Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 07.09.2004, Síða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ OFT er talað um að á Akureyri sé vagga flugsins á Íslandi. Um réttmæti þeirrar staðhæfingar má eflaust deila og sitt sýnist hverjum. Það má þó með sanni segja að flugsaga Akureyrar er mjög merkur þáttur í flugsögu Íslands. Fyrsta flug íslenskrar flugvélar var farið úr Vatnsmýrinni í Reykja- vík árið 1919 en þá hafði fyrsta flugfélagið á Ís- landi verið stofnað, Flug- félag Íslands númer eitt. Þetta gerðist 16 árum eftir að Wrightbræður flugu sínu fyrsta vél- knúna flugfari, en það var jafnframt fyrsta vél- flug í heiminum. Flugfélag Íslands númer tvö var stofnað í Reykjavík, 1. maí 1928 og fyrsta áætlunarflug á veg- um þess og jafnframt fyrsta áætl- unarflug á Íslandi, milli tveggja staða, var farþegaflug frá Reykjavík til Ak- ureyrar 4. júní sama ár. Það var jafn- framt í fyrsta skipti sem flugvél kom til Akureyrar. En varanlegur grunnur að framtíð áætlunarflugs á Íslandi var lagður á Akureyri þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað þar 3. júní 1937. Nafni félagsins var síðan breytt, 13. mars 1943, í Flugfélag Íslands og varð númer þrjú í röðinni með því nafni. Það félag, upprunalega Flugfélag Ak- ureyrar og Loftleiðir sameinuðust árið 1973 undir nafninu Flugleiðir. Flug- félagið Loftleiðir hafði verið stofnað á árinu 1944, eða fyrir 60 árum. Allt frá því Akureyringar sáu Junk- ers-flugvél Flugfélags Íslands á Poll- inum, 4. júní árið 1928, hefur ríkt mikill áhugi á flugi meðal Akureyringa, en á árinu 1937 fóru hlutirnir að gerast. Flugfélag Akureyrar var stofnað á því ári, eins og áður er getið og einnig Svifflugfélag Akureyrar sem enn starfar af fullum krafti. Módelflugfélag Akureyrar var stofnað á árinu 1939 og Flugskóli Akureyrar á árinu 1945 og starfaði fram á árið 1948. Flugskóli með því nafni er enn rekinn á Ak- ureyri, þó nokkuð langt hlé hafi orðið á rekstrinum frá því sá fyrsti hætti rekstri árið 1948. Flugkennsla lá þó ekki niðri á Akureyri nema í u.þ.b. 12 ár, en á árinu 1960 hóf Tryggvi Helga- son flugkennslu, sem nokkru síðar fluttist undir nafn Norðurflugs og eftir kaup Flugfélags Norðurlands á Norð- urflugi var flugskóli rekinn á vegum þess. Flugskóli Flugfélags Norðurlands fékk síðan formlega nafnið Flug- skóli Akureyrar árið 1990 með samþykki stofnenda fyrsta skól- ans með því nafni, Gísla Ólafssonar og Árna Bjarnarsonar Núverandi Flugskóli Akureyrar er rekinn á vegum Kristjáns Vík- ingssonar. Gísli Ólafsson, lög- reglumaður á Akureyri, fékk snemma áhuga á flugi og var einn af stofn- endum Flugfélags Akureyrar, á Hótel Gullfossi, árið 1937. Hann lagði fram 300 krónur sem nú standa sem hlutafé í Flugleiðum hf. og er mér ekki kunn- ugt um aðra stofnendur á lífi. Gísli gerðist félagi í Svifflugfélagi Akureyrar árið 1939 og æfði svifflug af krafti. Gísla langaði til að læra vélflug, en enginn flugskóli var til á Akureyri svo ekki var um annað að ræða en að stofna einn slíkan. Það gerði hann ásamt Árna Bjarnarsyni, bóksala á Akureyri, á árinu 1945. Nokkru síðar bættist þriðji eigandinn við, sem var Steindór Hjaltalín frá Siglufirði. Gísli frétti frá Íslendingum, sem voru við flugnám í Kanada, að nokkuð væri til af lítið notuðum æfingaflug- vélum í Winnipeg. Flugvélarnar höfðu verið í notkun hjá flugskóla hersins, en hann var að draga saman seglin. Gísli gerði fyrirspurn um verð, með aðstoð Kristjáns Mikaelssonar, sem var einn flugnemanna og leiddi það til kaupa á tveim Tiger Moth flugvélum. Kristján varð síðan fyrsti kennari Flugskólans. Flugvélarnar komu til Reykjavíkur með skipi, voru settar saman þar og síðan flogið til Akureyrar. Annar Ís- lendingur, sem hafði verið við flugnám