Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 36

Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 9/9 kl 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20, fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24.09 20 .00 AKUREYRI „Ekk i spurn ing að þe t ta e r e inn bes t i söng le ikur sem ég hef séð . Ég á t t i e r f i t t með að ha l da mé r í sæ t i nu og s tökkva ekk i upp á sv i ð og ve ra með“ -B i rg i t ta Haukda l , söngkona - . “ Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Netmiðasalan hefst í dag! www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Sun. 12. sept. kl. 19:30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝN. Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Fös. 17. sept. kl. 19.30 Lau. 18. sept. kl. 19.30 Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 Sun 12/9 kl. 20 SVIK e. Harold Pinter frumsýn. mán 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. fös. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. þri. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. mið. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi! Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Varla er hægt að segja að bóka-flóðið hefðbundna sé hafið en þó hafa bókaútgefendur látið ým- islegt flakka um væntanlegar bæk- ur. Í liðinni viku barst mér í hendur 4. bindi Sögu Akureyrar sem bóka- útgáfan Hólar gefur út. Bókin kom út hinn 29. ágúst sem var 142. af- mælisdagur Ak- ureyrarkaup- staðar. Bókin er vegleg, um 400 blaðsíður í stóru broti, prýdd mörg hundruð ljósmyndum sem margar hverjar hafa ekki birst á prenti fyrr. Þetta bindi Akureyr- arsögu tekur yfir tímabilið 1919– 1940. „Þetta 4. bindi sögunnar ber heit- ið Vályndir tímar sem er mjög í takt við hina miklu ókyrrð sem var í sam- félaginu,“ segir ritstjórinn og útgef- andinn Jón Hjaltason. „Bærinn var að taka á sig þá mynd sem við þekkj- um enn í dag og gekk ekki alltaf há- vaðalaust. Oddeyrin varð allt í einu heitasta bæjarmálið þegar Ragnar Ólafsson keypti hana. Margir sögðu að bærinn hefði verið rændur eyr- inni af manni sem ætlaði að græða á lóðabraski og lá við sjálft að kæmi til ryskinga. Seinna, einkum um og eft- ir 1930, var það verkalýðsbaráttan sem kveikti í mönnum og blóðið rann. Og nasisminn varð ekki til að lægja ófriðaröldurnar. En bæj- arbúar höfðu yfirleitt illan bifur á Hitler þótt ekki væri það algilt,“ seg- ir Jón Hjaltason.    Edda útgáfa sendi í vikunni semleið frá sér nokkrar for- vitnilegar bækur fyrir alla aldurs- hópa. Þar má fyrsta telja kiljuútgáfu af þeirri ágætu bók Lindu Vilhjálms- dóttur, Lygasögu, sem kom út fyrir síðustu jól. Þá er sannarlega fengur að þýðingum Gyrðis Elíassonar á smásagnasafni meistarans Williams Saroyans, Geðbilun í ættinni. Sar- oyan (1908–1981) var einn þekktasti rithöfundur Bandaríkjanna og meistari smásagnaformsins. Þetta er eitt þekktasta verk hans en áður hef- ur komið út á íslensku smásagna- safnið Ég heiti Aram í þýðingu Gyrðis. Ný bók um norska furðufuglinn Elling er einnig komin út. Fugla- dansinn nefnist hún og segir frá því að Elling vaknar á geðdeild eftir taugaáfall. Þar kynnist hann Kjell Bjarne sem líkt og Elling er ekki eins og fólk er flest. Vinátta þeirra verður þó ekki átakalaus og eftir sérlega misheppnað aðfangadags- kvöld rifjar Elling upp viðburðaríka ferð með móður sinni til Benidorm þar sem hann gerði tilraun til að haga sér eins og dæmigerður sólar- landafari.    Grímuborgin er fyrsta bókin íflokki þriggja fyrir unglinga eftir Mary Hoffman. Bókaflokkurinn heitir Stravaganza. Þetta er sögð spennandi ævintýrasaga fyrir börn og unglinga þar sem segir frá Luc- ien, 15 ára strák, sem liggur veikur á sjúkrahúsi í London þegar pabbi hans færir honum skrautlega bók frá Feneyjum. Bókin býr yfir töfra- mætti og með hjálp hennar flyst Lucien til Talíu þar sem dulúðin ræður ríkjum. Hér er lesandanum svipt inn í aðstæður sem eru á marg- an hátt hliðstæðar Feneyjum 16. ald- ar og gagnrýnendur hafa keppst um að lofa hana í hástert, fyrir spennu og skemmtilega frásögn. Síðast skal svo telja bókina Örlög- leysi eftir ungverska Nóbelsskáldið Imre Kertész í þýðingu Hjalta Krist- geirssonar. Sagan segir frá dvöl 14 ára drengs í útrýmingarbúðum nas- ista árin 1944–45. Sagan er sögð sér- stæð lýsing á sálarlífi unglings sem hrekst á milli þrennra fangabúða en er um síðir bjargað á giftusamlegan hátt. Höfundurinn er fæddur 1929 og er af gyðingaættum og lifði sjálfur af vist í Auschwitz 1944–45 og sú reynsla hefur mótað allt hans höf- undarverk. Hann hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 2002 og er sannarlega fengur að þessari bók hans á íslensku. Vályndir tímar ’Saga Akureyrar, 4.bindi, er um 400 blaðsíð- ur í stóru broti, prýdd mörg hundruð ljós- myndum sem margar hverjar hafa ekki birst á prenti fyrr.