Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 15
Hafin er byggingnýs íþróttahúss áSuðureyri við Súgandafjörð. Átta börn tóku fyrstu skóflustung- una á dögunum. Ísafjarð- arbær bauð út smíði húss- ins í alútboði, að því er fram kemur á vef bæj- arins. Verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi á Ísafirði varð hlutskarpast og ann- ast smíðina. Húsið rís milli grunn- skólans og sundlaug- arinnar og verður tengt báðum húsunum. Íþrótta- kennsla hefur farið fram í félagsheimilinu á Suður- eyri. Það er hins vegar orðið gamalt og þarfnast viðhalds. Þess vegna var tekin ákvörðun um að nýtt íþróttahús yrði fjölnota þannig að það gegni hlut- verki félagsheimilis þegar það á við, segir á vefnum, þótt aðalhlutverk þess verði í þágu íþróttanna. Félagsheimilið verður auglýst til sölu. Íþróttahús Rúnar Kristjánssonfór til Grímseyjarí fyrrasumar og naut dvalarinnar. Hann orti: Grímsey í öllu er íslensk og sönn og ekki er hér kynslóðabilið. Hér lifir og dafnar sú áræðis önn sem alltaf á virðingu skilið. Hann skrifaði svo eftir- farandi í gestabókina á gististaðnum þegar þau hjónin kvöddu eyna: Við komum og gistum hér fagnandi frjáls, í ferðinni perlurnar lásum. Og þökkin í hjörtunum hóf sig til máls á hreinustu gleðinnar rásum. Og sólina í ljóma hins sindrandi báls við sáum með hrifningu á Básum! Við biðjum að allt sem til blessunar er sé byggðinni í Grímsey til þrifa. Að fólkið það megi til framtíðar hér við farsæld og hamingju lifa. Sú bæn er frá konunni minni og mér og mitt var að yrkj́ana og skrifa! Blessuð sé Grímsey pebl@mbl.is Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Eftir gott og gjöfult sumar er lífið smám saman að færast í fastari skorður. Skólastarf er hafið og smám saman hefst ýmis starf- semi sem fylgir vetrinum, íþróttir, kórastarf og ýmiss konar félagsstarf og óðum styttist í göngur og réttir. Börnin sem þurfa að sitja allt upp í klukkutíma hvora leið í Grunnskól- ann í Borgarnesi, anda nú léttar eftir að í ljós kom að sömu, vinsælu skólabílsstjórarnir mundu áfram sjá um aksturinn. Þar með er sú óvissa og sá kvíði sem greip um sig þegar bæjarstjórn Borgarbyggðar ákvað að bjóða út skólaaksturinn á enda. En eitthvað hefur ævintýrið kostað og ekki er séð fyrir endann á því enn, þar sem deilumál hafa risið vegna útboðsins í skólaakstur í Varmalandsskóla.    Óvissan um hvort kennaraverkfall skellur á er mikil þessa dagana og slæmt ef svo verð- ur, ekki síst fyrir nemendur í 4. og 7. bekk sem eiga að taka samræmd próf um miðjan næsta mánuð. Verkföllum þessum fylgir oft mikil upplausn og kemur verst niður á nem- endunum. Ef verkfall skellur á þurfa börnin í þessari sveit ekki að hafa áhyggjur af því að biðja um réttarfrí, því réttað verður í Hítar- dal 20. september og á Grímsstöðum 21. september. Þótt fé hafi fækkað mikið er óhætt að segja að fólki sem kemur í rétt- irnar, hvort sem er ríðandi eða akandi, fjölgi stöðugt. Það er alltaf gaman í réttunum og flestir virðast fyrst og fremst vera komnir til að sýna sig og sjá aðra og njóta dagsins. Réttarstörfin ganga yfirleitt fljótt fyrir sig, eiginlega of fljótt, enda hafa margir gaman af því að hjálpa til við að draga fé fyrir fjár- flestu bændurna.    Hér á Álftanesi er kirkja sem er 100 ára á þessu ári. Bygging hennar hlýtur að hafa verið mikið afrek fyrir sóknina á sínum tíma og sést að lögð hefur verið alúð við hvert smáatriði. Viðgerð á kirkjunni hófst árið 1987 og lauk árið 1995 þegar haldið var upp á 95 ára afmælið, ári of seint. Enn hefur ekk- ert verið ákveðið með afmælishald, en von- andi tekst að halda upp á þessi merku tíma- mót á afmælisárinu sjálfu að þessu sinni. Álftaneskirkja ásamt Borgarkirkju, Akra- kirkju, Álftártungukirkju og Staðarhraun- skirkju eru helstu menningarverðmæti þessa svæðis. Á undanförnum árum hefur verið lagður metnaður í að gera þær upp og halda þeim vel við eins og vera ber. