Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í haust á hreint ótrúlegum kjörum. Prag er vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga í dag, enda ein fegursta borg heimsins. Tryggðu þér síðustu sætin í haust og njóttu fegurstu borgar Evrópu með traustri þjónustu fararstjóra Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 9.990 Flugsæti aðra leiðina, 11. okt. með sköttum. Netverð. Verð kr. 29.990 Flug og hótel, 3 nætur, 4. okt. með sköttum. Netverð. Síðustu sætin til Prag í haust frá kr. 9.990 · 30. sept. – uppselt · 4. okt. – örfá sæti · 7. okt. – uppselt · 11. okt. – laus sæti · 14. okt. – 11 sæti · 18. okt. – laus sæti Guðmundur Haukur Jóns-son er hógvær maður ogsegist ekki vera sérfræð-ingur í sultum þó að hann tíni ber og sulti á hverju hausti. „Ég hef áhuga á sjálfbærum búskap og er með sérlega græna fingur. Ég held mér sé óhætt að segja að ég eigi heiðurinn af garðinum hér heima hjá mér. Á vorin sái ég til fallegra plantna sem setja mikinn svip á garðinn yfir sumarið. Svo rækta ég sjálfur minn rabarbara og jarðarber og ég nota aldrei tilbúinn áburð, svo þetta er allt lífrænt ræktað hjá mér. Ég hef alltaf gert rabarbaramauk og líka nokkrar sultukrukkur úr blá- berjum og svo sulta ég líka jarð- arberin í heilu lagi. Núna í haust not- aði ég í fyrsta sinn hrásykur en ekki hvítan sykur við sultu- og mauk- gerðina og það hefur vakið mikla lukku hér á heimilinu. Þannig nýtast sultuðu jarðarberin til dæmis mjög vel sem útálát með Ab mjólk, skyri og súrmjólk, í stað sykurs eða ávaxta.“ Berjatínsla og veiði úti í náttúrunni Guðmundur Haukur gerir líka hrútaberjahlaup sem hann segir að- eins notað spari með hátíðarmat. „Það er mikið maus og vesen að gera hrútaberjahlaup og ég geri aðeins fjórar til fimm krukkur af því, en þetta hlaup er nauðsynlegur hluti af jólauppskriftinni. Vinur minn, Þór- hallur Vilhjálmsson lögfræðingur og sultugerðarmaður, hefur verið mér innanhandar og hjá honum fékk ég forláta uppskrift að hrútaberja- hlaupi. Við erum báðir miklir áhuga- menn um stangveiði með flugu og á haustin þegar lítil veiði er í veiðitúr- um eigum við það til að lauma okkur upp í brekkurnar og tína hrútaber. Það er þónokkur leit að stöðum þar sem nægilega mikið er af hrútaberj- um svo það taki því að tína þau til sultugerðar. En þegar maður hefur fundið gróðursæla og sólríka brekku sem vísar mót suðri og ef í henni er víði- og birkikjarr, þá er ekki ólík- legt þar séu hrútaber í nægu magni. Allir sem á annað borð tína hrúta- ber, þeir eiga sína brekku og fara þangað haust eftir haust og segja sjaldan frá hvar hana er að finna,“ segir Guðmundur og bætir við að veiði og berjatínsla eigi vel við hann af því í því felist náttúruskoðun. Sykurskúffan hluti af mér Guðmundur fæst við tónlistar- kennslu og hann fær nemendur til sín eftir hádegi. „Þess vegna henta morgnarnir mér svo vel í svona snudd í garðinum eða við sultugerð. Við erum bara þrjú eftir hér á heim- ilinu, eldri krakkarnir eru flognir úr hreiðrinu og yngsti sonur okkar sem er nýbyrjaður í framhaldsskóla er einn eftir hjá okkur foreldrunum. Af þessum sökum geri ég ekki mikið magn af sultum og mauki en auk þess er konan mín ekki mikið fyrir sætindi. Ég get aftur á móti ekki án sætinda verið því mér er sykur nán- ast í blóð borinn. Sykurskúffan var ómissandi hluti af mínu uppeldi. Þá var stór skúffa í eld- hús- inu sem geymdi sykur. Ég er sem sagt sá eini á mínu heimili sem gerir sultur og mauk en konan mín og börnin hafa ver- ið dugleg að hjálpa mér við blá- berjatínsluna.“ Ég á mína hrúta- berja- brekku  MATUR khk@mbl.is BERIN eru létthreinsuð og sett í háan stálpott. Vatni bætt út í. Miðað er við að berin standi u.