Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 C 51
Lómasalir Stór og sérlega rúmgóð 3ja her-
bergja, 102 fm íbúð á fyrstu hæð með suð-
urgarði. Sér inngangur af svölum. Stæði í
bílageymslu fylgir íbúð. Parket og flísar á
gólfum. Laus við Kaupsamning. Verð 15,7
millj.
Hæðir
Engihlíð Stórglæsileg, björt og velstaðsett
160 fm sérhæð í Hlíðunum. Húsið er allt ný-
steinað að utan og lítur mjög vel út með
glæsilegri aðkomu, sérinngangur í íbúð.
Möguleiki á séríbúð í risi. Á aðalhæð er stór
stofa, borðstofa, svefnherbergi, barnaher-
bergi, baðherbergi, gangur og eldhús. Park-
et og flísar á hæð. Verð 24,9 millj.
Rað- og parhús
Furugerði Stórglæsilegar íbúðir í sérbýli
sem verið er að breyta frá grunni. Íbúðirnar
eru tveggja hæða glæsiíbúðir með öllu sér.
Forstofa flísalögð. Allar innréttingar eru frá
HTH, bæði baðherbergi flísalögð með upp-
hengd salerni og lýsing og hönnun lýsingar
er frá Lúmex. Um er að ræða tvær 3ja her-
bergja íbúðir. Verð 24,9 millj.
www.eignir.is
eignir@eignir.is
Ingólfsstræti
Glæsilegt 120 fm parhús á góðri eignar-
lóð í þingholtunum. Þetta hús er fyrsta
parhús Reykjavíkur og er friðað að utan.
Húsið hefur verið tekið í gegn að mestu
leyti, þ.e. gluggar og gler tvöfalt, raflagnir,
pípulagnir, gólf pússuð og nánast allt tekið í
gegn að innan, þ.m.t. eldhús og bað. Á
miðhæðinni er forstofa, gestasnyrting,
eldhús, gangur og eitt herbergi. Á efri
hæð er baðherbergi, og tvö rúmgóð her-
bergi.
2ja herb.
Notaleg og skemmtileg 65,9 fm 2ja her-
bergja íbúð í kjallara í Skólavörðuholtinu.
ÖLL lýsing íbúðarinnar er halogen lýsing.
Sérgeymsla fyrir íbúðina er á hæðinni og
einnig þvottahús sem er sameiginlegt. Stór
garður fylgir eiginni. Búið er að endurnýja
allt rafmagn og gluggar og gler er nýtt.
Verð 13,4 millj
3ja herb.
Hringbraut. Sérlega vel skipulögð 3ja her-
bergja íbúð með sérinngangi að sunnan-
verðu við húsið. Húsið er í góðu ástandi og
sameign mjög snyrtileg. Parket á holi og
stofu, eldhús með hvítri innréttingu. Spenn-
andi staðsetning. 13,8 millj.
Torfufell FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ
Á 3. HÆÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLI. Íbúðin er öll
nýmáluð, falleg hvít eldhúsinnrétting og
parket á stofu og svefnherbergi. Sameign
er mjög falleg. Stutt í alla þjónustu. Góð
fyrstu kaup. Verð 9,6 millj.
Naustabryggja
Glæsileg 3ja herb. íbúð 110,3 fm á annarri
hæð ásamt stæði í bílageymslu í Bryggju-
hverfinu. Íbúðirnar í álmum 13 - 15 eru hinar
glæsilegustu og afhendast fullbúnar án gólf-
efna. Innréttingar og hurðir eru úr dökku
Mahony. Þvottahús og geymsla er innan
íbúðarinnar. Góðar svalir. Lyfturnar ganga
niður í bílageymsluna. Verð 16,6 millj.
Einbýli
Markarflöt/Garðabær Glæsilegt einbýli á
einni hæð ásamt bílskúr og sólstofu alls 224
fm. Húsið er mikið endurnýjað td. eldhús og
bað, arinn í stofu. Nuddpottur í sólskála og
útgegnt mót suðri. Einnig er í húsinu sauna
klefi. Nýjir skápar í svefnherbergi. Frábær
eign á frábærum stað. Verð 33,9 millj.