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM EFTIR ÁSDÍSI HARALDSDÓTTUR BLAÐAMANN Keflavík | Rán Ísold Eysteinsdóttir, 9 ára Keflavíkur- mær, bauð Ljósanæturgestum að velja sér óskastein og henda í óskabrunninn að ósk lokinni. Rán Ísold er mikill steinasafnari og alltaf þegar hún finnur fallega steina tekur hún þá með sér heim. Hún safnar óskasteinum. Þegar hún sá að lítið væri í boði fyrir börn á Ljósanótt, nema það kostaði peninga, ákvað hún að bjóða þeim að óska sér með steinunum sínum. Hún bjó til mynd sem á stóð „Við látum óskir þínar rætast“ og rétti fram körfuna. Allmargir óskuðu sér, ekki bara börn, og stóð hún vaktina alveg fram að flugeldasýningu á laugardag. Með Rán Ísold á myndinni er Saga litla systir. Morgunblaðið/Svanhildur Óskir rætast Vatnsmýrin | Mávager safnaðist saman við framkvæmdirnar við færslu Hringbrautar þegar verið var að fylla með skeljasandi ekki langt frá Reykjavíkurtjörn. Mávarnir voru hrifnir af þeirri hugmynd að nota skeljasand í undirlagið og leituðu í hundr- aðatali að fæði í sandinum. Morgunblaðið/Árni Torfason Mávager sækir í framkvæmdir Ætisleit UMHVERFISNEFND Ísafjarðarbæjar nefnir þann möguleika að efna til útboðs meðal olíufélaganna við úthlutun lóða undir bensínstöðvar á Ísafirði. Kemur þetta fram í umsögn um umsóknir fjögurra olíufélaga um lóðir undir bensínstöðvar. Ein lóð er laus fyrir bensínstöð, á Skeiði fyrir ofan Ljónið. Í síðasta mánuði bárust bænum fjórar umsóknir, frá Olís sem vill byggja sjálfsafgreiðslustöð, Bensínorkunni, Olíufélaginu og Atlantsolíu sem hyggst koma upp sjálfsafgreiðslustöð. Fjallað hefur verið um þessar umsóknir í nefndum bæj- arins en niðurstaða liggur ekki fyrir. Umhverfisnefndin kom sjónarmiðum sín- um á framfæri við bæjarráð. Að því er fram kemur í frétt á fréttavef Bæjarins besta tel- ur nefndin heppilegast að bjóða út tvær lóð- ir, aðra á Eyrinni en hina á Fjarðarsvæðinu. Nefndin telur að með útboði sé hægt að setja ýmis skilyrði, svo sem um að ætíð verði boðið upp á sama verð á eldsneyti og lægst er í Reykjavík, um þvottaplan og fleira. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að við gerð útboðsgagna verði reynt að tryggja samkeppni í eldsneytissölu. Vilja bjóða út lóðir fyrir bensínstöðvar FYRSTI fundur borgarstjórnar Reykjavík- ur eftir sumarleyfi verður í dag klukkan tvö í Ráðhúsinu. Reglulegir fundir borgar- stjórnar verða fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar en ekki á fimmtudögum eins og verið hefur. Fundir borgarráðs víxlast við fundi borgarstjórnar og verða nú haldnir á fimmtudögum í hverri viku. Í vor var ákveðið breytt fyrirkomulag borgarstjórnarfunda og hefur félagsmála- ráðuneytið staðfest breytingarnar. Voru oddvitar stjórnmálaflokkanna sammála um að gera fundarsköpin líkari því sem fólk þekkir á fundum Alþingis. Borgarfulltrúar og ný forsætisnefnd, sem skipuleggur starf borgarstjórnar, ákveða hvaða mál fara á dagskrá borgarstjórnar- funda og umræða um þau er kláruð áður en farið er í það næsta. Áfram er borgarfulltrú- um heimilt að fjalla um önnur mál, sem koma fram í fundargerðum ráða og nefnda borgarinnar, en tími til þess er styttur. Borgarstjórn kemur aftur saman í dag ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.