Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 39
MINNINGAR
✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist
í Nikhól í Vest-
mannaeyjum 22.
júní 1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 22. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurður Þor-
leifsson, f. á Á á Síðu
við Kirkjubæjar-
klaustur 16.8. 1886,
d. 15.5. 1969, og
Margrét Vigdís
Gunnlaugsdóttir, f. í
Uppsalakoti í Svarfaðardal 6.1.
1898, d. 19.7. 1965. Syskini Sigríð-
ar eru Gunnlaugur , f. 20.5. 1921,
d. 29.11. 1963, Una Guðríður
Rósamunda, f. 6.8. 1923, d. 30.4.
1978, Margrét, f. 6.2. 1925, búsett
í Hafnarfirði, Fjóla, f. 17.8. 1928,
búsett í Reykjavík, Pálína, f.
22.10. 1929, búsett í Reykjavík,
Eiríkur, f. 31.1. 1931, búsettur á
Selfossi, Oddný Sigurrósa, f. 1.10.
1933, búsett í Sandgerði, og Ein-
ara, f. 17.1. 1936, búsett í Hafn-
arfirði. Hálfbróðir Sigríðar var
Pétur Sveinsson, f. 16.5. 1918, d.
8.9. 1985.
Sigríður giftist 27. október
1941 Óskari Elíasi Björnssyni, f.
27.10. 1917, d. 4.12. 1989. For-
Gíslasonar eru Sigríður Margrét,
f. 3.10. 1999, og Auðbjörg Helga,
f. 19.2. 2001. 4) Óskar Elías, f.
17.4. 1955, maki Hildur H. Zoëga
Stefánsdóttir, f. 14.10. 1962. Synir
þeirra Hreiðar Örn, f. 11.11. 1994,
og Óskar Elías, f. 4.11. 1995. 5)
Hannes Kristinn, f. 19.12. 1957,
fórst við björgunarstörf 21.1.
1982. 6) Guðný, f. 29.3. 1959. Dótt-
ir hennar og Valdimars Guð-
mundssonar er Ármey, f. 11.4.
1994. 7) Ármey, f. 19.8. 1960,
maki Sigurður A. Sigurbjörnsson,
f. 4.4. 1954. Börn þeirra Hjörtur,
f. 12.3. 1980, dóttir hans og Mar-
grétar G. Ólafsdóttur er Ásrún
Emma, f. 30.10. 2002, Hannes
Kristinn, f. 29.11. 1984, og Óskar
Elías, f. 25.10. 1989. Sonur Sig-
urðar af fyrri sambúð Sigurbjörn,
f. 11.12. 1975, d. 5.9. 1993.
Sigríður ólst upp í Hruna. Hún
lauk prófi frá Barnaskóla Vest-
mannaeyja.
Sigríður kynntist Óskari þegar
hún réð sig sem vinnukona í
Leynimýri í Reykjavík í kringum
1940 þar sem Óskar var vinnu-
maður. Þau flytjast til Vest-
mannaeyja þar sem þau hófu bú-
skap í Berjanesi við Faxastíg svo
á Staðarhól við Kirkjuveg. Síðar
keyptu þau Faxastíg 5 og bjuggu
þar alla tíð. Sigríður starfaði öt-
ullega með Kvenfélagi Landa-
kirkju og Slysavarnafélagi Ey-
kyndils í Vestmannaeyjum.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
eldrar Óskars voru
Björn Sæmundsson, f.
16.7. 1885, d. 15.1.
1925, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 6.7.
1894, d. 18.9. 1933.
Börn Sigríðar og
Óskars eru: 1) Ár-
mann Halldór Björns-
son Óskarsson, f.
20.4. 1941, d. 23.11.
1984, 2) Guðrún, f.
26.5. 1945, var gift
Jóhannesi Helga
Jenssyni, f. 31.8.
1945, d. 2.7. 2002.
Slitu samvistir. Börn þeirra eru:
a) Jens Karl Magnús, f. 20.1. 1965,
maki Sigríður Guðmundsdóttir, f.
8.8. 1967, börn þeirra Sigríður
Ósk, f. 21.3. 1986, Ármann Hall-
dór, f. 30.12. 1992, og Jóhannes
Helgi, f. 11.11. 2002. b) Brynjar
Halldór, f. 18.3. 1966, maki Elín
Inga Garðarsdóttir, f. 1962. Börn
Brynjars og Gitte Ninna Ander-
sen frá fyrri sambúð eru Daníel
Helgi, f. 13.11. 1992, og Díana
Brynja, f. 23.11. 1994. 3) Margrét
Sigríður, f. 14.5. 1948, maki Auð-
berg Óli Valtýsson, f. 15.12. 1944,
d. 5.6. 1994. Börn þeirra Sigríður
Ósk, f. 2.7. 1966, d. 10.1. 1967,
Valtýr, f. 19.4. 1976, og Ósk, f.
