Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúru- legan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. NÝLEGA var haldin þriggja daga hátíð í Manitoba í Kanada, Öxarár- ættarmótið, í tilefni 90 ára afmælis Guðlaugar Einarsdóttur í Árborg. Endurfundirnir tókust vel og í dag, 2. október, verður sjálf afmælisveisl- an. Haraldur Einarsson, bróðir Guð- laugar og fyrrverandi rakari í Winnipeg, ætlaði að skipuleggja mikla afmælishátíð í dag en Guð- laug,eða Lauga eins og hún er köll- uð, tók það ekki í mál. ,,Ég vil ekki gera mikið úr þessu,“ sagði hún og þá stakk Haraldur upp á því að halda ættarmót. ,,Það er allt önnur saga,“ sagði hún. Fyrsta dag ættarmótsins var golf- mót en næstu tvo daga kom skyld- fólkið og vinafólk saman til að borða og dansa. Um 50 manns tóku þátt í golfmótinu í Teulon og vel á annað hundrað manns sótti veisluna í gamla samkomuhúsinu í Geysis- byggðinni skammt frá Árborg. Ámóta margir gerðu sér glaðan dag daginn eftir í Gimli. ,,Þetta tókst svo sannarlega vel,“ sagði Lauga að ætt- armótinu loknu, en fólk kom víða að frá Kanada og Bandaríkjunum. Foreldrar Laugu voru Guðmund- ur Óskar Einarsson og Ragnheiður Elín Schram. Þau bjuggu í Árborg og eignuðust 10 börn. Sex þeirra eru á lífi og mættu þau öll á ættarmótið. Undanfarna daga hafa nánustu ættingjar Laugu sótt hana heim til að fagna áfanganum öðru sinni. ,,Stúlkurnar mínar ætla að vera með kaffi og kökur fyrir mig á sjálfan af- mælisdaginn, 2. október,“ sagði Lauga í gær. Lauga hefur alla tíð búið í mjög ,,íslensku“ umhverfi og hún talar mjög góða íslensku. Hún er hress og kát og minnist þess ekki að hafa ver- ið rúmföst vegna veikinda. ,,Ég hef bara legið þegar það þurfti að fjar- lægja botnlangann og þegar ég eignaðist Elínu Margréti,“ segir þessi hressa kona sem sótti Ísland einu sinni heim með Haraldi, bróður sínum. ,,Allt önnur saga“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Systkinin Guðlaug og Haraldur Einarsson í Manitoba í Kanada. steg@mbl.is FÆRRI komust að en vildu á ár- legan haustfagnað Norðurljósa, Ís- lendingafélagsins í Edmonton í Kanada, um liðna helgi. Um 250 manns sóttu hátíðina sem heppn- aðist vel að vanda. Mikill kraftur hefur verið í félag- inu síðan Walter Sopher kom til starfa fyrir um sjö árum en haust- fagnaðurinn var nú haldinn í sjötta sinn. Þegar Walter byrjaði að vinna fyrir félagið greiddu um 150 manns félagsgjöld. Hann einhenti sér í söfnun nýrra félagsmanna og hafði tvöfaldað fjölda þeirra í fyrra. Hann hefur verið formaður félags- ins í tæpt ár og var kjörinn forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi á ársþinginu í apríl sem leið. Undanfarin fjögur ár hefur haustfagnaðurinn notið mikilla vin- sælda og hefur ekki verið hægt að anna spurn eftir sætum. Skemmt- unin hefur farið fram í húsakynnum hollenska-kanadíska félagsins í Ed- monton og standa endurbætur yfir á því. ,,Þetta ætti að leysast á næsta ári því þá verður húsnæðið stærra,“ segir Walter. Fullt hús í Ed- monton Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Dr. Birna Bjarnadóttir, dósent íslenskudeildar Manitoba-háskóla í Winni- peg, var á meðal sérstakra gesta á haustfagnaðinum. FRÆNDURNIR Stefan Arnason og Nathan Vadeboncoeur, sem eru af íslenskum ættum í Manitoba, Kanada, hafa sett stefnuna á Ól- ympíuleikana í Peking í Kína 2008. Nathan, sem verður 20 ára í nóvember, missti af leikunum í Aþenu í sumar vegna meiðsla en Stefan er 17 ára og er að vinna sig upp í hóp þeirra bestu. Stefan er sonur Janice og Came- ron Arnason í Gimli en foreldrar Nathans eru Donna Lee, systir Camerons, og Neil Vadeboncoeur. Stefan er öflugur í tugþraut og sigraði nýlega í sinni grein á ung- lingameistaramóti Kanada. ,,Heimsmeistarakeppni unglinga fer fram í Kína 2006 og ég vona að ég verði þar og geti nýtt mér þá keppni sem stökkpall á Ólympíu- leikana,“ segir hann. Nathan er spretthlaupari og hefur keppt á þremur mótum fyrir hönd Kanada. Hann á unglinga- met Kanada í 400 metra hlaupi innanhúss og náði 17. besta ung- mennatíma heims í greininni í fyrra. Hann tryggði Kanada silf- urverðlaunin í 4x400 m boðhlaupi á Pan Am leikum ungmenna í fyrra og stefndi á að vera í boð- hlaupssveit Kanada í Aþenu en sveitin náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum. ,,Við lentum í meiðslum og það var erfitt að fylgjast með leikunum í sjónvarpinu en um leið uppbyggj- andi fyrir framtíðina,“ segir Nat- han sem nemur við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum. Stefnan sett á Peking 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.