Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 32

Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 32
32 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g á í undarlegu ást- arsambandi við göngutúra. Ég elska að ganga milli staða, en ég hef alveg hræðilega tilhneigingu til að drolla svo lengi að ég neyðist til að aka þangað sem ég er að fara. Það leið- ist mér, því fátt er mér óljúfara en að keyra stuttar vegalengdir ef ekki viðrar til þeim mun meiri kalsára og vosbúðar. Mér hefur alltaf fundist umferð- armenning höfuðborgarinnar minna á enska matargerðarlist, bandaríska réttlætiskennd eða þýskan húm- or. Hún er eig- inlega full- komlega misheppnuð frá upphafi til enda. Kannski er bíllinn ein- hvers konar höll Íslendingsins, staðurinn þar sem hann er kóngur og ríkir einn yfir sínum veruleika. Nógu fjári eru margir einir í bíl- unum sínum. Ég hef stundum lent í því að aka inn á Laugaveginn á daginn. Það eru stór mistök, því Laugaveg- urinn er stútfullur af fólki sem er að leita að hinu heilaga grali bíla- stæðanna, bílastæðinu sem er inni í búðinni, við hliðina á flíkinni sem það ætlaði að kaupa sér en átti eft- ir að leita að. Fólk ekur hring eftir hring Laugaveg, Lækjargötu, Hverfisgötu, Snorrabraut og aftur inn á Laugaveg í stað þess að stoppa einhvers staðar, fara út úr bílnum og labba einhverja fimmtíu metra að búðinni. „Það er alltaf svo leiðinlegt veður á Íslandi,“ segir einn, „svo langt milli staða,“ vælir annar. Bansett húmbúkk er þetta, húmbúkk og væl. Áar mínir gengu á sauðskinnsskóm þvert yf- ir hálendið til að ná í nokkrar roll- ur eða kíkja í teiti. Mönnum ætti ekki að vera vorkunn að bregða undir sig betri fætinum í stað þess að bíða dauða síns bak við stýrið. Eitt af mínum uppáhaldsorðum er orðið „lífsstílssjúkdómur“. Það minnir mig alltaf á Innlit-Útlit, þáttinn þar sem orðið „já“ er sagt oftar en í brúðkaupsþættinum Já, og því fylgir ævinlega orðið „æð- islegt“. Hjartasjúkdómar, bak- verkir, brjóstsviði, taugaveiklun, anorexía, búlimía og kvíðaröskun eru allt prýðileg dæmi um þá kvilla sem fylgja okkar firrtu tím- um. Nú gætu sumir sett upp svip- inn margfræga og sagt: „Æi, er hann Svavar nú að fara að segja okkur að heimur versnandi fari eins og allir hinir?“ En nei, ég er ekki að fara að segja það. Von- brigði mín snúast ekki um það að heimurinn fari versnandi, heldur að hann batni ekki hætishót þrátt fyrir allar okkar tækniframfarir. Fólk situr allan daginn eða vinnur í vondri líkamsstöðu, oft einhæfa vinnu með lítilli hreyf- ingu. Svo keyrir það á bílunum sínum í líkamsrækt og eyðir þar klukkutímum sem það hefði kannski bara átt að nota til að labba í vinnuna. Gönguferðir í vinnuna hreinsa hugann og gefa manni hugmyndir, þær hjálpa manni að sjá hlutina í öðru ljósi og lífga upp á andann. Á dögunum sat ég í leigubíl (aldrei þessu vant) og sá vin minn gangandi, hann var á leið í strætó niður í bæ og ég bauð honum að hoppa upp í bílinn. Því næst brugðum við á örsnöggt spjall um lífið og tilveruna og rifjuðum upp stöðu mála frá því við hittumst síð- ast fyrir rúmu ári. Félaginn hafði lagt stund á sál- fræði en nýverið fært sig yfir í guðfræðina. Ég spurði hann hvort markmið námsins væri að verða sálusorgari og hann játti því. Nú er ég ekki mikill kirkjunnar maður, en ég sá allt í einu fyrir mér að góður prestur getur gert ótrúlega margt sem sálfræðingar gætu jafnvel flækt fyrir okkur. Einn af lífsstílssjúkdómunum í dag er