Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 42

Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 42
42 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ágústa MargrétÓlafsdóttir fædd- ist í Hjálmholti í Hraungerðishreppi 6. nóvember 1937. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. september síðast- liðins. Foreldrar Ágústu voru Ólafur Ögmundsson bóndi í Hjálmholti, f. 2. ágúst 1899, d. 15. febrúar 1982 og Guðmunda Guðjónsdóttir frá Hrygg í Hraungerðis- hreppi, f. 15. ágúst 1914, d. 30. maí 1991. Auk Ágústu eru börn Ólafs og Guðmundu: Kolbeinn, f. 3. júní 1940; Ögmundur, f. 9. september. 1943, d. 6. júní 1944; Kristinn, f. 11. mars 1945; Kristín Lára, f. 4. júní 1946; Guðjón, f. 4. nóvember. 1949, d. 12. mars 1950; Þormóður, f. 26. nóvember 1951; Sigurður, f. 17. september 1953 og Bergur Ingi Ólafsson, f. 12. júlí 1958. Ágústa giftist 2. desember 1961 eftirlifandi eiginmanni sínum Birni Sigurðssyni, bónda í Úthlíð í Biskupstungum, f. 6. júlí 1935. Foreldrar hans voru Sigurður Tómas Jónsson frá Ferstiklu í Hvalfirði, f. 25. febrúar 1900, d. 11. október 1987, og Jónína Þor- björg Gísladóttir frá Úthlíð, f. 19. október 1909, d. 19. febrúar 1979. Björn og Ágústa eiga fjögur börn og 10 barnabörn. Þau eru: Ólafur hæstaréttarlögmaður á Selfossi, f. 18. júní 1962, kvæntur Ingu Mar- gréti Skúladóttur félagsráðgjafa, f. 12. desember 1960. Börn þeirra eru: Andri Björn, f. 10. febrúar 1986; Ólöf Sif, f. 31. júlí 1987; Skúli Geir, f. 19. júlí 1994 og Ágústa Margrét, f. 26. ágúst 1996. Dr. Sig- ríður dýralæknir á Kálfsstöðum í Hjaltadal, f. 7. janúar 1964, í sam- búð með Ólafi Inga Sigurgeirssyni líffræðingi, f. 30. október 1964. Börn þeirra eru: Sigurgeir, f. 26. febrúar 1993, og Þorgerður Una, f. 27. júlí 2003. Hjördís íslenskufræðingur í Reykjavík, f. 10. maí 1966, gift Þorsteini Sverrissyni tölvunar- fræðingi, f. 16. júlí 1964. Synir þeirra eru: Ágúst Flóki, f. 5. júní 1987; Björn, f. 17. júní 1989, og Unnar Geir, f. 5. maí 1996. Jónína Birna viðskiptafræðingur í Hafnarfirði, f. 20. október 1971, í sam- búð með Hirti Frey Vigfússyni við- skiptafræðingi, f. 31. ágúst 1971. Sonur þeirra er Sigurður Tómas, f. 18. maí 2000. Ágústa ólst upp í Hjálmholti við leik og störf. Hún gekk í Barna- skólann í Þingborg, Héraðsskól- ann að Laugarvatni og Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Ágústa vann við ýmis verslunar- og þjónustustörf eftir að námi lauk. Árið 1960 kynntist hún Birni Sigurðssyni og byrjuðu þau að búa í Úthlíð árið 1961 og bjuggu þar allan sinn aldur. Þau bjuggu í fé- lagsbúi við Jónínu og Sigurð í Út- hlíð til að byrja með en árið 1971 hættu þau Jónína og Sigurður bú- skap og Jón bróðir Björns tók við þeirra búi og bjó með þeim í fé- lagsbúi til 1977 er Jón þurfti að hverfa frá búskap. Eftir að hjónin höfðu snúið sér alfarið að ferða- þjónustu tók Ágústa að sér stjórn á daglegum rekstri. Ágústa var köll- uð til félagsstarfa. Hún var um áratug formaður Kvenfélags Bisk- upstungna, söng í Skálholtskirkju- kórnum í 25 ár, í 8 ár sat hún í sveitarstjórn og í nokkur ár í stjórn Kaupfélags Árnesinga. Hún sótti fyrir þessa aðila oft ýmsa að- al- og landsfundi. Ágústa verður jarðsungin frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ágústa tengdamóðir mín lifði við- burðaríka og farsæla ævidaga þang- að til hún greindist með heilaæxli um síðustu áramót sem að lokum varð henni að aldurtila. Á búskaparárum sínum þurfti hún að annast marg- breytileg störf, oft með litlum und- irbúningi. Hún vann öll sín verk án hávaða og áreynslu. Þess vegna átt- uðu sig ekki allir á því hvað hún hafði margar sterkar hliðar. Hún var kona jafnvægis og festu. Hún var okkur alltaf hjálpsöm án þess að vera af- skiptasöm. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir hversu góð amma hún reyndist sonum okkar. Það var sama hvernig á stóð, alltaf var hún tilbúin að taka á móti þeim og leyfa þeim að dvelja um lengri eða skemmri tíma. Strax og þeir höfðu aldur til fóru þeir að hjálpa til við búskapinn og lærðu að vinna. Hún beitti ekki mikið boð- um og bönnum en var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Guð blessi minningu Ágústu Mar- grétar. Þorsteinn Sverrisson. Elskulega tengdamamma, já elskulega tengdamanna, eins og ég leyfði mér alltaf að kalla þig, þó að ekki höfum við Ína komið því í verk að gifta okkur. Það er nefnilega svo mikil mamma í því heiti, en það er einmitt það sem þú varst mér. Ungur kom ég á heimili ykkar Björns og þú hugsaðir um mig og studdir sem þinn eigin sonur væri. Við höfum ýmislegt braskað saman í gegnum tíðina enda höfum við fyrir utan áðurnefnd sterku tengsl verið grannar, sam- starfsmenn og miklir vinir. Ég sakna þín sárt. Ég veit að þú vakir yfir okk- ur sem fyrr og minning þín mun allt- af lifa í huga mér. Kveðja, Hjörtur Freyr. Elsku amma mín í Úthlíð er nú dá- in og mun ég sakna hennar sárt. Hún amma mín var búin að vera með heilaæxli síðustu 8 mánuði, sem að lokum varð henni að aldurtila allt of snemma. Ég minnist ömmu sem dugnaðar- konu með stórt hjarta. Hún sat yf- irleitt ekki auðum höndum og var vinnusöm og iðin hvort sem það var að sjá um heimilið eða ferðaþjón- ustuna. Ég var hjá ömmu minni og afa í Úthlíð hvert einasta sumar í vinnu eftir að ég hafði aldur til og var það mikill tómleiki að vera ekki að vinna hjá ömmu síðasta sumar þar sem hún lá veik á sjúkrahúsi. Það var ekkert jafn gaman og að vera í sveit- inni á sumrin og að vera dekurstelpa hjá ömmu sem komst upp með allt í vinnunni. Enda var ég lengi vel eina barnabarnið sem var stelpa og var þar með algjör prinsessa í augum ömmu minnar þó svo að strákarnir væru auðvitað í uppáhaldi líka. Svo kom litla systir mín í heiminn og varð alnafna ömmu sem gladdi hana óend- anlega mikið. Með þessum fáu orðum kveð ég ömmu mína og vona að henni líði vel í nýjum heimkynnum. Ólöf Sif Ólafsdóttir. Amma okkar í Úthlíð var skemmti- leg amma því hún var fyndin og hafði svo góðan húmor, gat hlegið að því sama og við. Hún eldaði góðan mat, lambakjöt og hangikjöt, og spjallaði mikið við okkur, svo spilaði hún stundum við okkur. Hún las sögur fyrir okkur þegar við sváfum hjá henni í sveitinni og gaf okkur alltaf bækur með í jólapakk- anum því hún vildi að við værum dug- leg að lesa. Amma kom líka oft heim til okkar og gisti hjá okkur í nokkra daga þeg- ar pabbi okkar og mamma fóru til út- landa. Fyrir jólin vorum við vön að fara öll upp í sveit til ömmu og gera jólin tilbúin. Baka piparkökur, gera heimsfræga konfektið hennar ömmu og fara í pakkaleik. Stundum lékum við jólaguðspjallið