Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 37 Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað við ströndina við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug, veitingastöðum. Örstutt í golf og 10 mínútna gangur á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.990 Flug, gisting, skattar, fullt fæði allan tímann. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.500. Aukaferð – uppselt 9. sept. Lloret de Mar 23. september frá kr. 39.990 með fullu fæði í viku Munið Mastercard ferðaávísunina Í lok síðustu viku var opnuð stórog viðamikil myndlistarsýningí Pont Neuf-galleríinu í mið- borg Parísar. Þeir sem þar sýna eru ungir myndlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið til verð- launa í árlegri myndlistarsamkeppni LVMH-fyrirtækjasamsteypunnar, en innan hennar vébanda eru heims- þekkt vín- og tískufyrirtæki eins og Hennessy og Kenzo. Pétur Thom- sen ljósmyndari sem hefur nýlok- ið meistaranámi í ljósmyndun við École National Supérieure de la Photographie í Arles er einn verð- launahafanna og á sýningunni er fjöldi mynda eftir hann. Alls eru verð- launahafarnir sex, en meðal þeirra sem sátu í dómnefnd voru Anne Ping- eot, safnstjóri Orsay-safnsins í París, og Henry-Claude Cousseau, rektor Listaháskólans í París. Það er franska forsetafrúin, madame Chir- ac, sem afhendir verðlaunin við sér- staka athöfn í nóvember. Um 200 listnemar frá 25 löndum sendu verk í samkeppnina, en þema hennar var sótt í heiti verks eftir mál- arann Poul Gauguin: Hvaðan komum við, hver erum við, hvert ætlum við? „Ljósmyndin sem ég sendi í keppn- ina er af Kárahnjúkavirkjuninni, og þar er ég að velta fyrir mér sömu spurningum og Gauguin á sínum tíma,“ segir Pétur Thomsen. „Loka- verkefni mitt frá skólanum er ljós- myndir af landslagi við Kára- hnjúkaframkvæmdirnar, og ég er enn að vinna að þeim myndum. Hluti af þeim var sýndur á Akureyri í vor.“ Pétur segir mikla kynningu fylgja verðlaununum og að áhugi á þeim sé mikill, enda sé forsetafrúin eigandi Pont Neuf-gallerísins sem starfi með LVMH-samsteypunni að verkefninu. Auk þess sé verðlaunahöfum boðið að dvelja eina námsönn í landi að eigin vali og starfa þar að list sinni í tengslum við viðurkennda listaskóla. „Ég ætla til Pétursborgar; Rússland heillar,“ segir Pétur. Einn af myndlistargagnrýnendum bandaríska dagblaðsins New York Times, Michael Kimmelmann, fjallaði um sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, sem stendur fyrir dyrum í Scandinavia House eða Norðurlandahúsinu við Park Avenue í New York, í blaðinu um helgina. Um er að ræða svonefnt „Critic’s Pick“, þar sem gagnrýnendur velja nokkra atburði hverju sinni sem þeim þykir vert að vekja sér- staka athygli á. Kimmelmann segir í umfjöll- un sinni að sýningin ætti að verða afar ánægjuleg. Hann lýs- ir myndum Louisu þannig: „…landslagið sé opið og flatt, ljósið hart og tært, litirnir kald- ir og norrænir. Öll dýr, hús, tré og fígúrur virðast meitluð og ferköntuð, leikfangalegar útlín- ur eru strípaðar niður í frum- form. Kímnigáfa Matthías- dóttur er þurr, skap hennar rólegt en falið, rétt eins og eitthvað alvarlegt búi undir einföldu yfir- borðinu. Matthíasdóttir var of dul og bar of mikla virðingu fyrir álykt- unarhæfni okkar, til að gera hlutina augljósa.“    Louisa Matthíasdóttir bjó í NewYork frá árinu 1942 þar til hún lést árið 2000. Á sýningunni, sem verður opnuð eftir viku, 21. sept- ember, verða 75 verk sem spanna sextíu ára listaferil hennar, þeirra á meðal eru olíumálverk, míníatúrar eða smáverk, verk unnin á pappír og sjaldséður fatatextíll. Sýningin er skipulögð af The American- Scandinavian Foundation í sam- vinnu við fjölskyldu Louisu, en verk- in á sýningunni eru í eigu listasafna og í einkaeigu bæði í Bandaríkj- unum og víðar um heim. Kárahnjúkar og kímnigáfa í list Péturs Thomsens og Louisu Matthíasdóttur Myndlistargagnrýnandi New York Tim- es lýsir myndum Louisu Matthíasdóttur þannig: „…landslagið er opið og flatt, ljósið hart og tært, litirnir kaldir og nor- rænir. Öll dýr, hús, tré og fígúrur virðast meitluð og ferköntuð, leikfangalegar út- línur eru strípaðar niður í frumform.“ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is ’Ljósmyndin er afKárahnjúkavirkjuninni, og þar er ég að velta fyrir mér sömu spurn- ingum og Gauguin.‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.