Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 10
VALGERÐUR Lárusdóttir, bóndi á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dala- sýslu, kýs frekar að kalla sig fjall- kóng en -drottningu. Hún mun um næstu helgi stýra sínum 25. leitum í Brekkudal í Saurbæ. Reyndar seg- ist hún hafa farið leitir frá því hún man eftir sér, enda búið að Fremri- Brekku frá því árið 1945. Þar er hún nú með fjárbúskap ásamt eig- inmanninum, Þorleifi Óskarssyni, en segir fénu hafa fækkað á und- anförnum árum. Valgerður tekur fram að afrétturinn sem hún smali sé ekki stór, þar sé líklega að finna um 2–300 kindur og venjulega taki smölunin nokkra klukkutíma. Féð er síðan rekið í Múlarétt. Val- gerður segir að áður hafi verið meira fé í Saurbæ en nú séu nokkr- ir bæir farnir í eyði og því minni bú- skapur á svæðinu. Hún segir að til að allt gangi vel þurfi fjórir að smala fénu en áhugi á smalamennsku sé svo mikill að oft séu smalamennirnir um tuttugu. Allir vilja í leitir Að Fremri-Brekku eru nú um 130 kindur, en þær voru mun fleiri hér áður fyrr. „Við er- um orðin svo gömul,“ segir Valgerður og hlær. Þau hjónin eru nú orðin ein í kotinu en börn, barnabörn og aðrir ættingjar koma til að hjálpa til við leit- irnar og líklega mun fyrsta barna- barnabarnið, sem nú er að stíga sín fyrstu skref í lífinu, fljótlega láta til sín taka í leitunum. „Þó að þetta séu nú engar fjall- ferðir, þá kallast þetta leitarstjóri fjórðungi. „Nei, þetta er alltaf með sama hætti. Leitir eru í nokkuð föstum skorðum.“ Undanfarið hafa birst í fjöl- miðlum fréttir af „fjalldrottn- ingum“, konum sem sinna starfi leitarstjóra. En Valgerður kýs frekar starfsheitið fjallkóngur. „Ég titla mig nú alltaf bónda, ef ég er spurð um starfsheiti og hef alla tíð gert. Ég hef aldrei verið húsmóðir – enda er ég það ekki í raun og veru.“ Valgerður segir óvíst hversu lengi hún og Þorleifur haldi áfram að reka búið að Fremri-Brekku. „Við erum búin að fækka fénu og höfum gert þetta viðráðanlegra fyrir okkur, þar sem við erum bara tvö eftir. En ég hef bara svo gaman af kindum, þess vegna held ég áfram búskapnum. Svo held ég líka að þessi sveit hljóti að vera sú fal- legasta á landinu.“ Valgerður Lárusdóttir hefur verið fjallkóngur í Dölunum í 25 ár Langamma stýrir leitunum og ég er nú stundum að monta mig af því að vera líklega eini fjallkóngurinn sem er langamma.“ Valgerður segir fólk ávallt hafa tekið því sem sjálfsögðum hlut að hún væri fjall- kóngur og ekkert óvenjulegt þótt við það, en fáar konur hafa enn sem komið er gegnt þessu starfi. „Þetta þótti nú sjálf- sagt mál þegar ég tók við búskap af föður mínum. Enginn hefur gert neina at- hugasemd við það.“ Valgerður er fljót til svars þegar spurt er hvort skipulag leitarinnar hafi breyst frá því hún tók hlutverk fjallkóngs fyrst að sér fyrir aldar- Valgerður hefur stýrt leitum í Brekkudal í Saurbæ í 25 ár. FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segist ánægð með skýrslu starfshópa um styttingu náms, en þar er m.a. lagt til að nám til stúdentsprófs verði stytt úr fjórum árum í þrjú. Skýrslan verður gerð opinber síð- ar í vikunni, en Þorgerður Katrín kynnti helstu niðurstöður hennar á fundum með forsvarsmönnum kenn- ara og fulltrúum forsvarsmanna framhaldsskólana í gær. „Mér sýnist þetta í fljótu bragði vera mjög vel unnin skýrsla, allir hagsmunaaðilar