Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 44

Morgunblaðið - 07.09.2004, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍRSKI tónlistarmaðurinn Damien Rice, sem lék á tónleikum 19. mars sl. fyrir troð- fullu húsi á Nasa, mun endurtaka leikinn 23. september nk. og leika aftur á Nasa. Miðar seldust upp á fyrri tónleikana á innan við degi og komust þá miklu færri að en vildu. Að þessu sinni mun söngkonan Lisa Hann- igan vera með Rice í för og koma fram með hon- um á tónleikunum. Hannigan er í hljóm- sveit Rice og söng með honum nokkur lög á plötunni margrómuðu O, sem selst hefur vel hér á landi. „Ég fékk bara frá honum SMS-far- símaskilaboð þar sem hann spurði hvort hann mætti ekki koma aftur,“ segir Kári Sturluson tónleikahaldari, sem svaraði ját- andi um hæl. Kári mun standa fyrir tónleik- unum ásamt Birni Steinbekk. Miðasalan hefst 18. september nk./40 Damien Rice til Íslands á ný Damien Rice „KAJAKRÓÐUR getur bæði verið rosalega rómantískur og sömuleið- is farið út í miklar öfgar í hina átt- ina,“ segir Þröstur Þórisson, 15 ára kajakræðari frá Ísafirði, sem er kominn í hóp þeirra allra bestu á landinu eftir aðeins 18 mánaða ástundun. Þröstur er í 4. sæti til Ís- landsmeistaratitils í sjókajakróðri og keppti um helgina í hinu árlega Hvammsvíkurmaraþoni frá Geld- inganesi að Hvammsvík í Hvalfirði. „Ég hafði prófað kajakróður að- eins með því að leigja bát á kajak- leigum og fannst sportið skemmti- legt. Ég fór síðan á námskeið hjá Halldóri Sveinbjörnssyni, keypti mér bát og hef verið óstöðvandi síðan.“ Nú er Þröstur á kafi í starf- semi Sæfara, Félags áhugamanna um sjósport á Ísafirði, og hefur hann kennt á kajaknámskeiðum í sumar og verið með krakka á aldr- inum 9–14 ára á siglinganám- skeiðum. Því til viðbótar hefur hann verið leiðsögumaður í kajak- ferðum fyrir ferðamenn innlenda jafnt sem erlenda. Ekki er allt upptalið enn því Þröstur náði þeim eftirsótta áfanga fyrir skemmstu að verða fyrstur Íslendinga svo vitað sé til að róa samanlagt 1.000 km á árinu og skaut þar með læriföður sínum Halldóri Sveinbjörnssyni ref fyrir rass. Þröstur stefnir nú að því að róa 1.500 km áður en árið er liðið. „Kajakróður er fyrsta flokks úti- vist og besti ferðamáti sem ég veit um. Þetta er eins og hver önnur íþrótt og einu hætturnar felast í sjávarkulda. Því þarf maður að vera vel gallaður og alltaf í björg- unarvesti. Einnig þarf að kunna sjálfsbjörgun og félagabjörgun og fara ekki út á sjó ef aðstæður eru óviðráðanlegar. Ég býst við að það versta sem ég hef lent í sé tveggja metra ölduhæð í 30 metrum á sek- úndu.“ Fimmtán ára Ísfirðingur kominn í hóp bestu kajakræðara landsins „Besti ferðamáti sem ég veit um“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Þröstur Þórisson hefur róið samanlagt yfir 1.000 km á árinu. STEFNT er að því að bjóða upp á tónlistarnám í grunnskólum borg- arinnar á næstu misserum fyrir nemendur í for- og grunnnámi tón- listar. Að sögn Stefáns Jóns Haf- stein, formanns fræðsluráðs, er vilji fyrir því innan fræðsluráðs að breyta reglum í þá veru og raunar hafi verið stefnt að því í vor en ekki tekist. Boðið hefur verið upp á tónlist- arnám í nokkrum grunnskólum borgarinnar og var nemendum Landakotsskóla t.a.m. síðastliðinn vetur boðið upp á að læra á ákveðin hljóðfæri og fékk skólinn styrk frá borginni til kennslunnar. Tónlistar- nám verði í boði í grunn- skólunum Formaður fræðsluráðs FYRSTI tökudagur vegna kvik- myndarinnar Bjólfskviðu var í gær. Byrjað var á myndatökum á Jökulsárlóni og á