þessar endalausu vanga- veltur um hvers vegna við erum eins og við erum. Fólk fer úr vinnunni sinni og dvelur lang- dvölum uppi í sófa hjá fólki sem reynir að draga upp úr því fortíð- ina og reyna að komast til botns í hlutunum. Af hverju erum við að því? Hvers vegna ekki að lifa í núinu og í framtíðinni? Þess vegna finnst mér að í mörgum tilfellum geti prestar eða trúmenn gert mikið gagn. Þegar maður leitar til prests reynir hann ekki að skoða fortíðina, heldur reynir hann að gefa manni raun- veruleg tól til að takast á við lífið. Vopn eins og æðruleysi, trú, von, kærleik og kjark. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem við þurfum að temja okkur í stað þess að velta okkur upp úr eigin vanda- málum og væla yfir þeim í sífellu. Það má hver sem er vita að ég er sjálfur ekki barnanna bestur þeg- ar kemur að því að velta mér upp úr sjálfsvorkunn öðru hvoru. Ég fagnaði því þessari ákvörðun vinar míns, því hann er bæði hjartahlýr og laus við alla helstu fordóma sem prýða því miður suma einstaklinga í hans nýju starfsstétt. Ég held að hann eigi svo sannarlega eftir að gera heim- inum mikið gagn. Þegar ég var í háskóla blundaði í mér lúmsk löngun til að gerast prestur og hjálpa fólki í kreppu með því að færa því von og styrk. Ég hætti við sökum skorts á trú á guðsorð, sem mér skilst að sé nokkuð mikið grundvallaratriði í hæfniskröfum presta. Ég trúi í hjarta en ekki í höfði, þótt ég trúi því að höfuð og hjarta séu ekki að- skilin líffæri þegar kemur að skyn- seminni. Ég er þannig klofinn hið innra gagnvart guði, eins og svo margir breyskir menn. Þetta stutta viðhorf var í boði göngutúrs frá Morgunblaðshúsinu að Austurbæjarbíói gamla og síð- an heim. Og ég á meira að segja einn pistil og tvö ný dægurlög inni eftir þessa sömu ferð. Já, göngu- túrar geta svo sannarlega leitt af sér hugleiðingar og hugmyndir og ég hvet alla sem lesa þessi orð til að búa til sína eigin litlu bíllausu daga, til að lífga upp á tilveru sína og hressa líkama og sál. Göngu- Hrólfur hinn minni Þegar maður leitar til prests reynir hann ekki að skoða fortíðina, heldur reynir hann að gefa manni raunveruleg tól til að takast á við lífið. Vopn eins og æðruleysi, trú, von, kærleik og kjark. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ALÞJÓÐABANKINN og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn halda ársfund sinn 2.–3. október. Þar sem á fundinum verð- ur rætt um hnattvæð- ingu og þróunarmál vona ég að það verði gert með skýrum skilningi á því að það er einkaframtakið sem er aðaldrifkraft- urinn á bak við hvort tveggja. Aðkoma Bandaríkj- anna að þróun- armálum end- urspeglar grundvallargildi þjóð- ar okkar: Örlæti í sambland við harða kröfu um ár- angur. Við lítum á einstaklings- frumkvæði fyrirtækja og fjöl- skyldna sem frumkraftinn í framförum hverrar þjóðar og fögnum þeirri staðreynd að ný- sköpun, persónuleg ábyrgð og eignaréttur öðlast nú réttmætan sess innan þróunarhugmyndafræð- innar. Eins og skýrt kemur fram í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna, Að gefa nýsköpun lausan tauminn, geta úrræði einka- framtaksins lagt mikið af mörkum til þróunarmála. Tökum greiðslusendingar sem dæmi, peninga sem erlendir verkamenn hafa unnið fyrir hörð- um höndum og senda heim til fjöl- skyldna sinna í þróunarlöndunum. Þetta eru um það bil 90 milljarðar dala á hverju ári. Auk þess að hjálpa til við að brauðfæða fjöl- skyldurnar hjálpa þessir peningar venjulegu