Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 12
!!"
# $% &$'"
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís-
lands í gær námu liðlega 2,6 millj-
örðum króna. Þar af námu viðskipti
með hlutabréf tæplega 1,1 milljarði.
Mest viðskipti voru með bréf KB
banka, 585 milljónir, en næstmest
með bréf Opinna kerfa, 341 milljón.
Hlutabréf Flugleiða og Atorku
hækkuðu mest, eða um 1,7%.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði um 0,13% og er 3.405,60
stig. Vísitölur vestanhafs, Dow Jones,
Nasdaq og S&P, lækkuðu í gær,
Nasdaq mest, eða um 1,5%, en þær
hækkuðu hins vegar lítillega í Evrópu.
Flugleiðir og Atorka
hækka mest
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
ALLT stefnir í að tekist verði á um
yfirráðin í Opnum kerfum Group á
hluthafafundi félagsins í dag. Frosti
Bergsson og þeir sem fylgja honum
að málum eru með í kringum 40%
hlut í Opnum kerfum, sem er álíka
atkvæðamagn og fylkingin, sem
upplýsingatæknifyrirtækið Kögun
leiðir, hefur yfir að ráða.
Kögun keypti 35,77% hlut í Opn-
um kerfum í síðasta mánuði af
Straumi fjárfestingabanka fyrir
tæpa þrjá milljarða króna. Straum-
ur, sem er stærsti hluthafinn í Kög-
un, jók svo í gær hlut sinn í Opnum
kerfum og er nú með 6,4% hlut. Þar
fyrir utan má nefna að Trygginga-
miðstöðin, sem Straumur á tölu-
verðan hlut í, á um 0,6% hlut í Opn-
um kerfum.
Frosti Bergsson jók hlut sinn í
Opnum kerfum í síðustu viku og á
nú tæplega 17% hlut í félaginu. Ís-
landsbanki, sem fylgir Frosta að
málum, jók hlut sinn í Opnum kerf-
um í gær og á nú rúm 10%. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
munu ýmsir smærri hluthafar ætla
að kjósa með Frosta á hluthafafund-
inum í dag.
Stóðu frammi fyrir yfirtöku
Frosti Bergsson segir óhætt að
fullyrða að það stefni í baráttu um
yfirráðin í stjórn Opinna kerfa. Kög-
un hafi í krafti hlutar síns í félaginu
farið fram á að fá þrjá menn í
stjórn. „Það var eitthvað sem ég gat
ekki fallist á,“ segir Frosti. „Ég
bauð þeim að þeir fengju tvo, ég, Ís-
landsbanki og tengdir aðilar fengj-
um einnig tvo, og við myndum reyna
að sameinast um oddamann sem
yrði fulltrúi minni hluthafa og lífeyr-
issjóða. Þessu var hafnað. Þeir
sögðu að þeir væru búnir að fjár-
festa fyrir þrjá milljarða og það
þýddi að þeir þyrftu að hafa meiri
stjórn á hlutunum.“
Hann segir að ýmsir hluthafar í
Opnum kerfum hafi staðið frammi
fyrir því að Kögun ætlaði að taka fé-
lagið yfir. Þessir hluthafar hafi talað
saman og velt fyrir sér hvort þeir
vildu að það gengi eftir.
Frosti er í framboði til stjórnar
Opinna kerfa. Með honum í fram-
boði eru Hjörleifur Jakobsson, for-
stjóri Olíufélagsins, sem er í núver-
andi stjórn, og Sindri Sindrason,
fyrrverandi forstjóri Pharmaco, nú
Actavis, en hann sat í stjórn Opinna
kerfa um árabil.
Vilja margfeldiskosningu
Gunnlaugur Sigmundsson, for-
stjóri Kögunar, segir að fyrirtækið
hafi lagt til að það og þeir sem
fylgdu því að málum, fengju tvo
menn í stjórn Opinna kerfa. Það hafi
verið háð því að núverandi formaður
stjórnarinnar, Frosti, og núverandi
varaformaður, Skúli Valberg Ólafs-
son, sem situr í stjórn félagsins fyrir
hönd Straums, sætu áfram í stjórn-
inni.
„Framan af héldum við að þetta
gæti gengið svona en þá bað Ís-
landsbanki um hlutfallskosningu á
hluthafafundinum, sem þýðir að um
væri að ræða listakosningu. Við átt-
um þá ekkert annað svar en að biðja
um margfeldiskosningu, sem þýðir
að kosið verður um einstaklinga.
Starfsmaður Íslandsbanka impraði
á því við okkur að utanaðkomandi
maður yrði kosinn í fimmta stjórn-
arsætið, en ég hef svarað því til að
ég teldi æskilegra að stjórnin væri
skipuð mönnum sem ættu hags-
muna að gæta. Það er því alls óvíst
hvernig þessu máli lýkur.“
Gunnlaugur segir að þar sem
Kögun hafi farið fram á margfeldis-
kosningu þá verði sú aðferð viðhöfð
á hluthafafundinum, þar sem hún
yfirstígi hlutfallskosningu sam-
kvæmt hlutafélagalögum.
