Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 41 Í KJÖLFAR tónleika bresku hljóm- sveitarinnar Incredible String Band í óperunni á síðasta ári fór hljóm- sveitin þess á leit við Steingrím Guð- mundsson, trommu- og slagverks- leikara, sem stóð fyrir tónleikunum, að hann léki inn á næstu plötu sveit- arinnar sem þá var í smíðum. Nú er upptökum lokið og fór Steingrímur utan til að spila inn á plötuna í einu þekktasta hljóðveri Bretlandseyja. Steingrímur segir að eftir tón- leikana hafi hljómsveitin haldið á Celtic Cross og heyrt hann spila með Bardukha, hljómsveit sinni, en í henni eru auk hans þeir Hjörleifur Valsson, Ástvaldur Traustason og Birgir Bragason. „Eftir að þeir höfðu hlustað á okkur báðu þeir mig um að koma út og spila inn á plötu með sér.“ Platan var tekin upp í Real World- hljóðverinu, einu fullkomnasta hljóð- veri heims sem Peter Gabriel á og rekur. Upptakan var óvenjuleg að því leyti að fjöldi áheyrenda var í upptökuherberginu á meðan platan var tekin upp. „Við undirbjuggum þetta vel, tókum æfingar og síðan tókum við upp frammi fyrir 120 manns sem skráði sig fyrir miðum í gegnum heimasíðu hljómsveit- arinnar,“ segir Steingrímur, en fólk- ið kom víða að og sumir lögðu á sig ferðalag á milli heimsálfa. „Það er í raun ævintýralegt að hægt sé að koma 120 manns inn í stjórnklefa hljóðvers, en Real World-stúdíóið er gríðarlega stórt, örugglega eitt það stærsta í bransanum.“ Steingrímur undirbjó sig fyrir tón- leikana með því að æfa sig heima, en lögin voru öll gömul lög frá ferli hljómsveitarinnar en ekki endilega þekktustu lögin. „Þetta voru lög af þremur fyrstu plötunum, en ekki nema eitt lag eftir Robin Williamson, lög sem Mike Heron valdi, en ég fékk enga sérstaka skýringu á því hvað réð lagavalinu,“ segir Steingrímur. Real World-hljóðverið er utan al- faraleiðar og Steingrímur segir að þar hafi verið frábært að vinna, hljóðverið skemmtilegt, einstaklega friðsælt í kring og afbragðs hljóð- maður, en sá er náinn samstarfs- maður Peters Gabriels. „Þetta var mjög skemmtilegur tími og þó ég hefði viljað gera hlutina öðruvísi var þetta mjög gaman,“ segir Stein- grímur en hann fer ekki leynt með að hann hefði viljað breyta út af í út- setningum í stað þess að reyna að fara sem næst upprunalegum út- gáfum eins og stefnan var. Steingrímur segir að eftir að upp- tökum lauk hafi hann verið beðinn að fara með sveitinni í tónleikaferð en ekki litist á það. „Ég hef nóg að gera, meira en nóg, er með í undirbúningi útgáfu á tíu plötum, er að taka upp nýja Steintryggs-plötu með Sig- tryggi, spila með Milljónamæring- unum og Bardukha, ég hef bara ekki tíma til að sinna Incredible String Band frekar.“ Steingrímur í upptökum í Real World-hljóðverinu. Incredible String Band eins og hljómsveitin var skipuð við upptökurnar. Steingrímur lengst til hægri og Mike Heron, annar stofnenda hljómsveit- arinnar á sínum tíma, framan við hann. Meira en nóg að gera Áheyrendur í stjórnklefa Real World-hljóðversins. Hljóðverið er klætt utan með blýi til að draga úr umhverfishljóðum. Steingrímur Guðmundsson lék inn á plötu með Incredible String Band www.thjodmenning.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, og 8. Ein steiktasta grínmynd ársins SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 10. KRINGLAN sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. B.i 14 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6, og 8. B.i 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. b.i. 12 ára ÁLFABAKKI kl. 10.10 B.i 14 ára. Ein steiktasta grínmynd ársins KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20 Lífið er bið Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir meistaraleikstjórann, Steven Spielberg. Með Óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks og Catherine Zeta Jones. r r ftir i il i ftir ist r l i stj r , t i l r . r r l f s t ri t J s.   ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 b.i. 14 ThePrince and me Tom HanksT s Catherine Zeta Jonesi VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4539-8618-0017-6940 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 4741-5200-0002-5562 4507-4500-0033-0867 4543-3700-0047-8167 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. 11.09. 2004 Einfaldur 1. vinningur í næstu viku 3 3 0 3 5 6 8 3 9 8 8 16 18 26 30 32 08.09. 2004 6 16 33 34 35 38 11 27 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.