í Kanada með Kristjáni, Njáll Guð- mundsson, gerðist einnig kennari við skólann. Gísli lærði að fljúga hjá Krist- jáni Mikaelssyni og tók A-próf, 11. júní 1947, hjá Sigurði Jónssyni flugmanni sem gekk gjarnan undir nafninu Siggi flug. Sigurður hafði íslenskt flug- skírteini númer 1, en Gísli fékk skír- teini númer 59. Flugskólinn keypti alls 6 flugvélar á ferli sínum, en mest voru 5 í notkun á sama tíma. Þessi fyrsti Flugskóli Akureyrar hætti rekstri, eins og fyrr segir, árið 1948 vegna skorts á nemendum. Flug- vélarnar voru allar seldar til flugskóla í Reykjavík. Þar sem Akureyri hefur átt ríkan þátt í flugsögu Íslands, þótti staðurinn tilvalinn fyrir flugsafn og var því Flug- safnið á Akureyri stofnað í maí 1999. Í stofnskrá kemur það fram að hlutverk Flugsafnsins sé að safna, varðveita og sýna muni sem tengjast upphafi flugs á Íslandi og sögu og þróun þess. Einn- ig er það markmið safnsins að safna myndum og skrá sögu flugsins og aðra þá þætti sem hafa menningarsögulegt gildi fyrir flugsöguna. Og að Flug- safnið á Akureyri sé minjasafn um flugsöguna á Íslandi. Lögheimili þess sé á Akureyrarflugvelli, Akureyri, en starfssvæði þess nær til landsins alls. Auk fastra sýninga, hjá Flugsafninu á Akureyri, eru settar upp sérsýningar árlega af ýmsum tilefnum. Í ár var þess minnst að 60 ár eru frá stofnun Loftleiða, og þess að 50 ár eru síðan Arngrímur B. Jóhannsson hóf flug- nám á Melgerðismelum, hjá Svifflug- félagi Akureyrar. Framundan eru næg tækifæri til sérsýninga þó hæst beri 70 ár frá upp- hafi Flugleiða, með stofnun Flugfélags Akureyrar, 2007. Brot úr flugsögu Akureyrar Svanbjörn Sigurðsson skrifar um flugmál ’Það má þó með sannisegja að flugsaga Akur- eyrar er mjög merkur þáttur í flugsögu Ís- lands.‘ Svanbjörn Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Flugsafnsins á Akureyri. Í MORGUNBLAÐINU í gær spyr Ögmundur Jónasson alþing- ismaður borgaryfirvöld nokkurra spurninga í kjölfar útburðar Fé- lagsbústaða á einum leigjenda sinna. Ýms- ar rangfærslur komu fram í formála þing- mannsins að spurn- ingunum sem ekki er tök á að svara enda undirrituð bundin trúnaði um málefni einstaklinga. Spurn- ingarnar voru þó málefnalegar og rétt að svara þeim. Spurt er hversu algengt það sé að efnalítið fólk sé borið út úr húsnæði vegna vanskila, hver skilningur borgaryf- irvalda sé á skyldum sínum varðandi ein- staklinga sem eiga í húsnæðisvandræðum og í þriðja lagi hversu oft sé lokað fyrir hita og rafmagn hjá efna- litlu fólki og hvort það sé gert í samráði við félagsmála- yfirvöld. Reykjavíkurborg gætir þess að vinna samkvæmt settum reglum til að gæta fyllsta jafnræðis sem þýðir að fólk sem býr við svipaðar aðstæður á rétt á sambærilegri málsmeðferð. Ekki er hægt að gera undantekningu frá greiðslu lágrar leigu á meðan aðrir í svipaðri stöðu eða enn verri standa skil á sínu. Ef slíkt fengi að viðgang- ast værum við farin að misnota kerf- ið og komin út í gamaldags fyrir- greiðslupólitík sem á engan rétt á sér. Reykjavíkurborg hefur til ráð- stöfunar alls 1.670 félagslegar leigu- íbúðir sem ætlaðar eru tekjulágum reykvískum einstaklingum og fjöl- skyldum. Félagsbústaðir hf. eiga og reka þessar íbúðir en þó er þeim ekki heimilt að hagnast á rekstri þeirra. Félagsþjónustan í Reykjavík úthlutar félagslegum leiguíbúðum skv. reglum um félagslegar leigu- íbúðir og sérstakar húsaleigubætur sem samþykkar voru í borgarráði 24. febrúar 2004. Með samþykkt þessara reglna var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða ein- staklingum/fjölskyldum í erfiðum að- stæðum, fjárhagslega og félagslega, uppá sérstakar húsaleigubætur og auka þannig möguleika þeirra í hús- næðismálum. Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í úrlausn húsnæð- ismála og uppfyllir lagaákvæði í lög- um um félagsþjónustu sveitarfélaga þó svo við höfum ekki heimild til að veita fólki húsnæði endurgjaldslaust og er það ekki á stefnuskrá borg- arinnar að bjóða upp á slíkt. Þrátt fyrir að leiga í félagslegum leigu- íbúðum sé ekki há miðað við almenn- an markað þá geta komið upp að- stæður hjá fólki sem gera það að verkum að illa gengur að láta enda ná saman og þar með að greiða húsaleigu. Þessu fólki stendur til boða að leita aðstoðar hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, þar sem metið er hvort og þá hvernig hægt sé að aðstoða viðkomandi við að greiða úr fjármálum sínum þann- ig að unnt sé að standa skil á húsa- leigu. Ætíð er reynt eins og kostur er að koma til móts við fólk í fjár- hagsvandræðum og þá sérstaklega til að tryggja húsnæði áfram. Regl- urnar setja að sjálfsögðu ramma sem m.a. er ætlaður til að tryggja jafnræði milli notenda í sömu eða sambærilegum aðstæðum. Áður en til útburðar kemur er iðu- lega að baki langur ferill þar sem ítrekað hefur verið reynt að aðstoða hlutaðeigandi með húsaleiguskuldir en ætíð er gengið út frá þeirri for- sendu að viðkomandi eigi að axla sjálfur ábyrgð á húsaleigu og sýna þannig fram á að hann getið greitt leigu eftir að fengist hef- ur fjárhagsleg aðstoð annaðhvort með styrk eða láni. Varðandi fjölda út- burða þá var skv. upplýs- ingum Félagsbústaða á árinu 2002 einn útburður vegna vanskila, 2003 voru þeir tveir en frá áramótum 2004 hafa út- burðir á þessum for- sendum verið fjórir. Varðandi samstarf við Orkuveituna er það svo að Orkuveitan bendir fólki í vanskilum á að hægt sé að leita til Fé- lagsþjónustunnar með aðstoð. Með samþykki notanda er þá í ákveðnum tilvikum rætt við Orkuveituna og lögð upp áætlun um borgun á skuld. Almennt er ekki haft samband við Fé- lagsþjónustuna áður en lokað er fyrir rafmagn enda hefur fólki alltaf verið gefinn kostur á að leita aðstoðar hjá Fé- lagsþjónustunni áður. Af framangreindu má ljóst vera að félagsmála- yfirvöld í Reykjavík eru tilbúin að semja við fólk um húsa- leiguskuldir og ganga yfirleitt mjög langt í því að koma á móts við þarfir fólks. En í þessum málum sem og öðrum verða báðir aðilar að hafa vilj- ann til að semja. Um útburð úr félagslegu leiguhúsnæði Björk Vilhelmsdóttir svarar Ögmundi Jónassyni Björk Vilhelmsdóttir ’Áður en til út-burðar kemur er iðulega að baki langur fer- ill þar sem ítrekað hefur verið reynt að aðstoða hlut- aðeigandi með húsaleigu- skuldir.‘ Höfundur er borgarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs. HÉR er smáinnlegg varðandi brottfall og styttingu náms. Ít- arlegri grein er á heimasíðu minni, www.simnet.is/gislib. Fyrst um styttingu náms. Það verður ekki séð að stytting náms til stúdentsprófs sé besta lausnin. Miðað við Danmörku þá er sókn í 11. bekk grunnskólans 62%.(Vefrit mmrn.) Samt verður að fara varlega í allan sam- anburð milli landa er varðar kennslu- stundafjölda eða daga- fjölda í skóla. Ef sam- ræmi á að vera milli þessara landa verður að bera saman ísl. 10. bekk og danskan 9. bekk. Hvað er brottfall? Aðferðin sem hið opinbera notar er sú að taldir eru saman nemendur í dagskóla á framhaldsskólastigi ásamt iðnnemum á samningi um miðjan október 2002 samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands og þeir bornir saman við skráða nem- endur í öllum skólum/skólastigum um miðjan október 2003. Þeir nem- endur sem hvorki höfðu útskrifast á þessu tímabili né komu fram í nem- endaskrá haustið 2003 teljast vera brottfallnir þetta ár. (Vefrit mmrn 16/2004.) Þetta er ekki sama aðferð og nágrannalönd okkar nota. Þá er þetta ekki í samræmi við eldri ís- lenskar kannanir (Jón Torfi og Gerður G. Óskarsdóttir). Það er að vísu