Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 23
Harmi lostnir íbúar í borginniBeslan í rússneska sjálfs-stjórnarlýðveldinu Norður-
Ossetíu báru í gær til grafar á annað
hundrað fórnarlamba gíslatökunnar í
liðinni viku, þúsundir manna voru í
líkfylgdunum sem þokuðust áfram
um borgina eins og löng lest á eftir
líkkistunum. Þung ský hvíldu yfir
borginni í gær og nokkuð rigndi.
„Drottinn, af hverju tókstu hann
svona fljótt?“ sagði grátandi kona
sem syrgði ungan dreng. Margir
héldu á krossi og mynd af hinum
látnu. Sums staðar voru fleiri en einn
í sömu gröfinni.
Ein fjölskyldan hafði misst tvær
systur, Alínu og Íru, þær voru 12 og
13 ára gamlar. „Hér er varla nokkur
sem ekki fer í jarðarför í dag,“ sagði
ungur maður sem stóð við rústirnar
af leikfimisalnum þar sem yfir þús-
und manns voru í gíslingu. „Enginn
náinn mér dó, bara vinir vina minna.
En hvaða máli skiptir það? Þetta
voru allt börnin okkar, þau voru öll
bræður okkar og systur.“
Þjóðarsorg var í Rússlandi, hvar-
vetna voru fánar í hálfa stöng og aflýst var af-
þreyingarþáttum í sjónvarpi, að sögn AP-
fréttastofunnar. Járnbrautarlestir sem fóru um
Beslan þeyttu flautur sínar í virðingarskyni við
látna fólkið og fjöldi fólks var í gær við rústirnar
af leikfimisal Grunnskóla númer eitt þar sem
harmleikurinn fór fram.
Örvæntingarfull leit
Ekki er enn ljóst hve margir týndu lífi þótt vit-
að séu með vissu að á fjórða hundrað dó. Allmörg
börn hafa verið flutt á spítala í Moskvu, sum með
slæma brunaskaða. Enn gengur fólk um Beslan í
örvæntingarfullri leit að ástvinum sínum, heldur
á myndum af þeim og biður liðsmenn sjónvarps-
stöðva um að birta myndirnar, að sögn The Los
Angeles Times. „Við erum að leita að drengnum
okkar, Tímúr Tíblojev, hann er ellefu ára,“ sagði
móðir sem hélt á mynd af syninum. „Hann hefur
ekki fundist , hvorki hjá þeim sem dóu eða hinum
sem sluppu. Ég var með honum en við týndum
hvort öðru þegar mikil sprenging varð.“
Um 30–40 þúsund manns búa í Beslan sem hef-
ur til þessa þótt afar friðsæl borg og algengt að
fólk læsi ekki einu sinni útidyrum sínum. Um 30
manns eru taldir hafa verið í árásarliðinu, þ.á m.
nokkrar konur. Í liðinu eru m.a. sagðir hafa verið
Tétsenar og Ingúshar. Einnig eru grunsemdir
um að einhverjir staðkunnugir hafi veitt mann-
ræningjunum aðstoð. Gíslar sem komust af segja
að ræningjarnir hafi þvingað nokkra fullorðna úr
gíslahópnum til að brjóta upp gólfið í kjallara
skólahússins og þar hafi verið falin vopn. „Ef ég
hitti Tétsena eða Ingúsha mun ég drepa hann,
eða móður hans, eða son hans,“ sagði ungur mað-
ur í Beslan. Hann vildi ekki segja til nafns og
sagðist enn vera að leita að systur sinni sem ekk-
ert hefur spurst til eftir umsátrið.
Frásagnir þeirra sem komust af eru átak-
anlegar. „Við lærðum í fyrra að við ættum að
hlaupa ef eitthvað kæmi fyrir. Nú héldum við að
þeir væru að prófa okkur og þetta væri æfing. En
þá skutu þeir nemanda og við vorum
rekin inn í skólahúsið,“ segir ungur
drengur. Hann er enn úrvinda, situr
á sófa í nærbuxum og engu öðru.
Alla Gadíeva, sem er 24 ára gömul
og móðir hennar, Írína, höfðu ætlað
sér að fara með son Öllu, Zaur, í skól-
ann en þetta var fyrsti skóladagur
vetrarins. En við tók þriggja daga
martröð. Alla Gadíeva lá enn á
sjúkrabörum þegar hún sagði frá
reynslu sinni. Börnin voru svo hrædd
að þau gátu ekki sofnað fyrr en það
leið yfir þau af matar- og vatnsskorti.
