Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 21 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÁSTÆÐA er til þess að vekja at- hygli á hinu svo kallaða Alfa- námskeiði sem boðið hefur verið upp á í mörgum af kirkjum landsins á undanförnum árum með athygl- isverðum árangri. Námskeiðið fjallar um lífsins gagn og nauð- synjar, tilveruna, lífið sjálft og tilganginn með öllu saman. Það er upp- runnið í Englandi, í kirkju einni, sem fyrir um það bil 20 árum var komin að fótum fram og þarfnaðist endurnýj- unar og lífs. Árangurinn lét ekki á sér standa því námskeiðið hefur á und- anförnum árum farið eins og eldur í sinu um alla heimsbyggðina og er nú boðið upp á það á nánast óteljandi stöðum í að minnsta kosti 160 löndum og er áætlað að yfir fimm milljónir manna hafi sótt það. Námskeiðið stendur yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku og hefst með sam- félagseflandi kvöldverði í hvert skipti. Heima- nám er ekkert og engar skuldbindingar eru gerðar til þátttak- enda. Þeim er að sjálfsögðu ekki held- ur gert að falla í einhvern ákveðinn farveg skoðana eða niðurstöðu. Boðið hefur verið upp á námskeiðið meðal annars í fangelsum víða um heim með framúrskarandi árangri. Mörg dæmi eru um að stjórnendur eða starfsmannafélög fyrirtækja hafi boðið upp á námskeiðið fyrir starfs- menn sína með góðum árangri. Þá hefur einnig verið boðið upp á nám- skeið í háskólum víðs vegar um ver- öldina, meðal annars í hinum fræga Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Á námskeiðinu gefst fólki kostur á að spjalla og spyrja, glíma og efast eins og eðlilegt er hverjum og einum. Námskeiðið er í raun og veru ekk- ert annað en hagnýtt nám í lífsleikni og er vel til þess fallið að vekja upp tilgang og fegurð lífsins með hverjum og einum þátttakanda. Þá er námskeiðið þannig upp byggt að skilningur manna á meðal eykst og fordómar minnka. Það er best að segja ekki of mikið heldur nota tækifærið og hvetja landsmenn til þess að fylgjast með auglýsingum eða hafa samband við starfsfólk næstu kirkju til þess að spyrjast fyrir og fá nánari upplýsingar um Alfa-námskeið í næsta nágrenni. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu KFUM& KFUK, því þar er um- boðsskrifstofa nám- skeiðanna hér á landi. Ég mæli eindregið með þessu Alfa-nám- skeiði, sem ég hef bæði séð og upplifað í nær- veru við fjölda fólks að greinilega virkar. Alfa-námskeiðið er því sannarlega mannbætandi á allan hátt, fyrir ein- staklinginn, makann, fjölskylduna, jafnt stjórnendur sem undirmenn sem og þjóðfélagið allt. Þau bæta líð- an og skila skilningsríkari, jákvæðari og yfirvegaðri manneskjum. Kærleikurinn eflist! Lifi lífið! Námskeið sem virka Sigurbjörn Þorkelsson fjallar um Alfa-námskeið Sigurbjörn Þorkelsson ’ Námskeiðiðfjallar um lífsins gagn og nauð- synjar, til- veruna, lífið sjálft og tilgang- inn með öllu saman.‘ Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. ÞAÐ VAR mjög kyndug sjón sem blasti við mér og öðr- um landsmönnum er við horfðum á beina útsendingu frá opnun Þjóðminjasafns Ís- lands í sjónvarpi. Þar stóð mér ókunn kona, fulltrúi Þjóðminjasafns, fyrir svörum og það kynd- uga voru fötin henn- ar. Hún var í upphlut (hluta íslensks þjóð- búnings) ofaná kjól sem líktist síðerma dökkbláum náttkjól sem ég átti einu sinni. Næsti fulltrúi í kyndugum fötum var menntamálaráðherra. Hún var í e.k. þjóð- búningslíki. Mér finnst sérkennilegt að þess- ar tvær konur, önnur fulltrúi Þjóðminjasafns og hin fulltrúi ís- lenska ríkisins, skuli ekki hafa vit á því að þegar þær eru í embætt- iserindum beri þeim að klæðast eins og slíkum fulltrúum sæmir. Þeim er nátt- úrlega í sjálfsvald sett hverju þær klæðast í einkasamkvæmum en sem fulltrúum þjóð- arinnar eiga þær ekki að vera í skrípaútgáf- um af þjóðbúningum. Á Íslandi er til þjóðbúningaráð. Það er skipað af mennta- málaráðherra. Aðset- ur þess er á Þjóð- minjasafni. Fulltrúar frá m.a. Þjóðminja- safni sitja í ráðinu svo það hefði verið hægur leikur fyrir báða emb- ættismennina að leita sér ráða um fataval fyrir opnun Þjóð- minjasafns. Kyndugt eða kindarlegt Anna María Geirsdóttir fjallar um þjóðbúninginn Anna María Geirsdóttir ’Á Íslandi er tilþjóðbúningaráð. Það er skipað af menntamála- ráðherra.‘ Höfundur er myndlistarmaður með meiru. LETI er ekki sjúkdómur og því engin meðul eða meðferð til við henni. Eng- ir möguleikar á vottorði frá lækni þó að letiverkirnir ætli viðkomandi lif- andi að drepa. Reyndar eru letiverkir sjaldgæfir og yfirleitt mikil værð yfir letingjum, að eigin sögn. Letingjum getur fjölgað við minnstu breytingar í náttúrunni og víst er úr miklu að moða því letin fer ekki í manngrein- arálit. Auðveld bráð letinnar eru þau sem vilja ekki vinna við annað en það sem þau hafa lært eða finnst skemmtilegt. Letin erfist oft. Fjöl- breytileiki letinnar ætti að vera áhugavert rannsóknarefni þeim sem ekki hafa ánetjast henni. Letin hefur tilhneigingu til að verða þjóðfélags- legt vandamál. Hundruð Íslendinga eru á atvinnuleysisbótum og útlend- ingarnir enn fleiri sem fluttir eru inn til að vinna störf sem landinn gæti vel axlað. Það er næstum á þeirri breidd- argráðu sem hugarsmíð letinnar nær hæsta flugi. Hún tvinnar saman ólíka hagsmuni og lætur þá hafa gagn hvorn af öðrum. Tökum dæmi. Rík- isstjórn okkar gefur útlendingadekr- urunum og landskemmdarmönn- unum í Landsvirkjun lausan tauminn í samskiptum við fræga útlenda um- hverfissóða og launaþjófa. Öll þrjú græða, því letin kemur í veg fyir að dæmið sé reiknað til enda. Guð og lukkan er látin um hagsmuni lands og þjóðar. Dæmi tvö. Ríkisstjórnin og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvernig taka skuli á málum fólks sem fær ekki vinnu sem hæfir menntun þess, aðstæðum og vana. Þrautalend- ingin er að fólkið fer á atvinnuleys- isbætur og útlendingar fá störfin sem það gat mannað. Verkalýðsfélögin fagna sigri. Þau vörðu rétt fólks til að láta samborgara sína sjá fyrir sér, ef þjóðfélagið hefði ekki störf sem hent- uðu því. Stjórnvöld, með allt sitt grugg, verða að láta þar við sitja. Til að fjármagna dæmið þarf jú að skera meira og oftar niður hjá öldruðum og öryrkjum. Svo má endalaust troða á heilbrigðiskerfinu þegar aurs er vant. Dæmi þrjú. Öldruðum er að sjálf- sögðu séð fyrir niðurgreiddum mat, en þar er ekki allt sem sýnist. Margt af því besta sést aldrei á þeirra borð- um. Þegar ég grennslaðist fyrir um orsökina var sagt að svo mikið magn af því besta væri ófáanlegt hverju sinni og sumt væri ekki hægt að elda fyrir svo marga. Þegar ég athugaði málið betur kom í ljós að letin var þar að verki og hafði boðið græðginni sneið af kökunni. Dæmi fjögur. Fyrir löngu var til flokkur sem barðist gegn mismunun og kúgun. Hann hét Al- þýðuflokkur og var sín fyrstu ár sverð alþýðu og skjöldur. Honum eig- um við að þakka velferðakerfið eins og það leggur sig, en því hefur hrakað mikið eftir margra ára stjórn Fram- sóknar. Svo kom letin og hafði græðgina, sljóleikann og skammsýn- ina í för. Vald hennar varð svo mikið að Alþýðuflokkurinn dó úr leiðindum. Nú er engin jafnaðarflokkur til. Eng- inn flokkur sem almenningur getur fyllilega treyst. Lítill flokkur reynir þó að spyrna við fótum þegar sótt er að sjálfstæðis-, umhverfis- og jafn- réttismálum þjóðarinnar, en óþarfa öfgar veikja hann. Í þessum efnum má segja eins og Jónas forðum: Flúinn er dverg- ur, dáin hamra- tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda. Dæmi fimm. Kannski veldur leti því að Samfylkingin vill láta fjör- egg þjóðarinnar, samfara sjálfstæði, í hendur útlendinga. Mögulega hefur leti valdið því að engir umhverf- isráðherrar hafa sett sig nægilega inn í mál þau er varða umhverfið, til að skilja gríðarlegt mikilvægi þess. Allir sváfu ráðherrarnir á því er skipti mestu fyrir land og þjóð. Það er gam- an að vera virkur í þjóðfélaginu, hafa vinnu og geta unnið. Öll vinna er þýð- ingarmikil. Ekkert er betra við leti en vinna og heiðarleiki. ALBERT JENSEN, Smiðjuvegi 3, 105 Reykjavík. Vald letinnar Frá Alberti Jensen: Albert Jensen AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.