylgjast með framgangi
og áhrifum löggjafar og reglugerða
Evrópusambandsins á sveitarfélög
ásamt fulltrúum annarra Norður-
landa. Einnig á hann að skoða hvaða
sóknarfæri liggja fyrir sveitarfélög-
in á vettvangi Evrópusamstarfsins.
Ekki á leið út úr stjórnmálum
Árni Þór segist ekki vera á leið út
úr stjórnmálum þrátt fyrir að taka
þetta verkefni að
sér. Um sé að
ræða tímabundið
starf til sex mán-
aða fyrir öll
sveitarfélög á
landinu.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson,
formaður Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga, segir þetta fyrst og
fremst verkefni sveitarfélaga en
Reykjavíkurborg, félagsmálaráðu-
neytið og utanríkisráðuneytið komi
að því. Verður Árni með aðstöðu í
sama húsnæði og íslenska sendiráð-
ið í Brussel.
Mikil stefnumótunarvinna hefur
verið unnin af svokallaðri EES-
nefnd á vegum sambands sveitarfé-
laga í samvinnu við utanríkisráðu-
neytið, segir Vilhjálmur. Eftir þá
vinnu hafi þetta verið ákveðið. Um
sé að ræða tilraunaverkefni til sex
mánaða þar sem skoðaðir séu þeir
þættir í starfsemi ESB og Evrópska
efnahagssvæðisins sem hafi áhrif á
hagsmuni sveitarfélaga. Hann segir
þungann af þeim tilskipunum og
reglugerðum sem samþykktar eru
lenda á sveitarfélögum.
Árni Þór Sigurðsson hefur störf í Brussel
Skoðar áhrif löggjafar
ESB á sveitarfélög
Árni Þór
HOLLENDINGURINN Wout
Ziljstra sigraði á Íslandsmótinu í
Hálandaleikum sem fram fór á
Akranesi um helgina. Mótið fór
fram á skógræktarsvæðinu, Garða-
lundi, og var töluverður fjöldi sem
fylgdist með leikunum í blíðskap-
arveðri. Kraftajötnarnir voru að
sjálfsögðu í skotapilsum á meðan
keppni stóð yfir en annar á eftir
Ziljstra varð Pétur Guðmundsson
sem á Íslandsmetið í kúluvarpi.
Skotinn Colin Brecy varð þriðji.
Ziljstra sigraði á alþjóðlega
mótinu sem haldið var samhliða Ís-
landsmótinu en Pétur varð Íslands-
meistari í Hálandaleikum árið 2004.
Keppt var í steinakasti, sleggju-
kasti með skafti, lóðkasti yfir rá og
staurakasti. Fjórir íslenskir kepp-
endur voru á meðal þátttakenda
auk Péturs en þeir voru Auðunn
Jónsson, Pétur Guðmundsson kúlu-
varpari, Óðinn Björn Þorsteinsson
kringlukastari, Kristinn Óskar
Haraldsson, Jón Valgeir Williams
og Georg Ögmundsson.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, opnaði mótið formlega
með því að kasta steini sem var
jafnframt fyrsta keppnisgrein Há-
landaleikanna. Gísli kastaði stein-
inum 7,80 m sem er að hans sögn
langt frá sínu besta.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Kraftlyftingamaðurinn Auðunn
Jónsson var einn af keppendum á
Hálandaleikunum á Akranesi.
Hollenskur
sigurvegari
á Hálanda-
leikunum
Akranesi. Morgunblaðið.
„MENN eru sammála því að þetta
verkefni hjá samtökunum þurfi að
hafa forgang næstu mánuði,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, í samtali við Morgunblað-
ið, aðspurður hvernig miði starfi sam-
eiginlegrar lífeyrisnefndar aðila
vinnumarkaðarins, en iðgjöld til sam-
tryggingarlífeyrissjóða munu aukast
um eitt prósentustig í byrjun næsta
árs.
Aðal- og varamenn í stjórnum líf-
eyrissjóða á samningssviði ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins ásamt mál-
efnanefndum samtakanna sem fjalla
um lífeyrismál hafa verið boðaðir til
upplýsinga- og samráðsfundar um
stefnumörkun í lífeyrismálum síðar í
þessari viku. Sameiginleg lífeyris-
nefnd samtakanna, sem sett var á
laggirnar eftir kjarasamningana í
vor, hefur verið á fundum undanfarið.
Samkvæmt kjarasamningunum voru
iðgjöld til samtryggingarlífeyrissjóða
aukin í tveimur áföngum um tvö pró-
sentustig á samningstímanum og
kemur fyrri áfanginn til fram-
kvæmda um áramótin eins og fyrr
sagði.
Verkefni nefndarinnar samkvæmt
bókun með samningunum er að gera
tillögur um lausn á þeim vanda sem
nú steðji að samtryggingarsjóðum og
kerfisbreytingar sem horfi til lengri
tíma. Staða einstakra sjóða sé afar
mismunandi, bæði þegar horft sé til
áfallinna skuldbindinga og framtíðar-
skuldbindinga. Meðal verkefna
nefndarinnar verði að leita leiða til
þess að jafna örorkulífeyrisbyrði líf-
eyrissjóða eftir því sem mögulegt er
og einnig að leita leiða til þess að sjóð-
irnir geti staðið undir núverandi
skuldbindingum sínum og aukið eft-
irlaunarétt í heild án skerðingar á
rétti sjóðfélaga til örorkulífeyris.
Gylfi sagði að farið yrði yfir stöðu
málsins á fundinum og trygginga-
fræðilega útreikninga ýmiss konar.