Hryðjuverkamennirnir hótuðu að
skjóta þau öll og salurinn er ekki
stærri en svo að varla var hægt að
hreyfa sig.
„Hræðslan var alger,“ segir Gad-
íeva. „Fólk baðst stöðugt fyrir og þeir
sem ekki vissu hvernig þeir áttu að
bera sig að lærðu það.“ Gadíeva segir
að ræningjarnir hafi skyndilega ráð-
ist inn á skólalóðina og rekið jafnt
börn sem fullorðna inn i leikfimisal-
inn. Börnin æptu af ótta og hvarvetna
heyrðist grátur og hróp. Gíslarnir
voru þvingaðir til að sitja á hækjum
sér með hendurnar aftan við höfuðið og og var
skipað að afhenda alla farsíma. Þeir sem ekki
gerðu það myndu verða drepnir og auk þess 20
manns sem sætu næst þeim.
Kæfandi hiti og hlátur ræningjanna
Fyrsta daginn fékk fólkið dálítinn mat en ekk-
ert vatn. Um helmingur hinna látnu í Beslan var
börn og voru þau mörg búin að afklæðast öllu
nema nærfötunum vegna kæfandi hitans í salnum
þegar blóðbaðið hófst. Fullorðnu gíslarnir hvöttu
börnin til að reyna að pissa og drekka þvag frem-
ur en ekki neitt.
„Annan daginn bað ég um vatn handa móður
minni en þeir hlógu að mér,“ segir Gadíeva.
„Móðir mín var skelfingu lostin af hræðslu, ég
hélt að hún væri að fá hjartaslag. Þegar ég sá son
minn og mömmu falla í yfirlið … þau voru svo
þreytt, svo þyrst, þá óskaði ég þess að þessu yrði
bráðum öllu lokið. Það leið yfir börnin en gísla-
tökumennirnir hlógu bara. Þeim var alveg
sama… Þetta eru ekki menn. Ég mun aldrei
skilja hvernig þeir gátu farið svona með okkur,“
sagði Alla Gadíeva.
„Við erum að leita
að drengnum okkar“
Meðal þeirra sem létu lífið í skólanum var Alana Katsanova, sem var 15
ára. Hér syrgja vinir hennar við mynd af henni í útförinni í Beslan í gær.
Enn er fjölda manna saknað í Beslan í N-Ossetíu. Gíslar sem komust lífs af
segja hermdarverkamennina hafa sýnt börnunum algert miskunnarleysi
’Það leið yfir börnin en gísla-tökumennirnir hlógu bara. Þeim
var alveg sama.‘
Reuters
DAGBLÖÐ í Rússlandi vændu
Vladímír Pútín forseta og ríkisstjórn
hans í gær um að forðast að taka á
sig ábyrgð á dauða þeirra sem týndu
lífi þegar hryðjuverkamenn tóku
skólann í Beslan í Norður-Ossetíu á
sitt vald. Sérstaklega var vikið að því
að Pútín hefði reynt að gera „alþjóð-
lega hryðjuverkamenn“ ábyrga fyrir
ódæðinu sem kallað hefur fram gíf-
urlega reiði og sorg í Rússlandi.
Dagblaðið Kommersant vék í for-
ustugrein að þeirri staðhæfingu Pút-
íns að hin „alþjóðlega hryðjuverka-
ógn“ hefði verið að verki í Norður-
Ossetíu. Sagði blaðið að með þessu
vildi forseti Rússlands forðast að
axla ábyrgð vegna stríðsins í Tétsn-
íu. „Með þessu móti geta ríkisstjórn-
ir um heim allan komist hjá því að
taka á sig ábyrgð vegna dauða þegna
sinna,“ sagði m.a. í grein blaðsins.
„Látið er sem börnin hafi ekki dáið
vegna stríðsins í Tétsníu sem hefur
staðið yfir í tíu ár heldur vegna þess
að hin alþjóðlega hryðjuverkaógn
hafi látið til sín taka,“ bætti leiðara-
höfundur blaðsins við.
Pútín forseti sagði í ávarpi á laug-
ardag þegar umsátrinu um skólann
hafði lokið með hroðalegu blóðbaði
að Rússar hefðu „sýnt veikleika“
frammi fyrir þeirri ógn sem stafaði
af „alþjóðlegri hryðjuverkastarf-
semi“. Forset-
inn gekk raun-
ar lengra og
tengdi gísla-
tökuna í skól-
anum í Beslan,
sem kostaði
335 manns, hið
minnsta lífið,
við endalok
Sovétríkjanna.
