Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 15
Í Túnis bíða þín ekki aðeins góðir golfvellir og þægilegt loftslag. Saga landsins, menning og staðsetning við Miðjarðarhafsströndina, gera Túnis ákaflega spennandi til heimsóknar Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2005 Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is. Brottför 4. febrúar: Verð kr. 142.300 á mann í tvíbýli. Brottför 18. mars: Verð kr. 151.800 á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld á góðum golfvöllum, ein skoðunarferð. 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sauðkindin er þrá. Það fékk höfundur pistilsins enn og aftur að reyna í göngum. Við vorum þrjú að reka fjárhóp yfir Há- degisgil. Það tók sinn tíma. Alltaf þurftu einhverjar þráarollur að taka sig út úr hópnum og fara í þveröfuga átt. Sennilega bara til að eyðileggja þennan ágæta dag fyrir okkur. Allur tíminn fór í að eltast við þær og smám saman fór hópurinn að átta sig á því að þetta væru ekki bestu smalar í heimi og ganga á lagið. En svo ákváðum við að hætta að eltast við þær verstu til að geta komið hópnum á rétta braut. Það var sárt fyrir stoltið. En er það ekki alkunna að maður þurfi stundum að fórna minni hagsmunum fyrir meiri, fórna peði til að ná betri stöðu á skákborðinu? Yfir gilið fór hópurinn. En ekki hafði ég geð í mér til að líta við til að sjá svipinn á þeim sem sluppu.    Ég var þarna á ferð með tveimur ungum og efnilegum smölum sem báðir voru í sín- um fyrstu göngum, að minnsta kosti á þessu svæði. Hann er ellefu ára og hún þrettán. Þetta var stór dagur fyrir þau. Sjálfsagt hefði þeim gengið reksturinn bet- ur ef þau hefðu haft betri smalamann með sér. Til liðs við okkur kom þrettán ára strákur sem var þó í sínum þriðju göngum.    Sérstök stemning ríkir í réttinni við fjárhúsin. Bændur af nágrannabæjum mæta með kerrur og vörubíla til að koma fé til skila og sækja sitt eigið og nágranna. Féð gengur saman og menn þurfa að vinna mikið saman á þessum tíma árs. Um leið og féð er dregið og lyft á flutningatækin er spjallað um landsins gagn og nauðsynjar.    Svo kemur að því að velja þarf lömb til að láta á bílinn til Sauðárkróks. Ekki er al- ger eining í fjölskyldunni um það. Börnin vilja helst að allt fái að lifa, líka hrútlömb- in. Náttúran er óútreiknanleg og gefur oft kindum barnanna hrúta þegar allir óska eftir gimbrum. Börnin hafa töluvert að segja um sín lömb og sá ellefu ára stendur fast á sínu. Mitt lamb fer ekki. Ekki dugði að bjóða upp á skipti við gimbur sem flest- ir viðstaddir töldu góð skipti. Útlit var fyr- ir að barnstárin myndu bjarga þessari skepnu eins og fleirum í gegnum árin. Úr sveitinni VATNSSKARÐ EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN Stefnt er að því aðhalda sumarhátíð-ina Bíldudals- grænar á Bíldudal í lok júní á næsta ári. Kemur þetta fram á vefnum arn- firdingur.is. Fulltrúar frá Arnfirð- ingafélaginu í Reykjavík, Kvenfélaginu Framsókn, Leikfélaginu Baldri, Slysavarnadeild kvenna, Íþróttafélagi Bílddælinga og Björgunarsveitinni Kópi hittustu á fundi á dögunum og kom þar fram vilji til að gera hátíðina sem glæsilegasta. Fund- armenn fóru á flug í hug- myndaleit og fjöldi nýrra hugmynda varð til sem framkvæmdanefnd hátíð- arinnar vinnur úr í vetur. Með tilliti til fjölda góðra hugmynda sem sköpuðust er ljóst að næsta hátíð verður fjölbreytt, segir