3.9. 1980, börn hennar og Sigþórs
Elsku Sigga mín, það eru margar
stundirnar sem við áttum saman,
bæði upp í bústað og heima á Faxó.
Það eru tólf ár síðan ég og sonur
þinn Óskar fórum að búa saman á
Faxó. Sigga var þá búin að búa og
halda myndarlegt heimili í 50 ár
með manni sínum Óskari Elíasi
Björnssyni sem lést 4. des 1989.
Það var sérstakt heimilishald hjá
okkur, hún tók þátt í öllu sem við
gerðum, bæði með börnin og heim-
ilið. Í gamla daga varð það algengt
að afar og ömmur voru þátttakend-
ur í lífi barna og barnabarna sem og
hún gerði. Við Sigga stigum oft
dans saman þó að stundum hafi ver-
ið of mikill snúningur á okkur.
Svona sambúð gengur ekki alltaf
snurðulaust fyrir sig, en við réðum
oftast fram úr því. Þú varst stór
hluti í lífi okkar og sérstaklega
Hreiðars og Óskars. Alltaf tókst þú
á móti þeim þegar þeir komu úr
skólanum með ilmandi pönnukök-
um, þeir voru oft að monta stig af
því við hina strákana í skólanum,
stundum komu þeir með nokkra
með sér heim. Alltaf tókst þú vel á
móti öllum.
Það var oft gaman að fara í ferða-
lög með þér og mömmu minni
Fjólu. Ég gleymi ekki þegar
mamma og þú voruð að leita að
gleraugunum hennar mömmu í aft-
ursætinu í bílnum. Þið voruð að
leita frá Þorlákshöfn upp í bústað.
Ég sneri mér við í framsætinu og
spurði þær hvað þær væru að
brasa. Þá sagðir þú að þið væruð að
leita að gleraugunum hennar Fjólu,
hún hefði örugglega gleymt þeim í
Herjólfi. Ég leit á þær og sagði
hvernig væri að horfa í spegil, gler-
augun væru á henni Fjólu, svo hlóg-
um við mikið á leiðinni upp í bústað.
Þú varst búin að missa mikið,
Sigga mín, Hannes Kristin sem
fórst við björgunarstörf aðeins 24
ára gamall þegar togarinn Pelagus
strandaði við Prestabót á nýja
hrauninu á Heimaey í janúar 1982.
Það var erfið raun, það voru sár
sem aldrei greru um heilt.
En samheldni fjölskyldunnar er
mikil og sterk, það hefur hjálpað
alla tíð hvort heldur í blíðu eða
stríðu. Þú misstir líka annan son,
Ármann Halldór, sem varð bráð-
kvaddur í Reykjavík 44 ára gamall.
Ekki nóg með það, svo misstir þú
manninn þinn, Óskar Elías Björns-
son, 71 árs, það þarf mikinn styrk
til að komast yfir alla þessa sorg.
Þú vildir aldrei láta hafa fyrir þér
en varst mjög ánægð og sátt við af-
mæli sem fjölskyldan hélt þér þeg-
ar þú varðst 80 ára. Þar hittir þú
marga góða vini og ekki fannst þér
verra að hafa börnin hjá þér sem
ævinlega. Fjóla systir þín kom með
ljóð sem hún sagði að Tryggvi
frændi frá Fáskrúðsfirði hefði ort
um þær systurnar sem þá voru
fæddar.
Una og Magga eru tvær
einnig Palla og Fjóla
síðast ég sá í gær
Siggu fara í skóla.
Sigga bjó síðustu 2 árin á Hraun-
búðum, henni leið mjög vel þar.
Starfsfólk Hraunbúða á miklar
þakki fyrir það. Hún orðaði oft við
okkur að hvað allir væru góðir við
sig. Hún var mikil hannyrðakona og
föndraði mikið hjá Hönnu, sem hún
talaði mikið um. Starfsfólk Sjúkra-
húss Vestmannaeyja á sérstaklega
góðar þakkir fyrir góða umönnun.
Elsku Sigga mín, þú hefur gert
okkur að betri manneskjum og
þökk fyrir það.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Við munum sakna þín, elsku
Sigga,
Guð geymi og passi þig.
Óskar og Hildur.
Elsku amma, við söknum þín svo
mikið. Þú hugsaðir svo vel um okk-
ur. Þú sóttir okkur oft á Leikskól-
ann Betel og fórst með okkur í bæ-
inn til að kaupa snúða í bakaríinu.
