Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 14
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Kórsalir - „Penthouse“
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id
Stórglæsileg tæplega 300 fm „penthouse“-íbúð með stórkost-
legu útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið með fjórum svölum,
þar af einum 40 fm suðursvölum með heitum potti. Íbúðin,
sem er án efa ein sú glæsilegasta á landinu, er á tveimur
hæðum ásamt tveimur stæðum í bílageymslu. Íbúðin hefur að
geyma: Stórt og glæsilegt eldhús með eyju. Þrjú falleg bað-
herbergi, fimm svefnherbergi, sjónvarpshol, tvær stofur, þar af
önnur með arni og bar. Innanhússhönnuður er Pétur Birgis-
son. Lýsing er frá Lúmex. Parket á íbúðinni er gegnheilt eikar-
stafaparket frá Agli Árnasyni. Flísarnar eru frá Álfaborg en eld-
hústækin frá Miele. Blöndunartæki eru Vola frá Tengi. 4750.
Upplýsingar á skrifstofu Miðborgar í síma 533 4800.
MAÐUR sem berst fyrir
auknum réttindum feðra í
Bretlandi stóð í gær fyrir
mótmælum við húsnæði
Bretadrottningar, Buck-
ingham-höll, í London
íklæddur Batman-búningi.
Klifraði maðurinn, Jason
Hatch, í óleyfi upp á syllu
á húsveggnum og hengdi
þar upp veggborða í
tengslum við málstaðinn en
hann tilheyrir félagsskap
manna sem telja að lög í
Bretlandi geri feðrum allt-
of erfitt fyrir að ná fram
rétti sínum í umgengn-
ismálum vegna barna
sinna. Samtökin hafa áður
gripið til svipaðra ör-
þrifaráða til að vekja at-
hygli á málstað sínum, í
maí sl. var maður handtek-
inn í breska þinginu eftir
að hann hafði kastað
gúmmíverju sem fyllt var
hveiti í átt að Tony Blair
forsætisráðherra. Reuters
Batman mótmælti við Buckingham-höll
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti
kynnti í gær breytingar á stjórnkerfi
og stjórnarháttum í Rússlandi sem
fela í sér að tök miðstjórnarvaldsins í
Kreml verða hert. Kvað forsetinn
þetta nauðsynlegt til að efla hryðju-
verkavarnir í Rússlandi.
Pútín sagði við upphaf fundar með
rúmlega 500 ráðherrum, embættis-
mönnum og leiðtogum sjálfsstjórnar-
héraða að norðurhluti Kákasus væri
Rússum mikilvægur í hernaðarlegu
tilliti. Jafnframt væri ljóst að hryðju-
verkastarfsemi færi ört vaxandi þar.
Þörf væri á „róttækum aðgerðum“ í
þessum hluta landsins. Til fundarins
var boðað til að ræða hvernig bregð-
ast beri við hryðjuverkastarfsemi í
Rússlandi í ljósi blóðbaðsins í barna-
skólanum í Beslan í Norður-Ossetíu.
Pútín sagði engan vafa leika á
markmiði hryðjuverkamanna í Rúss-
landi. Skipuleggjendur ódæðisins í
Beslan vildu spilla einingu ríkisins og
lokamarkmiðið væri að Rússland
leystist upp í frumeindir sínar. For-
setinn kvað þetta ástand mála kalla á
að komið yrði á fót nýrri og öflugri
stofnun til að samræma hryðjuverka-
varnir.
Í ávarpi Pútíns kom fram að fram-
vegis hygðist hann sjálfur tilnefna
pólitíska leiðtoga héraða í Rússlandi
en þeir eru nú kjörnir í almennum
kosningum. Þing héraðanna myndu
síðan greiða atkvæði um þá menn sem
forsetinn tilnefndi. Myndi ríkisstjórn-
in leggja fram lagafrumvarp í þessa
veru fyrir áramót.
Þessi breyting er að sögn sérfróðra
fallin til að draga úr spillingu í sjálfs-
stjórnarlýðveldum og héruðum Rúss-
lands sem sögð er mikil víða. Raunar
gat Pútín þess að vitað væri að spill-
ing hefði gert hryðjuverkamönnum
kleift að hrinda áformum sínum í
framkvæmd. Ljóst þykir á hinn bóg-
inn að slíkar tilnefningar verði til þess
að draga úr fjölræði í Rússlandi og
efla miðstjórnarvaldið í Moskvu.
Dauðarefsing tekin upp á ný?
Þá skýrði Pútín frá því að hann
vildi að tekið yrði upp hlutfallskosn-
ingakerfi í kosningum til neðri deildar
þings Rússlands, Dúmunnar, en nú er
helmingur þingmanna kjörinn í ein-
menningskjördæmum. Þykir þessi
breyting fallin til að styrkja enn stöðu
flokka þeirra sem fylgja Pútín og
stjórnvöldum að málum á þingi.
Fulltrúar í Dúmunni eru 450 að tölu.
Jafnframt íhuga stjórnvöld nú að
taka upp dauðarefsingu á ný, herða
stórlega eftirlit með útlendingum og
koma upp sérstöku viðbúnaðarkerfi
vegna hryðjuverkaógnar líku því sem
þekkist í Bandaríkjunum.
Pútín lagði áherslu á að nauðsyn-
legt væri að auka félagslega aðstoð í
norðurhluta Kákasus, með öryggis-
hagsmuni Rússlands í huga. Sagði
hann að veik félagsleg staða sam-
félaganna þar auðveldaði starf
hryðjuverkamanna á þessum slóðum.
