Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 22

Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BLINDGATA PÚTÍNS Að baki gíslatöku tétsenskraaðskilnaðarsinna í bænumBeslan í Norður-Ossetíu í Rússlandi liggur ágreiningur, sem nær langt aftur. Í tvær aldir hafa Tétsenar barist gegn yfirráðum Rússa. Þeir fengu sjálfstæði í nokk- ur ár í kjölfar rússnesku byltingar- innar og aftur eftir innrás nasista í Rússland í heimsstyrjöldinni síðari. Eftir stríðið hefndi Stalín sín á Téts- enum með því að flytja þá nauðung- arflutningum til Síberíu og þeir, sem lifðu þær hörmungar af, fengu ekki að flytja aftur fyrr en í stjórn- artíð Krústsjovs. Tétsenar lýstu yfir sjálfstæði frá Rússlandi árið 1991. Þremur árum síðar brást Borís Jeltsín, þáverandi forseti Rússlands, við með því að senda rússneska herinn inn í Tétsn- íu og brutust út blóðug átök, sem fylgdi gríðarleg eyðilegging. Þeim lyktaði í raun með ósigri rússneska hersins. Samið var um frið, en ákvörðun um framtíðarstöðu Tétsn- íu skyldi ekki tekin fyrr en fimm ár- um síðar. Í janúar árið 1997 var Asl- an Maskadov, leiðtogi aðskilnaðar- sinna, kjörinn forseti Tétsníu. Honum tókst ekki að halda röð og reglu og áköfustu aðskilnaðarsinn- arnir virtu hann að vettugi. 1999 ákváðu stjórnvöld í Moskvu að þau viðurkenndu ekki lengur Maskadov. Árið 2003 var samþykkt ný stjórn- arskrá fyrir Tétsníu og er þar kveð- ið á um aukna sjálfstjórn, en jafn- framt áframhaldandi tengsl við Rússland. Í fyrra var einnig kjörinn nýr forseti, Akmad Kadyrov, sem var handgenginn Moskvu. Hann var myrtur í maí á þessu ári eftir að hafa verið sýnd nokkur banatilræði. Nú- verandi forseti, Alu Alkanov, var kjörinn í kjölfarið. Aðskilnaðarsinn- ar segja að ekki sé meira að marka þær kosningar, en kosningar í Gúl- agi Stalíns og líta á Alkanov sem lepp Vladimírs Pútíns, forseta Rúss- lands. Pútín hefur lagt mikið undir í Tétsníu. Hann var forsætisráðherra þegar hann ákvað að senda rúss- neska herinn þangað aftur 1999 og hefur ítrekað lýst yfir því að ekki komi til greina að veita Tétsníu sjálfstæði. Fyrir því eru ýmsar ástæður og hefur einkum verið nefnt til sögunnar að fái Tétsenar sjálfstæði muni hryðjuverkamenn hrifsa þar til sín völd og ringulreið breiðast út allt í kringum Tétsníu. Ekkert bendir til þess að þessi af- staða Pútíns muni bera árangur. Allt frá því að hryðjuverkamenn réðust inn í leikhús í Moskvu meðan á sýningu stóð í október 2002 hefur hvert hryðjuverkið rekið annað. Fórnarlömbin eru nú orðin 1000, flest óbreyttir borgarar. Viðbrögð rússneskra fjölmiðla við árásinni sýna að eftir atburðina í Beslan er mörgum nóg boðið og hefur almenn- ingur á tilfinningunni að hryðju- verkamenn úr röðum Tétsena geti látið til skarar skríða þar sem þeim sýnist þegar þeim sýnist. Eina von Pútíns er að einangra þá, sem standa að baki hryðjuverk- unum með því að taka upp viðræður við þá, sem njóta trúverðugleika meðal almennra Tétsena. Með því væri hann ekki að verðlauna hryðju- verkamennina, sem bera ábyrgð á hryllingnum í Beslan. Pútín segir að Tétsenar hafi fengið sitt tækifæri 1996 og klúðrað því. Svarið við þessu klúðri er ekki leppstjórn og tugþús- undamanna hersetulið í Tétsníu. Pútín verður að finna leið út úr blindgötunni, sem núverandi stefna hans hefur leitt hann í. Hann verður að finna leið til að blóðbaðinu linni. ÞJÓÐARHEIMILIÐ GLJÚFRASTEINN Davíð Oddsson forsætisráðherrasagði það skrítið fyrir sig að bjóða frú Auði Laxness að ganga í bæinn á Gljúfrasteini, þegar þau tvö opnuðu safn Halldórs Laxness þar við hátíðlega athöfn sl. laugardag. Sjálf sagði Auður í ávarpi sínu við þetta tækifæri að nú ætti þjóðin þetta hús, en tók jafnframt fram að hún gæti ekki sagt að það kæmi henni „í opna skjöldu“. Vísaði hún þar til þess frumkvæðis sem hún og fjölskylda skáldsins átti að því að gera húsið að þjóðareign. Sú þjóðareign verður seint metin að verðleikum, ekki síst þar sem fjöl- skyldan ákvað, jafnframt því að selja íslenska ríkinu