Þú bakaðir oft handa okkur pönnu-
kökur, þær bestu í heimi, þegar við
konum af leikskólanum og síðar
Barnaskólanum ásamt nokkrum
krökkum. Þú gerðir alltaf við sokk-
ana okkar þegar gat var á þeim,
mamma vildi bara henda þeim en
þú lagaðir þá alltaf. Þú spilaðir líka
við okkur olsen olsen og tefldir líka.
Ef pabbi og mamma voru að
skamma okkur fyrir að vera með
læti, þá sagðir þú alltaf þetta eru nú
bara börn. Þú fórst oftast með okk-
ur upp í sumarbústað upp í Gríms-
nes. Við vorum alltaf í kofanum sem
þú gafst okkur krökkunum og við
skírðum Siggukot. Við fórum oft í
berjamó og göngutúra, líka í fót-
bolta og þú varst í marki. Og þú
kenndir okkur krökkunum líka að
sippa og París. Amma sagði okkur
að hún hefði lært að synda fyrir
löngu á sumrin hjá Friðriki Jensen
sem bjó á móti henni á Hól á móti
Hruna. Hún fór alltaf með okkur í
sund þegar hún gat. Einu sinni fór
hún sem oftar í sundlaugina á Sel-
fossi, hún var orðin eitthvað þreytt
og hún fór inn á undan okkur, en
fór í karlaklefann og kom þaðan út
skellihlæjandi. Amma var engill í
okkar augum.
Amma talaði oft um Óskar afa,
Ármann og Hannes með söknuði.
Nú er hún komin til þeirra. Við
elskum þig upp í geiminn.
Þessa bæn fórst þú oftast með,
með okkur.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Strákarnir þínir
Hreiðar Örn og Óskar Elías.
Elsku Sigga mín.
Mig langar að minnast þín í
nokkrum orðum, minning þín yljar
mér enn. Þegar ég hugsa til baka
yfir farinn veg, þá man ég glöggt
þegar þú varðst hluti af mínu lífi.
Það gerðist þegar tvíburasystir mín
fór að búa með og seinna giftist
honum Óskari syni þínum. Frá
þeim tíma hefur þú átt stað í huga
mínum og hjarta. Sérstaklega vil ég
þakka vinskap þinn víð móður mína
sem féll frá 1996. Sá vinskapur var
henni og okkur dýrmætur. Kæra
vinkona nú á kveðjustund þakka ég
Guði fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman á Faxastígnum og
uppi í bústað. Hafðu þökk fyrir allt.
Guð geymi þig og blessi.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þinn vinur
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.
Elsku amma á Faxó.
Nú ertu farin frá okkur og vitum
við öll að þú ert komin á betri stað
og er ég viss um að þér líður miklu
betur, því nú ertu komin til afa,
strákanna þinna og allra hinna. Og
ég veit að þeir eru búnir að sakna
þín síðan þeir fóru frá okkur því ég
er strax farin að sakna þín og þú ert
bara nýfarin. Þú vildir alltaf öllum
allt gott og varst alltaf að gefa öll-
um eitthvað fallegt og þegar við
komum að heimsækja þig byrjuðum
við alltaf á því að gá að þér inni í
handavinnunni því þú varst alltaf
svo duglag að sauma og föndra. Og
ég var búin að lofa þér að byrja að
sauma þegar ég myndi byrja aftur í
skólanum því ég hafði svo lítinn
tíma í sumar, og ég var búin að
segja þér að ég væri byrjuð á jóla-
sokk en gafst aldrei færi á að sýna
þér hann en ég veit að þú sérð hann
og hjálpar mér. Amma, þú varst
yndisleg manneskja og ég veit að
þú ert komin til afa og allra hinna,
passaðu þau, við vitum að þú ert hjá
okkur í anda og vil ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur kennt mér
og gert fyrir mig.
Þín
Sigríður Ósk.
Amma á Faxó, maður gleymir
henni aldrei, hún var alltaf blíð og
góð, hún var alltaf brosandi.
Ég gleymi aldrei þessu fallega
brosi þínu. Þú varst oft að passa
mig þegar ég var lítill, gafst mér
gjafir þegar ég varð veikur varst
alltaf svo góð við mig. Eins þegar
þú komst í heimsókn til mín, þegar
mamma og pabbi voru að vinna,
þegar við spiluðum olsen olsen eða
eins og þú kallaðir það alltaf azy
crazy og þegar ég kom til þín á
morgnana fyrir skóla horfðum við
oft á sjónvarpið. Ég gleymi þessum
stundum aldrei því þetta voru góð-
ar stundir í lífi mínu. En núna færð
þú að hvíla í friði hjá Óskari Elíasi,
afa mínum sem ég fékk því miður
ekki að kynnast eða frændum mín-
um sonum þínum, amma, Ármanni
og Hannesi, Óla hennar Möggu,
tengdasyni þínum eða bróður mín-
um Sibba.
