Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 14

Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ STRÁK á táningsaldri er bannað að segja „grass“, gamall maður og langafi má ekki vera ótuktarlegur í orðum og tvö tónlistarfyrirtæki fá ekki að setja upp auglýsingaspjöld. Öll hafa þau fengið að finna fyrir nýj- asta vopni breskra stjórnvalda í bar- áttunni gegn smáglæpum, skemmd- arverkum og óspektum, lögunum um andfélagslega hegðun, ASBO. Þessi lög, sem sett voru 1999, hafa verið notuð til að banna þúsundum manna ákveðið framferði, til dæmis að öskra, blóta, krota á veggi, leika háværa tónlist eða bara að ganga eft- ir ákveðnum götum. Stuðningsmenn laganna segja þau öflugt vopn gegn vandræðafólki en andstæðingarnir óttast, að með þeim sé verið að troða á grundvallarrétt- indum auk þess sem þau muni ekki virka. Lögin heimila eins og fyrr segir bann við andfélagslegri hegðun til- tekinna einstaklinga og sem dæmi má nefna, að hægt er að meina ákveðnum manni eða konu að koma í eitthvert hverfi eða svæði í allt að tvö ár. Getur brot við því varðað fimm ára fangelsi. Fram til marsloka í ár höfðu verið kveðnir upp 2.455 dómar af þessu tagi og þar af meira en helm- ingurinn aðeins á síðasta ári. Vinsæl hjá almenningi Þeir, sem eru hlynntir lögunum, segja þau vinsæl meðal almennings. „Við vitum hvaða afleiðingar stjórnleysið hefur,“ segir Peter Cum- ing en hann er virkur félagi í íbúa- samtökum í Norður-London. Þar býr fólk af mörgu þjóðerni og öllum lit- arháttum. Segir Cuming, að með ASBO að vopni hafi tekist að hreinsa svæðið af fíkniefnasölum, betlurum og vændisfólki. „Fyrir ári þurfti ég bara að líta út um gluggann til að sjá fimm eða sex fíkniefnasala. Í þessum málum er ekkert, sem heitir umburðarlyndi, að- eins harkan sex.“ „Dómstólarnir eru mjög uppteknir við að gæta mannréttinda afbrota- manna,“ segir Bill Pitt, sem sér um þessi mál í Manchester en dómarnir hafa hvergi verið fleiri en þar. „Það er líka rétt og sjálfsagt en hins vegar hefur enginn gætt réttar vitnanna og heilu samfélaganna, sem hafa liðið fyrir framferði alls konar rummunga og þrjóta.“ Eftirlitið stundum erfitt Sum sveitarfélög hafa verið sökuð um að túlka ASBO nokkuð frjálslega eins og þegar tónlistarfyrirtækjunum Sony og BMG var bannað að setja upp auglýsingaspjöld. Eftirlit með banni getur líka verið erfitt. Sem dæmi um það má nefna fjóra táninga í Manchester, sem bannað var að nota orðið „grass“ en það er haft um uppljóstrara og var að sögn notað í hótunarskyni. Það sama má segja um innbrotsþjófinn, sem ekki má koma inn í nokkurt hús í öllu Bretlandi næstu fimm árin nema að gera boð á undan sér. Pitt bendir aftur á, að aðeins 17% af bannúrskurðum í Manchester hafi leitt til lögsóknar. Samhliða banni sé rætt mjög alvarlega við brotamenn- ina og það dugi yfirleitt. „Árar Satans“ Stundum er ASBO beitt gegn börnum og hafa þau mál oft valdið miklum deilum, einkanlega vegna þess, að leyfilegt er að birta nafn við- komandi. Hafa sum sveitarfélög sett upp spjöld og dreift miðum með myndum af hinum bannfærðu og hvatt alla til að láta vita gerist þeir aftur brotlegir. Á forsíðu eins dag- blaðs var birt mynd af tveimur drengjum, 10 og 11 ára, og í fyrirsögn voru þeir kallaðir „árar Satans“. Allir viðurkenna, að ASBO eru á gráu svæði milli ósæmilegrar hegð- unar og beinna afbrota. Í því sam- bandi er bent á Alexander Muat, 87 ára gamlan mann í Liverpool. Hann var dreginn fyrir rétt fyrir að brjóta bann við að öskra, blóta og vera með leiðinlegar athugasemdir við ná- grannana. „Síðast þegar ég vissi til var það ekki glæpur að vera leiðinlegur,“ sagði Nick Cohen, dálkahöfundur The Guardian. Sakaði hann stjórn- völd um að gera „hversdagsleg leið- indi og tillitsleysi að glæpaverkum“. „Ekkert umburðarlyndi – aðeins harkan sex“ ’Síðast þegar ég vissi tilvar það ekki glæpur að vera leiðinlegur.