‘ AF LISTUM eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Saga Akureyrar, 4. bindi. Elling – Fugladansinn. Grímuborgin. Örlögleysi. NÚ ER að hefjast ný hádegistón- leikaröð í Hafnarborg í Hafnarfirði. Það er Hafnarborg sem stendur fyrir þessum tónleikum. Hafnfirð- ingar virðast kunna vel að meta þetta framlag Hafnarborgar og fylla salinn í hvert sinn og gera von- andi áfram. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Antonia Hevesi, org- anisti við Hafnarfjarðarkirkju. Eyjólfur Eyjólfsson söng á þess- um fyrstu tónleikum vetrarins með sinni engilfögru tenórrödd. Eyjólf- ur sem er mjög ungur að árum hef- ur fengið mjög fallega og hreina tenórrödd í vöggugjöf sem hann hefur mótað og þroskað með mús- íkalskri næmi og góðri kennslu. Hann stundar nú framhaldsnám í London þar sem hann hefur nýlokið meistaragráðu í söng en mun stunda nám í óperusöng á vetri komanda. Hér heima nam hann söng hjá dr. Þórunni Guðmunds- dóttur við tónlistarskólann í Hafn- arfirði, þar áður hafði hann lokið burtfararprófi í flautuleik frá sama skóla undir leiðsögn Gunnars Gunn- arssonar. Á fyrri hluta tónleikanna var eins og intoneringin færi einstaka sinn- um úr fókus en það leið fljótt hjá og söngurinn varð heilsteyptari. Ann- að sem Eyjólfur þarf að laga eða samræma er framburður á bók- stafnum e, t.d. í Smaladreng Skúla Halldórssonar, þar sem gleði- strengur varð „glaæjdistrengur“ og nokkur önnur tilfelli komu upp þar sem e-ið varð eitthvað einkennilegt og brenglaði textann. Að þessum ambögum frátöldum var framburð- urinn til mikillar fyrirmyndar, hver stafur í textanum var mjög skýr og textinn notaður til að undirstrika tónlistina. Efnisskráin samanstóð af íslenskum einsöngsperlum. Smaladrengnum eftir Skúla Hall- dórsson, Lindinni og Mánaskini Ey- þórs Stefánssonar. Sönglað á göngu og Vökuró eftir Jórunni Viðar, Í Fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. Ég lít í anda liðna tíð, Þú eina hjart- ans yndið mitt og Heimir eftir Sig- valda Kaldalóns ásamt Spretti Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Flutningur Eyjólfs var vandaður og túlkunin úthugsuð. Eyjólfur virðist vera góður ljóðasöngvari, hann hef- ur gott vald á styrkleika sem hann beitir af mikilli næmi fyrir tónlist og texta. Hér er á ferðinni efniviður sem vert er að fylgjast með í fram- tíðinni. Antonia Hevesi lék á flyg- ilinn af miklu öryggi og studdi vel við bakið á söngvaranum. TÓNLIST Hafnarborg Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Antonia Hev- esi píanóleikari flytja íslensk sönglög. Fimmtudagurinn 2. september kl. 12.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson THINGS that happen at home er heiti dansverks eftir hina sænskætt- uðu Birgittu Egerbladh. Verkið sem greinilega er unnið í náinni sam- vinnu dansara, leikara og höfundar er húmorískt skemmtiverk. Verkið spannar grátbroslegar og hugs- anlegar uppákomur á heimili nú- tímamannsins þar sem hraði og spenna takast á við þrá um afslöpp- un og rólegheit. Í verkinu er lagt upp með sniðugheit og ber verkið með sér samkeppnisanda um hver sýnenda eigi sniðugustu hugmynd- ina. Áhorfendur fylgjast með því hvernig heimilisfaðirinn reynir að slappa af og lesa dagblað í hæg- indastól, hann leitar eftir lesgler- augunum, týnir blaðinu í leiðinni og loks er hann sest niður þá er peran í lesljósinu farin. Leikendur sýna hættuna við að stíga á súperbolta barnanna og sársaukann við að stíga óvænt af öllum þunga á legókubb. Að ógleymdum háskanum sem getur skapast við að reka tána í uppbrett teppishorn og í kjölfarið flengjast yfir hálfa stofuna. Eftirminnilegir eru þrifameistarar heimilisins sem af snilld þóttust taka til en gerðu í raun ekki neitt. Í atriðinu voru fimleikataktar í hávegum hafðir. Útfærslan hjá sýnendum var af- bragð. Álagi við að halda heimili og eiga þátt í nútíma heimilislífi var komið til skila með sniðugum hug- myndum og lausnum. Það sem þarf til að koma húmornum til skila er hárfín tímasetning hreyfinga og svipbrigða og það tókst sýnendum afbragðs vel. Uppbyggingin í sýn- ingunni var örugg og vann verkið á í framvindunni. Leikmyndin sem samanstóð af færanlegum vegg- flekum og öðrum heimilisvörum þjónaði tilgangi sínum vel. Verkið er skemmtiverk og stendur undir þeim væntingum. Því er ætlað að vekja kátínu áhorfenda sem ekki lágu á liði sínu og hlógu nánast út allt verk- ið. Lilja Ívarsdóttir LISTDANS Reykjavík Dance Festival Dans og leikur: Stalle Ahrreman, Bernard Cauchard, Francoise Joyce, Bára Magn- úsdóttir. Leikstjórn og leikgerð: Birgitta Egerbladh. Dramatúrg: Bodil Persson, Marie Persson Hedenius. Leikmynd: Pet- er Lundqvist. Lýsing: Jan Gouiedo. Bún- ingar: Maria Felldin. Borgarleikhúsið 4. september 2004. THINGS THAT HAPPEN AT HOME

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.