hafa komið að þessu og fengið tækifæri til að tjá sig. Auð- vitað er það alltaf þannig að það fá ekki allir sitt fram, en það er alla- vega sátt um þær tillögur sem eru settar þarna fram af hálfu þeirra sem tóku þátt í vinnunni, þó að sumir hefðu eflaust vilja fá fleira inn,“ segir Þorgerður Katr- ín. „Tillögurnar bera það með sér að það er réttast að stytta náms- tímann í fram- haldsskólanum niður í þrjú ár, án þess þó að það minnki gæði námsins og þær kröfur sem við gerum til fólks þegar það lýkur framhaldsskóla. Svigrúm- ið sem hefur myndast á undanförn- um sjö til átta árum er svo mikið að það er hægt að bæta við námsefni án þess að það þýði lengri skóladag í grunnskólunum,“ segir Þorgerður, en hún tekur fram að samhliða þeirri breytingu þyrfti einnig að skoða starfsnámið. Hún segir það koma fram í skýrsl- unni að mikill sveigjanleiki hafi myndast í skólakerfinu á undanförn- um sjö til átta árum. „Í raun hefur grunnskólinn lengst um tvö ár og framhaldsskólinn lengst um 12 vik- ur. Þannig að það er mikið svigrúm og sveigjanleiki innan kerfisins til að þétta námið frekar og auka samfell- una.“ Þannig segir hún að íslenska skólakerfið verði samanburðarhæf- ara við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Þorgerður Katrín segir breyting- arnar kosta verulega fjármuni alveg til ársins 2016 svo tilgangurinn sé að bæta kerfið, ekki að spara fé. Hún segir styttingu á framhaldsskóla- námi að sjálfsögðu hafa talsverða tímabundna erfiðleika í för með sér, t.d. á högum framhaldsskólakenn- ara, það verði mikil þörf fyrir fram- haldsskólakennara fram til ársins 2011–12, en síðan jafnist það út. Einnig segir hún gert ráð fyrir út- skriftum úr tvöföldu kerfi á nokkr- um árum, m.a. með því að auka fram- lög til Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Miklir hagsmunir fyrir samfélagið „Ég held að þegar menn leggjast yfir þetta og skoða þetta þá sjá menn að það eru svo gríðarlega miklir hagsmunir fyrir samfélagið í heild sinni. Heildarhagsmunir eru miklir fyrir samfélagið, fyrir nemendur og fyrir fjölskyldurnar. Að sjálfsögðu verða einhverjir tæknilegir örðug- leikar við að framkvæma þetta til að byrja með, en það eru bara einfald- lega tæknimál sem hægt er að leysa,“ segir Þorgerður Katrín. Starfshópar leggja til styttingu náms til stúdentsprófs í þrjú ár Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ráðherra ánægður með tillögur starfshópsins ÞESSIR spræku krakkar, Birta Karen Gunnlaugs- dóttir, Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir og Heiðar Ingi Gunnlaugsson, notuðu góðviðrið nú um helgina til að bregða sér í berjamó við Vinaskóg ásamt hundinum Pjakki, en senn fer hver að verða síðastur til að næla sér í gómsæt ber áður en næturfrostið gengur í garð. Morgunblaðið/Sverrir Í berjamó SEX ára fyrningartími á endur- ákvörðun á tollum er óeðlilega langur, og eru dæmi um fyrirtæki sem hafa þurft að greiða milljónir króna fyrir vörur sem fluttar voru inn nokkrum árum áður en endurákvörðun átti sér stað, að því er fram kemur í frétt á vef Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Í fréttinni kemur fram að óánægju gæti meðal verslunarfyrirtækja sem stunda innflutning þar sem tollayfir- völd hafi rétt til að endurákvarða tolla allt að sex ár aftur í tímann, en þá sé varan yfirleitt löngu seld á verði sem miðist við þann toll sem