húsið, lóðina og lista- verk því tilheyrandi, að gefa þjóðinni allt innbú Gljúfrasteins. Með þeirri höfðinglegu gjöf er skapað einstakt og ákaflega persónulegt andrúms- loft á safninu, sem gefur því það vægi er aldrei hefði verið hægt að skapa án fulltingis þeirra sem þar áttu heimili sitt um svo langt skeið. En þótt hús Nóbelskáldsins og fjölskyldu hans sé nú orðið að þjóð- areign með formlegum hætti er vert að minnast þess að í vissum skilningi var heimili þeirra Halldórs og Auðar Laxness ætíð einskonar „þjóðar- heimili“. Þar tóku þau af fádæma rausnarskap á móti gestum þjóðar- innar um áratugaskeið, rétt eins og þau væru þar í opinberu hlutverki. Það getur þjóðin nú þakkað að nokkru leyti með því að halda í heiðri þeim góðu gildum menningar og gestrisni í starfsemi nýs safns sem alla tíð fram að þessu hafa ráðið ríkj- um á Gljúfrasteini. Héðan í frá verður það hlutverk stjórnar safnsins að sjá til þess að Gljúfrasteinn haldi eftir sem áður áfram að þjóna hlutverki sínu sem griðastaður gesta er áhuga hafa á bókmennta- og menningarlífi lands- manna. Eins og formaður stjórnar safnsins, Þórarinn Eldjárn, tók fram, er því vonandi að safnið á Gljúfrasteini verði önnur „kraftstöð umfjöllunar og umhugsunar um skáldið og verk hans“ og verði ásamt hinni „kraftstöðinni“ – þeirri er ligg- ur í sjálfum verkum hans – til þess að „ótal krækjur eigi […] eftir að myndast þar á milli“. Tilraunir Landssímans meðstafræna dreifingu sjón-varpsefnis um fjarskipta-kerfi sitt í gegnum svo- kallaða ADSL-tengingu hefjast nú í september. ADSL-kerfið nær til 92% heimila á landinu í gegnum hefðbundnar símalínur í 40 byggð- arlögum hringinn í kringum landið samkvæmt upplýsingum frá Síman- um. Á þeim stöðum þurfa notendur að vera með ADSL-mótald og tengja það við myndlykil, sem um- breytir stafrænu dagskrárefni í mynd í sjónvarpinu. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort nýr mynd- lykill verður seldur eða leigður not- endum. Áskriftarverð hefur heldur ekki verið ákveðið en það ætti ekki að verða langt frá áskriftarverði sjónvarpsstöðva sem sendar eru út á breiðbandinu í dag að sögn tals- manna Símans. Verðið er frá 2.300 kr. til 4.000 kr. eftir fjölda áskrift- arstöðva. Ódýr Sagem-myndlykill kostaði í gær frá 6.500 kr. á vef- svæði Amazon í Bretlandi. Fjölmörg heimili í landinu hafa þegar virkjað ADSL-háhraðateng- ingu við tölvu og þarf í þeim tilvik- um einungis að tengja nýja mynd- lykilinn við ADSL-mótaldið. Þeir sem hafa öfluga þráðlausa netteng- ingu heima hjá sér þurfa ekki slíka tengisnúru. Í byrjun verður sent stafrænt sjónvarpsmerki í gegnum ADSL á þá staði sem eru innan við þrjá kílómetra frá símstöð. Með aukinni fjarlægð minnkar flutnings- geta símalínunnar. 42 þúsund sítengingar Samkvæmt ársskýrslu Símans má áætla að 42 þúsund sítengingar, eins og felst í ADSL-tengingunni, séu á Íslandi og aðeins í Suður-Kór- eu og Hong Kong séu fleiri síteng- ingar á hverja þúsund íbúa. Sæmundur Þorsteinsson, for- stöðumaður rannsóknardeildar Símans, segir þetta prófunarverk- efni til að sjá hvernig reka eigi svona kerfi. Símafyrirtæki séu í auknum mæli að feta sig inn á þessa braut til að nýta betur fjárfestingar sínar undanfarna áratugi í fjar- skiptanetum. Það eigi við um France Telecom í Frakklandi. Kostnaður við þetta hafi minnkað síðan Síminn gerði tilraun með svona stafrænar merkjasendingar í gegnum ADSL árin 1997–1998. Nýjar efnisveitur horfi á þennan möguleika til dreifingar á stafrænni afþreyingu enda sé viss mettun á markaði fyrir símaþjónustu. Vöxt- urinn hafi aðallega verið í sölu á Int- ernet-þjónustu til almennings. Uppbygging ljósleiðaranets Síminn hefur markvisst verið að byggja upp ljósleiðaranet síðustu tíu árin og fjárfest mikið í þeim hluta fjarskiptakerfisins. Ljósleið- ari hefur meiri flutningsgetu en ADSL-kerfið, þ.e. bandvíddin er meiri. Ljósleiðaranet Símans nær til 35 þúsund heimila, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og á Húsavík. Þessari