Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 33 Þjóðaratkvæðagreiðslu um Símann ÞAÐ á að fara að selja Símann og mér finnst það stórmál því ég vil ekki að Síminn sé seldur því þjóðin á þetta fyr- irtæki. Nú heyrist enginn tala um þjóð- aratkvæðagreiðslu sem mér finnst eiga rétt á sér í þessu máli. Það er búið að selja nægilega mörg ríkisfyrirtæki. Borgari. Góð þjónusta ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með góða þjónustu í Versluninni Hygea í Smáralind, vil ég sérstaklega nefna Báru, veit að hún laðar við- skiptavini að. Ánægður viðskiptavinur. Telpuveski í óskilum LÍTIÐ telpuveski fannst í Öskjuhlíð- inni fyrir nokkrum dögum. Upplýs- ingar í síma 552 7619. Barnaeldhúsinnrétting hvarf BARNAELDHÚSINNRÉTTING, sett, hvarf frá Norðurfelli 3 í síðustu viku. Þeir sem vita um settið geta haft samband í síma 557 9435 eða 557 4336. Barnagleraugu í óskilum BARNAGLERAUGU í bleiklitaðri umgjörð fundust á Geirsgötu nálægt Kolaportinu laugardaginn 4. sept. Upplýsingar í síma 695 6813. Svartur köttur týndur FRESSINN minn, Jáum, er fullvax- inn, svartur fress sem týndist í mars á þessu ári frá heimili sínu í Árbæ í Reykjavík. Hann bar þá bláa ól sem líklega er dottin af og er eyrnamerktur R0017. Okkur þætti gott ef fólk hefði augun hjá sér, því eins lífseigir og kett- ir eru, er líklegt að hann sé enn á lífi, ráfandi eitthvers staðar um. Endilega hringið í okkur í síma 587 1966 eða 866 0701 ef þið rekist á kött sem passar við þessa lýsingu. Þið getið líka sent póst á netfangið sigga_runa@hotmail- .com eða einfaldlega hringt í Kattholt þar sem hann er á skrá. Sigrún. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hreinlæti í mjólkuriðnaði er meginum-fjöllunarefni fundar sem haldinn verð-ur á Grand hóteli Reykjavík níundaseptember næstkomandi. Það er Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins sem skipu- leggur fundinn í samvinnu við VTT Biotechnology í Finnlandi, en fundurinn er styrktur af Nordic Innovation Centre, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður norræna verkefnisins DairyNet, sem hefur verið í gangi undanfarin ár og lýkur nú í október. Þar voru skoðaðir ýmsir þættir varðandi hreinlæti í norrænum mjólkuriðnaði. Hvert norrænu land- anna hafði sitt landsverkefni þar sem ýmis vanda- mál voru tekin fyrir og munu fimm norrænir fyr- irlesarar koma hingað til lands til að kynna niðurstöður sínar. Þá munu fjórir íslenskir fyr- irlesarar kynna íslenska hluta verkefnisins, sem styrktur var af Rannís. Sigrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins vann ásamt öðrum að rannsókn Íslendinga og mun kynna nið- urstöður á fundinum ásamt öðrum. „Hér á landi rannsökuðum við mengunarleiðir Listeria monocytogenes í mjólkuriðnaði, en þær geta verið sjúkdómsvaldandi bakteríur og eru al- gengar í umhverfinu. Við fórum í eitt mjólk- ursamlag og tókum sýni bæði úr vinnsluumhverf- inu og afurðum. Það kom í ljós að ástandið varðandi Listeriu er mjög gott í þessu samlagi, því það fannst ekkert. Í öðrum hluta verkefnisins voru sótthreinsiefni skoðuð og athugað hvað er lágmarksstyrkur sem þarf til að hindra vöxt þeirra bakteríustofna sem voru rannsakaðir til að skoða hvort rétt efni séu notuð í réttum styrk.