Morgunblaðið - 02.10.2004, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MOLLY MOON
OG DÁLEIÐSLUBÓKIN
MEÐ 50% AFSLÆTTI:
LESTRARHESTARFARA
ALDREI ÍVERKFALL
HÖFUNDURINN
GEORGIA BYNG
KEMUR TIL LANDSINS
Í ÞESSARI VIKU!
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
†
R
‹
IN
1.440KR.
KJÓSI UM AÐILD TYRKJA
Jacques Chirac Frakklandsforseti
vill að Frakkar efni til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðild Tyrklands
að Evrópusambandinu, ef til slíkrar
aðildar kemur. Talið er að Tyrkir
geti ef til vill fengið aðild eftir ára-
tug. Chirac styður aðild þeirra en
kannanir gefa til kynna að meirihluti
Frakka og Þjóðverja sé á móti.
Kerry öflugri í einvíginu
John Kerry, forsetaefni demó-
krata, þótti standa sig betur í fyrsta
sjónvarpseinvíginu gegn George W.
Bush forseta á fimmtudagskvöld.
Umræðuefnið var utanríkis- og
varnarmál og voru þeir sammála um
að helsta ógnin við Bandaríkin væri
útbreiðsla kjarnorkuvopna.
Herinn að hrynja
Varnarmálaráðherra Rússlands
segir að her landsins sé að komast í
þrot vegna þess að ungir karlmenn
komi sér undan herþjónustu með öll-
um ráðum. Ástæðan er sögð vera
slæm kjör í hernum og ótti við að
verða sendur til að berjast í Tétsníu.
Mótmæli við þingsetningu
Meirihluti þingmanna stjórn-
arandstöðunnar gekk út undir ræðu
Halldórs Blöndal, forseta Alþingis,
við þingsetningu í gær. Mislíkuðu
þeim ummæli þingforsetans um for-
seta Íslands og fleira. Halldór Blön-
dal kveðst vilja standa á rétti Al-
þingis og verja það.
Fjárlagafrumvarp lagt fram
Tekjuafgangur ríkissjóðs á næsta
ári nemur 11,2 milljörðum króna
samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir
2005. Fjármálaráðherra segir aukið
aðhald í rekstri ríkissjóðs og vaxandi
tekjuafgangur skapi svigrúm til
skattalækkana á næstu árum.
Y f i r l i t
Í dag
Viðskipti 16 Forystugrein 30
Úr verinu 17 Viðhorf 32
Erlent 18/20 Messur 36
Höfuðborgin 22 Minningar 37/43
Akureyri 22 Brids 45
Suðurnes 23 Dagbók 48
Árborg 22 Víkverji 48
Landið 22 Velvakandi 49
Daglegt líf 25/26 Staður og stund 50
Ferðalög 27 Menning 51/57
Úr vesturheimi 28 Ljósvakamiðlar 58
Umræðan 29/34 Veður 59
Bréf 34 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
ICELANDAIR mun í maí á næsta ári hefja áætl-
unarflug til San Francisco á vesturströnd Banda-
ríkjanna. Til þess verður notuð Boeing 767-breið-
þota sem tekur um 270 farþega og er þetta í fyrsta
skipti sem breiðþota er notuð við áætlunarflug fé-
lagsins.
Boðið verður upp á beint flug sem tekur um níu
klukkustundir. Breiðþotan er ein af þremur sem
Loftleiðir, dótturfélag Icelandair, hafa notað í
leiguflug.
Næsta sumar verður framboð Icelandair í áætl-
unarflugi aukið um 20% frá því sem var í sumar og
munar mest um flugið til San Francisco. Vegna
þessa hyggst Icelandair ráða 80–100 starfsmenn
til viðbótar, þar af líklega nokkra tugi flugmanna.
Talið er að velta félagsins muni aukast um 2–3
milljarða.
Áætlunarflugið hefst hinn 18. maí og stendur
fram í miðjan október. Flogið verður fjórum sinn-
um í viku. Brottför verður frá Keflavíkurflugvelli
síðdegis, á sama tíma og annað áætlunarflug til
Bandaríkjanna, og verður lent í San Francisco um
klukkan 18.30 að staðartíma. Flogið verður til
baka klukkan 23.30 og lent á Keflavíkurflugvelli
klukkan 14.30 daginn eftir.
Miklir möguleikar
Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, segir
að flugið bjóði upp á mikla möguleika, jafnt fyrir
fyrirtækið sem íslenska ferðaþjónustu í heild. Í
Kaliforníu sé mikill áhugi fyrir Íslandi og Norð-
urlöndunum en fram til þessa hafi félagið ekki haft
þotur í áætlunarflugi sem geti flogið þangað í
beinu flugi. Mikilvægt sé að geta boðið upp á beint
flug. Bandaríkjamenn vilji síður þurfa að milli-
lenda og eftir hryðjuverkin 11. september 2001
hafi þeir orðið enn tregari til þess.
Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs, segir að hið beina flug til San
Francisco muni styrkja mjög samkeppnisstöðu fé-
lagsins á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Ekkert
annað flugfélag á Norðurlöndunum bjóði upp á
beint flug þangað. Icelandair muni næsta sumar
bjóða upp á langstysta ferðatímann milli Norður-
landanna og Kaliforníu. Takist vel til geti þetta
myndað grundvöll fyrir beint áætlunarflug til
Asíu.
Auk flugsins til San Francisco verður framboð á
flugi til annarra staða einnig aukið, t.d. til Boston
og London, þar sem breiðþotan verður nýtt. Einn-
ig er bætt við flugferðum til Frankfurt, Berlínar,
München, Amsterdam og Orlando. Ragnhildur
Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarstýringar
Icelandair, segir að vegna þessa þurfi að bæta
einni Boeing 757 við í áætlunarflugi félagsins.
Þegar er hægt að bóka flug til San Francisco og
í vikunni verða auglýst kynningarfargjöld.
Icelandair hefur áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna næsta sumar
Beint flug til San Francisco
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sigurður Helgason forstjóri greindi frá nýjungunum í gær.
Þarf að fjölga
starfsfólki um 80–100
AUKIN umsvif í áætlunarflugi
Icelandair kalla á að flýta þarf
breytingum og stækkun á Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, FLE, þar
sem farþegum muni fjölga. Kem-
ur þetta fram í frétt frá FLE.
Ferðamálaráð fagnar mjög
ákvörðun Icelandair að hefja
áætlanaflug til San Francisco.
Segir í tilkynningu frá ráðinu
að þetta auki mjög möguleika
ferðaþjónustunnar til útrásar.
Framkvæmd-
um flýtt í
Leifsstöð
LANDSSÖFNUN Rauða krossins,
Göngum til góðs, fer fram í dag með
þátttöku sjálfboðaliða um allt land.
Gengið verður í hús milli kl. 10 og 18
en ágóði söfnunarinnar að þessu
sinni rennur til stríðshrjáðra barna í
fjórum heimshlutum. Í gærkvöldi
höfðu um 1.200 sjálfboðaliðar skráð
sig á vef Rauða krossins og gerir
Þórir Guðmundsson upplýsinga-
fulltrúi sér vonir um að takist að fá
um 2.500 manns í söfnunina.
Alls eru um 80 söfnunarstöðvar á
landinu, þar af 30 á höfuðborgar-
svæðinu. Meðal sjálfboðaliða sem
ætla að ganga til góðs í dag eru Ólaf-
ur Ragnar Grímsson forseti, Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra, Þór-
ólfur Árnason borgarstjóri, Björg-
ólfur Guðmundsson bankaráðsfor-
maður, Rannveig Rist forstjóri og
Þórey Edda Elísdóttir stangar-
stökkvari. Að sögn Þóris hafa
grunnskólakennarar í verkfalli á
nokkrum stöðum skorað hverjir á
aðra að taka þátt í söfnuninni.
Síðasta landssöfnun fyrir tveimur
árum skilaði um 30 milljónum króna,
sem var langt umfram vonir.
Stefnt að stuðningi
við börn í fjórum löndum
Rauði krossinn stefnir að því að
styðja börn í Afríkuríkinu Sierra
Leone og á heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna. Takist vel til segir
Þórir að söfnunarféð renni einnig til
stríðshrjáðra og fatlaðra barna í
Afganistan og til aðstoðar við að
koma börnum í Kongó til foreldra
sinna eða annarra ættingja. Þar hef-
ur Rauði krossinn flogið milli land-
svæða með börn sem misstu eða
týndu foreldrum sínum og nánustu
ættingjum í borgarastyrjöldinni í
Kongó.
Landssöfnun Rauða krossins fer fram í dag
Ljósmynd/Rauði krossinn
Þessar stúlkur söfnuðu 19.763 krónum fyrir börn í stríði, f.v. Birta Þórsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Erna
Björk Ólafsdóttir og Áslaug Dóra Einarsdóttir. Hörn Valdimarsdóttir komst ekki í myndatökuna.
Gengið stríðshrjáð-
um börnum til góðs
ÖKUMAÐUR annarrar bifreiðar-
innar sem lenti í árekstri í Gríms-
nesi síðastliðinn fimmtudag lést í
fyrrakvöld af völdum áverka sem
hann hlaut í slysinu. Hinn látni hét
Gunnar Karl Gunnarsson, til heim-
ilis að Bæjarholti 13 í Laugarási.
Hann var fæddur 2. nóvember
1986. Gunnar heitinn var ókvæntur
og barnlaus.
Í hinum bílnum var ung kona
með rúmlega sex mánaða gamlan
son sinn. Þau voru flutt á slysadeild
LSH í Fossvogi en voru bæði út-
skrifuð af slysadeild í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi er unnið að
rannsókn slyssins. Fulltrúi Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa mætti
á slysstað og mun framkvæma
sjálfstæða rannsókn. Báðir öku-
menn voru með bílbelti spennt og
barnið í barnabílstól.
Lést af
völdum
bílslyss