Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 26
MINNINGAR
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
réttarmálum á alheimsvísu, en hann
var sérfróður á báðum þessum svið-
um. Hann stóð um skeið framarlega í
hérlendum samtökum um bætta
náttúru- og umhverfisvernd, flutti
ræður um þau efni og ritaði um þau
ótaldar blaðagreinar, djarfmannleg-
ar og beinskeyttar. Á alþjóðlegum
vettvangi, m.a. á sviði hafréttarmála
sem hann átti þátt í að móta, var
hann góður fulltrúi lands síns og
þjóðar, rökvís og fylginn sér. Má þar
m.a. minnast þátttöku hans í hafs-
botnsnefnd Sameinuðu þjóðanna og
ýmsum samninganefndum um haf-
réttarmál. Var hann löngum ráðu-
nautur ríkisstjórnar Íslands í þeim
málum. Þá átti Gunnar um skeið sæti
á Alþingi. Hann var mjög áheyrileg-
ur ræðumaður, skýrmæltur og radd-
sterkur, og hafði mikið vald á ræðu-
tækni.
Fundastjórn lét Gunnari einstak-
lega vel og er hafið yfir efa, að kunn-
átta hans og lipurð í þeim efnum hafi
oft skipt sköpum við vandasöm úr-
lausnar- og ákvörðunarefni á marg-
víslegum mannfundum, þar sem
skoðanir voru skiptar og hiti kominn
í fundarmenn. Minnist ég reyndar
nokkurra slíkra funda, þar sem
öruggt má telja, að stjórnviska og
reynsla Gunnars hafi leitt til mun
farsælli niðurstöðu en ella hefði orð-
ið, ef hans hefði ekki notið við.
Þeir, sem kynntust Gunnari,
fundu það fljótt að hann var bæði fé-
lagslyndur og mannblendinn. Tók
hann virkan þátt í starfsemi margra
félaga og veitti þeim sumum for-
stöðu um hríð, enda lá hann aldrei á
liði sínu ef um góðan málstað var að
tefla. Má þar m.a. nefna Lögfræð-
ingafélag Íslands, Félag háskóla-
kennara og Bandalag háskóla-
manna.
Gunnar var trygglyndur, rausnar-
legur og ræktarsamur í samskiptum
við vini sína og góðkunningja. Sem
kennari var hann alla tíð afar velvilj-
aður nemendum deildarinnar og
greiddi götu þeirra eftir mætti. Við
samstarfsmenn var hann greiðvikinn
og fór ég ekki varhluta af því fremur
en aðrir.
Gunnar G. Schram var áberandi
maður hvar sem hann fór, óvenju-
lega glæsilegur á velli og í fram-
göngu, kurteis en þó ákveðinn. Um
rausn, greiðvikni og glæsimennsku
voru þau hjónin, Gunnar og Elísa,
samvalin.
Um leið og ég þakka langa sam-
vinnu og viðkynningu færi ég Elísu
og börnum þeirra hjóna, sem og öðr-
um nánum aðstandendum, innilegar
samúðarkveðjur mínar og konu
minnar.
Páll Sigurðsson prófessor
lagadeild Háskóla Íslands.
Gunnar G. Schram var okkur eft-
irminnilegur skólabróðir. Hann var
okkur fyrst og fremst hlýr og góður
félagi í Menntaskólanum á Akureyri.
Þar sýndi hann skólasystkinum sín-
um vináttu, drengskap og hjálpsemi
án þess að ætlast til nokkurs á móti.
Hann sóttist ekkert sérstaklega eftir
embættum innan skólans en þegar
hann tók til máls þá var hlustað og
þar sem hann fór vakti hann eftir-
tekt fyrir kurteisa, fallega og drengi-
lega framkomu.
Gunnar var afbragðs góður stílisti
og var sjálfkjörinn í hvaðeina sem
þurfti að semja fyrir bekkinn. Sem
unglingur í símavinnu var Gunnar
duglegur og harðskeyttur verkmað-
ur sem aldrei hlífði sér og fylgdi
þessi harka og dugnaður honum alla
ævi. En harka hans bitnaði ekki á
öðrum en honum sjálfum. Hann
beitti sjálfan sig miklum aga.
Gunnar var maður sátta og sam-
lyndis. En auðvitað gat hann brugð-
ist við með hörku ef á hann var ráð-
ist.
Gunnar var á yngri árum glæsi-
legur maður sem eftir var tekið. Og
með vaxandi þroska og reynslu varð
hann þekktur heima og erlendis sem
hámenntaður og háttprúður heims-
borgari.