Fresta að ráða forstjóra
Nokkur umræða hefur verið um
starf forstjóra Opinna kerfa upp á
síðkastið, en Frosti Bergsson hefur
í raun gegnt því sem starfandi
stjórnarformaður um skeið. Á
stjórnarfundi fyrir u.þ.b. þremur
vikum var ákveðið að ráða forstjóra
til félagsins. Í ljósi óvissu vegna
kaupa Kögunar á stórum hlut í fé-
laginu var hins vegar ákveðið að
fresta því. Frosti segir það sína
skoðun að það verði eitt fyrsta verk-
efni nýrrar stjórnar að ráða for-
stjóra að Opnum kerfum.
Tekist á um yfirráðin
í Opnum kerfum
Gunnlaugur Óvíst um málalok.Frosti Bauð hinum tvo.
()
* +,$-.
/
!!
*0, +,$-.
/-,1
,2
32,4") '5
,46 )$,!
+,
'
78
'9
'!
/ 9
'!
:
'9
'! 78
'
,"8
"(
," 8
5
5 43
,! .)
. ' !",4
;<",3
),
-;-, 32,4") '5
96
=-,
48 432,4") '5
4>8
5? !;
,!
1-, 78
'
8-58" 1 ,
@
;. 13
'
@8-)
9,3A1-, /B'
1
,96
@,
14,C) )6 DA,<
4'
,
&
,19$,
' ,
89
!-,
05-'
:E4)F!' 3A1-, ''
G<",3
7
E8
,* ''8
' 82)-,4>8
5 -1-,8
'
F.8
) 08-; 1)01 <,
14,C) <6
'5
,C55 '5
; 1)01 '
H ''8-)01 '
D$,;6 ,
;; ? F9",5
! "#
-)-,9
!!
!"8 C3
43
,1
,
:
'E; 78
' F! 4F,
H2),C55 '5
4>8
5 78
'
E1
)
* 1!6*",1
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
/,"C) '5 4,2
4C,,
* 1!6*",1
?
?
?
? ?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
? ?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
I J
I ?J
I ?J
I ?J
I J
?
I ?J
?
I J
?
I
J
?
?
?
I J
?
?
?
?
?
I ?J
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
@" 8
,* 1! .)
5 '
89$1 E 8$!
5K
-.
8
6 6
6
6 6
6 6
6
?
6 6
6 6 ?
6 6
6 ?
?
?
6 6 ?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
H 1! .) E LB6 !,6
@6 M )<-5-'
,8 ) 308
* 1! .)
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
SAMNINGUR Símans um kaup á 26% hlut í
Skjá einum og á eignarhaldsfélaginu Fjörni, og
þar með útsendingarréttinum á enska fótbolt-
anum, stenst ekki samkeppnislög að mati stjórn-
enda Og Vodafone.
Pétur Pétursson, forstöðumaður skrifstofu for-
stjóra Og Vodafone, segir að Síminn sé með
markaðsráðandi stöðu á ýmsum sviðum fjar-
skiptamarkaðarins. „Mikið af hagnaði félagsins
kemur til af þeirri starfsemi. Við teljum að Sím-
inn sé m.a. að nýta sér þá fjármuni og þann
hagnað sem verður til á þessum sviðum til þess
að skapa sér stöðu á nýjum vettvangi og teljum
að slíkt brjóti í bága við sam-
keppnislög. Þess vegna höfum
við ákveðið að vekja athygli
samkeppnisyfirvalda á þessum
þætti, en þau hafa nú þegar
tilkynnt að þau ætli að taka
málið til skoðunar að eigin
frumkvæði,“ segir Pétur.
Aðgangur fyrir alla
Fyrir um hálfum mánuði
lýstu Og Vodafone og Orkuveita Reykjavíkur
formlega yfir vilja til samstarfs um að ljósleið-
aravæða heimili og fyrirtæki í landinu. Jafnframt
er ætlunin að nýta ADSL-kerfi Og Vodafone
samhliða þessu til dreifingar á gögnum, og þar á
meðal á sjónvarpsefni. Fyrirtækin hafa lýst því
yfir að þau stefni að því að skilgreina starfsemi
sína þannig að Og Vodafone einbeiti sér að mark-
aðssetningu, vöruþróun og þjónustu við við-
skiptavini, en Orkuveita Reykjavíkur einbeiti sér
að rekstri og uppbyggingu ljósleiðaranetsins.
„Við sjáum þetta fyrir okkur þannig, að við
munum semja við efnisveitur um aðgang að
þessu neti, sem flestir hefðu aðgang að, ólíkt því
sem aðrir eru að gera núna,“ segir Pétur.