fólki að byggja hús, stofna fyrirtæki og jafnvel ráða starfsfólk. Annað dæmi eru beinar erlend- ar fjárfestingar. Þetta pen- ingaflæði, sem Alþjóðlega fjár- málastofnunin spáir að nemi 225 milljörðum dala á þessu ári, er sérlega öflugt þróunartæki því það örvar hagvöxt og þróun með því að flytja með sér þekkingu og tækni, það skapar atvinnutæki- færi, eykur framleiðni, bætir sam- keppnisstöðu og örvar nýsköpun. Innlendur sparnaður í þróun- arlöndunum er mun stærri upp- spretta þróunarfjármagns, metinn á um tvær billjónir dala á ári. Þegar ríki innleiða stefnu og koma upp stofnunum sem hvetja til inn- lendrar fjárfestingar getur þessi sparnaður styrkt vaxandi tekjur, framleiðni og atvinnutækifæri. Og svo eru það viðskiptin. Hvað eftir annað hefur sannast að versl- un er öflugur drifkraftur framfara í hagkerfum á uppleið. Hvað eftir annað hafa ríki sem hlúa að við- skiptum komist inn á braut hrað- ari hagvaxtar og nálgast þróuðu ríkin. Og hvað eftir annað hafa Bandaríkin verið þungamiðjan í tilraunum til að efla frjáls og haftalaus viðskipti. Bandaríkin eru stærsti innflytjandi vara frá þró- unarlöndunum, með innflutning fyrir um 680 milljarða dala á síð- asta ári, rúmlega tíu sinnum meira en sem nam öllum fjárframlögum til þróunaraðstoðar. En enn er verk að vinna. Í rannsóknarniðurstöðum Alþjóða- bankans kemur fram að áætlað sé að farsæl niðurstaða Doha- samningaviðræðnanna gæti lyft rúmlega 140 milljónum manna upp fyrir fátæktarmörk og aukið tekjur í þróunarlöndunum um 350 milljarða dala. Rammasamningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem gerður var í júlí í Genf gefur einstakt tækifæri til að halda áfram með lokaáætlun sem mun opna markaði fyrir viðskiptum, sérstaklega með landbún- aðarvörur, um allan heim. Af þess- ari ástæðu verða allar stofnanir og ríkisstjórnir að þrýsta á um far- sæla niðurstöðu Doha-viðræðn- anna. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um fjármögnun til þróun- armála, sem haldin var í Monter- rey í Mexíkó í mars 2002, komust for- ystumenn ríkja heims að þeirri niðurstöðu að helsta von þróun- arríkjanna um að geta nýtt möguleika sína væri að hvert ríki bæri meginábyrgð á þróuninni hjá sér. MCA (sjóður til að takast á við nýtt ár- þúsund) er svar Bandaríkjamanna við þessari áskorun. MCA veitir styrki til ríkja, þar sem stjórnvöld stjórna af rétt- læti, fjárfesta í mannauði og stuðla að efnahagslegu frelsi. Þetta er gert til að hvetja öll þró- unarríkin til að taka upp trausta stefnu í efnahags- og félagsmál- um. MCA er hugmynd sem byggist á heilbrigðri skynsemi og reynslu af þróunarmálum síðustu fimmtíu ára. Á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá stofnun sjóðsins hef- ur MCA valið sextán samstarfsríki sem aðstoða þegnana og setja fram nýjar hugmyndir um það hvernig þau geti komist yfir stærstu vaxtar- og þróunarhindr- anirnar. Með sterkum stuðningi beggja flokka heimilaði þingið Millennium Challenge Corporation (MCC) að stjórna MCA sjóðnum og úthlutaði honum einum milljarði dala sem upphafsframlagi fyrir fjárhagsárið 2004. Forsetinn hefur farið fram á 2,5 milljarða dala til handa MCA á næsta fjárhagsári. Frá og með árinu 2006 hyggst forsetinn fara fram á að þingið úthluti sjóðnum fimm milljörðum dala á ári en sú upphæð bætist við efnahagsaðstoð sem var árið 2003 orðin 50% hærri en hún var 2001. Í MCA og átak forsetans í forvörnum gegn HIV og alnæmi verða settir 15 millj- arðar dala á fimm