Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 28

Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Skarp-héðinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1914. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Skarphéð- inn Ármann Njáls- son verkamaður í Reykjavík, f. 23.9. 1889, d. 14.7. 1974, og Valgerður Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 20.8. 1876, d. 1.8. 1956. Bræður Sigrúnar voru Njáll, f. 1918, d. 1920, og Vilberg, f. 1921, d. 2004. Dóttir Sigrúnar og Hjalta Benediktssonar aðalvarðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur, f. 2. júlí 1915, d. 2. janúar 1989, er Sigríður Magnea Njálsdóttir námsráðgjafi, f. 23.2. 1955, gift Björgvini Þ. Valdimarssyni tón- listarmanni, f. 15.4. 1956. Dætur þeirra eru Sigrún Ósk nemi, f. 18.8. 1980, og Helga Þóra nemi, f. 23.11. 1984. Sigrún starfaði í 30 ár sem gjaldkeri hjá KRON, Kaup- félagi Reykjavíkur og nágrennis. Einn- ig starfaði hún lengi við verslunar- störf bæði í vefnað- arvöruverslun og matvöruverslun við Grundarstíg í Reykjavík. Sigrún bjó alla tíð í Reykjavík. Fyrst bjó hún á Freyjugötu 7, svo í Með- alholti 13, en árið 1998 fluttist hún í Stóragerði 5 og bjó þar þangað til hún fluttist í nóvem- ber 2001 í hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Útför Sigrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Mig langar með fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar. Það var fyrir um það bil 30 árum að ég kynntist henni þegar ég fór að venja komur mínar í Meðalholtið. Í Meðalholtinu bjó hún lengi vel ásamt foreldrum sínum og einka- dóttur, einnig var kona að nafni Svanhvít lengi vel í heimili með þeim. Þegar ég kom til sögunnar bjuggu þær einungis tvær saman mæðgurnar. Sigrún giftist aldrei og var því fyrirvinna heimilisins. Hún var mjög dugleg og áreiðanleg til vinnu og starfaði m.a. sem gjaldkeri hjá KRON í yfir 30 ár. Síðustu starfs- árin vann hún við verslunarstörf. Sigrún var ákaflega vel gerð kona og eignaðist marga góða vini í gegn- um vinnuna og einnig í nánasta um- hverfi heimilisins, sem héldu tryggð við hana svo lengi sem aldur entist. Um svipað leyti og dætur okkar hjóna fæddust var Sigrún um það bil að enda starfsævi sína og má segja að eftir það hafi hún lifað fyrir barnabörnin sín. Þær voru ófáar heimsóknirnar og næturnar sem þær sváfu hjá ömmu sinni. Þá var gjarnan spilað á spil, sagðar sögur eða farið í bæinn með strætó. Það kom sér oft vel fyrir þreytta for- eldra að vera boðin í mat um helgar ásamt dætrunum og var þá hvergi til sparað. Sigrún bar sig alla tíð mjög vel og var með afbrigðum gjafmild kona sem vinir og fjölskyldumeðlimir nutu góðs af í ríkum mæli. Síðustu þrjú æviárin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, en þar undi hún sér vel í sátt og sam- lyndi við íbúa og starfsfólk heimilis- ins. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfsfólki Skógarbæjar fyrir hlýlegt og þægilegt viðmót í garð Sigrúnar og góða umönnun. Sigrún var mér ávallt góð og kær- leiksrík og áttum við margar góðar stundir saman. Blessuð sé minning hennar. Björgvin Þ. Valdimarsson. Amma er fallegasta sál sem við höfum kynnst. Hún elskaði að gleðja aðra og fannst mikilvægast að fólkinu í kringum sig liði sem allra best. Hún hugsaði mikið um unga fólkið í stórfjölskyldunni og var mikið í mun að allir fengju fal- legar gjafir í afmælis- og jólagjöf. Amma fylgdist vel með öllum sam- komum innan stórfjölskyldunnar og lét sig ekki vanta. Við systurnar vorum svo lánsam- ar í lífinu að fá að kynnast ömmu og eru minningarnar sem við eigum saman mjög margar og góðar. Amma var alla tíð mjög náin okkur systrunum enda vorum við einu barnabörnin hennar. Amma passaði okkur mikið á yngri árum okkar og vorum við mjög hændar að henni. Á þeim árum var fátt skemmtilegra en að fara til ömmu í Meðalholtið. Í hvert skipti sem við komum í heim- sókn var mikið lagt upp úr því að við fengjum einhvern matarbita, hvort sem það var kökusneið eða máltíð, og vantaði aldrei kræsing- arnar. Amma spilaði mikið við okk- ur á spil og oftar en ekki fórum við í búðarleiki og voru þá hlutirnir í stofunni verðmerktir hátt og lágt. Amma eldaði oft hrygg eða læri handa okkur með bestu brúnusósu í heiminum og fengum við að gista hjá henni á beddanum og í sófanum. Amma fór einnig oft með okkur í strætó niður í bæ til að sýna okkur bæjarlífið og það sem okkur þótti skemmtilegast var þegar við fórum með ömmu í heimsókn til Stellu og Kristjönu, vinkvenna ömmu. Amma var ótrúlega gjafmild og vildi alltaf gefa okkur eitthvert góðgæti eða fallega hluti þegar við komum í heimsókn. Það var alltaf nóg til af sælgæti og súkkulaði hjá ömmu og laumaði hún oft að manni alls konar molum og gerði það fram á síðasta dag. Hún vissi nefnilega að það myndi gleðja okkur. Amma fylgdist ætíð vel með okk- ur systrunum og hafði mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Hún mætti á allar danskeppnir og tónleika og styrkti okkur eins og hún gat. Amma gaf okkur svo mikið og veltum við því oft fyrir okkur hvað í ósköpunum við gætum gefið henni í staðinn fyrir allt sem hún gaf okkur. Við vitum að hún hafði ákaflega gaman af því þegar vel gekk í skólanum og dansinum og naut hún þess þegar Helga Þóra spilaði fyrir hana á fiðluna. Hún bað Helgu Þóru oft um að leika fyrir sig á fiðluna og finnst henni því viðeig- andi að kveðja ömmu okkar með fiðlutónum, í von um að elsku amma muni njóta tónanna í kveðjustund- inni í dag. Við kveðjum ömmu með miklum söknuði, en vitum að hún er komin á betri stað. Við erum ákaflega þakk- látar fyrir að hafa fengið að kynnast henni og höfum lært mikið af henni. Minningarnar um ömmu munu allt- af gleðja hjarta okkar og brosum við yfir þeirri tilhugsun að loksins sé hún komin til Stellu vinkonu sinnar og sjáum við þær fyrir okkur spjallandi saman yfir kaffibolla. Sigrún Ósk og Helga Þóra. Aðeins rúmur mánuður er liðinn frá því að efnt var til mikils fagn- aðar í tilefni níræðisafmælis Sigrún- ar Skarphéðinsdóttur. Það var hinn 23. júlí að hartnær eitt hundrað manns, ættingjar og vinir, komu saman til þess að sam- fagna afmælisbarninu og sýndi það glöggt hversu vinmörg og trygglynd Sigrún var. Þessi mikla veisla var mjög í anda afmælisbarnsins enda var hún rausnarleg með afbrigðum. Dóttir Sigrúnar, Sigríður Magn- ea, eiginmaður hennar, Björgvin Þór og dætur þeirra