Samningurinn sagður
brot á samkeppnislögum
Pétur Pétursson
VERKFALL 800 starfsmanna Bec-
ancour-álversins í Quebec í Kanada
sem er að 75% hlut í eigu Alcoa, og
25% hlut í eigu Alcan, hefur nú staðið
í rúma tvo mánuði. Þetta bendir til
þess, að mati greinarhöfundar á vef
kanadíska ríkisútvarpsins, CBC, að
breytingar séu að verða í áliðnaði
héraðsins, en undirstaða iðnaðarins
á svæðinu hefur ávallt verið ódýr
orka frá vatnsaflsvirkjunum. Verk-
fallsdeilan er í hnút og óvíst um lykt-
ir.
Í greininni segir að þar sem
heimsmarkaðsverð á áli sé lágt um
þessar mundir liggi álfyrirtækinu
ekkert á að enduropna tvo af þremur
ofnum álversins sem lokaðir hafa
verið síðan 7. júlí sl. Fyrr á þessu ári
hætti Alcoa við eins milljarðs dollara
endurnýjun og stækkun á öðru álveri
í Quebec, Baie-Coumeu, eftir að það
hafði ekki fengið nægjanlega gott til-
boð í orku fyrir stækkunina. Þá var-
aði Alcan 1.200 starfsmenn við ál-
verksmiðju í Sagenay í Quebec við
því í síðustu viku að það myndi þurfa
að skera niður kostnað, eða loka
verinu ella árið 2007.
Í sama mund og viðræður Alcoa
við yfirvöld í Quebec um stækkun
Baie-Coumeu versins runnu út í
sandinn skrifaði Alcoa undir vilja-
yfirlýsingu um byggingu álvers í
Trinidad, en auk þess er fyrirtækið
að hefja byggingu álvers á Reyðar-
firði, sem er fyrsta álverið sem fyr-
irtækið byggir frá grunni í 20 ár.
Gullöldin búin
Quebec hefur allt síðan snemma á
síðustu öld laðað til sín mörg álver
auk annarrar stóriðju, vegna gnægð-
ar af ódýrri orku sem þar er að fá, en
orka er um 25% af rekstrarkostnaði
álvera.
Marcel Cote, sérfræðingur í áliðn-
aðinum, segir að gullöld áliðnaðarins
í Quebec sé nú yfirstaðin. Orkuauð-
lindir sem ódýr orka hafi verið búin
til úr hafi verið misnotaðar og orku-
samningar grundvallaðir á þeim séu
læstir á lægstu töxtum til stóriðjunn-
ar. „Áliðnaðurinn í Quebec mun
breytast mikið vegna þessa. Álfyr-
irtækin geta auðveldlega fundið sér
staði annars staðar í heiminum þar
sem orka er ódýrari,“ segir Cote.
Hann segir að orkufyrirtækið
Hydro-Quebec hafi gengið fram af
auðlindum sínum sem það notar til
að framleiða orku á tvö sent kílóvatt-
stundina, eða 2,2 íslenskar krónur.
Með öðrum virkjunarkostum kosti
kílóvattstundin 6–8 sent í fram-
leiðslu.
„Álframleiðendur sem nú þegar
eru í Quebec munu halda áfram að
framleiða og fjárfesta í álverum sín-
um en það verður engin útvíkkun í
iðnaðinum, allavega ekki í næstu
framtíð.“
Áliðnaður Quebec í uppnámi
● FJÁRFESTINGARBANKAR eru með
á teikniborðinu hjá sér hugsanlega
uppskiptingu breska verslunarfyr-
irtækisins Big Food Group, BFG. Frá
þessu er sagt í vefútgáfu velska
blaðsins Icwales, en blaðið vitnar í
orð sem höfð eru eftir ónefndum að-
ila í fjármálageiranum sem tengist
Bill Grimsey, forstjóra BFG, í The
Sunday Express.
BFG er stærsta fyrirtæki í Wales
mælt í veltu og skiptist í mat-
vörukeðjuna Iceland, heildsöluna
Booker og Woodward sem þjónustar
veitingahúsageirann.
Iceland er þekktasta merki keðj-
unnar og hefur átt á brattann að
sækja í harðri samkeppni við stór-
markaði eins og Tesco og Morrison.
Til að bregðast við samkeppninni
greip BFG til þess ráðs m.a. að end-
urnýja verslanir sínar sem skipta
hundruðum, en fyrirtækið á enn tals-
vert í land með að klára þá vinnu.
Verð hlutabréfa félagsins hefur
hrunið úr 182 pensum á hlut í febr-
úar á þessu ári niður í 88, eins og
verðið var við lokun í gær.
Í Icwales segir að menn hafi lengi
velt vöngum yfir hugsanlegri yfirtöku
Baugs á BFG, en Baugur á fjórðungs-
hlut í félaginu, og í ágúst var jafnvel
talið að Bill Grimsey myndi fara fyrir
stjórnendum félagsins og kaupa
það. Vitnað er í ónefnda sérfræðinga
á markaðnum sem draga í efa að
rökin fyrir því að taka félagið yfir séu
nógu góð.
Uppskipting BFG
sögð hugsanleg