þ.b. að hálfu í vatninu. Suðan látin koma upp og látið sjóða í 20–25 mínútur. Fylgjast þarf með suðunni. Hræra í við og við og merja berin eftir því sem hægt er með sleif. Pott- urinn tekinn af hellunni. Hrat- ið er síað frá. Spurningin er hversu hreint hlaupið á að vera. Berjunum er síðan hellt í gegnum sigti og kjötið marið í gegn. Safanum er síðan hellt af í gegnum grisju sem búið er að leggja yfir pott- inn og hnýta fyrir. Hratið er sett of- an á grisjuna líka og því leyft að kólna í 20–30 mínútur. Þegar hratið er orðið volgt er grisj- an losuð af pottinum og hratið látið vera áfram í grisjunni. Safi kreistur úr hrat- inu með því að búa til kúlu um það og snúa upp á grisjuna. Ef fólk vill hafa hlaupið hreinna er hægt að hella saftinni aftur í gegnum grisju eða láta hana standa á borði yfir sólarhring og hella síðan varlega í gegnum grisju. Þegar hér er komið sögu má velja um hleypiefni en í þessu tilfelli miðast uppskriftin við danska hleypiefnið gul mel- antin frá Törsleff. Best er að hleypa í smáum skömmtum. Í pott er settur einn lítri af safa. (Það má alveg bæta við vatni ef örlítið vantar uppá.) Væg suða í 1–2 mínutur. Einu bréfi er bætt út í og hrært. Soðið í eina mínútu. Réttar tímasetningar skipta máli. Sykur er hafður tilbúinn, 750 g, og honum er bætt út í smátt og smátt og hrært á milli. Suðan látin koma upp og soðið í eina mínútu og alls ekki lengur. Talið frá því augna- bliki þegar allt yfirborðið er byrjað að sjóða. Potturinn tekinn af hellunni. Froðan látin hjaðna og hún fleytt af með fiskispaða ef vill. Hlaupinu hellt í hreinar krukkur og hreint viskustykki lagt yfir. Krukkunum lokað daginn eftir. Hrútaberjahlaup að hætti Þórhalls ÞAÐ munaði litlu að illa færi þegar níu ára stúlka var að leika sér á klifurgrind á skólalóð Melaskóla. Þar festi hún breitt nælonband sem hún var með um hálsinn og hún hékk á bandinu. Stúlkan barðist um og læsingin gaf sig á endanum en hún var að vonum slegin og með sýnilega áverka á hálsinum. Herdís Storgaard, verkefn- isstjóri hjá Árvekni, Lýðheilsustöð segir að stúlkan hafi strax hlotið viðeigandi aðhlynningu og sloppið vel miðað við hvað hefði getað orð- ið. „Þessi bönd eru mikið notuð meðal barna og unglinga og jafnvel fullorðinna sem geyma lykla og annað smálegt í þessum böndum. Þetta eru nælonbönd sem eru 1,5–2 cm á breidd. Sum böndin eru með öryggislæsingu að aftan þann- ig að ef lykill eða sá hlutur sem hangir á bandinu festist þá losnar festingin að aftan og ég mæli ein-  ÖRYGGI | Níu ára stúlka hætt komin þegar band festist um hálsinn á henni á skólalóð Melaskóla Stórhættuleg bönd ef engin öryggislæsing er á þeim Læsing: Ef lykill eða sá hlutur sem hangir á band- inu festist í einhverju opnast öryggislæsingin. Morgunblaðið/Sverrir Rennilás: Ef bandið er ekki með öryggislæsingu er klippt á bandið og saumaður á það franskur rennilás. Hættulegt: Eins og sést var lykillinn boginn og lásinn illa farinn þegar stúlkan náði loks að losna þar sem hún hékk á bandinu í klifurgrindinni. dregið með því að fólk kaupi slík bönd og kanni síðan bönd sem börnin eiga nú þegar. Ef ekki er öryggislæsing á bandinu má klippa á það og sauma franskan rennilás á það.“ Herdís vísar til rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum en þar hafa þrír fullorðnir einstaklingar látist þegar þeir hafa verið með nafnspjald í slíku bandi sem hefur fest í lyftudyrum og ekki gefið eftir þegar lyftan fór af stað. Guðmundur Haukur Jónsson: Býr til hrútaberjahlaup sem vinur hans Þór- hallur Vilhjálmsson lögfræðingur gaf honum uppskriftina að. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.