Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
25
47
1
09
/0
4
Fyrir
okkur hin
Honey Nut Cheerios
er fyrir okkur sem
viljum morgunkorn
sem gefur náttúru-
legan sætleika og er
jafnframt fullt af hollum
trefjum og vítamínum.
NÝLEGA var haldin þriggja daga
hátíð í Manitoba í Kanada, Öxarár-
ættarmótið, í tilefni 90 ára afmælis
Guðlaugar Einarsdóttur í Árborg.
Endurfundirnir tókust vel og í dag,
2. október, verður sjálf afmælisveisl-
an.
Haraldur Einarsson, bróðir Guð-
laugar og fyrrverandi rakari í
Winnipeg, ætlaði að skipuleggja
mikla afmælishátíð í dag en Guð-
laug,eða Lauga eins og hún er köll-
uð, tók það ekki í mál. ,,Ég vil ekki
gera mikið úr þessu,“ sagði hún og
þá stakk Haraldur upp á því að
halda ættarmót. ,,Það er allt önnur
saga,“ sagði hún.
Fyrsta dag ættarmótsins var golf-
mót en næstu tvo daga kom skyld-
fólkið og vinafólk saman til að borða
og dansa. Um 50 manns tóku þátt í
golfmótinu í Teulon og vel á annað
hundrað manns sótti veisluna í
gamla samkomuhúsinu í Geysis-
byggðinni skammt frá Árborg.
Ámóta margir gerðu sér glaðan dag
daginn eftir í Gimli. ,,Þetta tókst svo
sannarlega vel,“ sagði Lauga að ætt-
armótinu loknu, en fólk kom víða að
frá Kanada og Bandaríkjunum.
Foreldrar Laugu voru Guðmund-
ur Óskar Einarsson og Ragnheiður
Elín Schram. Þau bjuggu í Árborg
og eignuðust 10 börn. Sex þeirra eru
á lífi og mættu þau öll á ættarmótið.
Undanfarna daga hafa nánustu
ættingjar Laugu sótt hana heim til
að fagna áfanganum öðru sinni.
,,Stúlkurnar mínar ætla að vera með
kaffi og kökur fyrir mig á sjálfan af-
mælisdaginn, 2. október,“ sagði
Lauga í gær.
Lauga hefur alla tíð búið í mjög
,,íslensku“ umhverfi og hún talar
mjög góða íslensku. Hún er hress og
kát og minnist þess ekki að hafa ver-
ið rúmföst vegna veikinda. ,,Ég hef
bara legið þegar það þurfti að fjar-
lægja botnlangann og þegar ég
eignaðist Elínu Margréti,“ segir
þessi hressa kona sem sótti Ísland
einu sinni heim með Haraldi, bróður
sínum.
,,Allt önnur saga“
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Systkinin Guðlaug og Haraldur Einarsson í Manitoba í Kanada.
steg@mbl.is
FÆRRI komust að en vildu á ár-
legan haustfagnað Norðurljósa, Ís-
lendingafélagsins í Edmonton í
Kanada, um liðna helgi. Um 250
manns sóttu hátíðina sem heppn-
aðist vel að vanda.
Mikill kraftur hefur verið í félag-
inu síðan Walter Sopher kom til
starfa fyrir um sjö árum en haust-
fagnaðurinn var nú haldinn í sjötta
sinn. Þegar Walter byrjaði að vinna
fyrir félagið greiddu um 150 manns
félagsgjöld. Hann einhenti sér í
söfnun nýrra félagsmanna og hafði
tvöfaldað fjölda þeirra í fyrra.
Hann hefur verið formaður félags-
ins í tæpt ár og var kjörinn forseti
Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest-
urheimi á ársþinginu í apríl sem
leið.
Undanfarin fjögur ár hefur
haustfagnaðurinn notið mikilla vin-
sælda og hefur ekki verið hægt að
anna spurn eftir sætum. Skemmt-
unin hefur farið fram í húsakynnum
hollenska-kanadíska félagsins í Ed-
monton og standa endurbætur yfir
á því. ,,Þetta ætti að leysast á
næsta ári því þá verður húsnæðið
stærra,“ segir Walter.
Fullt hús
í Ed-
monton
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Dr. Birna Bjarnadóttir, dósent íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Winni-
peg, var á meðal sérstakra gesta á haustfagnaðinum.
FRÆNDURNIR Stefan Arnason
og Nathan Vadeboncoeur, sem eru
af íslenskum ættum í Manitoba,
Kanada, hafa sett stefnuna á Ól-
ympíuleikana í Peking í Kína
2008. Nathan, sem verður 20 ára í
nóvember, missti af leikunum í
Aþenu í sumar vegna meiðsla en
Stefan er 17 ára og er að vinna sig
upp í hóp þeirra bestu.
Stefan er sonur Janice og Came-
ron Arnason í Gimli en foreldrar
Nathans eru Donna Lee, systir
Camerons, og Neil Vadeboncoeur.
Stefan er öflugur í tugþraut og
sigraði nýlega í sinni grein á ung-
lingameistaramóti Kanada.
,,Heimsmeistarakeppni unglinga
fer fram í Kína 2006 og ég vona að
ég verði þar og geti nýtt mér þá
keppni sem stökkpall á Ólympíu-
leikana,“ segir hann.
Nathan er spretthlaupari og
hefur keppt á þremur mótum fyrir
hönd Kanada. Hann á unglinga-
met Kanada í 400 metra hlaupi
innanhúss og náði 17. besta ung-
mennatíma heims í greininni í
fyrra. Hann tryggði Kanada silf-
urverðlaunin í 4x400 m boðhlaupi
á Pan Am leikum ungmenna í
fyrra og stefndi á að vera í boð-
hlaupssveit Kanada í Aþenu en
sveitin náði ekki að tryggja sér
þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
,,Við lentum í meiðslum og það var
erfitt að fylgjast með leikunum í
sjónvarpinu en um leið uppbyggj-
andi fyrir framtíðina,“ segir Nat-
han sem nemur við Illinois-háskóla
í Bandaríkjunum.
Stefnan sett á Peking 2008