Benti hann á að atvinnuleysi í norð-
urhluta Kákasus væri „margfalt
meira“ en í öðrum hlutum Rússlands
og heilbrigðisþjónusta þar mun lakari
en annars staðar í landinu. Sérstök
nefnd yrði skipuð í þessu skyni og fal-
ið að rannsaka sérstaklega félagsleg
skilyrði, efnahag og stöðu öryggis-
mála í þessum hluta Rússlands.
Pútín herðir tök miðstjórn-
arvaldsins í Rússlandi
Moskvu. AFP.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Norður-
Kóreu lýsti yfir því í gær að mikil
sprenging sem þar varð í liðinni viku
hefði átt sér þá skýringu að verið
væri að reisa orkuver í landinu.
Í yfirlýsingu ráðherrans, Paek
Nam-Sun, sagði að sprengingin
hefði verið framkvæmd í tengslum
við byggingu vatnsaflsvirkjunar í
norðuhluta landsins. Fjall eitt á
svæðinu hefði orðið að víkja fyrir
virkjuninni. Sendiherra Bretlands í
Norður-Kóreu hefur verið boðið að
halda til framkvæmdasvæðisins og
kann hann að gera það í dag, þriðju-
dag.
Sprengingin var mjög öflug og
ský vegna hennar kom fram á gervi-
hnattarmyndum. Talið var mögu-
legt að sprengingin hefði tengst
kjarnorkutilraunum stjórnvalda í
Norður-Kóreu. Vitað er að eld-
flaugar eru geymdar neðanjarðar á
þessum slóðum og grunur leikur á
um að þar hafi Norður-Kóreumenn
unnið að því að auðga úran.
Sprenging
í N-Kóreu tengd
orkuveri
Peking, Seúl. AFP.
ÍSRAELSKI fjármálaráðherrann,
Benjamin Netanyahu, fór í gær
fram á að haldin yrði þjóð-
aratkvæðagreiðsla um tillögur Ar-
iels Sharons forsætisráðherra um
að loka öllum landtökubyggðum
gyðinga á Gaza-svæðinu.
Sharon hefur verið tregur til að
boða þjóðaratkvæðagreiðslu um
málið, jafnvel þó að skoðanakann-
anir sýni mikinn stuðning meðal
Ísraela við hugmyndir hans. Kemur
það til af því að ef slík atkvæða-
greiðsla yrði haldin myndi hún
þurfa að hafa langan aðdraganda
og ljóst væri því að miklar tafir
yrðu á framkvæmd tillagnanna.
Stuðningur Netanyahus, eins helsta
keppinautar Sharons um völdin í
Likud-flokknum, við hugmyndina
er því talinn auka enn á vandræði
Sharons, sem tvívegis hefur orðið
fyrir því að ríkisstjórn hans felldi
tillögur hans um brotthvarf af
Gaza.
Netanyahu
vill þjóðarat-
kvæðagreiðslu
Jerúsalem. AP.
ÍTALINN Giuseppe
Pallanti segist í nýrri
bók geta fært sönnur á
hver hafi verið fyrir-
mynd Mónu Lísu, en
bros hennar hefur vak-
ið áhuga listunnenda
alla tíð frá því að Leon-
ardo da Vinci málaði
mynd hennar fyrir
fimm hundruð árum.
Heldur Pallanti því
fram í bókinni „Monna
Lisa, Mulier Ingenua“,
eða Móna Lísa: raun-
veruleg kona, að sögu-
leg gögn sýni að fyr-
irsætan hafi verið Lisa Gherardini
sem fæddist í Flórens í maí 1479.
„Ég notaðist eingöngu við gögn úr
skjalasöfnum,“ sagði Pallanti við
AFP. „Þetta er ekki skáldverk,“
bætti hann við en í nýlegri met-
sölubók, Da Vinci-lyklinum, er gefið
í skyn að Da Vinci hafi í reynd verið
að mála sjálfan sig þegar hann setti
Mónu Lísu á striga. Enn önnur
kenning er sú að hin fagra Móna
Lísa hafi aldrei verið til – nema í
huga listamannsins.
Pallanti segir rannsóknir sínar
sýna að um raunverulega mann-
eskju hafi verið að ræða, sem árið
1495 giftist auðugum versl-
unarmanni, Francesco del Giocondo.
Telur hann Lisu hafa verið um það
bil 24 ára gamla þegar
da Vinci gerði hana að
fyrirsætu sinni.
Það var Giorgio Vas-
ari, sem á sextándu öld
skrifaði ævisögu da
Vincis, sem fyrstur
manna hélt því fram að
Lisa Gherardini hefði
verið fyrirmyndin að
Mónu Lísu. Ekki hefur
þó verið einhugur um
þá kenningu, m.a.
vegna þess að da Vinci
gaf hvergi til kynna
hver fyrirmyndin hefði
verið.
Pallanti hefur hins vegar nú fund-
ið skjöl sem sanna að fjölskylda da
Vincis hafi tengst del Giocondos
tryggðaböndum. Hann rekur m.a. í
bók sinni að da Vinci hafi búið í
þorpinu Santissima Annunciata á ár-
unum 1501–1503 en Lisa hafi þar oft
beðist fyrir í kapellu sem var í eigu
fjölskyldu bónda hennar. Þá hafi del
Giocondo verið meðal viðskiptavina
föður da Vincis í Flórens.
Loks tekst Pallanti í bók sinni að
sýna fram á, að því er fram kemur í
Daily Telegraph, að Pasari hafi verið
kunnugur Giocondo-fjölskyldunni og
sé því trúverðugur heimildarmaður
um það að Lisa Gherardini hafi verið
fyrirsæta da Vincis er hann málaði
þetta þekkta meistaraverk.
Fyrirsæta da
Vincis fundin?