Að loknu stúdentsprófi 1950 fór
Gunnar í lögfræði í Háskólanum og
lauk þaðan prófi 1956. Hann fór í
framhaldsnám erlendis í þjóðarrétti,
fyrst í Þýskalandi og síðar í Eng-
landi og lauk doktorsprófi í þjóðar-
rétti við háskólann í Cambridge
1961.
Gunnar var blaðamaður á Morg-
unblaðinu meðan hann var í Háskól-
anum og í eitt ár eftir að því námi
lauk. Þá var hann ritstjóri Vísis
1961–66, en hóf störf sem deildar-
stjóri í utanríkisráðuneytinu 1966 og
gerðist þar um leið ráðunautur í
þjóðarrétti. Hann var lektor við
lagadeild Háskóla Íslands 1970 og
prófessor við sömu deild frá 1974–
2001.
Gunnar gegndi mörgum mikil-
vægum störfum fyrir land og þjóð.
Hann var til dæmis ráðunautur
stjórnarskrárnefndar 1975–1983.
Hann kom mikið að stjórnmálum og
var meðal annars varaformaður og
ritari Sambands ungra sjálfstæðis-
manna 1953–57. Hann var alþingis-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjaneskjördæmi 1983–87 og
varaþingmaður 1987–91.
Gunnar var eftirsóttur stjórnandi
á fundum erlendra sérfræðinga sem
komu hingað til að flytja erindi.
Hann hafði mjög gott vald á enskri
tungu og var öllum hnútum kunn-
ugur í samskiptum við erlenda gesti.
Þegar hann hélt um stjórntaumana á
slíkum fundum sópaði að honum. Þar
var hann í essinu sínu.
Gunnar var fulltrúi Íslands í
mörgum alþjóðanefndum á vegum
Sameinuðu þjóðanna og formaður í
fjölmörgum félögum á starfsævi
sinni. Honum var falin mikil ábyrgð
á lífsleið sinni.
Gunnari var umhugað um að halda
tengslum við bekkjarsystkin sín,
einkum seinni árin, og átti oft frum-
kvæði að því að við kæmum saman.
Við minnumst kynna okkar af
Gunnari með gleði en söknum vinar
og skólabróður og sendum fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Erla Jónsdóttir og
Stefán Aðalsteinsson.
Fallinn er nú frá sá sem á sínum
tíma setti hvað mestan svip á hóp
stúdenta frá MA 1950.
Þegar í menntaskóla var jafnan
litið til hans sem e.k. leiðtoga bekkj-
arins, enda glæsimenni á velli og í
framgöngu, heiðarlegur og raungóð-
ur. Að föðurætt upprunninn úr Vest-
urbæ Reykjavíkur, sonur Gunnars
Schram símstöðvarstjóra á Akureyri
Ellertssonar skipstjóra Kristjáns-
sonar Schram úr Reykjavík, en sú
ætt komin frá Slésvík-Holstein um
1800 með Christian Schram verslun-
armanni. Móðirin Jónína frá Arnar-
nesi við Eyjafjörð Jónsdóttir Ant-
onssonar, útvegsbónda af ættum
harðduglegra sjósóknara og há-
karlaformanna. Þannig í báðar ættir
af athafna- og dugnaðarfólki til sjós
og lands og öðlaðist að erfðum þann
dug, framtakssemi og karlmennsku,
sem einkenndi hann alla tíð. Enginn
kveifarskapur eða linka heldur fram-
sækni og hefir lýst sér í glæstum
námsferli og afkastamiklum ritstörf-
um og fjölmörgum trúnaðarstörfum,
sem þarflaust er að tíunda hér ná-
kvæmlega.
Í háskólanum og utan hans tókst
hann á hendur ýmis trúnaðarstörf og
eftir framhaldsmenntun í þjóðarétti í
Þýskalandi og Bretlandi tóku við enn
fleiri trúnaðarstörf í þágu íslenzku
þjóðarinnar ýmist innanlands eða ut-
an.
Leiðin lá svo til baka til háskólans;
lektor og síðar prófessor við laga-
deild HÍ frá 1970 og gegndi því emb-
ætti til starfsloka fyrir þremur ár-
um.
Hann var einn þeirra manna sem
stendur óbeygður, upplitsdjarfur og
hnarreistur þótt hraglandi og hret-
viðri tilverunnar hafi á stundum
strokið honum um vanga og hefði
beyglað eða brotið marga – en ekki
hann. Hristi þessháttar smámuni og
hégóma af sér án þess að bregða
svip.
1957 kvæntist hann Elísu Jóns-
dóttur, stórfallegri og rífandi dug-
legri framkvæmdakonu, sem um
margra ára skeið rak listmunaversl-
unina Gallerí List, auk þess sjálf að
vera starfandi leirlistakona. Við
henni gat hann fjögur börn, en fyrir
hjónaband eignaðist hann eina dótt-
ur. Allt mannvænlegt myndarfólk.