Í ávarpi sínu
til þjóðarinnar minntist Pútín aldrei
á Tétsníu en óstöðugleiki þar og bar-
átta skæruliða og hryðjuverka-
manna fyrir sjálfstæði héraðsins frá
Rússlandi eru taldar rætur þess
hryllings sem riðið hefur yfir rúss-
nesku þjóðina á undanliðnum tveim-
ur vikum. Auk blóðbaðsins ógurlega
í Norður-Ossetíu um liðna helgi ræð-
ir þar um sjálfsmorðsárás í Moskvu
sem kostaði tíu manns lífið og
sprengjutilræði um borð í tveimur
farþegaflugvélum sem urðu 89
manns að fjörtjóni.
„Undarlegt má það heita að for-
setinn hafi ekki vikið einu orði að
ástandinu í Tétsníu í ávarpi sínu og
að hann skyldi ekki lýsa yfir því að
árásirnar tengist stöðu mála í Tétsn-
íu,“ sagði m.a. í forystugrein dag-
blaðsins Vedemostí.
Fram til þessa er innanríkisráð-
ófærir um að koma í veg fyrir gísla-
tökuna í leikhúsinu og eru óábyrgir í
allri framgöngu,“ sagði m.a. í grein
Sergeis Ívanenkos sem tilheyrir hin-
um frjálslynda Jabloko-flokki.
Dagblöðin fóru einnig hörðum
orðum um viðbrögð rússneskra
ráðamanna og stjórnenda öryggis-
sveita í Beslan. Spurt var hver hefði
stjórnað aðgerðunum í ljósi þess að
æðstu embættismenn hefðu kosið að
láta sig hverfa. „Í sjónvarpi var sýnt
hvar leiðtogar og ráðherrar öryggis-
mála bjuggu sig undir að halda til
Beslan. En enginn sá þá koma og
enginn varð vitni að því að þeir létu
til sín taka á staðnum,“ sagði í grein
Nezavísímaja Gazeta. Andrei Ríj-
abov, sérfræðingur við Carnegie-
stofnunina í Moskvu sagði í viðtali
við blaðið að það væri „fullkomin
ráðgáta“ hvar háttsettir embættis-
menn öryggislögreglu og innanrík-
isráðuneytis hefðu haldið sig á með-
an á umsátrinu um skólann stóð.
Virtist svo sem yfirmenn öryggis-
veita í Norður-Ossetíu hefðu stjórn-
að aðgerðum á staðnum. Sagði Ríj-
abov þessi viðbrögð ráðamanna
„eðlileg“. „Með því að halda sig í
hæfilegri fjarlægð var minni hætta á
að þeir þyrftu að axla ábyrgð á af-
leiðingum þeirra aðgerða sem hrint
var í framkvæmd.“
herra Norður-Ossetíu, Kazbeck
Dzantiev, eini maðurinn sem axlað
hefur sína ábyrgð á mannfallinu í
Beslan. Hann sagði af sér um liðna
helgi þegar ljóst var að blóðbaðið í
Beslan var hið mesta sem orðið hef-
ur vegna aðgerða hryðjuverka-
manna í Rússlandi. „Ábyrgðina bera
án nokkurs vafa Pútín forseti, FSB-
öryggislögreglan og innanríkisráðu-
neytið,“ sagði í grein eftir Vladímír
Rízhkov í Nezavísímaja Gazeta í
gær. Rízhkov er frjálslyndur þing-
maður og nýtur virðingar í Rúss-
landi. „Það er ótækt að menn leiti
skjóls á bakvið staðhæfingar um al-
þjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Rík-
isstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna
og Frakklands hafa reynst færar um
að bregðast við ógninni í þeim lönd-
um,“ bætti Rízhkov við.
„Öldungis óábyrgir
í allri sinni framgöngu“
Í umfjöllun rússneskra dagblaða
bar mjög á fullyrðingum þess efnis
að leyniþjónustu- og öryggismála-
stofnanir hefðu ekkert lært af blóð-
baðinu ógurlega í október 2002 þeg-
ar 129 gíslar og 41 hryðjuverka-
maður féllu eftir að skæruliðar frá
Tétsníu höfðu tekið leikhús í Moskvu
á sitt vald. „Leyniþjónustunni
stjórna sömu menn og reyndust
Pútín sætir harðri gagn-
rýni í rússneskum blöðum
Vladímír Pútín
sættu sig ekki við tæknilausnina.