uppbyggingu verður haldið áfram samhliða virkjun ADSL til sjónvarpsdreifingar. Ekki er gefinn upp kostnaður Símans við uppbygg- ingu ljósleiðaranetsins, en sam- kvæmt ársskýrslu fyrir árið 2003 var fjárfest í fjarskiptanetinu fyrir 1,6 milljarða króna. Almenna sím- kerfið er inni í þeirri tölu ásamt gagnaflutningskerfinu en ekki far- símakerfið. Bókfært verð fjar- skiptabúnaðar Símans var rúmir 14 milljarðar króna um síðustu ára- mót. Eftirspurn eftir bandbreidd vex Forsvarsmenn Símans segja að eftirspurn eftir meiri bandbreidd muni vaxa um ókomna framtíð. Markmið fyrirtækisins sé að geta annað allri bandbreiddarþörf fyrir- tækja og einstaklinga og til lengri tíma muni ljósleiðarar inn á heimilin vera lausnin. Hún er of dýr núna að mati Snorra Kristjánssonar, tækni- stjóra Skjás eins, og þá eru þeir kaplar, sem þegar liggja inn á heim- ilin, notaðir enda hefur tækninni við að þjappa gögnum saman fleygt fram. Notaður hefur verið svokall- aður MPEG-2 staðall en í stafræn- um sendingum í gegnum ADSL verður notast við MPEG-4 staðal, sem þjappar gögnum, t.d. mynd og hljóði, betur saman og hentar þegar sent er um kopar/símalínu með tak- markaða flutningsgetu. Samkvæmt upplýsing Hagstofu Íslands voru 3% án sjónvarps í byrjun árs 2 helmingur heimila var me fleiri sjónvörp á heimilinu Sveinsson rafverktaki s flutningsgeta símalínu sé uð við 4–6 Mbit á sekúndu ar aðstæður verði bara horfa á eina stöð í einu inn ilunum. Snorri Kristjánss að með meiri þjöppun á sj efni sé þetta ekki svo takm þáttur. Einungis séu send varpsmerki sem notandi um. Það sé því ekki s streymi allra stöðva í geg una. Sæmundur Þorsteinsson með notkun MPEG-4 stað hægt að senda 2–3 sjónvar gegnum símalínuna. Flutn an fari þó mikið eftir því h er í næsta símabox úti í g aukinni fjarlægð minnki f getan. Á Íslandi sé með tveir kílómetrar og þá sé flytja 5–6 Mbit af gögnum úndu. Dýr lausn Síman Skarphéðinn Berg Ste stjórnarformaður Norðurlj ir fyrirtækið hafa ákveðið a upp sitt eigið stafræna dr en til greina komi að Símin dreifinguna. Þeim viðræ slitið og segir Skarphéðinn sé dýrt, vandkvæði hafi ve höfundarréttalaga og N Uppbyggingu ljósleiðarakerfis Símans haldið áfram Stafrænt sjónva nást á 92% hei Til að ná stafrænum sjónvarpsmerkjum Sím- ans þarf að virkja svo- kallaða ADSL-tengingu á heimilinu, kaupa mót- ald og nýjan myndlykil. Kostnaður við það gæti orðið rúmlega tíu þús- und krónur en ekki hef- ur verið ákveðið hvort myndlykillinn verður seldur eða leigður.         !"# %  &$$  ! '()  $! '$ ! $! * + !)! ,$  ()  &-$.  ') &/-  & . ,$()  4 +  31-$  5 !+   '+    +)  )! /$  6 ) +  %!  +$!/ 2)!  !)7-! '$! +  8 / 2)! 4 $ 97$ / 2)! : / 2)! '$2 !- ;$ //  + 2 & .. +  1-$.! ;$ / .   $/ *$712/ & +) &$$ &$2$$! < "  3 / ! / 2)!             MYNDTÖLVUR eða afruglarar taka á móti stafrænum merkja- sendingum og umbreyta þeim í mynd og hljóð í sjónvarpinu. Mis- munandi er hvernig þessar send- ingar eru fluttar inn á heimilin, en ein aðferðin felst í sendingu staf- rænna merkja í gegnum hefð- bundna símalínu um svokallað ADSL-kerfi. Þá er símasnúran á heimilinu fyrst tengd í ADSL-mót- ald og þaðan í myndlykilinn. Ekki er víst hversu stór myndlykill Sím- ans verður en þeir nýjustu eru á stærð við sígarettupakka. Hefur umfang þeirra minnkað und- anfarið auk þess sem þeir lækka í verði um leið og tæknin verður al- mennari. Þetta er ekki eina aðferðin til að dreifa stafrænu sjónvarpi. Norður- ljós hafa til dæmis tekið ákvörðun um að hefja stafrænar útsendingar á sínum dagskrám 1. nóve Ætla þeir að nota tíðnirna til að flytja merkið til áhor en ekki vír í jörðu eins og Með stafrænni tækni au hljóð- og myndgæði. Hægt að bjóða upp á gagnvirkni endur geta kosið um ýmis fjarstýringunni, horft á el dagskránni eða pantað my kvikmyndaveitum. Mögule eru margir en líklega verð einföldustu í boði fyrst um Myndlyklarnir minnka Myndtölva/afruglari sem stafrænum sjónvarpsmerk mynd í sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.