‘ AP Kona gengur framhjá vegg, sem þakinn er auglýsingaspjöldum og veggja- kroti. Yfirvöld hafa víða skorið upp herör gegn sóðaskap af þessu tagi og gegn ógnandi unglingagengjum. London. AP. Í Bretlandi hafa hátt í 3.000 manns verið dæmd í bann samkvæmt lögum um andfélagslega hegðun BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem gekkst undir hjartaaðgerð í gær, ræður John Kerry, forsetaframbjóðanda demó- krata, að hætta að tala um her- mennskuferil sinn í Víetnam en ráð- ast þeim mun harðar að frammi- stöðu keppinautar síns, George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í at- vinnu- og heilbrigðismálum. Nýjar skoðanakannanir sýna, að Bush hef- ur nú umtalsvert forskot á Kerry eða um 10 til 11 prósentustig. New York Times hefur það eftir heimildum, að þeir Clinton og Kerry hafi ræðst við í síma í 90 mínútur um kosningabaráttu þess síðarnefnda en nokkur óánægja er með hana meðal demókrata. Er Kerry gagn- rýndur fyrir að bregðast ekki nógu skjótt við, til dæmis við árásum á hermennskuferil hans, og ekki vera nógu harður í árásum sínum á Bush vegna innanlandsmálanna. Á síðustu vikum hafa nokkrir fyrr- um ráðgjafar Clinton tekið við lyk- ilembættum í kosningabaráttu Kerr- ys og má meðal þeirra nefna James Carville, Paul Begala og Stanley Greenberg. Telja margir, að þetta sýni, að Clinton-hópurinn sé að taka við baráttunni en talsmenn Kerrys neita því og segja, að aðeins sé verið að efla hana á síðasta sprettinum en nú eru átta vikur til kosninga. Í New York Times er fullyrt, að í aðalstöðvum Kerrys skiptist menn í tvo hópa. Annars vegar séu „nán- ustu ráðgjafar Kerrys“ og hins veg- ar „Clinton-hópurinn“ en í honum séu auk fyrrnefndra Joe Lockhart, fyrrverandi talsmaður Hvíta húss- ins, og Doug Sosnik, einn nánasti samstarfsmaður Clintons á sínum tíma. Læknar Clintons sögðu í gær- kvöldi að hjartaaðgerðin hefði geng- ið vel og spáðu þeir því að forsetinn fyrrverandi myndi ná fullum bata. Hins vegar hefði ástand slagæða til hjartans verið orðið afar slæmt. Reuters Einn stuðningsmanna Kerrys í Pennsylvaníu heldur á lofti spjaldi með nafni hans en það segir kannski dálítið um stöðuna, að því er fram kemur í skoðanakönnunum, að hann er umkringdur stuðningsmönnum Bush. Ræður Kerry að hætta að tala um Víetnam Clinton á sjúkra- beði reynir að hrista upp í kosningabaráttu demókrata Washington. AFP. SJÖ bandarískir hermenn og þrír íraskir féllu í gær í árás rétt við Fallujah vestur af Bagdad. Er um að ræða mesta mannfall, sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í langan tíma. Talsmaður Bandaríkjahers sagði, að öflug sprengja hefði sprungið undir herbílalest en borgin Fallujah er ein helsta mið- stöð andspyrnunnar meðal súnníta. Haft er eftir vitnum, að í átökum, sem fylgdu, hafi þrír óbreyttir, íraskir borgarar og þrír bandarískir hermenn særst. Íraska bráðabirgðastjórnin til- kynnti í gær, að Izzat Ibrahim al- Duri, einn helsti valdamaður landsins í tíð Saddams Husseins, væri ekki í hennar höndum eins og lýst hafði verið yfir sl. laugardag. Haft var eftir bandarískum for- ingja, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að þetta mál væri held- ur neyðarlegt fyrir írösku stjórn- ina. Menn hennar hefðu tekið mann, sem líktist al-Duri, og fljót- færnislegar yfirlýsingar um hand- tökuna hefðu aðeins orðið til að draga úr trúverðugleika hennar. Vill samninga við bin Laden Íslamski herinn, hópur, sem hef- ur tvo franska blaðamenn á sínu valdi, setti í gær fram nýjar kröfur fyrir lausn þeirra. Krefst hann þess, að Frakkar semji um frið við Osama bin Laden, að þeir greiði meira en 350 millj. ísl. kr. í lausn- argjald og hafi engin afskipti af Írak. Háttsettur klerkur gaf í fyrra- dag út trúarlega tilskipun og bauð mannræningjunum að sleppa frönsku blaðamönnunum. Sjö banda- rískir hermenn felldir Fallujah. AP, AFP. Nýjar kröfur mannræningja GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær, að ekki yrði aftur snúið með þær breytingar á velferðarkerfinu, sem hann hefur beitt sér fyrir. Eru þær sagðar meginástæðan fyrir miklum ósigri jafnaðar- manna í kosningum í Saarlandi um helgina. Flokkur Schröders tapaði 45% atkvæða frá fyrri kosning- um en kristilegir demókratar bættu við sig og héldu meiri- hluta sínum. Schröder sagði í gær, að hann vildi, að úrslitin hefðu orðið önnur en hann væri sannfærður um, að sá niður- skurður, sem boðaður væri á velferðarkerfinu, væri óhjá- kvæmileg forsenda efnahags- legra framfara og minna at- vinnuleysis. Kosið verður í tveimur sam- bandslöndum í Austur-Þýska- landi 19. þessa mánaðar og bú- ist er við miklum ósigri jafnaðarmanna þar. Ekki aftur snúið segir Schröder Gerhard Schröder Berlín. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.