“ Hver voru verkefni hinna Norðurlandaþjóð- anna? „Í Svíþjóð voru gæði lofts í ostagerð rannsökuð og í Finnlandi var ný aðferð sett upp til að meta virkni þrifa með því að mæla efnaleifar þvotta- og sótthreinsiefna á vinnsluyfirborði. Norðmenn skoðuðu myglusveppi í ostagerð og Danir skoðuðu meðal annars þrif á varmaskiptum og fleira.“ Hvað vinnst með svona fundi? „Markmiðið með þessum fundi er að dreifa þessum upplýsingum til iðnaðarins, svo þessar rannsóknir séu ekki einungis í skýrslum, heldur einnig úti í iðnaðinum. Það er mjög mikilvægt að miðla öllum rannsóknarniðurstöðum til iðnaðarins svo hægt sé að nýta þær.“ Hægt er að skrá sig á fundinn á póstfanginu sigrun@rf.is. Matvælarannsóknir | Fundur um hreinlæti í mjólkuriðnaði á Grand hóteli Miðla niðurstöðum til iðnaðarins  Sigrún Guðmunds- dóttir er fædd árið 1966 á Selfossi. Hún nam líffræði í Háskóla Íslands og lauk M.Sc.- gráðu í örverufræði frá Herriot-Watt Univers- ity í Edinborg, Skot- landi. Sigrún er nú í doktorsnámi við lækna- deild HÍ, en verkefni hennar fjallar um týpu- greiningar með sameindafræðilegum aðferð- um á Listeria monocytogenesstofnum. Sigrún starfar nú sem sérfræðingur á Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Hún er gift Guðmundi Karli Guðjónssyni. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir að ráða að- stoðarmann iðjuþjálfa til starfa í þjónustumið- stöð. Stöðuhlutfall 80%. Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar mikilvægir svo og frum- kvæði í starfi. Tölvukunnátta nauðsynleg. Starfið getur hentað þeim sam hafa hug á að fara í iðjuþjálfanám. Nánari upplýsingar veitir Valerie Harris yfiriðjuþjálfi í síma 550 0300 og 550 0309. Umsóknir merktar „aðstoðarmaður iðjuþjálfa“ sendist Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík, fyrir 20. september 2005. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofuher- bergi í Ármúla 29. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1-2 herb. á Suðurlandsbraut. Upplýsingar gefur Þór í síma 899 3760. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Opinn kynningarfundur um Menningu 2000 miðvikudaginn 8. september kl. 15.00 í Kornhlöðunni, Bankastræti 2 Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna í öllum listgreinum og á sviði menningararfs. Styrkir eru veittir fyrirtækjum, félögum eða stofnunum en ekki til einstaklinga og er lágmarksstyrkur 50.000 evrur. Á fundinum verða m.a. kynnt ný umsóknar- gögn fyrir verkefni á árinu 2005 og fjallað um leit að samstarfsaðilum. Skilafrestur umsókna er 15. október fyrir styttri verkefni og fyrir 2-3 ára samstarfsverk- efni er skilafrestur 29. október. Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB, Túngötu 14, 101 Rvík, sími 562 6388, tölvupóstur: info@evropumenning.is, ccp@iff.is, vefsíða: www.evropumenning.is en þar er að finna umsóknargögn og upplýsingar um skilyrði fyrir styrkveitingu, samstarfsaðila og áhugaverða tengla. FÉLAGSLÍF Egyptaland Í kvöld kl. 20 verður kynning í Ljósheimum á ferð til Egypta- lands sem verður farin í nóvem- ber. Sýndar verða myndir og sagt frá ferðinni sem er farin til að tengja sig töfrum horfins menningarheims. www.ljosheimar.is FIÐLULEIKARINN Ari Þór Vil- hjálmsson hlaut í gær, 6. september 2004, viðurkenningu úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Árlega er veitt viðurkenning úr sjóðnum að upphæð 500 þúsund krónur, en sjóðnum er ætlað að styrkja efnilega tónlistarnema í „söng og fíólínspili“ eins og Anna sjálf orðar það í bréfi. Þetta er í þriðja sinn sem styrkurinn er afhentur í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á fæðingardegi Önnu, en styrkþegar voru þau Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, mezzó-sópran- söngkona, árið 2002 og Eyjólfur Eyj- ólfsson tenór árið 2003. Anna Karólína Nordal var fædd í Vesturheimi 6. september árið 1902. Hún bjó alla ævi í Kanada og kom aldrei til Íslands. Anna Karólína var alþýðukona með mikinn tónlistar- áhuga. Styrktarsjóður sem ber nafn hennar var stofnaður fyrir rúmum áratug og fyrst veitt úr honum árið 1990. Anna sýndi ættlandi sínu, Íslandi og Íslendingum mikla ræktarsemi alla tíð, og er þessi höfðinglega gjöf hennar fagur vitnisburður þess. Samstarf hefur tekist með Salnum, Vesturfarasetr- inu á Hofsósi og sendiráði Íslands í Kanada í tengslum við styrkveit- inguna. Ari Þór Vilhjálmsson er fæddur árið 1981og er af íslensku og mexík- önsku bergi brotinn. Hann hóf tón- listarnám 5 ára gamall samkvæmt Suzuki-aðferðinni, var síðan nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur kons- ertmeistara frá árinu 1996, en hún var aðalkennari hans í 4 ár, en þá tók Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeist- ari við kennslunni. Árið 2001 lauk Ari einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík en sama ár lauk hann stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Að því búnu hélt Ari til Bandaríkjanna þar sem hann lærði hjá hjónunum Almita og Roland Vamos frá árinu 2001–2003 við Northwestern University. Ari stundar nú nám hjá Sigurbirni Bern- harðssyni, við University of Illinois at Urbana-Champaign, en Sig- urbjörn starfar þar sem gesta- prófessor. Ari Þór mun þreyta frumraun sína (debútera) á Íslandi á einleiks- tónleikum í TÍBRÁ í Salnum laug- ardaginn 27. nóvember kl. 16. Með- leikari hans þar er Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og á efnisskránni þá eru þessi verk: Johann Sebastian Bach: Sónata fyrir fiðlu og sembal nr 3 í E-dúr, BWV 1016. Franz Schubert: Rondeau Brill- iant í h-moll op. 70. Pyotr Tchaikovsky: Souvenir d’un Lieu Cher, op. 42 nr. 1, „Meditation“. Sergei Prokofiev: Sónata nr. 1 í f-moll op. 80. Styrkveiting úr sjóði Önnu Karólínu Nordal Morgunblaðið/Sverrir Viðurkenning veitt úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. e3 d6 9. Re2 Rbd7 10. Dd3 c5 11. Rc3 De7 12. Hd1 Hfd8 13. d5 Re5 14. Dc2 h6 15. Bh4 Rg6 16. Bg3 exd5 17. cxd5 Rh5 18. Be2 Rxg3 19. hxg3 a6 20. O-O b5 21. Hfe1 He8 22. Bf1 Re5 23. e4 h5 24. Dd2 h4 25. Df4 g5 26. De3 hxg3 27. Dxg3 Df6 28. He3 Kf8 29. b4 c4 30. Re2 Ke7 31. Rd4 Hh8 32. Rf5+ Kd7 33. Hc3 Kc7 34. De3 Bc8 35. f3 Bxf5 36. exf5 Dxf5 37. Hd4 Db1 38. Dxg5 Hag8 39. De7+ Kc8 40. Hd2 Staðan kom upp á meistaramóti Úkraínu sem lauk fyrir skömmu í Kharkov. Meistarinn í ár, hinn átján ára gamli Andrei Volokitin (2638), hafði svart gegn Vadim Malakhatko (2555). 40... Hh1+! 41. Kxh1 Dxf1+ 42. Kh2 Hh8+ 43. Kg3 De1+ 44. Hf2 Hg8+ og hvítur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.