milli atriða brugðu nokkrir vígalegir víkingar á leik við víkingaskipið Íslending og tóku upp stafrænar myndavélar sínar, eina helstu tækninýjungina við upphaf 21. aldar, nokkuð sem hefur án efa talist fjarlægur draumur á þeim tímum sem Bjólfs- kviða varð til til forna. Þetta eru leikararnir Tony Curran, Rory McCann, Ronan Vibert og Martin Dalaney. Að sögn Jóns Gústafssonar, sem er að vinna heimildarmynd um gerð Bjólfskviðu, gekk allt upp á fyrsta tökudegi og veðrið eins og best varð á kosið, stafalogn og Jök- ulsárlónið skartaði sínu fegursta. Jón sagði Sturlu Gunnarsson leik- stjóra og hans starfsfólk vera í skýjunum yfir því hvernig tök- urnar fóru af stað. Þær munu svo fara fram víðar um landið næstu vikurnar, m.a. við Dyrhólaey og í Kerlingardal í Mýrdalnum. Morgunblaðið/RAX Stafrænir víkingar í Bjólfskviðu  Lítið fiskimannaþorp/38 „ÉG TEL að þarna sé Síminn að gæta sinna hagsmuna á við- skiptalegum forsendum. Þetta er ekki pólitísk ákvörðun og ég geri ekki athugasemd við hana,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráð- herra um kaup Símans á Fjörni ehf., sem átti 26,2% hlut í Skjá einum. „Það verður að hafa það í huga að Síminn er hlutafélag sem starfar á markaði og það eru stjórnendur félagsins sem taka ákvarðanir af þessu tagi,“ segir seldur fyrir áramót og þá segir hann verð og fyrirkomulag söl- unnar á hendi einkavæðingar- nefndar að gera tillögur um. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að samkeppni hafi myndast milli Símans og Stöðvar 2 um kaup á Fjörni og Síminn hafi náð viðskiptunum. „Þetta er það sem gerist á hinum frjálsa markaði,“ segir Halldór. það hvort fyrirtækið hefði átt að efla dreifikerfið, held ég að það sé augljóst mál að ef þetta verð- ur til að styrkja fyrirtækið þá er það vonandi betur í stakk búið til að takast á við slík verkefni.“ Viðvíkjandi einkavæðingu fyr- irtækisins segir Geir að málið sé á borði einkavæðingarnefndar sem muni vonandi á næstunni leita eftir samvinnu ráðgjafa varðandi einkavæðingarferlið. Geir segist ekki geta svarað því hvort Landssíminn verði jafnvel Geir, sem vissi ekki af viðskipt- unum fyrr en honum var greint frá þeim á föstudag eftir að gengið hafði verið frá þeim. Spurður segist Geir ekki gera sérstaka kröfu til þess að fá vitn- eskju fyrirfram um viðskipti af þessu tagi sem handhafi 99% hlutafjár í Landssímanum. „Hins vegar tel ég að þetta muni styrkja fyrirtækið og gera það að betri söluvöru fyrir ríkið og von- andi flýta fyrir því að við getum einkavætt fyrirtækið. Varðandi Fjármálaráðherra um kaup Símans á 26,2% hlut í Skjá einum Gerir fyrirtækið að betri söluvöru fyrir ríkið  Síminn/4  Samningurinn/12 LÖGREGLAN í Reykjavík handtók 19 ára pilt í gær, grunaðan um rán á lyfjum úr Hringbrautarapóteki í JL-húsinu á laugar- dag. Lögreglan lagði einnig hald á loftbyssu sem fannst í fórum hans sem og lambhús- hettu. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, vinnur lögregla nú að því að upplýsa málið til fulls áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. „Pilturinn hefur verið iðinn við að gera það sem hann hefði ekki átt að gera,“ sagði Ómar um feril piltsins. Myndir náðust af manninum á öryggis- myndavélar apóteksins en á leiðinni út tók hann ofan lambhúshettu. Veifaði hann loft- skammbyssu og ógnaði starfsfólkinu. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan handtók í gær ungan mann eft- ir að lyf og loftbyssa fundust í fórum hans. Handtekinn fyrir rán

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.