Digranesheiði Snoturt 145 fm einbýli á
grónum stað í Kópavogi sem stendur á 900
fm lóð. Í húsinu eru fjögur herbergi á efri
hæð auk wc en á neðri hæð eru tvær stofur,
eldhús, baðherbergi og eitt svefnherbergi.
Til eru samþykktar teikningar af húsnæðinu
auk teikn. af bílskúr. Verð 24,5 millj.
Þórðarsveigur
Glæsilegar 2-5 herbegja íbúðir ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðirnar skilast fullbúin án gólfefna, en baðher-
bergi, þvottahús og anddyri verða flísalögð. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá HTH og AEG tækj-
um frá Bræðrunum Ormsson. Baðherbergi eru með upphengdum WC og flísalögð upp í hurðarhæð, handklæða-
ofni og spegli fyrir ofan vask. Hreinlætistæki eru frá Baðstofunni. Innihurðir eru yfirfelldar. Loftnets- og símalagnir
eru í öllum herbergjum. Geymslur sem eru innan íbúða eru með gluggum svo þær gætu nýst sem auka herbergi.
Allar svalir íbúðanna snúa í vestur og suður. Mynddyrasímar eru í öllum íbúðum. Sorplúgur á stigapöllum. Lóð
skilast fullfrágengin/tyrfð og bílastæði malbikuð. Húsið er kvarsað að utan.
Hrísholt. Vorum að fá skemmtilega eign við
Hrísholt í Garðabæ. Eignin er samtals 280
fm á tveimur hæðum með innbyggðum tvö-
földum bílskúr. Mjög stór og vel hirtur garð-
ur er umhverfis eignina. Verð 35,9 millj.
UNG börn öðlast hreyfi-
getu löngu áður en þau
þróa hæfni til þess að
skilja hvað er hættulegt
og hvað ekki. Hætt-
urnar leynast víða og oft
á þeim stöðum þar sem
þeir fullorðnu átta sig
ekki á. Til allrar lukku
hefur öryggisbúnaður
fyrir heimili tekið mikl-
um framförum. En þar
sem meirihluti slysa á
börnum undir fjögurra
ára aldri á sér enn stað
innan veggja heimilisins er góð vísa
aldrei of oft kveðin.
„Hér á landi höfum við því miður
enga slysaskráningu á landsvísu, en
þó er til samræmdur gagnagrunnur
sem Tryggingamiðstöðin, Lands-
spítalinn, háskólasjúkrahús í Foss-
vogi, lögreglan og Vinnueftirlit rík-
isins skrá í og halda utan um,“ segir
Sigrún.
Börn undir fjögurra ára
stærsti hópur þeirra sem
slasast inni á heimilum
„Á ári hverju verða um tólf þús-
und slys inn á heimilum lands-
manna. Börn og unglingar eru þar
stærsti hópurinn en næst koma aldr-
aðir. Það má segja að börn undir
fjögurra ára aldri séu í hvað mestri
áhættu og eru þau í meirihluta
þeirra sem slasast inni á heimilum
eða um sextíu prósent,“ segir Sig-
rún.
„Þegar talað er um heimaslys er
átt við öll slys sem verða inni á heim-
ilum og einnig í næsta nágrenni, t.d.
á bílastæði sem tilheyra heimilinu
eða garði. Börn undir fjögurra ára
aldri slasast flest inni á heimilinu en
börn á aldrinum fimm til níu ára
slasast aftur á móti flest úti í næsta
nágrenni við heimili sitt,“ heldur
hún áfram.
„Sá öryggisbúnaður sem fram-
leiddur er miðast að mestu leyti við
yngsta hóp barna en þegar börn eru
orðin eldri en fjögurra ára þjónar
hann ekki lengur tilgangi sínum þar
sem börn á þeim aldri læra einfald-
lega að meðhöndla búnaðinn,“ segir
Sigrún
Algengast að börn detti
„Eins og eðlilegt er, eru yngstu
börnin uppum og útum allt – lang-
algengustu slysin eru að börn detta.