ára tímabili. Og með auknum framlögum til hefð- bundinnar þróunaraðstoðar munu heildarframlög okkar til þessara mála hafa aukist um 75% árið 2006. Að lækka skuldir fátækustu ríkjanna hefur forgang í stefnu- mörkun okkar í þróunarmálum. Samkvæmt endurbættri áætlun um aðstoð við mjög skuldug, fá- tæk ríki (HIPC) hefur skuldabyrði 27 ríkja verið minnkuð um tvo þriðju, sem svarar 32 milljörðum dala, en það hefur gert þeim kleift að auka útgjöld sín til að draga úr fátækt. Þar að auki ganga Banda- ríkin lengra en mælst er til í þess- ari örlátu fjölþjóðlegu áætlun og láta allar skuldir þessara ríkja við Bandaríkin niður falla. En þrátt fyrir allar þessar framfarir gerum við okkur grein fyrir að sum ríki bera enn óbæri- legar skuldabyrðar. Þess vegna samþykktu leiðtogar átta stærstu iðnríkja heims (G-8) í sumar að vinna að því að framlengja HIPC- áætlunina um tvö ár og að athuga aðrar leiðir til að hjálpa fátækustu ríkjunum að kljást við skuldaþol sitt. Útrýming fátæktar lýsir djúp- stæðri mannúðarhvöt þjóðar okk- ar. Hún endurspeglar viðurkenn- ingu á því að velferð okkar sjálfra er undir velferð meðbræðra okkar komin. Að færa fátæklinga heims- ins inn í sístækkandi hring tæki- færa er nauðsynlegt til að vekja vonir, bæta lífsskilyrði fólks og skapa öruggari, lýðræðislegri og blómlegri heim. Ef við gerum þetta munum við nálgast það að komast yfir erfiðasta hjallann í baráttunni við fátæktina. Hnattvæðing og varanleg þróun Eftir Alan P. Larson, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ’Aðkoma Bandaríkj-anna að þróunarmálum endurspeglar grund- vallargildi þjóðar okkar: Örlæti í sambland við harða kröfu um árang- ur. ‘ Alan P. Larson Höfundur er aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna á sviði hagfræði, viðskipta og land- búnaðarmála. ÞAÐ HEFUR löngum verið sagt að óskynsamlegt sé að eiga í ritdeilum við menn sem kaupa blek í tunnum – þeir notfæri sér birgðirnar til að eiga síðasta orðið; slík deila sé því fyrirfram töpuð hverjum sem í leggur. Sú var tíð að Morgunblaðið var les- ið líkt og um ábyrgt fréttablað væri að ræða. Undanfarið hefur komið skýrt fram að blaðið er aðeins handbendi þeirra sem telja sig réttborna til valda í ís- lensku samfélagi. Þetta hefur kristallast sem aldrei fyrr í um- ræðum um nýskipaðan hæsta- réttardómara. Í vörn blaðsins fyrir þeim gjörningi hefur engu verið eirt; t.a.m. hefur heiður eins mikilmetnasta lagaprófess- ors þjóðarinnar fyrr og síðar virst sem ómerkilegur eftirrétt- ur. Nú segir blaðið reyndar að mál sé að linni umræðu um Hæstarétt, enda gæðingunum verið komið fyrir. Allir sem dirf- ast að ganga gegn valdhöfunum, boðum þeirra, ákvörðunum og þóknanlegu skipulagi fá að finna fyrir hrammi valdsins. Til að fylgja því eftir hefur blaðið neyðst til að koma sér upp nafn- lausum dálki, Staksteinum, hvar óhróðri er hellt yfir samferða- menn. Undirritaður fékk eina slíka dembu í gær. Gott og vel. Svona skrif segja reyndar meira um þá sem skrifa en skrifað er um. Væntanlega lítur blaðið á það sem „mikinn lúxus“ að geta dreift óhróðri um fólk á næst- öftustu síðu þess – skotið úr launsátri eitri í garð þeirra sem ekki eru þóknanlegir – við hlið veðurfrétta. Stórmannlegt – eða hvað? – og svo þarf ekki einu sinni að setja nafn sitt við af- urðina. Hvílíkur lúxus. Verði hr. Stak-Steinari Styrmissyni að góðu. Lúðvík Bergvinsson „Hr. Stak-Stein- ar Styrmisson“ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.