ennfremur í frétt á vefn- um. Bíldudals- grænar Neskaupstaður | Menn eru að dytta að bátum í Neskaupstað sem og ann- ars staðar við sjávarsíð- una. Þessi trónir hátt í slippnum og ber nafnið Inga. Hún virðist ekki eiga langt í land með að verða vel sjófær aftur, en hverjar viðgerðirnar voru fylgir þó ekki sög- unni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rauða Inga í slippnum Kristinn Bjarnasonvar frá Ási íVatnsdal en flutti til Vestmannaeyja á þriðja áratug aldarinnar. Þaðan í Biskupstungur 1939 og til Reykjavíkur 1950. Þar lést hann 1968. Daginn fyrir andlát sitt endaði hann kvæðahrinu svo í góðra vina hópi: Meðan svellur skraf við skál skal þó velli haldið en þegar elli þjakar sál þá má fella tjaldið. Meðal bestu vina hans voru Bjarni frá Gröf og Rósberg G. Snædal – Húnvetningar eins og hann. Kristinn sat á bekk á efri árum, eins og gamla fólkið á Grund oft gerir. Ungt fólk með vor- ið í sálinni gekk hjá: Æska í fumi framhjá mér frá sér numin gengur en fyrir hruman öldung er ekkert sumar lengur. Og Kristinn orti – auð- vitað hringhent: Vægir rosa og veðraþyt, vermist flos á steini. gegnum mosans gróðurlit Guð er að brosa í leyni. Brosið á Guði pebl@mbl.is Mývatnssveit | Mývetnsk skólabörn eiga sér eins konar fósturland á Hólasandi fyrir norðan sveit- ina. Þeim úthlutað landsvæði fyrir nokkrum árum og þangað gera þau ferð sína haust og vor með kennurum til að dreifa áburði og setja niður trjá- plöntur. Nú í fyrsta sinn plöntuðu þau einnig smára sem þau höfðu sjálf stungið upp við Mývatn og tekið með sér „út á sand“. Svæði þeirra er á miðjum Hólasandi nærri kísilvegi og er sem óðast að breytast í fallega gróðurvin. Morgunblaðið/BFH Með land í fóstri Uppgræðsla Snæfellsnes | Um fjögur þúsund manns heimsóttu gestastofu Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls á Hellnum í sumar. Þetta er fyrsta sumarið sem gestastofan er starf- rækt. Gestastofan var opin í tvo mánuði í sumar. Þar er boðið upp á fræðslu og upplýsingar um svæðið og náttúruvernd og landvörður er á vakt. Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóð- garðsvörður er ánægð, segir aðsóknina nokkuð góða miðað við hvað starfsemin sé ný. Gestastofan hafi til dæmis ekki verið komin inn í fastar ferðir hjá ferðaskrifstof- unum. Unnið er að því að safna frekari upplýs- ingum um svæði og ferðaþjónustuna og gera aðgengilegar fyrir gesti. Vonast Guð- björg til að þeirri vinnu verði lokið í vor. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda gesta þjóðgarðsins. Guðbjörg segir að að- sókn fari mikið eftir veðri og góð sumur hafi stuðlað að góðri aðsókn í sumar og í fyrra. Skipulagaður eru gönguferðir um þjóð- garðinn og var aðsókn í sumar meiri en í fyrrasumar. 4.000 komu í gestastofu Snæfellsjökuls Morgunblaðið/RAX INNVIGTUÐ mjólk nam um 8,9 milljónum lítra í ágústmánuði, samkvæmt bráða- birgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólk- uriðnaði, eða rúmri 1 milljón lítra meiri en í ágúst 2003 sem er aukning um 13% milli ára. Heildarinnvigtun á nýliðnu verðlagsári, sem lauk um síðustu mánaðamót, var um 109,7 milljónir lítra en heildargreiðslumark var 105 milljónir lítra. Því var umframmjólk á síðasta verðlagsári um 4,7 milljónir lítra á móti 4,1 milljón lítra á fyrra verðlagsári. Um 4,7 millj- ónir lítra í um- frammjólk ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.