Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 34

Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 34
DAGBÓK 34 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er mikið að gera hjá þér, bæði í vinnunni og félagslífinu. Reyndu að koma öllu heim og saman. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikla þörf fyrir rómantík þessa dagana. Þetta er einnig góður tími til að fara í frí og til hvers konar skapandi starfa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fjölskyldan, heimilið og fasteigna- málin eru þér ofarlega í huga þessa dagana. Ekki gera of mikið úr því þó að það komi upp spenna á heimilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Stutt ferðalög, fundir og námskeið gera það að verkum að það er óvenju- mikið að gera hjá þér þessa dagana. Reyndu að einbeita þér að því sem þú ert að gera hverju sinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur eytt óvenjumiklum pen- ingum að undanförnu en sem betur fer hefurðu einnig aflað meiri tekna. Gættu þess bara að gleyma ekki hvað skiptir raunverulegu máli í lífinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru þrjár plánetur í merkinu þínu og mars er ein þeirra. Þetta gæðir þig óvenjumikilli ákveðni og fram- kvæmdakrafti. Reyndu að fá útrás fyrir orkuna með meiri hreyfingu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt njóta þess að skríða inn í skel þína í dag og vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að hanga heima. Farðu út á meðal fólks. Það vilja allir vera með þér þessa dagana og þú ættir að leyfa þér að njóta þess. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert í sviðsljósinu þessa dagana, hugsanlega vegna þess að þú hefur verið beðin/n um að taka að þér aukna ábyrgð. Þú hefur vonandi gert það. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur mikla þörf fyrir að kynnast nýjum hugmyndum. Þú gætir því lagt drög að spennandi ferðalagi eða keypt þér bók um stjórnmál eða trú- mál. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig með einhverjum hætti. Notaðu tækifærið og farðu á upp- byggilegt námskeið eða lestu góða sjálfshjálparbók. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mundu að til þess að samband sé gott þurfa báðir aðilar að henta hinum að- ilanum. Reyndu að temja þér um- burðarlyndi og þolinmæði og gleymdu ekki að sýna umhyggju þína í verki. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru dugleg og ákveðin, þrautseig og virðuleg. Þau ættu að leggja hart að sér á þessu ári því þau munu uppskera á því næsta. Tækifærin bíða handan við hornið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 minnast á, 4 fisk, 7 auðkennt, 8 snúa heyi, 9 sár, 11 grind, 13 melting- arfæris, 14 mannsnafns, 15 málmur, 17 klúryrði, 20 blóm, 22 auður, 23 ævi- skeiðið, 24 gabba, 25 kján- ana. Lóðrétt | 1 lykt, 2 höf- uðborg, 3 virða, 4 görn, 5 ganga á gefin loforð, 6 kvarta undan, 10 dásemd- ir, 12 mál, 13 áburður, 15 varkár, 16 festir við, 18 ginna, 19 ops, 20 sarga, 21 vinna ull. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hörmungar, 8 glært, 9 lundi, 10 tel, 11 seiga, 13 sorti, 15 skran, 18 úthaf, 21 err, 22 kokks, 23 alurt, 24 grið- landi. Lóðrétt | 2 ölæði, 3 metta, 4 núlls, 5 agnar, 6 uggs, 7 hiti, 12 góa, 14 oft, 15 sekk, 16 rýkur, 17 nesið, 18 úrana, 19 hrund, 20 fata. LETTNESKI píanóleikarinn Liene Circene leikur á opnunartónleikum Tíbrár, tón- leikaraðar Kópavogs, í Salnum í kvöld kl. 20. Á efniskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Ginastera og Rachmaninov. Liene lék í fyrsta sinn á Íslandi í Salnum í október síðastliðnum og vakti verðskuld- aða athygli fyrir leiftrandi flutning, frá- bæra túlkun og tækni. Hún hefur haldið fjölda tónleika víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum al- þjóðlegum listahátíðum, m.a. í Þýskalandi, Sviss, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkj- unum, Póllandi, Úkraínu, Rússlandi, Lett- landi og Litháen. Hún hefur einnig leikið einleik með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Fílharmóníunni í Varsjá, Þjóðar- sinfóníu Lettlands, hljómsveit BBC í Wales og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Liene mun leika með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í mars árið 2005. Árið 1992 hlaut Circene 1. verðlaun í Vladimir Krainev, alþjóðlegri keppni ungra sólista sem haldin var í Úkraínu. Árið 1993 komst hún í úrslit í Tschaikowski keppninni í Moskvu, hlaut 1. verðlaun í Maryse Cheilan Internationale píanó- keppninni í Frakklandi og 1. verðlaun í Baltic TV Alternativa keppninni sama ár. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund kl. 12–12.30. Tónlist, hugleiðing og fyrirbænir. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Bústaðakirkja | Haustferð kvenfélags Bú- staðasóknar verður farin laugard. 11. sept- ember. Farið verður frá kirkjunni kl. 12. Með- al annars verður farið um Þingvelli. Nánari uppl. og skráning: Ingibjörg 553 4594, Erla 897 5094, Stella 862 3675. Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma | Samkirkjuleg haustguðsþjónusta verður í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudag- inn 8. september kl. 14. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Lindinni FM 102,9. Kaffi- veitingar í safnaðarsal eftir guðsþjón- ustuna. Allir velkomnir. Hefst kl. 14. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta alla þriðjud. kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Morgunmessa alla miðvikud. kl. 8. Hugleið- ing, altarisganga, léttur morgunverður. Hveragerðiskirkja | Fyrsti foreldramorg- unn haustsins verður í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju í dag kl. 10. Feður eru sér- staklega velkomnir. Hefst kl. 10. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bað og vinnustofa kl. 9, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, leikfimi kl. 9, ganga og spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, vefnaður kl. 9–12, leikfimi kl. 9.45 fótaað- gerð kl. 9–17, sund kl. 10–11.30, boccia kl. 15. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla, kl. 14, pútt og félagsvist. Dalbraut 27 | Handavinnustofan, vefnaður kl. 8–16, myndband kl. 13.30. Félag eldri borgara Kópavogi | Farið í Skaftholtsréttir föstudaginn 10 sept. Matur í Árnesi. Ekið um Hruna að Gullfossi og Geysi og heimleiðis um Laugarvatn. Brott- för frá Gullsmára kl. 8 og Gjábakka kl. 8.15 Skráning og upplýsingar í Gjábakka og Gull- smára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10 á miðvikudag. Kl. 13–17. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karla- leikfimi kl. 13. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 9 húsið opnað, kl. 10 ganga, kl. 11.30 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 14-16 pútt á Ásvöllum. Furugerði 1 | Farið verður í Þjóðminjasafnið fimmtudaginn 9. sept. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 13 og síðan teknir farþegar í Furugerði. Skráning á stöðvunum. Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.55, handavinna kl. 10–17, ganga kl. 14, boccia kl. 14.45. brids kl. 19. Gullsmári | Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105, | Boccia kl. 10, versl- unarferð, kl. 12.15, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa kl. 9, kl. 10–11 leikfimi, verslunarferð kl. 12.40, bóka- bíllinn kl. 14.15–15, hárgreiðsla kl. 9–12. Langahlíð 3, | Hárgreiðsla kl. 10, leikfimi kl. 11, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1| Kl. 9–12 myndlist og smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa og postulíns- málning kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Postulínsnámskeið og búta- saumur byrja. Haustferð til Víkur í Mýrdal 14. sept. Skráning hafin. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, fé- lagsvist kl. 14–16.30. Tónlist Café Kulture | Djasskvintettinn Valentine Quintet leikur fyrir gesti Cafe Kulture í kvöld. Á efnisskrá eru ýmsar ljúfar djass- melódíur og bossanova lög, bæði þekkt og óþekkt. Kl. 21–23. Kaffi Rósenberg | KK, Ellen Kristjánsdóttir, Santiago og Nimbus halda styrktartónleika fyrir fallhlífastökkvara sem stefna á heims- meistaramóti í mynsturflugi í Króatíu. Tón- leikarnir hefjast kl. 21, 1.000 kr. inn. Fundir Reykjavíkurdeildar SÍBS | Aðalfundur Reykjavíkurdeildar SÍBS verður haldinn fimmtud. 16. september kl. 17 að Síðumúla 5. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og kjör fulltrúa á næsta þing SÍBS sem haldið verð- ur að Reykjalundi 22. og 23. október nk. Fyrirlestrar Askalind 4 | Stephen og Lynda Kane halda fyrirlestur fimmtudaginn 9. september kl. 20, í Askalind 4, Kópavogi, um hvernig breyta má lífinu með því að þróa orkuvit- undina. Þau sérhæfa sig í orkulestri til að bæta lífsgæði. Einnig verða námskeið og viðtöl. Nánari upplýsingar í síma 861 3174 eða á gitte@mi.is. Kennaraháskóli Íslands | Fyrirlestur um sköpunargleði í hefðbundnu skólakerfi í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, miðvikudaginn 8. sept. kl. 16.15. Þorvaldur Þorsteinsson, listamaður fjallar um með- höndlun mennskunnar og sköpunargleð- innar í hefðbundnu skólakerfi. Málstofur Háskóli Íslands | Miðvikudaginn 8. sept- ember kl. 12.15 er málstofa á vegum Hag- fræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar í Odda, stofu 101. Stefán Bjarni Gunn- laugsson er með erindi um „Umframávöxt- un á íslenskum hlutabréfamarkaði“ þar sem kynntar eru niðurstöður viðamikillar rann- sóknar á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is 80 ÁRA afmæli. Ídag, 7. sept- ember, er áttræð Kristbjörg Guð- mundsdóttir, Búlandi 8, Djúpavogi. Hún tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Kárs- neskirkju, Borgum, Kastalagerði 7, Kópavogi, laugardag- inn 11. september frá kl. 16–20. 100 ÁRA af-mæli. Í dag, 7. september, er 100 ára Sæmundur Jóns- son. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafn- arfirði. Á opnu borði. Norður ♠ÁKD ♥9876 ♦K2 ♣10987 Vestur Austur ♠876 ♠5432 ♥DG10 ♥543 ♦D97 ♦Á ♣KG43 ♣ÁD652 Suður ♠G109 ♥ÁK2 ♦G1086543 ♣– Suður spilar fimm tígla og fær út laufþrist. Við spilaborðið hafa menn aðeins beinan aðgang að tveimur höndum – sinni eigin hendi og blinds. En það getur verið skemmtun í því (og góð æfing) að reyna við þungar spilaþraut- ir þar sem allar hendur eru uppi. Bretar kalla slík spiladæmi „Double Dummy“, en við tölum um þrautir á „opnu borði“. Í dag og nokkra næstu daga verður þátturinn helgaður slíkum dæmum. Lausn: Þrír tapslagir blasa við: tveir á tromp og einn á hjarta. Lausn- in felst í því að kæfa annan trompslag- inn í tveggja spila endastöðu. Sagn- hafi trompar laufásinn og notar svo innkomurnar þrjár á ÁKD í spaða til að trompa lauf þrisvar í viðbót. Síðan er ÁK og þriðja hjartanu spilað. Vestur lendir inni og á ekkert nema tígul eftir. Hann spilar sjöunni, lítið úr borði og austur fær á ásinn blankan. Nú á austur út með tvö svört spil. Heima á sagnhafi G10 í trompi, vestur er með D9, en blindur blankan tíg- ulkóng og hjartahund. Austur spilar öðru svarta spilinu og suður trompar (fylgir lit) með tígultíu. Og þar með er trompdrottning vest- urs kæfð (í hárri elli, frekar en fæð- ingu). Höfundur þessarar þrautar er Bret- inn Tony Forrester. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Liene Circene á opnunartónleikum í Tíbrá flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið  Missagnir PÉTUR Pétursson hefur beðið um að birt verði eftirfarandi vegna greinar hans í Morgunblaðinu sl. laugardag: „Nokkrar missagnir eru í grein minni um barnaskólann í Keflavík sl. laug- ardag. Misritast hefur starfsheiti. Dagbjartur Einarsson er útvegsmað- ur, en ekki útvarpsmaður. Helgi prentari Helgason var faðir Þorvalds beykis í Keflavík og þannig afi Guðmundar H. Þorvaldssonar kaupmanns. Það var fljótræði mitt að skýra ekki rétt frá þessu. Helgi prentari var frægur fyrir verk sín. Dyrnar í Góðtemplarahúsinu opn- uðust inn. Sigríður Magnúsdóttir, vinnuhjú Þorgríms héraðslæknis, vann það afrek að svipta upp hurð- inni. Það bjargaði mörgum frá bráð- um bana. Á örlagastund kemur það fyrir að ofurkraftur verður til bjarg- ar. Pétur Pétursson.“ Ekki sami maður RANGLEGA var farið með í „Af list- um“ pistli í blaðinu í gær þegar ljós- myndararnir tveir, Sigurgeir Sigur- jónsson og Spessi, voru sagðir vera einn og sami maður. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Steinmóðarbær EINNIG er beðist velvirðingar á því að í greinum um myndina A Little Trip to Heaven í gær og fyrradag var tökustaðurinn Steinmóðarbær sagð- ur vera í Austur-Landeyjum. Hið rétta er að bærinn er í Vestur-Eyja- fjallahreppi. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.