greiddur var í upphafi. Svo virðist sem slíkum mál- um hafi fjölgað undanfarið, og segja SVÞ að búast megi við aukinni tíðni slíkra mála á næstunni. Þurfa bindandi álit tollstjóra Eina leiðin fyrir fyrirtæki til að koma í veg fyrir að eiga yfir höfði sér endurákvörðun tollstjóra allt að sex ár aftur í tímann er að krefjast bind- andi álits tollstjóra í hvert sinn sem ný vara er tollflokkuð. Það tefur toll- afgreiðslu og fram kemur í frétt SVÞ að ætla megi að það auki verulega vinnuálag hjá tollstjóraembættunum sé þetta gert í miklum mæli. SVÞ hafa óskað eftir fundi með fjármálaráðu- neytinu til að fara yfir athugasemdir samtakanna og aðildarfyrirtækja við frumvarpið. Óánægja með reglur um endur- ákvörðun tolla MÖGULEG lækkun fasteignaskatta hefur ekki verið rædd á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga en eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa tekjur sveitarfélag- anna af fasteignasköttum aukist um tæpan þriðjung á tveimur árum og út- lit fyrir að þær aukist enn frekar í ár. Eiga fullt í fangi með að láta enda ná saman Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir sveitar- félögin eiga fullt í fangi með að láta enda ná saman miðað við þær tekjur sem þau hafi og þau verkefni sem þeim séu falin. „Þetta fylgir bara hækkun fasteignaverðs hér á höfuð- borgarsvæðinu og hefur verið látið fylgja því nema þegar endurmatið var gert en þá breyttu flest sveitarfélögin reglunum þannig að það varð þeim ekki til tekjuauka. Annars hefur þetta einfaldlega fylgt verðlagsþróuninni. Það er það regluverk sem sveitar- félögin vinna eftir, bæði hvað varðar fasteignaskattinn og ýmis fasteigna- gjöld sem eru tengd fasteignamat- inu,“ segir Gunnlaugur. Lækkun fasteigna- skatta ekki verið rædd FORVAL um verslunarrekstur og breytingar í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar (FLE) verður haldinn á fimmtudag og er stefnt að því að af- greiða umsóknir fyrir 1. desember nk. Ákveðið hefur verið að stofna sjálfstætt dótturfélag FLE, Fríhöfn- ina ehf. og færa forræði verslunar- rekstrarins þangað í byrjun næsta árs að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá FLE. Langur tími Sams konar forvalsfundur var haldinn árið 2002, en ekki var unnið úr umsóknum þess fundar vegna þess að þáverandi eigendur Íslensks markaðar kærðu framkvæmd for- valsins. Eftir að Hæstiréttur Íslands staðfesti að rétt hefði verið staðið að forvalinu keypti Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar Íslenskan markað og tók við rekstri félagsins. Þar sem svo langur tími hafði liðið frá forvals- fundinum 2002 þótti rétt að endur- taka hann nú. Forvals- fundur FLE end- urtekinn RÚMLEGA tvítugur karlmaður var í gær sektaður um 175.000 krónur í ríkissjóð í Héraðsdómi Reykjaness og sviptur ökurétti í tvö ár fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fara yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Brotið átti sér stað í miðbæ Hafnarfjarðar að nóttu til í jan- úarlok. Við mælingu reyndist áfeng- ismagn í blóði hans rúmt prómill. Hann játaði akstur gegn rauðu ljósi en neitaði því að hafa ekið undir áhrifum. Auk refsingarinnar var maðurinn dæmdur til að borga allan sakar- kostnað, þar með talin 65.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns. Fékk 175.000 kr. í sekt ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.