Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 19
Íbakhúsi við Skipholt 33 b,leynist forvitnilegt völund-arhús þar sem gengið er úreinu herberginu í annað. Lyktin er það fyrsta sem heillar: Olíulitir. Málverk og höggmyndir út um allt. Ljóð og heimspekilegar pæl- ingar hér og þar. Og í einu herberg- inu finnst loks það sem leitað er að: Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður innan um ótal flíkur, snið og efnis- stranga. Þetta er vinnustofa Ástu og kann hún afskaplega vel við sig í kompaníi við unga og nýútskrifaða listafólkið sem deilir með henni hús- næðinu í Skipholtinu. Ásta sinnir starfi sínu af mikilli elju og nýlega var hún tilnefnd til hönnunarverðlauna hjá danska tísku- tímaritinu IN. „Ég hef sýnt mínar línur í nokkur ár úti í París, á tísku- vikunni sem þar er haldin tvisvar á hverju ári. Þetta eru sölusýningar en ég fór núna í ágúst í fyrsta skipti með hönnun mína á sýningu til Kaup- mannahafnar. Pressuskrifstofan Spalt kynnti það sem væntanlegt var á sýningunni og þarna kom fullt af fólki og fulltrúar frá fjölmiðlum, með- al annars tískublöðunum. Þeir hjá IN-blaðinu voru greinilega hrifnir af því sem ég hafði fram að færa, því ég fékk fljótlega að vita að ég hefði verið tilnefnd til þessara hönnunarverð- launa. Þetta kom sér auðvitað vel, því þá fékk ég meiri athygli á sýningunni sjálfri.“ Íslenska ullin er töfraefni Ásta byggir í hönnun sinni mikið á íslenskri náttúru og vill hafa efnin hrá og gróf og dálítið veðruð. „Ég er mikið fyrir andstæður og því stefni ég oft saman fínleika og grófleika í fötunum. Ég nota íslenska ull mikið, en líka silki og bómull. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að vinna með efnið sjálft, ég þæfi ullina, lita efnin og meðhöndla þau á einhvern hátt, svo þau verði frjálslegri og eins og þau hafi velkst um í sjónum og veðrast í vindinum. Fötin mín eru kvenleg en samt gróf og hrá, enda hefur þeim veri lýst sem „brutal feminin“. Ásta segir ullina vera frábært hrá- efni og hún er alltaf að gera eitthvað nýtt með þessu undraefni. „Sérstaða okkar hér á Íslandi er hráefnið og við eigum að notfæra okkur það en ekki reyna að gera það sama og allir hinir úti í heimi. Íslenska ullin er mikið gæðaefni og hún býður upp á ótal út- færslur í efnismeðferð.“ Fyrir ári síðan bætti Ásta smávör- um í hönnunarlínu sína, húfum, trefl- um og öðru slíku. Auk þess tekur hún að sér að hanna flíkur á fólk við sér- stök tækifæri og má þar helst nefna brúðarkjóla. Gaman að vinna fyrir leikhús Ásta bjó í Þýskalandi í 17 ár og lærði fatahönnun í Fachhochschule für Gestaltung og útskrifaðist þaðan 1990. „Eftir að ég lauk námi vann ég meðal annars fyrir leikhús í Þýska- landi. En ég flutti heim fyrir sjö ár- um og þá ætlaði ég mér að fara meira út í leikhúsvinnu og byrjaði á að gera leikbúninga fyrir söngleikinn Evitu. Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna fyrir leikhús og það sést kannski á kjólunum sem ég hanna, þeir eru dálítið dramatískir og hafa á sér fantasíuyfirbragð. Ég starfaði líka við auglýsingabransann og sá meðal annars um búningasafnið fyrir Saga Film. En síðastliðin þrjú ár hef ég einbeitt mér eingöngu að fata- línunni minni sem ég kalla Ásta (créative clothes) og ég hef lagt mikið í að koma henni á framfæri erlendis og það gengur vel.“ Þetta er langhlaup Ásta selur föt í Japan, Þýskalandi, Svíþjóð, Írlandi og Englandi. „Svo verður mjög spennandi íslensk versl- un opnuð í Kaupmannahöfn fljótlega, sem verður líka gallerí og þar verða föt frá mér til sölu.“ Hér heima á Ís- landi er hægt að nálgast fötin, sem Ásta hannar, í Kirsuberjatrénu á Vesturgötunni. Fatahönnun er langhlaup að sögn Ástu. „Þetta er mikil barátta sem krefst þolinmæði, því það gerist ekk- ert í þessum bransa nema á löngum tíma. Ég er afskaplega ánægð með þá kynningu sem ég fékk í framhaldi af tilnefningunni hjá IN í Danmörku og ég er á fullu að búa mig undir næstu sýningar sem verða í París núna í október, en þar ætla ég að kynna sumarlínuna fyrir næsta ár og síðan kynni ég vetrarlínuna 2005/6 í febrúar í Kaupmannahöfn og í mars í París.“  HÖNNUN | Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður var tilnefnd til hönnunarverðlauna hjá danska tískutímaritinu IN Morgunblaðið/Sverrir Ásta Guðmundsdóttir: Fatahönnuður á vinnustofu sinni. Klæði hlaðin íslenskri náttúru Síðan í danska tísku- tímaritinu IN: Ásta kynnt til sögunnar vegna tilnefningar til hönnunarverðlauna. Logn, andvari, gola, strekk- ingur, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri. www.astaclothes.is khk@mbl.is Ljósmyndir/Annetta Scheving DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 19 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 5627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó.Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri FERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.