Engar einhlítar tillögur yrðu lagðar
fyrir, en farið yfir stöðu málsins frá
ýmsum hliðum.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
vegna kjarasamninganna síðastliðinn
vetur er komið inn á lífeyrismál. Rík-
isstjórnin lýsir sig þar reiðubúna að
taka upp viðræður við lífeyrisnefnd-
ina um hugsanlega aðkomu stjórn-
valda að tilteknum þáttum sem
nefndin muni taka til meðferðar,
„m.a. að því er varðar verkaskiptingu
milli lífeyrissjóða og almannatrygg-
inga“, eins og segir í orðrétt í yfirlýs-
ingunni.
Lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins fer yfir stöðuna í lífeyrismálum
Verkefnið mun hafa
forgang næstu mánuði
Lífeyrissjóðir og málefnanefndir um
lífeyrismál funda í þessari viku
Nýjar rannsóknir á erfðaeiginleikumhornsíla geta gefið mikilvægar vís-bendingar um virkni á hluta erfða-mengis mannsins sem menn hafa ekki
skilið til þessa, meðal annars þeim sem stýra
lengd útlima og öðrum breytilegum þáttum í svip-
gerð mannsins. Þetta var meðal þess sem kom
fram í erindi sem David Kingsley, prófessor í þró-
unarlíffræði við Stanfordháskóla í Bandaríkj-
unum, hélt á alþjóðlegri ráðstefnu um vist- og þró-
unarfræði fiska sem haldin var á Hólum í
Hjaltadal og á Sauðárkróki.
Kingsley segir fiska henta sérstaklega vel til
erfðarannsókna þar sem þeir eignist mjög mörg
afkvæmi og eigi um leið mjög margt sameiginlegt
með spendýrum hvað varðar líkamsgerð. Þannig
séu uggarnir líkir útlimum spendýra og rann-
sóknir hafi sýnt að sama genamengi stýri uggum
og útlimum. Þetta þýði að hægt sé að fylgjast með
breytingum á eiginleikum margra mismunandi
einstaklinga sem byggjast á sömu litningamengj-
um og fá þannig öruggari og nákvæmari vísbend-
ingar um virkni einstakra gena.
Tíuþúsund kynslóðir fiska
í vötnum á Íslandi
„Annað sem er spennandi við fiska er það að
kynslóðaskipti hjá þeim eru ör, eða árlega,“ segir
Kingsley. „Það þýðir að fisktegundir aðlagast
breyttu umhverfi mjög hratt, því breytingar koma
fram í kynslóðum. Ísland er einmitt frábær vett-
vangur til að rannsaka þessa hluti. Hér eru um
10.000 ár síðan fiskar tóku sér bólfestu í vötnum
og ám og því hafa komið fram tíu þúsund kyn-
slóðir, sem þýðir að þeir hafa einmitt aðlagast
þessu breytta umhverfi. Fiskar aðlagast þannig
ört að mjög ólíkum vistkerfum og svipaðar teg-
undir geta haft mjög breytilega svipgerð.
Hjá mönnum eru kynslóðaskipti á tuttugu ára
fresti, þannig að þetta er í raun svipaður tími í
kynslóðum talið og það tók manninn að aðlagast
öllum þeim breytilegu umhverfum sem finna má á
jörðinni og við sjáum að menn eru mjög ólíkir í
svipgerð, eftir því hvaðan þeir eru.“
Hornsílin sem Kingsley rannsakar hér á Íslandi
eru mjög ólík að svipgerð, eftir því hvar þau hafa
þróast. Meðal þeirra hornsíla sem Kingsley hefur
rannsakað eru hornsíli úr Vífilsstaðavatni, sem
Bjarni Jónsson líffræðingur fann fyrir nokkru.
„Sum hornsílin hafa losað sig við afturuggana og
önnur hafa alla fjóra. Þarna höfum við getað leitað
að genunum sem stýra þessum mismun,“ segir
Kingsley. „Það sem kom okkur mjög á óvart er
það að mjög flóknar svipgerðir geta stjórnast af
einföldum erfðaupplýsingum. Með því að bera
saman fiska sem hafa þróast hér á Íslandi við
fiska sem þróuðust í Kyrrahafinu höfum við getað
rakið uppruna þessara svipgerða til sérstakra
litningasvæða og höfum komist að því að um er að
ræða eina endurtekna leið sem þróunin fer að því
að breyta útlimum.“ Þessar uppgötvanir geta að
sögn Kingsleys nýst til að varpa ljósi á þau gang-
verk náttúrunnar sem stýra þróun á mismunandi
einkennum lífvera. Þá geta þær einnig nýst til að
bæta skilning manna á stórum hlutum genameng-
is mannsins.
„Þau ferli, sem valda því að afturuggar fiska
hörfa, eiga rætur á sömu svæðum genamengisins
og við höfum ekki getað skilið hingað til. Það er
mjög pirrandi að hafa þetta genamengi og skilja
einungis þrjú til fimm prósent af því. Það er eins
og lesa bók og skilja bara nokkur orð á blaðsíð-
unni. Þessar rannsóknir hjálpa okkur að skyggn-
ast betur inn í þessar upplýsingar sem við höfum
hingað til ekki getað skilið.“
Rannsókn á erfðaeiginleikum hornsíla fer fram á Íslandi
Gefa vísbendingar um gen sem
stýra vexti útlima mannsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
David Kingsley telur íslenska náttúru hjálplega
við rannsóknir á sviði þróunarlíffræði.