Þetta gerist aðallega í svefn-
herbergjum, stofu , forstofu eða
gangi – sem dæmi má nefna að al-
gengt er að börn rúlli fram af rúmi
eða skiptiborðum og því er varasamt
að skilja ung börn ein eftir við slíkar
aðstæður,“ segir Sigrún.
„Brunaslys eru líka algeng og
geta verið mjög alvarleg. Algengast
er að brunaslys eigi sér stað í eld-
húsi eða baðherbergi íbúðar,“ held-
ur hún áfram.
„Ung börn eru afar forvitin og full
af áhuga um heiminn sem þau búa í,
því er afar eðlilegt að þau reyni að
snerta flest það sem þau sjá og
hrifsa til sín það sem þau ná í. Al-
gengast er að börn brenni sig þegar
þau toga í potta sem eru til dæmis
fullir af heitu vatni svo eitthvað sé
nefnt, einnig setja þau gjarnan
hendur á hellu eldavélar. Það hefur
komið fyrir að börn toga yfir sig
eldavélar. Hægt er að fá hlífar yfir
hellur og takka eldavélar og einnig
er gott að festa niður allt sem mögu-
legt er,“ heldur hún áfram.
Margskonar öryggis-
búnaður fáanlegur
„Það er til margskonar örygg-
isbúnaður fyrir heimilið og hefur
slysavarnafélagið Landsbjörg gefið
út bækling þar sem sá búnaður sem
er á boðstólum hér á landi er kynnt-
ur. Þennan bækling er hægt að nálg-
ast á öllum heilsugæslustöðum og
einnig fá flestir nýbakaðir foreldrar
hann afhentan þegar þeir koma í
ungbarnaeftirlit,“ segir Sigrún.
„Mikilvægt er að setja stoppara á
hurðir sem og læsa inni öll lyf og
skaðleg efni. Hættulegasta efni sem
er til á flestum heimilum í dag er
þvottaefni sem notað er í uppþvotta-
vélar, því er afar mikilvægt að
geyma það ásamt öðrum hreinsivör-
um á stað þar sem barnið nær alls
ekki til,“ segir Sigrún.
„Það er ýmislegt sem hafa þarf í
huga – meðal þess sem gleymist oft
er að setja hlið bæði upp og niður við
stiga og einnig er mikilvægt að raf-
magnssnúrur séu vel festar niður,“
heldur hún áfram
Öryggisbúnaður kemur ekki
í veg fyrir eftirlit
„Það er mikilvægt að taka það
fram að sá öryggisbúnaður sem
framleiddur er fyrir heimilin er
aldrei hundrað prósent öruggur. Til
þess að geta kallast öryggisbúnaður
þarf búnaðurinn að vera um sjötíu
prósent öruggur og því er alltaf um
þrjátíu prósent barna sem ráða við
hann. Öryggisbúnaður er engu að
síður afar mikilvægur og minnkar
líkur á slysum verulega,“ segir Sig-
rún.
„Virkt eftirlit með börnum skiptir
sköpum og einnig er vert að hafa í
huga að okkur ber að aðlaga heim-
ilið þörfum barna okkar,“ segir Sig-
rún að lokum.
Á heimasíðu www.árvekni.is er
gátlisti sem allir foreldrar geta
prentað út og gengið um heimilið
með.
Öryggi barnsins
í fyrirrúmi
Öll erum við sammála um mikilvægi þess að gæta öryggis barna bæði innan veggja heimilisins og utan. Langflest slys á börnum eiga sér
stað inni á heimilum eða í næsta nágrenni þess og því er mikilvægt að hafa augun opin fyrir slysagildrum. Perla Torfadóttir ræddi við Sig-
rúnu Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra á slysavarnarsviði hjá Landsbjörgu, um þau úrræði sem fyrir hendi eru.
Sigrún Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri á slysavarn-
arsviði Landsbjargar.
Möguleg slysagildra.