tvær, Sigrún Ósk og Helga Þóra, stóðu fyrir veisluhaldinu með myndasýningu úr lífi afmælisbarnsins, tónlist þeirra feðgina Björgvins og Helgu Þóru og fjöldasöng að ógleymdum höfðing- legum veitingum. Sigrún hafði sjálf boðið þorra gestanna með persónu- legu sambandi. Þessi veisla verður í minningunni sem dýrmæt kveðjustund. Sigrúnu hlotnaðist sú mikla lífs- fylling að eignast dótturina Sigríði Magneu, sem ólst upp við mikið ást- ríki hjá móður sinni og einnig móð- urafa fyrstu árin. Í fyllingu tímans komu barna- börnin tvö, dæturnar Sigrún Ósk og Helga Þóra, báðar óskabörn. Í fáum orðum sagt þá átti Sigrún miklu barna- og fjölskylduláni að fagna. Miklir kærleikar voru með Sig- rúnu og bróður hennar Vilberg, sem nú er nýlátinn. Dætur hans, Sigrún, Erna og Val- gerður og fjölskyldur þeirra, fóru heldur ekki varhluta af umhyggju hennar. Minnisstætt er hið nána samband sem var á milli þeirra allra. Kynni okkar Sigrúnar voru löng og farsæl. Þau hófust á skrifstofu KRON þar sem við unnum saman í aldarfjórðung. Síðan er liðinn lang- ur tími en náin vinátta okkar hélst óbreytt alla tíð. Raunar var vina- hópurinn úr KRON stærri því að við vorum sjö stallsysturnar sem héldum góðu sambandi. Tvö skörð hafa nú verið höggvin í þann hóp. Ekki er ekki hægt að minnast Sigrúnar án þess að nefna þrjá eðl- isþætti sem einkenndu hana, en þeir voru hjálpsemi, trygglyndi og síðast en ekki síst gjafmildi. Það var gott að eiga Sigrúnu að vini á langri vegferð. Ólöf Ríkarðsdóttir. Þegar elskuleg föðursystir mín og nafna, Sigrún Skarphéðinsdóttir, lést í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ aðfaranótt laugardagsins 28. ágúst sl. var aðeins rúmur mánuður liðinn frá því að dóttir hennar og tengda- sonur héldu myndarlega upp á ní- ræðisafmæli hennar. Tanta, en svo var hún jafnan kölluð af öllum í fjöl- skyldunni, hafði um árabil þjáðst af parkinsonssjúkdómi á sama hátt og faðir minn, Vilberg, bróðir hennar, sem lést 8. júní sl. Það varð því stutt á milli systkinanna en þau höfðu alla tíð verið mjög samrýnd. Þegar móðir mín, Sveinsína Guð- mundsdóttir (alltaf kölluð Sína), bar mig undir belti fyrir 59 árum dreymdi hana Töntu svo oft á með- göngunni að engu var líkara en að hún væri að vitja nafns og því ákvað móðir mín að skíra mig í höfuðið á henni. Þegar ég fæddist var Tanta 31 árs gömul og varð ég þá strax í SIGRÚN SKARP- HÉÐINSDÓTTIR ✝ Elín SigríðurJakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3. 11. 1860, d. 16. apr. 1924 og Helga Guð- mundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.3. 1958. Systkini Elínar voru: Jónatan skólastjóri í Fljótshlíð, f. 1907, d. 1996, Mar- inó bóndi á Skáney í Borgarfirði, f. 1908, d. 1989, Guðrún húsmóð- ir í Hafnarfirði, f. 1910, d. 1974, Þuríður, f. 1912, d. 1914, Þuríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 1997, og Benedikt verslunarmað- ur í Reykjavík, f. 1920, d. 2000. Elín giftist 7. des. 1940 Hall- dóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vestmannaeyjum, f. 30.4. 