Amma, ég vona að þú skilir
kveðju til þeirra og segir þeim að
ég sjái þá þegar ég kem til himna.
Kveðja
Óskar Elías Sigurðsson.
Elsku amma á „Faxó“.
Nú ertu komin til afa. Þegar ég
lít til baka og hugsa um stundir
okkar saman þá kemur mér fyrst í
hug þegar ég var lítil og var orðin
pirruð og leið, þá sagðir þú alltaf að
nú ætti ég að hjálpa þér. Þú náðir í
tusku og sagðir mér svo að núna
þyrfti að þurrka allt ryk í burtu.
Einnig eru mér minnisstæðar allar
sumarbústaðaferðir okkar. Yfirleitt
fórum við upp í Munaðarnes í
Borgafirði. Í hvert sinn er við
keyrðum fram hjá litlu húsi sem er
á leiðinni sagðir þú alltaf, þetta hús
ætla ég að kaupa.
Ég get haldið endalaust áfram en
ætla að enda hér og geyma minn-
inguna í hjarta mínu. Ég veit að þú
horfir á okkur og verndar okkur.
Og ég veit að þú hugsar vel um afa,
pabba, Ármann, Hannes, Sigríði
Ósk og alla hina.
Elsku amma, ég elska þig og á
eftir að sakna þín.
Þín dótturdóttir
Ósk.
Elsku langamma.
Okkur finnst nú dálítið skrítið að
núna getum við ekki komið og
heimsótt til inn á „Elló“. Við þekkt-
um þig ekki lengi en allan þann
tíma sem við þekktum þig þá var
alltaf svo gott að koma í fangið á
þér.
Elsku langamma, við elskum þig
og eigum eftir að sakna þín.
Þínar langömmustelpur
Sigríður Margrét og
Auðbjörg Helga.
Besta amma Sigga.
Amma mín er með eyru sem
hlusta og alvörufaðm sem heldur
fast, ást sem er endalaus og hjarta
gert úr gulli. Amma mín, nú ert þú
komin til afa, Hannesar og Ár-
manns, ég kynntist þeim ekki en
hef heyrt fallegt um þá, kysstu þá
frá mér.
En amma, ég á eftir að sakna þín
en ég veit að þér líður vel hjá hinum
helmingnum.
Kær ömmukveðja,
Ármey.
Elsku amma Sigga, sárt er að
kveðja þig, en margar á ég góðar
minningar sem ylja mér um hjarta-
rætur.
Þegar ég kynntist þér fyrir rúm-
um fjórum árum þótti mér strax af-
skaplega vænt um þig og börnin
mín kölluðu þig alltaf ömmu Siggu
og það þótti þér sko ekki verra og
varst mjög ánægð með það.
Heiðarleiki, trúmennska, réttlæti
og umhyggja voru aðalsmerki þitt.
Takk fyrir yndisleg kynni, elsku
amma Sigga, nú er þinn tími kom-
inn til að byrja uppá nýtt, takk fyrir
mig.
Þú áttir auð sem aldrei brást,
þú áttir eld í hjarta,
sá auður þinn er heilög ást
til alls hins góða og bjarta.
Til meiri starfa guðs um geim
þú gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim
er heilsa nýjum degi.
Þín
Elín Inga (Ella).
Alltaf er sárt að kveðja í hinsta
sinn þá sem okkur þykir vænt um.
Eins og nú þegar við þurfum að
kveðja hana Siggu, sem var svo stór
partur í lífi okkar. Þessi orð Hall-
gríms Péturssonar segja allt sem
okkur býr í brjósti.
Næm, skynsöm, ljúf í lyndi,
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði’ ég af þér,
í minni muntu mér;
því mun ég þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.
Kveðja
Sigurvin og Helga,
Valgerður Una og fjölskylda,
Helena Rut og fjölskylda.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TÓMAS GUÐMUNDSSON
rafvirkjameistari,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
síðast til heimilis á Austurvegi 16,
Grindavík,
lést fimmtudaginn 30. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingeburg Guðmundsson.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
PÁLL KRISTJÁNSSON,
Lönguhlíð 20,
Bíldudal,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 1. október.
Jóna Kristjánsdóttir,
Teitur Kristjánsson, Margrét B. Aðalsteinsdóttir
og frændsystkini.