Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR 16 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skemmtilegur kostur á svalir Slakaðu á í mjúkum og notalegum nuddpotti frá Softub Pottarnir frá Softub hafa farið sigurför um Bandaríkin og Kanada undanfarin ár fyrir frábæra hönnun. Þessir léttu og einföldu nudd- pottar hafa veitt ánægju og gleði en eru ekki síst notaðir heilsunnar vegna. Softub-pottana er hægt að nota í hvernig veðráttu sem er, jafnt inn- andyra sem utan, t.d. við sumarbústaðinn, í garðinum, inni í stofu eða úti á svölum. Á þeim stöðum þar sem ekki er aðgangur að heitu vatni, sér hitunarbúnaður pottsins um að hita vatnið upp. Auðvelt er að flytja pottana á milli staða. Þess vegna getur það hent- að mörgum að vera með pottinn við sumarhúsið á sumrin en á heimilinu yfir veturinn. Softub-pottarnir vega einungis um það bil 30 kg tómir svo einstak- lega auðvelt er að færa þá úr stað. Softub-pottunum er hægt að rúlla í gegnum öll stöðluð hurðaop t.d. utan úr garði og inn í stofu. Softub-pottana er hægt að fá 2, 4 og 6 manna og í ýmsum litum. Í öllum Softub-nuddpottunum er Ozone- hreinsibúnaður. Fallegt útlit - sterk bygging - þaulhugsaðar tæknilausnir JÓN BERGSSON EHF. SAMNINGUR milli Akureyrar í öndvegi og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær, um fjölþætta að- komu og styrk bæjarins við átaks- verkefni miðbæjarins „Akureyri í öndvegi“. Samningurinn leggur grunninn að margháttaðri samvinnu bæjarins og aðila verkefnisins og miðar að því að verkefnið skili þeim árangri sem aðstandendur þess hafa stefnt að varðandi skipulag og efl- ingu miðbæjarins á Akureyri. Þannig mun bærinn fá aðgang að upplýsingum og hugmyndum sem safnast í samráðsferli með íbúum Akureyrar og undirbúningi fyrir al- þjóðlega hugmyndasamkeppni sem samið hefur verið um að Arkitekta- félag Íslands annist framkvæmd á. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri mun leiða dómnefnd keppninnar og Bjarni Reykjalín, deildarstjóri um- hverfisdeildar bæjarins, verður ráð- gjafi hennar. Að lokinni úrvinnslu hugmynda mun bærinn öðlast að- gang að öllum hugmyndunum og stefnt er að frekari samvinnu til að unnt verði að hrinda vinningstillög- unni, eða tillögunum í framkvæmd. Stefnt er að sem mestri þátttöku í opna þinginu og þannig verði tryggt að fullt tillit verði tekið til sjónar- miða íbúa við útfærslu framtíðar- skipulags miðbæjarins. „Ég skora á Akureyringa að taka þátt í því að nýta það framtak sem verður til úti í samfélaginu til að skapa betri lífs- skilyrði og móta framtíð svæðisins,“ sagði Kristján Þór. Meðal þeirra þátta sem bærinn mun leggja til er húsnæði og aðstaða undir opna samráðsþingið í Íþrótta- höllinni hinn 18. september, sem mun standa frá kl. 10–18. Eins mun bærinn leggja til húsnæði undir kynningu í kjölfar þingsins sem og kynningu á verðlaunahugmyndun- um í sumarbyrjun á næsta ári. Þá munu starfsmenn bæjarins aðstoða við útvegun gagna sem varða skipu- lag og sögu Akureyrar. Aðstandend- ur verkefnisins telja að sú stuðnings- yfirlýsing sem felst í samningnum við bæinn sé mikils virði og auki vægi alþjóðlegu hugmyndasam- keppninnar og muni væntanlega skila sér í fleiri og betri tillögum. Auk þeirra samninga sem búið er að ganga frá, við Akureyrarbæ, Arkitektafélag Íslands og ráðgjafar- fyrirtækið Alta, til að tryggja fram- kvæmd íbúasamráðsins og hug- myndasamkeppninnar, koma fjöl- margir aðrir aðilar að undirbúningi og framkvæmd opna þingsins. Átaksverkefnið „Akureyri í öndvegi“ Fjölþætt aðkoma bæjarins að verkefninu Reiðhjólaslys | Unglingspiltur slas- aðist á höfði er hann hjólaði framan á fólksbíl á gatnamótum Vestursíðu og Bugðusíðu í gærmorgun. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Að sögn lögreglu slapp pilt- urinn vel miðað við aðstæður en hann var hjálmlaus og hefði sloppið enn betur hefði hann verið með hjálm. Helgin á Akureyri var með allra rólegasta móti að sögn varðstjóra hjá lögreglunni en þó voru tveir ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Mannúðarmál | Evrópusambandið og mannúðarmál er yfirskrift lög- fræðiþings sem haldið verður í Há- skólanum á Akureyri í dag, þriðju- daginn 7. september, kl. 16.30 í stofu 14 í Þingvallastræti. Hulda Herjólfsdóttir Skogland ræðir um hjálpar- og mannúðarstarf ESB auk þess gerir hún grein fyrir starfi sínu á hjá efnahags- stjórn- mála- og lagadeild fastanefndar sambandsins fyrir Noreg og Ísland en nefndin hefur aðsetur í Ósló. vinnu við fjölda háskóla sem sinntu málum sem snúa að þróunarstarfi. Þegar væri til staðar mikil þekking og reynsla á norðurslóðasvæð- unum, en að vissu marki væri ástand þar með SKRIFAÐ hefur verið undir rammasamning milli Háskólans á Akureyri og Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands um samvinnu þessara stofnana. Mikael M. Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri, sagði að næstu skref yrðu að ræða um hugsanleg verk- efni sem stofnanirnar gætu unnið sameiginlega að. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði samn- ing einnig vera á milli stofnunarinnar og Há- skóla Íslands, en mikilvægt væri að færa út kví- arnar og því ánægjulegt að samstarf hefði einnig tekist við Háskólann á Akureyri. Hann sagði þróunarsamvinnu mundu skipta æ meira máli í framtíðinni og Íslendingar hefðu skyldum að gegna gagnvart þjóðum sem ekki stæðu jafn vel og Íslendingar. Á þeim vettvangi hefðum við tekið okkur á og stefnt væri að því að þróun- araðstoð myndi nema 0,35% af landsframleiðslu árin 2008 til ’09. „Ég tel að þessi samningur geti orðið mikil lyftistöng fyrir okkur, háskólann og þróunarsamvinnu almennt,“ sagði Björn Ingi. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði hann vel í stakk búinn til að tak- ast á við verkefni á þessu sviði, en háskólinn legði áherslu á alþjóðleg samskipti og ætti sam- svipuðum hætti og í þriðja heiminum svonefnda. „Það er mikilvægt að koma þeirri þekkingu og reynslu á framfæri við heimsbyggðina,“ sagði rektor. Háskólinn á Akureyri og Þróunarsamvinnustofnun Íslands taka upp samvinnu Rammasamningur undirritaður Morgunblaðið/Kristján Rammasamningur: Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, skrifuðu undir samninginn. Við hlið þeirra sitja Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Sjöfn Vilhelmsdóttir, útgáfu- og fræðslustjóri.    ♦♦♦ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.