1895, d. 30. jan. 1997. Foreldrar hans þeirra, Kristjana, f. 2002, b) Þor- kell líffræðingur, f. 1970, sam- býliskona Arngerður Jónsdóttir, barn þeirra, Jón Heiðar, f. 2002, og c) Elín Hrund, f. 1977, við- skiptafræðingur á sviði ferða- mála, búsett á Spáni, sambýlis- maður Angel Martín Bernal. Eftir fráfall föður hennar flutt- ist Elín til Ingibjargar móður- systur sinnar, húsfreyju á Aðal- breið í Austurárdal í Miðfirði, en 16 ára gömul fór hún með móður sinni og yngsta bróður til Reykjavíkur. Hún lærði matar- gerð hjá frú Ólsen í Garðastræti 9, en þar var bæði rekin gistiað- staða og mötuneyti. Síðar vann hún m.a. í danska sendiráðinu. Árið 1938 fluttist Elín til Vest- mannaeyja, en þá hafði hún kynnst mannsefni sínu, Halldóri Guðjónssyni skólastjóra. Þar bjuggu þau Halldór í sautján ár og þar fæddust börn þeirra. Er Halldór fór á eftirlaun árið 1955 fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur. Hóf Elín þá störf við verslun. Fyrst vann hún í Birkiturni við Birkimel, þá lengi í versluninni Liverpool á Laugavegi. Síðustu árin vann hún við matargerð í Vörðuskóla, en hætti störfum ut- an heimilis um sjötugt. Útför Elínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. voru hjónin Guðjón Guðnason og Hall- dóra Halldórsdóttir, Smádalakoti í Flóa, Árn. Börn Elínar og Halldórs eru: 1) Ragnar Ingi tækni- teiknari, f. 17. jan. 1941, d. 8. nóv. 1995, kvæntur Åse M. Sandal, f. 1942, í Noregi, þeirra börn, búsett í Noregi: a) Torbjørg Elín kenn- ari, f. 1963, gift Dag Sverre Ekkje, börn þeirra Ina og Sigurd, og b) Halldór Ingi framkvæmda- stjóri, f. 1965, kvæntur Anne Halldorsson, börn þeirra Sigrid, Øysten og Solveig. Ragnar og Åse skildu. Síðar eignaðist Ragn- ar börnin c) Lilju Dís, f. 1985 og d) Bjartmar, f. 1987 með Stellu Eiríksdóttur, f. 1960. 2) Halldóra Margrét námsráðgjafi, f. 15.12. 1942, gift Heiðari Þ. Hallgríms- syni, verkfr., f. 1939. Þeirra börn: a) Heiðrún Gréta, fiðluleik- ari, f. 1969, búsett í Þýskalandi, gift Wolfgang Dreier, barn Með fyrstu haustvindum, eftir yndislegt sumar, kvaddi Elín tengda- móðir mín þennan heim á 91. aldurs- ári. Hún hafði óskað sér að mega kveðja að hausti og sagt þar um í vísu: Bleikra laufa láttu beð, að leg- stað verða mínum. Að leiðarlokum vil ég þakka Elínu öll þau ár sem við vorum samferða. Leiðir okkar lágu saman fyrir 40 ár- um þegar ég kvæntist Halldóru dótt- ur þeirra hjóna. Á heimili þeirra var mér strax tekið af mikilli vinsemd og bar þar aldrei skugga á. Elín var um- hyggjusöm kona og hjartahlý. Hún bjó eiginmanni sínum notalegt heim- ili og annaðist hann af kostgæfni og hlýju, en Halldór var 19 árum eldri og náði nær 102 ára aldri. Elín gerði honum kleift með sinni miklu um- hyggju og ást að dveljast á eigin heimili allt til æviloka. Halldór var nær blindur síðustu 30 árin sem hann lifði og las Elín fyrir hann áhugavert efni allt til hins síðasta. Elín var mjög ljóðelsk og bækur voru hennar líf og yndi. Hún var ekki fyrir fjölmenni og undi sér vel ein, en var mjög traust vinum sínum. Heimilið var henni griðastaður og bar myndarskap hennar vitni. Elín var einkar örlát við menn og málefni og mátti aldrei neitt aumt sjá. Barnabörnin voru henni af- ar kær enda minnast þau ömmu sinn- ar fyrir gleði hennar, góðvild og hvatningarorð. Síðustu þrjú árin dvaldist Elín á Dvalarheimilinu Blesastöðum á