Morgunblaðið - 02.10.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.10.2004, Qupperneq 21
Höfuðborg | Akureyri | Suðurnes | Árborgarsvæðið | Land Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Eins og annars staðar er farið að hausta að í Skagafirði og fjallferðum flestum lokið. Eins og oft áður bar hæst stóðréttina við Laufskála og kom þangað múgur og marg- menni, víðsvegar að af landinu, og jafnvel lengra að. Töluðu gárungarnir um glæsileg- ustu jeppa- og pallbílasýningu landsins, enda bílar og fólk mun fleira en hrossin sem rekin voru til réttar. Að vísu var veðurfarið ekki eins og það hefur verið best í sumar, nokkur væta og því svolítið slabbsamt í rétt- inni, en menn létu það ekki á sig fá.    Allmiklar hræringar eru í orkumálum Norðlendinga um þessar mundir. Norður- orka á Akureyri vill seilast til áhrifa vestur yfir Tröllaskaga til orkuöflunar fyrir stór- iðju á Eyjafjarðarsvæðinu eða við Húsavík, og hefur sent Skagfirðingum drög að vilja- yfirlýsingu þar um. Hins vegar munu vera uppi raddir heimamanna um að ný virkjun við Skatastaði, ásamt ónýttri orku frá Blönduvirkjun, og ef til vill smærri virkj- unarkostum á svæðinu, ættu að nýtast á Norðvesturlandi, og gæti þessi orka staðið undir stóriðju sem staðsett væri hugsanlega á svæðinu á milli Blönduóss og Skaga- strandar, enda hafnaraðstaða góð hvort sem er á Skagaströnd eða Sauðárkróki. Stóriðja á þessum stað væri ákjósanlegur kostur fyrir þá þrjá þéttbýlisstaði sem eru í Austur Húnavatnssýslu og Skagafirði, og mundi styrkja verulega byggð á þessu svæði, sem hefur á undanförnum árum átt undir högg að sækja.    Í tæpan aldarfjórðung hefur héraðs- fréttablaðið Feykir komið út vikulega á Sauðárkróki. Á ýmsu gekk í útgáfu blaðsins á fyrstu árunum, en undanfarin sextán ár hefur Feykir verið undir styrkri ritstjórn Þórhalls Ásmundssonar sem í haust til- kynnti blaðstjórn að hann mundi ritstýra sínu síðasta blaði 29. september. Eftir allmikil fundahöld, þar sem fram kom eindreginn vilji til þess að útgáfa blaðs- ins félli ekki niður, var ákveðið að ný blað- stjórn héldi útgáfunni áfram. Árni Gunn- arsson var fenginn til að ritstýra blaðinu fyrst um sinn eða þar til nýr ritstjóri verður fundinn og útgáfan kemst á fast land, þannig að dyggir lesendur Feykis munu fá sitt blað, eins og ekkert hafi í skorist. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Sveitarstjórn Dala-byggðar samþykktiá fundi að skora á Landssímann að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í sveitarfélaginu vegna lélegs fjarskipta- sambands. Vakin er at- hygli á því að GSM síma- samband er óvíða í Dalabyggð til mikilla óþæginda bæði fyrir heimamenn og gesti sem fari sífellt fjölgandi. Ekki batni ástandið þegar gagnaflutningur um Netið sé skoðaður. Víða í sveitum sé varla hægt að notast við Netið og í þétt- býliskjarna sveitarfé- lagsins, Búðardal, sé ekki einu sinni komin ADSL tenging. „Með vísan til framanritaðs er það krafa sveitarstjórnar að úr þessu verði bætt þannig að íbúar sveitarfélagsins og gestir þess geti notast við fyrsta flokks þjónustu hvað fjarskiptasamskipti varðar,“ segir í álykt- uninni. Léleg fjarskipti Fregn í útvarpinuum það að konumlíði mun ver í hjónabandinu en körlum samkvæmt sænskri rann- sókn varð Birni G. Eiríks- syni sérkennara að verð- ugu yrkisefni: Það virðist margt í veröld hér, er vísindi mönnum kenna og hjónabandið heyrist mér sé hættuspilið kvenna. Aftur munu mennirnir meiri gleði finna svo kátir gjörast karlarnir er konunum þeir sinna. Hallmundur Kristinsson slær á létta strengi vegna skipunar nýs hæstarétt- ardómara: Skeleggur ráðherrann skilyrðin fann. Við skiljum það öll hvað hann meinar: Að hæstarétt vanti þann hæfasta mann sem heitir því nafni Jón Steinar. Um útvarps- fregn pebl@mbl.is Skagafjörður | Víða má sjá lömb á túnum og ökrum þessa dagana. Bændur eru að gefa þeim kost á að safna forða fyrir veturinn eða þyngja þau aðeins fyrir slátrun. Menn nýta fóðurkálið einnig í þessum tilgangi þótt það hafi víða vaxið kindunum yfir höfuð. Þessar voru á beit í repjuskógi í Blönduhlíð í Skagafirði og reyndu um leið að fela sig fyrir vegfarendum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í