tekið fram sérlega hjá Hag- stofu. Það sést ekki að nemandi í fjölbrautaskóla getur fallið frá námi í ákveðinni grein eða greinum en haldið áfram námi. Oftar en ekki leiðir þetta til brottfalls úr skóla. Þetta ósýnilega brottfall hefur ekki mér vitandi verið rann- sakað til hlítar. Kann að vera að skólarnir vilji halda sem lengst í hvern nemanda jafnvel þótt hann sé í innan við tólf eininga námi (á önn). Ég veit þess dæmi að í einni verknáms- deild hafi byrjað tólf nemendur en einungis fjórir verið eftir við lok annar. Hér er brotfallið 66%. Brottfall við upphaf náms í framhaldsskólum Þá á ekki að koma neinum á óvart að brottfall er mest við upphaf skólagöngu. Í raun mætti staðhæfa að brottfallið sé meira. Staðreyndin er sú að um þriðjungur í fjölbrauta- skóla skiptir um námsgrein eða braut á fyrsta skólaári. Þá kem ég ekki auga á rökfestu fyrir styttingu náms til stúdentsprófs að slík dragi úr brottfalli. Enn á ný eru epli og appelsínur borin saman. Mesta brottfallið er meðal verknámsnem- enda sem hafa ekki þrek í fjögurra ára framhaldsnám eftir grunnskóla- próf. Það þarf að skoða það í alvöru hvort ekki sé hægt að búa til styttra nám sem lýkur með e.k. réttindum. Hér vísa ég í skýringartöflu sem fylgdi svari m.m.ráðherra til Björg- vins G. Sigurðssonar. Samkvæmt henni er tvöfalt meira brottfall úr starfsnámi en bóknámi. (Vefrit mmrn ágúst 2003.) Til samanburðar eru samsvarandi prósentutölur ná- grannalandanna frá 4–10% Segjum að hvert prósentustig kosti 100 milljónir, þá er kostnaðurinn hér á landi nær milljarður á hverju ári (nánar á heimasíðu). Brottfall eftir kennsluformi Í skýrslu Hagstofunnar er borið saman brottfall eftir kennsluformi. Í ljós kemur að mikill munur er á brottfalli úr dagskóla og öðrum kennsluformum s.s. fjarnámi, kvöld- skóla og utan skóla. Áberandi mest er brottfallið úr fjarnámi eða tæp 53%. Og svo kemur enn ein þver- stæðan: Brottfall eftir aldri nemenda Athyglisvert er að skoða brottfall í ljósi aldurs nemendahópsins. Brott- fall vex með aldri eftir 19 ára aldur þegar hlutfallstölur eru skoðaðar. Brottfall 17 ára ungmenna, sem flest hafa þá verið eitt ár í fram- haldsskóla, er 15,2%. (Hagtíðindi ág. ’04.) Sem sagt eldri nemendum er hættara við að falla frá námi en yngri. Ég nefndi kostnað upp á tæpan milljarð fyrr í greininni en ef þessir 4.100 nemendur hafa hætt a.m.k. einu sinni í námi og hver nemandi kostar 450 þúsund á hverju ári má alveg nefna töluna 1,6 milljarða eða tæplega tvöfalt hærri kostnað á ári. Hvað hafa yfirvöld gert – og hvað er ógert? Frá því ég kom heim frá námi fyrir sjö árum hef ég gengið milli emb- ættis- og stjórnmálamanna til þess að vekja athygli þeirra á þessum vanda. Ég hafði kynnst baráttu Dana, sem þeir nefndu Jakten efter frafald, og kynnti ég þetta fyrir þá- verandi menntamálaráðherrum og fleiri aðilum innan stjórnkerfisins. Ég taldi þá og tel enn að átak gegn brottfalli í framhaldsskólunum eigi að byrja í grunnskólunum. Það skal upplýst fyrir þá sem það ekki vita að engin ákvæði um náms- og starfsráðgjöf eru í grunnskólalög- unum með beinum hætti. Engin ákvæði um að það skuli starfa náms- og starfsráðgjafi í grunn- skólum landsins og það í fullri stöðu. Í Danmörku er einn náms- og starfsráðgjafi á hverja 300 nem- endur. (Nánar á heimasíðu.) Hér er staðhæft að myndarleg heild- arlöggjöf um náms- og starfsráðgjöf á hvaða skólastigi sem er borgar sig fyllilega. Vonandi verða þessi skrif til þess að stækka þá holu sem dropað hefur í allt of lengi. Brottfall og stytting náms til stúdentsprófs Gísli Baldvinsson skrifar um menntamál ’Þá á ekki að komaneinum á óvart að brott- fall er mest við upphaf skólagöngu.‘ Gísli Baldvinsson Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.