Skeiðum. Þá var heilsu hennar mjög farið að hraka. Í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi og var einstaklega jákvæð og þakklát fyrir allt sem þar var fyr- ir hana gert. Viljum við hjónin að leiðarlokum þakka sérstaklega þá miklu aðhlynningu og góðvilja sem hún mætti á Blesastöðum og biðjum heimilinu þar Guðs blessunar. Að lokum vil ég þakka Elínu sam- fylgdina með einu af mörgum ljóðum hennar sem hún fór oft með síðustu árin og minnir á að á langri ævi skiptast á ljós og skuggar. Lífið er leiðsla og draumur logn og boðaföll, sker og stríður straumur stormur, þoka og fjöll. Svo eru blóm og sólskin með en bak við heiðan himininn hefur enginn séð. Heiðar Þ. Hallgrímsson. Við andlátsfregn góðra vina vakna minningar frá liðnum tíma. Minnis- stæð eru fyrstu kynni okkar hjóna af hjónunum Elínu Jakobsdóttur hús- móður og Halldóri Guðjónssyni skólastjóra iðnskólans og barnaskól- ans í Vestmannaeyjum. Við hjónin höfðum ráðið okkur til kennslustarfa í Vestmannaeyjum á árinu 1941. Seinni heimsstyrjöldin stóð yfir og á stríðsárunum voru samgöngur við Vestmannaeyjar mjög erfiðar. Við fengum far með bát sem ætlaði að koma við í Vestmannaeyjum. Fár- viðri skall á svo halda þurfti sjó heila nótt. Þegar komið var í land í Vest- mannaeyjum tók Halldór á móti okkur á hafnarbakkanum og bauð okkur heim til sín. Það voru mikil umskipti frá sjóvolkinu að fá þær hlýju móttökur sem þau hjónin Elín og Halldór veittu okkur þá. Við þessi fyrstu kynni tóku þau á móti okkur með mikilli gestrisni og sem bestu vinum. Á þessum tíma var það siður í Vestmannaeyjum og raunar víðast á landinu að gefa matarhlé kl. 12 á há- degi. Allir fóru heim til sín og neyttu aðalmáltíðar dagsins. Konur voru flestar heimavinnandi og sáu um börn og bú. Þar sem við vorum bæði að vinna hjónin var enginn til að ann- ast um matargerð í hádeginu en þess þurfti ekki með. Elín leysti þann vanda með því að bjóða okkur að borða hádegismat hjá sér og sá við- gjörningur var ekki af lakara taginu. Elín var góð og myndarleg húsmóðir og kunni betur en flestir aðrir að gera góðan mat að veislumat. Okkur er minnisstætt hvað þau hjónin Elín og Halldór voru smekkvís við að skapa fallegt og hlýlegt heimili. Þetta yndislega heimili þeirra varð okkar annað heimili meðan við bjuggum í Vestmannaeyjum. En svo fór að leið- ir skildu þar sem betur launuð störf buðust uppi á meginlandinu. Þau Elín og Halldór höfðu þann sið að heimsækja meginlandið á hverju sumri. Ávallt komu þau í heimsókn til okkar upp á Akranes og dvöldu hjá okkur í nokkra daga. Þar urðu jafnan fagnaðarfundir og ógleymanlegir og skemmtilegir dagar. Við hlökkuðum alltaf til komu þeirra og söknuðum þeirra jafnan þegar þau fóru aftur. Síðar á lífsleiðinni þegar við vorum öll fjögur flutt til Reykjavíkur varð samgangur okkar meiri og alltaf var jafn ánægjulegt að eiga samskipti við þau heiðurshjón. Að leiðarlokum hér í heimi kveðj- um við Elínu þakklát fyrir að hafa átt þess kost að eiga samleið með henni og eiginmanni hennar. Blessuð sé minning hennar. Við vottum að- standendum okkar innilegustu sam- úð. Sigrún Jónsdóttir, Magnús Jónsson. ELÍN SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.