felum á repjuakri Sveitin Vestmannaeyjar | Félagsmálaráðuneytið hefur með úrskurði hafnað kröfu um að ráðuneytið ógildi þá ákvörðun forseta bæj- arstjórnar Vestmanna- eyjabæjar að fresta fundi bæjarstjórnar sem boð- aður hafði verið kl. 18 hinn 16. september sl. til kl. 23.15 sama kvöld. Ráðuneytið finnur þó að ákvörðun forsetans. Tveir bæjarfulltrúar og einn varabæjar- fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar í Vest- mannaeyjabæ óskuðu eftir að félagsmála- ráðuneytið úrskurðaði um lögmæti frestunar á fundinum. Töldu þeir m.a. fund- artímann kl. 23.15 ólíðandi nema um neyð- arástand væri að ræða og að um tvö þeirra mála sem á dagskrá voru hafi verið mikill ágreiningur en þau varði mikla fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. Í umsögn for- seta bæjarstjórnar kom m.a. fram að hann telji að í ljósi aðstæðna hafi verið lögmætt að fresta fyrirhuguðum fundi og að eins og málum hafi verið háttað hafi legið beinast við að fresta honum til kl. 23.15 sama kvöld. Ráðuneytið gerir athugasemdir Ráðuneytið ákvað að taka fyrri hluta er- indisins um lögmæti frestunar fundarins til flýtimeðferðar. Í rökstuðningi ráðuneytis- ins segir meðal annars að taka hafi átt til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu mikilvæg og umdeild mál og mikilvægt sé að fundur um slík mál fari fram á eðlilegum fundar- tíma, m.a. að teknu tilliti til hagsmuna bæj- arfulltrúa og þess réttar sem íbúum sveitar- félagsins sé tryggður í lögum. Telur ráðuneytið ástæðu til að gera alvarlegar at- hugasemdir við þá ákvörðun að hafa fund- inn kl. 23.15 að kvöldi „enda verður því vart haldið fram að slíkt neyðarástand hafi verið fyrir hendi að réttlætanlegt hafi verið að velja þann fundartíma. Það er hins vegar niðurstaða ráðuneytisins að ágalli þessi sé ekki slíkur, með vísan til 1. mgr. 1. gr. sveit- arstjórnarlaga, að hann leiði til þess að fundurinn verði úrskurðaður ólögmætur,“ segir í úrskurði ráðuneytisins. Kröfu um ógildingu frestunar hafnað Úrskurður um lögmæti frestunar á fundi Fljótsdalur | Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út ljóðabók- ina Fljótsdalsgrund eftir Jörgen E. Kjerúlf (Jörgen frá Húsum). Jörgen var fæddur á Melum í Fljótsdal árið 1878 og lést 1961. For- eldrar hans voru Sigríður Sigfús- dóttir frá Skriðuklaustri og Eiríkur Andrésson Kjerúlf frá Melum, en Andrés var sonur Jörgens læknis á Brekku (1819–1831), ættföður Kjer- úlfsættar á Íslandi. Jörgen stundaði nám í Möðru- vallaskóla og kvæntist Elísabetu Jónsdóttur frá Brekkugerði. Þau eignuðust 12 börn sem öll komust á fullorðinsaldur og eru þrjú þeirra á lífi. Jörgen var alla tíð bóndi í Fljóts- dal, síðast á Húsum sem hann kenndi sig við, en stundaði auk þess húsa- smíðar. Nokkur kvæði Jörgens birt- ust í blöðum og tímaritum, en lang- mest er ennþá óbirt í handritum. Hann var lipurt skáld og ljóðrænt og hafði yndi af tónlist og söng. Flest kvæði hans eru í rómantískum anda og fjalla mörg þeirra um heimasveit hans. Eitt þeirra, Fljótsdalsgrund, varð sveitarsöngur Fljótsdælinga og er enn sungið við hátíðleg tækifæri. Af því dregur bókin nafn. Það eru þeir Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi, og Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur frá Droplaugar- stöðum, sem hafa haft veg og vanda af útgáfunni, ásamt Droplaugu J. Kjerúlf, dóttur skáldsins, sem kost- aði prentun bókarinnar. Morgunblaðið/Guttormur Þormar Útgefendur Þau standa að útgáfu ljóðabókar Jörgens frá Húsum, Magnús Stefánsson, Droplaug J. Kjerúlf og Helgi Hallgrímsson. Rómantísk Fljótsdalsgrund Nú er sauðum unnvörpum safnað í réttirlandsins og stefnt í hús ellegar á vit mein-legra örlaga í sláturhúsum. Þessi mynd var tekin í Melarétt í Fljótsdal á dögunum og sýnist helst sem veðurguðir hafi brugðið boga sínum yfir menn og fé eina örskotsstund. Nágrannar þeirra Fljótsdælinga, Fellamenn, eru líka búnir að draga í sundur og ætla að efna til árlegrar hrútasýningar á Skipalæk kl. 14 á sunnudaginn næsta. Geta menn þar metist á um vænleik hrúta sinna eftir kúnst- arinnar reglum. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Regnboga brugðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.