Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓGLEYMANLEG SAGA UM VINÁTTU GYÐINGADRENGS VIÐ ARABAKAUPMANNINN IBRAHIM ÚTGEFANDI SÖGUNNAR AF PÍ KYNNIR: HERRAIBRAHIMOGBLÓMKÓRANSINS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN EFTIR ERIC-EMMANUELSCHMITT TALSVERT hefur verið um far- tölvuþjófnaði í Reykjavík að undan- förnu og hefur fartölvum verið stol- ið í um 30 innbrotum það sem af er þessum mánuði. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur ýmist verið brotist inn í bíla eða híbýli fólks. Á einum sólarhring var fartölvum t.a.m. stolið úr fjór- um bílum. Í flestum tilvikum hafa innbrotin átt sér stað að næturlagi. Ómar Smári segir að áhugi þjófa ráðist yfirleitt af eftirspurninni. Nú virðist vera eftirspurn eftir fartölv- um hjá fólki og því leiti þjófar þær uppi. Tilgangurinn sé iðulega að afla fjár til fíkniefnakaupa. Al- menningur geti tekið þátt í að draga úr líkum á þjófnuðum með því að kaupa ekki muni sem ætla megi að séu illa fengnir. Ómar Smári segir mikilvægt að fólk skilji ekki fartölvur eftir sýnilegar í bíl- um sínum þegar þeir eru yfirgefnir. Þjófnaður á fartölvum eykst KÓKAÍNIÐ, um 140 grömmm, sem 24 ára gamall maður flutti innvortis til landsins í október í fyrra voru til greiðslu á fíkniefnaskuld, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær. Maðurinn keypti kókaínið í Kaupmannahöfn og þótti sýnt að verulegur hluti þess var ætlaður til sölu hér á landi. Maðurinn komst hins vegar ekki með efnið fram hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Ákæruvaldið féllst fyrir sitt leyti á þá frásögn mannsins að með inn- flutningnum hefði maðurinn ætlað að greiða fíkniefnaskuld. Dómur- inn tók tillit til þess sem og að mað- urinn hefur farið í fíkniefna- meðferð, hefur stundað vinnu af áhuga og væri þar að auki í sambúð með barnsmóður sinni og fjögurra mánaða gömlu barni. Þótti dómn- um hæfilegt að dæma hann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá óskil- orðsbundna. Sveinn Sigurkarlsson kvað upp dóminn. Ætlaði að greiða fíkniefnaskuld TUTTUGU sjúklingar eru nú á Arn- arholti á Kjalarnesi, heimili fyrir geðsjúka, en því verður lokað um áramót. Um fjörutíu heimilismenn voru í Arnarholti í janúar sl. en síð- an í ágúst hafa þeir verið tuttugu talsins auk starfsfólks. Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðs- stjóri hjúkrunar geðsviðs Landspít- alans, segir engin vandamál hafa skapast fyrir sjúklingana þrátt fyrir að rýmum í Arnarholti hafi verið fækkað. Sjúklingum hafi verið vísað til annarra úrræða innan geðsviðs spítalans sem og annarra aðila. Rýmum fækkað á Arnarholti SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands (SLFÍ) hefur kært til Landlæknis- embættisins þá ákvörðun stjórnenda kvennasviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) að fela ófaglærð- um starfsmönnum verkefni sem fé- lagið telur aðeins vera á færi sérmenntaðra heilbrigðisstétta að annast. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði af Sjúkraliðanum, fagblaði SLFÍ. Að sögn Kristínar Á. Guð- mundsdóttur, formanns Sjúkraliða- félags Íslands, fékk félagið fregnir af því í febrúar sl. að til stæði að stofna nýja stétt „sérhæfðra aðstoðar- manna ljósmæðra“ með nýrri starfs- lýsingu og stuttu námskeiði fyrir ófaglært starfsfólk. „Samkvæmt upphaflegri starfslýsingu sem við fengum í hendur var hins vegar ljóst að þessu aðstoðarfólki var ætlað að sinna störfum sem falla undir verk- svið sjúkraliða. Eftir að við sendum málið til Landlæknisembættisins, sem óskaði í kjölfarið eftir upplýs- ingum frá LSH, þá var starfslýsing- unni skyndilega breytt og hún gerð loðnari á allan hátt.“ Að sögn Kristínar hafa sjúkraliðar aldrei starfað á fæðingardeild LSH þó að þær hafi aðstoðað ljósmæður við fæðingar á öðrum heilbrigðis- stofnunum landsins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Margrét Hallgrímsson, annar tveggja sviðstjóra og yfirljósmóðir á kvennasviði LSH, að um hreinan misskilning væri að ræða. „Í raun er þetta engin breyting. Það eina sem ég gerði var að víkka út verksvið ræstingarkvennanna í þá átt að láta þær hjálpa til við að búa um rúmin eftir fæðingar, en aðallega að sjá um að þvo óhrein áhöld eftir fæðingar og ganga frá birgðum. Þannig að ég get ekki séð að það gangi inn á verksvið sjúkraliða,“ sagði Margrét, en út- víkkunin á verksviði ræstingar- kvennanna tók gildi í upphafi árs og hafa þær starfað eftir henni síðan. Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkr- unarfræðingur hjá Landlæknisemb- ættinu, staðfesti að kæra Sjúkraliða- félagsins hefði borist embættinu. Sjúkraliðafélag Íslands kærir LSH til landlæknis Telja ófaglærða starfs- menn ganga í störf sín LÆKNAR vilja að Alþingi og ríkisstjórn hafi for- göngu um aðgerðir til að auka heilbrigði Íslend- inga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu, samkvæmt tillögu að ályktun sem fjallað verður um á aðalfundi Læknafélags Íslands, LÍ, sem lýk- ur í dag. Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, segir í sam- tali við Morgunblaðið að með þessu útspili vilji læknar opna umræðuna um aðgerðir á þessu sviði, en hugmyndin sé að mynda áhuga í samfélaginu á því að eitthvað verði gert til að bregðast við vax- andi offitu og sjúkdómum af hennar völdum. Í tillögu að ályktun aðalfundarins kemur fram að móta ætti stefnu ríkisstjórnarinnar um breytt- ar áherslur í verðlagsmálum neysluvara, almenn- ingsfræðslu, breytta námsskrá í leik- og grunn- skóla, stuðning við menningartengda hreyfingu barna og unglinga auk keppnisíþrótta, og aukna áherslu á almenningsíþróttir og aðstöðu til útivist- ar og hreyfingar. Ráðherra tók vel í hugmyndir Hugmyndirnar voru kynntar við setningu aðal- fundar LÍ í Nesi við Seltjörn á Seltjarnarnesi, og tók Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra mjög vel í þær. Hann sagði fundarmönnum að þær pössuðu vel inn í hugmyndir sem uppi séu í ráðuneytinu. Hann nefndi sem dæmi frumvarp um reykinga- bann á veitingahúsum og skemmtistöðum, og sagðist binda miklar vonir við hugmyndir lækn- anna. Sigurbjörn segir að mestu máli skipti að aðgerð- ir af þessu tagi séu gerðar í sátt við fólk, það verði að gera þetta á jákvæðu nótunum frekar en setja einhverjar sperrur á fólk. Hann segir mikilvægt að þetta verkefni verði ekki bara eitthvað sem heilbrigðisráðuneytið vinnur að, heldur verði það ríkisstjórnin öll sem taki þetta upp á sína arma, enda tengist heilbrigði sviðum fleiri ráðherra en heilbrigðisráðherra. Aðspurður um hugmyndir lækna um breyttar áherslur í verðlagsmálum neysluvara segir Sigur- björn að hér sé hann ekki að tala um einhverskon- ar skatt á óhollustu, frekar ætti að reyna jákvæða nálgun og gera fólki auðveldara að kaupa hollar vörur og stuðla þannig að breyttum neysluvenj- um. Breytingar á námsskrá í leik- og grunnskólum segir Sigurbjörn að gætu að miklu leyti snúist um að opna smekk barna í ríkara mæli fyrir hollustu, en einnig væri verðugt verkefni að þróa fræðslu fyrir grunnskólabörn um hvernig þau geti útbúið sér hollan málsverð þegar foreldrarnir eru svo mikið í vinnunni. Ekki forræðishyggja Næsta skrefið, samþykki þingið ályktunina, er að kynna ríkisstjórninni hana. Ef ríkisstjórnin tekur vel í málið mætti skipa starfshóp til að kanna hvort þessar hugmyndir séu framkvæm- anlegar, og vinna betur úr þeim. Mikilvægast er, að mati Sigurbjörns, að þessar hugmyndir endur- spegli ekki forræðishyggju eða stjórnsemi, heldur kynni þær fyrir fólki möguleika á skynsamlegu vali. Læknar vilja auka heilbrigði og hefja aðgerðir gegn offitu Morgunblaðið/Árni Torfason Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók vel í hugmyndir lækna um aðgerðir gegn offitu. ÞYRLUÁHAFNIR Landhelgisgæsl- unnar hafa fengið rauð viðvörunar- ljós til að auðvelda þeim að komast leiðar sinnar í útköll. Tafir í um- ferðinni geta haft alvarlegar afleið- ingar. Dómsmálaráðuneytið ákvað, í samráði við Landhelgisgæsluna og lögregluyfirvöld, að útvega þyrlu- áhöfnum rauðu blikkljósin. Ekki er um eiginleg forgangsljós að ræða heldur eiga þau að stuðla að auknu öryggi og til að óska eftir tillitssemi annarra ökumanna. Eins verður auðveldara fyrir lögregluna að að- stoða þyrluáhafnir við að komast leiðar sinnar í neyðartilfellum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Heiðar Wiium þyrluflugmaður með blikkljós og borða sem auð- kenna bíla þyrluáhafna þegar þær eru á leið í útköll. Þyrlumenn með hraði DORRIT Moussaieff forsetafrú er umfjöllunarefni greinar sem birtist undir fyrirsögninni „Norræna stjarnan“ eða „Norse Star“ í nýjasta hefti tímaritsins W. Greinin hefst á lýsingu blaða- manns á hátíð- arkvöldverði þar sem forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, býr sig undir að halda ræðu en er stöðvaður kurt- eislega af eiginkonu sinni sem minn- ir hann í tvígang á að fólk vilji áreið- anlega frekar taka til matar síns en að sitja undir ræðuhöldum. „Og þannig gengur vanalega mik- ilfenglegur kvöldverður í boði for- seta Íslands fyrir sig – í það minnsta þegar hinn opinskái og fljóthuga of- urhugi og þotuliðskvendi, eiginkona hr. Grímsson, er í bænum,“ segir greinarhöfundurinn Natasha Singer. Forsetafrúin er í grein hennar sögð laus við tilgerð og afar vinsæl meðal Íslendinga, sem sjálfir séu frjálslynd þjóð. Þess er getið að Dorrit Moussaieff sé jafnfær um að pluma sig í hátíðlegum kvöldverð og á íþróttaviðburðum innanlands. Vitnað er í frétt Morgunblaðsins af því að forsetafrúin hafi stolið sen- unni á glímumóti unglinga nýverið. „Fjörleg og hreinskilin nálgun frú Moussiaeff á lífið, sem eiginmaður hennar kallar „barnslegu hliðina sem vill fara í Disneyland“ virðist ætla að heilla þjóðina jafnmikið og það heillaði leiðtoga hennar. Íslend- ingar voru sérstaklega upp með sér fyrr á árinu þegar danskt tímarit valdi hana bestu klædda gestinn – í samkeppni við sjö drottningar, 25 prinsessur, 18 greifynjur, sex her- togaynjur og sex barónessur – í hinu konunglega brúðkaupi Friðriks krónprins af Danmörku í Kaup- mannahöfn.“ Dorrit Moussaieff er í greininni sögð vera frábrugðin öðrum forseta- frúm að því leyti að hún hafi ekki tekið valin málefni upp á sína arma, eins og t.d. bókmenntir eða heil- brigðismál, heldur hafi hún helgað sig öllu sem íslenskt er. Hún ferðist um heiminn til að kynna listir, kvik- myndir, hönnun, tísku og matargerð Íslendinga. Dorrit Moussaieff hælt í tískutímariti Dorrit Moussaieff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.