Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 39

Morgunblaðið - 07.09.2004, Side 39
www .regnboginn.is Hverfisgötu  551 9000 Nýr og betri Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 6. Enskt tal.  SV MBLÓÖH DV Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára. YFIR 40000 GESTIR Yfir 25.000 gestir! SÝND UM HELGAR. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, og 8. Yfir 25.000 gestir! „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HJ. MBL „Drepfyndin“ Ó.Ö.H. DV S.K., Skonrokk Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 10.15. Nicole Kidman The Stepford Wives Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. ísl tal S.V. Mbl.  Ó.H.T Rás 3.  HP. Kvikmyndir.com Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpaóvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK NOTEBOOK NOTEBOOK hollenskir kvikmyndadagar 10-16 sept. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 39 Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn TEKJUR af kvikmyndaaðsókn í Bandaríkjunum hafa aldrei verið meiri en í sumar, annað sumarið í röð, þrátt fyrir að bíógestum hafi fækkað örlítið. Hefur þar ýmislegt að segja. Fahrenheit 9/11 var fyrsta heimildarmyndin til að fara yfir 100 milljóna dala markið og grínmynd Bens Stiller og Vince Vaughan, Dodgeball: A True Underdog, var önnur mynd sem fór óvænt yfir 100 milljónir dala. Þessar myndir og fyrirsjáanlegri smellir á borð við fram- haldsmyndirnar Shrek, Spider-Man og Harry Potter gerðu það að verkum að tekjur af aðsókn sumarsins fóru hátt í fjóra milljarða dala, um 290 milljarðar króna, 3% meira en á metsumari síðasta árs. Hærra verð aðgöngumiða þýðir þó að færri miðar en áður voru seldir. Fyrirtækið Exhibitor Relations, sem fylgist með bíóaðsókn í Bandaríkjunum, segir að Banda- ríkjamenn hafi keypt 637,8 milljónir miða í sumar, sem er 0,76% minna en í fyrra. Shrek 2 er vinsælasta teiknimynd allra tíma, slær met Finding Nemo frá 2003, og hefur halað inn 436,7 milljónir dala, eða um 32 milljarða króna. Spider-Man 2 slær ekki fyrri myndinni við. Hún hefur tekið inn 370 milljónir dala, um 27 milljarða króna, en fyrri myndin 404 milljónir dala, um 29 milljarða króna. Betri myndir í sumar Í heildina voru betri myndir frumsýndar í sumar en sumarið 2003 þegar fjöldi óminnisstæðra framhalds- mynda var frumsýndur, að sögn Pauls Dergarabedian, framkvæmdastjóra Exhibitor Relations. „Þetta var gott sumar. Góð blanda af stórmyndum, nokkrum frábærum heimildarmyndum og myndum úr sjálfstæða geiranum. Þetta er það sem áhorfendur vilja. Þeir vilja hafa val.“ Vinsælasta mynd helgarinnar í kvikmyndahúsum vestra var kínverska bardagamyndin Hero, aðra helgina í röð en myndin er með Jet Li í aðalhlutverki. Þrátt fyrir að verið sé að frumsýna hana nú vestra er myndin tveggja ára gömul og er til á íslenskum myndbandaleigum. Af nýjum myndum fór hasarmyndin Paparazzi hæst, eða í fjórða sætið. Myndin er gerð af Icon, fyrirtæki Mels Gibson, og fjallar um hasarmyndastjörnu sem eltir uppi hóp ljósmyndara, sem hafa elt hann á röndum. Leikurinn snýst því við en Tom Sizemore er þarna í stóru hlutverki, því stærsta síðan hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína, Heidi Fleiss, ofbeldi. Grínmyndin The Cookout, sem fjallar um körfubolta- stjörnu sem heldur grillveislu í gamla hverfinu sínu, fór beint í 5. sætið. Wicker Park, sálfræðitryllir með Josh Hartnett, fór í 6. sætið. Kvikmyndin Vanity Fair í leik- stjórn Miru Nair með Reese Witherspoon er í 8. sæti um frumsýningarhelgina. Myndin er gerð eftir samnefndri bók William Makepeace Thackeray. Almennur frídagur var í Bandaríkjunum í gær og löng helgi. Þessi helgi er samkvæmt venju ekki mikil bíóhelgi í Bandaríkjunum og má búast við því að aðsókn verði einn- ig dræm næstu helgar. Bíóaðsókn | Hero vinsælust í Bandaríkjunum Mike Myers talar fyrir Skrekk en framhaldsmyndin um Skrekk er aðsóknarmesta mynd sumarsins og vinsæl- asta teiknimynd allra tíma. Metsumar í Hollywood KVIKMYNDIR Háskólabíó – Bandarískir indí-dagar KEN PARK  Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lach- man. Handrit: Harmony Korine eftir sög- um Larry Clark. Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, Stephen Jasso, James Bullard, Wade Williams og Amanda Plummer. 98 mín. BNA. Fortiss- imo Film Sales 2002. ÞEIR eru komnir aftur, félagarnir al- ræmdu, Larry Clark og Harmony Korine sem gerði allt vitlaust fyrir um 10 árum með kvikmyndinni Kids, vægðarlausri og kynferðislega opin- skárri kvikmynd um firringu banda- ríska ungdómsins. Það verður ekki annað sagt en að þeir félagar séu aft- ur að taka í sama streng með Ken Park. Hér er þó fremur hallað á for- eldrana og ýjað að því að sökin liggi hjá þeim þegar kemur að af- brigðilegri hegðun unglinganna. Myndin segir frá fjórum vinum, fjölskyldulífi þeirra og kynlífi. Besta sagan er án efa um Claude sem verð- ur fyrir sífelldu áreiti af hendi föður síns. Sagan af Peaches og yfirmáta kristnum föður hennar er einnig áhugaverð – eða þar til hún gengur út í öfgar. Síðan er það Shawn sem sefur sjá kærustunni og mömmu hennar líka og Tate sem er snargeðveikur og býr hjá ömmu sinni og afa. Þær myndir sem dregnar eru upp af þessu fólki og lífi þess eru mjög áhugaverðar, þótt maður verði að spyrja sig hvað leikstjórinn sé að reyna að segja með þeim. T.d virðist sagan af Tate vera hér einungis til að ganga fram af fólki, því hún er í engu samhengi við hinar sögurnar. Hinar tengjast örlítið í lokin, en þó ekki nægilega mikið til að einhver heild myndist eða til að raunveruleg saga, merking eða boðskapur komi fram. Harmony Korine er greinilega ekki að skila sínu, því hann byggir hand- ritið á sögum Larry Clarks, og hefði þurft að vinna mun meira með þær en hann gerir. Ekki síst vegna þessa verður að segjast að Kids var betri og mun ít- arlegra og vandaðra kvikmyndaverk. Aftur fær leikstjórinn til liðs við sig algerlega óreynda leikara og tekst að ná því besta fram hjá þeim. Allur leik- urinn er sérlega eðlilegur, og það er ótrúlegt hversu hispurslaus kynlífs- atriðin eru. Þótt frásögnin sé sundurlaus – og virðist oft tilgangslaus – ná persón- urnar þeim tökum á manni að manni verður annt um þær og örlög þeirra. Þetta er helsti kostur myndarinnar og góður kostur. Ken Park er ekki merkilegt kvik- myndaverk, en grípandi á einhvern óljósan hátt þótt fólk verði seint sam- mála um það. Hildur Loftsdóttir Grípandi firring Ken Park er mynd sem sannarlega er ekki allra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.