Hann viðurkennir að þeirra staf-
ræna dreifikerfi, sem mun fara á
milli senda í lofti, verði ekki eilíft og
dreifiaðferð Símans komi til greina í
framtíðinni. Hins vegar sé ekki
hægt að nota þeirra áskrifendur í þá
tilraun núna.
Kristján Már Grétarsson, yfir-
maður tæknideildar Norðurljósa,
segir að fyrsta nóvember muni fyr-
irtækið geta sent út stafrænt sjón-
varpsefni til allra viðskiptavina í
einu. Lausn Símans sé ekki tilbúin
og þeirra lausn liggi fyrir. Aðeins
þurfi að skipta út gömlu afruglurun-
um fyrir nýja í október. Um leið
nýtast sjónvarpstíðnirnar í loftinu
betur og hægt verði að fjölga út-
sendum sjónvarpsrásum til muna.
Þetta sé því hagkvæmur kostur, en
áfram verði fylgst með þróuninni
því hún sé hröð í þessum geira.
Nær til 91.500 heimila
Samkvæmt upplýsingum frá
Símanum á ekki að takmarka dreif-
ingu stafræns efnis við eina leið.
Fyrir áramót verður gerð tilraun
sem felur í sér að 200 heimili á Ís-
landi, sem þegar hafa ljósleiðara-
tengingu, fá gögn í gegnum Inter-
net, sjónvarp og síma um
ljósleiðaranet. Áfram verða lagðir
ljósleiðarar í nýrri hverfi og þegar
lagnir í eldri hverfum eru endurnýj-
aðar. Á þeim stöðum er hagkvæm-
ara að koma á ljósleiðaratengingu.
Annars staðar verður notast við
koparþræði/símalínu fyrir Internet
og sjónvarp í gegnum ADSL-kerfið.
Það nái líka til 92% heimila á land-
inu sem er um 91.500 heimili, en
fjöldi heimila á landinu er 99.400
samkvæmt nýlegri vinnumarkaðs-
könnun Hagstofu Íslands. Með
betri nýtingu fást meiri tekjur sem
stuðla að því að hægt verður að
leggja ADSL í minni bæjarfélög en
gert er í dag, segja talsmenn Sím-
ans. Þannig megi koma til móts við
fjölmörg bæjarfélög sem sóst hafa
eftir þessari þjónustu en ekki fengið
til þessa.
Stjórnendur Símans meta það
svo að á meðan heimilin hafi ekki
þörf fyrir mikla bandbreidd geti
símalínan gagnast notendum þang-
að til öflugri ljósleiðaratenging
fæst. Ekki séu kostnaðarlegar for-
sendur fyrir því að koma á ljósleið-
arasamböndum til allra fyrirtækja
og heimila eins og þörfin sé núna.
Þó sé fyrirsjáanlegt að þörfin fyrir
aukna bandvídd muni aukast í fram-
tíðinni.
gum frá
% heimila
2003. Um
eð tvö eða
u. Baldur
segir að
takmörk-
. Við slík-
hægt að
ni á heim-
son segir
jónvarps-
markandi
þau sjón-
inn biðji
stanslaust
gnum lín-
n segir að
ðalsins sé
rpsrásir í
ningsget-
hve langt
götu. Með
flutnings-
ðallengdin
hægt að
m á sek-
ns
einarsson,
jósa, seg-
að byggja
reifikerfi,
nn sæi um
æðum var
n að kerfið
rið vegna
Norðurljós
samhliða ADSL-kerfinu
arp mun
imila
bjorgvin@mbl.is
$ !!
-0
*-12/
3 !/ 12/
' / 2)!
0 / 2)! '+ / 2)!
4 (0 +!
' ) $
2) / 2)!
3 1$)
&( 2)!
) / 2)!
<+ $ )
< / 2)!
6 !0 )!
0 / 2)!
3) / 2)!
,7()/ 2)!
&2/
!"
#$%&'
ember nk.
ar í lofti
rfenda
Síminn.
ukast
t verður
i; áhorf-
mál með
dra efni í
yndir frá
eikarnir
ða þeir
m sinn.
a
breytir
kjum í