Ekki varð ellihrörnun honum að
aldurtila, enda ekki honum líkt að
koðna niður í almennri kröm, en ill-
kynja sjúkdómur dró hann til dauða
á tiltölulega skömmum tíma.
Hugheilar samúðarkveðjur send-
um við Elísu, börnum og barnabörn-
um.
Samstúdentar frá MA 1950.
Gunnar kvaddi dyra hjá okkur
hjónum og börnum í Cambridge á
Englandi eins og hressandi gustur
einn kyrran haustdag 1958. Þar með
tvöfaldaði hann háskólasókn ís-
lenskra stúdenta á staðnum í einni
svipan og ásamt Elísu og frumburði
þeirra hreif okkur upp í miklu líflegri
„trafík og konkúrs“ en una máttum
þrátt fyrir hóp ungmenna þar í
enskunámi. Sálufélag á eigin tungu
og þjóðlegum forsendum er ómetan-
legt þeim, er meðtaka skal sterk
fræðslu- og menningaráhrif í fram-
andi umhverfi. Gunnar kom vel bú-
inn til verkefnis síns og með nota-
drjúga starfsreynslu blaðamanns,
settist fast að verki og sóttist það vel
að ná settum doktorsáfanga í haf-
réttarfræðum.
Skömmu síðar bar ég gæfu til að
kynna hann fyrir hagfræðingum,
sem með sínum hætti fengust við
sjávarútvegsmál og alþjóðasam-
vinnu og samruna, og taka á móti
með þeim í París, þar sem Einar
Ben. leiddi okkur inn í fágaða hætti
heimsborgarinnar. Úr því varð
næsta óformlegt teymi um slík hugð-
arefni, sem náði saman til góðra
stunda nógu oft til að allir byggju
varanlega að þeim, þótt sundur
skildi fulloft eftir atvikum og öðrum
skyldum, ekki síst á efri árunum
þegar flestir hneigjast meir til eigin
uppruna og afsprengja. Nóg stendur
þó eftir til að vekja með okkur ævar-
andi þakklæti fyrir þroska og gleði.
Gunnar gekk að öllum störfum
sínum eins og víkingur, svo sem
GUNNAR G. SCHRAM
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
www.englasteinar.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HANSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR
(Haddý),
Suður-Reykjum 3,
Mosfellssveit,
sem lést föstudaginn 27. ágúst, verður jarð-
sungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 7. sept-
ember kl. 15.00.
Ásta Jónsdóttir, Ragnar Björnsson,
Bjarni Ásgeir Jónsson, Margrét Atladóttir,
Kristján Ingi Jónsson, Einar Bogi Sigurðsson,
Baldur Jónsson, Hugrún Svavarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ODDNÝ RÓSA RAGNARSDÓTTIR,
Kleppsvegi 38,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, föstu-
daginn 3. september.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðviku-
daginn 22. september kl. 15.00.
Stefán Guðmundsson,
Hrönn Stefánsdóttir, Árni Guðmundsson,
Kristín Stefánsdóttir Boyce, James Boyce
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR,
áður Hólmgarði 49,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
5. september.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 10. september kl. 13.30.
Oddný Ólafsdóttir, Ingvar U. Skúlason,
Óli Sævar Ólafsson, Gréta Kjartansdóttir,
Erling Ólafsson, Bergþóra Gísladóttir,
Þórarinn I. Ólafsson, Guðný Björnsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær dóttir okkar og litla systir mín,
FJÓLA KRISTÍN GÚSTAFSDÓTTIR,
lést laugardaginn 4. september.
Útförin auglýst síðar.
Elísabeth Anna Friðriksdóttir,
Gústaf Þór Gunnarsson,
Friðrik Helgi Gústafsson.
Hjartkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓNAS HERMANNSSON
járnsmiður,
Tjarnarstíg 1,
Seltjarnarnesi,
varð bráðkvaddur laugardaginn 4. september.
Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 13. september kl. 13.30.
Dagbjört Theodórsdóttir,
Gyða Arnórsdóttir,
Margrét Jónasdóttir, Pétur Fannar Sævarsson,
Freyja Ísold Pétursdóttir,
Anna Guðný Hermannsdóttir, Guðmundur H. Jónsson,
Tinna Dagbjört Theodórsdóttir,
Jón Helgi Guðmundsson,
Helgi Hermannsson, Þórdís B. Jóhannsdóttir,
Hermann Ingi Hermannsson, Elísabet Nönnudóttir,
Arnór Hermannsson, Helga Jónsdóttir,
Magnús Hermannsson, Anna Linda Sigurðardóttir.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta