Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEIRIHLUTI þingmanna stjórnar- andstöðunnar gekk út úr þingsalnum þegar Halldór Blöndal, nýendurkjör- inn forseti þingsins, flutti ávarp sitt á þingsetningarfundinum í gær. Í sam- tali við Morgunblaðið sögðu þeir sér misboðið og að forseti Alþingis hefði kosið að rjúfa þann frið sem ríkti við upphaf þingstarfa með árásum á for- seta Íslands, ræða hans hefði verið óboðleg. „Þegar hann [Halldór] rakti ákvarðanir forseta Íslands um lýð- ræðislegar kosningar til einvalds konunga sem þáðu vald sitt frá Guði var mér nóg boðið,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar- innar, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var sá þingmaður sem stóð fyrst upp og gekk út. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar fylgdu í kjölfarið; gengu þeir út hver á fætur öðrum. Þeirra á meðal var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sat hins vegar sem fastast. Hann gagnrýndi þó ræðu Halldórs, eins og hinir þrír, í fjölmiðlum í gær. Gróflega misboðið Össur segir, þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi gengið út und- ir ræðunni, að sér hafi verið gróflega misboðið, sem þingmanni, þegar for- seti þingsins hafi kosið að rjúfa þann frið, sem eigi að ríkja við upphaf þing- starfa, með árásum á forseta lýðveld- isins. „Mér fannst það mjög óviðeig- andi. Mér fannst hann sýna okkur þingmönnunum og forsetanum dóna- skap. Mér hefur aldrei til hugar kom- ið að ég ætti nokkru sinni eftir að ganga út undir þingsetningu með þessum hætti. En því miður gat ég ekki setið undir þessu bulli, þessu en- demisbulli og árásum forseta þings- ins á forseta lýðveldisins. Ræðan var samfelld árás á forsetann,“ sagði hann. „Ég heyrði ekki betur en hann væri að ýja að því að forseti lýðveld- isins hefði í reynd verið að taka sér einhvers konar hlutverk arfakóngs með því að beita einhverju sem hann taldi að væru leifar konungsveldis- ins.“ Magnús Þór Hafsteinsson segir aðspurður að sér hafi fundist ósvífið af Halldóri að nota þingsetningar- fundinn til að gagnrýna stjórnar- skrármálið, synjunarvald forseta Ís- lands og fjölmiðlamálið. „Hann grípur tækifærið þegar hann er í beinni útsendingu í sjónvarpi og veit að hann getur ekki fengið nein and- svör,“ segir Magnús. „Þótt ég sé ný- græðingur á þingi fannst mér þetta út úr öllu korti.“ Óboðleg ræða Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist ekki hafa gert það að gamni sínu að ganga út undir ræðu forseta Alþingis. „En fyrir því eru nokkrar ástæður,“ útskýrir hann. Þeirra á meðal sé innihald ræðunnar. Hún hafi verið algjörlega óboðleg. „Hann hjólaði þarna beint í þessi eld- heitu deilumál frá liðnu sumri, á mjög hlutdrægan hátt, og fór út í málflutn- ing fyrir hinn vonda málstað ríkis- stjórnarinnar. Þetta var umræða sem við tókum í sumar og ég átti satt að segja ekki von á því að menn hefðu áhuga á að hefja hana að nýju – sér- staklega ekki stjórnarliðar. Ég hefði fyrr átt von á því að þeir hefðu beðist afsökunar og skammast sín.“ Engin andsvör leyfð við þingsetningu Steingrímur segir einnig að sér hafi fundist ákveðin ummæli forseta þingsins alveg fráleit. „Til dæmis að líkja málskotsrétti þjóðkjörins forseta lýðveldisins við stöðu arfakónga á einveldistíma mið- alda sem töldu sig hafa sótt vald sitt til Guðs. Þetta er fráleitt og stenst enga skoðun.“ Hann minnir einnig á að á þingsetningarfundi hafi forseti þingsins einn orðið. Þingmenn geti því ekki svarað honum „og hrakið þessa vitleysu í honum“, segir Stein- grímur. Stjórnarandstæðingar töldu sér misboðið við þingsetningu Meirihluti þingmanna stjórnarandstöðu gekk út undir ræðu forseta þingsins Morgunblaðið/Þorkell Frá setningarfundi Alþingis í gær en undir ræðu forseta Alþingis gengu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar á dyr. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunn- skólanna, sem halda átti dagana 14. og 15. október nk. Er þetta gert vegna yfirstandandi verkfalls grunnskólakennara. Í tilkynningunni segir mennta- málaráðuneytið að skólum verði send bréf með nýjum dagsetningum þegar kennsla hefjist aftur að loknu verkfalli. Prófin verði ekki haldin fyrr en a.m.k. tvær kennsluvikur séu liðnar frá lokum verkfalls. Samræmdum prófum frestað HLUTUR í nefhjóli Fokker-flugvél- ar Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, brotnaði í lendingarbruni á flugvell- inum í Vogum í Færeyjum um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Um borð í vélinni voru 13 farþegar og tveggja manna áhöfn. Sakaði þá ekki við óhappið. Flugbrautinni var lokað í tvær klukkustundir meðan flugvél- in var færð á flugvélastæði. Bæði Atlantsflug og Maersk Air urðu að fresta brottför vegna óhappsins, samkvæmt frétt Sosialurin í Færeyj- um. Í fréttatilkynningu frá Landhelg- isgæslunni segir að það sé nauðsyn- legt fyrir áhöfn TF-SYN að æfa að- flug að flugvellinum í Færeyjum. Ákveðið hafi verið að nota tækifærið og heimsækja björgunarstjórnstöð- ina í Færeyjum og nýja varðskipið Brimil. Því voru nokkrir yfirmenn Landhelgisgæslunnar með í þessari för. Ætlunin var að snúa aftur til Ís- lands í gær en bíða þurfti eftir vara- hlut frá Lúxemborg og er flugvélin væntanleg heim í dag, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæsl- unni. Gæsluvél hlekktist á í Færeyjum Ljósmynd/Edvard Joensen Stykki brotnaði í nefhjóli TF-SYN í lendingarbruni BYGGINGARFYRIRTÆKIÐ Ístak hyggst flytja inn allt að 15 sænska trésmiði vegna aukinna verkefna Ístaks m.a. við álverið á Grundar- tanga. Þar verða reistar vinnubúð- ir, en einnig verður smiðunum komið fyrir á Akranesi. Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir enga íslenska trésmiði á lausu um þessar mundir og því hafi verið leitað út fyrir land- steinana. Ístak hafi líka góða reynslu af sænskum iðnaðarmönn- um í gegnum tíðina, m.a. við vinnu við Smáralindina. Þess vegna hafi verið auglýst eftir sænskum tré- smiðum sem hafi sýnt góð viðbrögð. Verið er að fara yfir þær um- sóknir sem hafa borist og er gert ráð fyrir að smiðirnir komi til landsins um miðjan október. Þá er gert ráð fyrir að þeir verði í um hálft ár við vinnu, eða allt eftir at- vinnuástandinu hérlendis. Hann segir að hugsanlega þurfi að fá fleiri erlenda starfsmenn í vinnu, en nú þegar eru nokkrir portú- galskir starfsmenn að vinna fyrir fyrirtækið. Ístak fær sænska smiði til starfa ÖKUMAÐUR jeppans sem olli gróðurskemmdum í óspilltum flóa við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði í sumar fór fyrir nokkru ásamt fé- laga sínum að vatninu og reyndu þeir að bæta tjónið. Snorri H. Jó- hannesson, bóndi á Augastöðum og veiðivörður, kvaðst efast um að hægt sé að afmá förin en þakkar viðleitni mannanna. Snorri ítrekar að utanvegaakstur sé vaxandi vandamál og helst hefur hann áhyggjur af fjölgun torfæru- mótorhjóla. Hann bendir á að við Húsafellsskóg hafi mótorhjólamenn lagt undir sig reiðveg og séu meira eða minna búnir að spæna hann upp. Snorri minnir á að þegar um- ræða hafi verið um utanvegaakstur fjórhjóla fyrir nokkrum árum hafi stjórnvöld hækkað á þau tolla. Linni ekki utanvegaakstri á tor- færuhjólum hljóti menn að íhuga svipaðar aðgerðir gagnvart þeim. Reyndu að bæta gróðurskemmdir „ÞAÐ hefur verið fundið að því að ég skuli hafa gagnrýnt forseta Íslands í ræðu minni. Auðvitað kemur fram að milli okkar er skoðanamunur. En það er ekki kjarni málsins og eðlilegt að slíkt komi upp í lýðræðisþjóðfélagi. En á bak við ræðu mína liggur allt annað, nefnilega það að staða Al- þingis, staða löggjafans, verður að vera traust. Annars er hætt við að illa fari þegar fram í sæk- ir,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þegar hann var inntur álits á gagnrýni nokkurra þing- manna á ræðu hans við setningu Alþingis í gær. „Óneitanlega kom það í ljós nú í sumar, og um það hygg ég að við alþingismenn séum allir sam- mála, að kafli stjórnarskrárinnar um æðstu stjórn ríkisins þarfnast endurskoðunar. Það verður að kveða skýrt á um hver sé staða Alþing- is, forseta Íslands og ríkisstjórnarinnar og hver dómstólanna. Þessi endurskoðun er síður en svo einföld, vegna þess að djúpur ágreiningur er um einstök atriði og önnur eru viðkvæm. Þess vegna hef ég látið í ljós ótta minn um að sá mikli hiti sem var í umræðunum í vor og í sum- ar valdi því að endurskoðun stjórnarskrárinnar sækist ekki nógu vel því menn sitji fastir í um- mælum sínum og fyrri skoðunum. Ég er að vara við þessu um leið og ég segi að það sé betra að endurskoðunin bíði en að hún sé unnin í flaustri eða þannig að enginn sé í raun ánægður með hana. Ég get ekki séð að í þessum ummælum mínum felist nein áreitni, þvert á móti er ég að hvetja til sátta og umburðarlyndis milli skoðana.“ Hver er skoðun þín á því að sumir þingmenn gengu úr þingsal undir ræðu þinni? Misskildu sögulega upprifjun ræðunnar „Ég átta mig satt að segja ekki á því. En þó hef ég orðið var við að þeir hafi misskilið sögulega upprifjun ræðu minnar þar sem ég tala um danska konunga á einveldistímanum, sem eins og aðrir einvaldar þóttust hafa fengið vald sitt frá Guði. Þetta er með engum hætti hægt að heim- færa upp á forseta Íslands og ég skil satt að segja ekki slíkt hugmyndaflug. Svo má líka vera að þingmönnunum hafi mislíkað ræða mín af öðr- um ástæðum. Það er óvenjulegt að forseti Al- þingis taki eins skýrt til máls og ég gerði á þess- um fundi. En ég svara því til að það hefur legið þungt á mér hve óljós staða Alþingis er og ég er þá ekki aðeins að tala um synjun forseta Íslands á fjölmiðlalögum, heldur og ekki síður um þá um- ræðu sem fylgdi í kjölfarið og raunar æ síðan. Það gengur auðvitað ekki að stjórnarskráin sé plagg sem hver og einn getur skilið með sínum hætti. Lagarammi Alþingis verður að vera óum- deildur og skýr. Að síðustu vil ég svo segja það að ég lít á það sem embættisskyldu forseta Al- þingis að standa á rétti þess og verja það ef hon- um finnst að því vegið. Það er lítið gefandi fyrir forseta Alþingis sem ekki gerir það,“ sagði Hall- dór Blöndal. Það er skylda forseta Alþingis að standa á rétti þess og verja það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.