og á eftir var fyrsti í jólum þegar við borðuðum heim- areykt hangikjöt. Svo fórum við með afa að höggva jólatré upp við Djákna. Það var spennandi fyrir ömmu að bíða og sjá hvernig jólatré hún fengi, því stundum var betra að tréð væri í horni, því það voru kannski ekki alls staðar greinar. Amma var ekki að gera veður út af því, hló bara og hafði gaman af því og lét okkur um að skreyta það. Amma skemmti sér svo vel að fá alla til sín í skammdeginu fyrir jólin. Á sumrin vorum við líka mikið hjá ömmu og hún var fljót að finna ein- hver verkefni handa okkur, tína rusl og sígarettustubba eða annað mis- skemmtilegt. Amma var alltaf að. Amma fékk heilaæxli og það var mjög leiðinlegt. Síðasta vetur, þegar hún var orðin veik, ákvað hún að prjóna trefil eða ennisband handa okkur yngri börn- unum. Siggi Tommi og Unnar náðu að fá sína en ekki náðist að klára fleiri, þar sem sjúkdómurinn var far- inn að hafa áhrif á hana. Við heimsóttum hana á sjúkrahús- ið, bæði á Selfossi og í Kópavogi, og það fannst henni gaman, þótt hún gæti ekki sagt það. Við söknum ömmu mikið en við ætlum að minnast hennar oft og þannig heldur hún áfram að lifa með okkur og við munum aldrei gleyma henni. Yngri deild barnabarnanna, Skúli Geir Ólafsson, Unnar Geir Þorsteinsson, Ágústa Margrét Ólafsdóttir og Sigurður Tómas Hjartarson. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pétursson.) Ágústa Ólafsdóttir í Úthlíð var af þeirri kynslóð sem segja má að nú sé komin að vaðinu á ánni. Það haustar að í lífinu; störin á flánni er fölnuð og síðasta áfangann fara allir aleinir. Það er enginn á veginum annar en þú, segir skáldið. Daufur niður árinnar er fjarlægur lengi vel, en í dimmunni heyrum við hann nálgast. Ágústa er komin yfir fljótið og við hin, sem þekktum hana, fylgdumst með för hennar án þess að geta nokkru um breytt, því svona er lífið, og þá tekur maður undir með Bólu-Hjálmari: Eg kem eftir kannski í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld … Þegar Ágústa Ólafsdóttir frá Hjálmholti giftist Birni bróður mín- um og þau fóru að búa í Úthlíð skip- aði hún sér í röð húsfreyjanna á þess- ari stóru jörð, allt frá Þorgerði Ketilbjarnardóttur, sem nam þar land, til hinna síðustu í röðinni: Sig- ríðar ömmu okkar Úthlíðarsystkina og Jónínu móður okkar. Ágústa hafði fengið í arf létta lund föður síns, Ólafs bónda Ögmundssonr í Hjálmholti, sem ég kynntist lítið eitt á yngri ár- um mínum þegar ég starfaði í banka á Selfossi. Þangað kom Ólafur oft og skar sig úr. Þrátt fyrir fötlun fylgdi honum mikil gleði; það var líkt og bjarmaði af honum. Börnin þeirra Björns og Ágústu hafa erft þetta. Við upphaf búskapar í Úthlíð kom Ágústa inn í samfélag við Hlíðina, sem var frekar óvenjulegt í þá veru að nágrannarnir voru flestir kærir vinir og sumir reyndar náskyldir okkur. Þetta vinfengi hefur haldizt æ síðan. Ágústa hafði þar að auki náið samneyti við mæðgurnar í Úthlíð, ömmu mína og móður, og varð fyrir ótrúlega miklum áhrifum frá þeim; tileinkaði sér umfram allt æðruleysi. Það var ekkert verið að hrökkva upp- af klakknum þótt eitthvað færi öðru- vísi en ætlað var. Ég tel reyndar að Ágústu hafi tekizt betur að tileinka sér þetta lífsviðhorf en okkur systk- inunum. Með Birni bróður mínum stóð Ágústa að gagngerri búháttabreyt- ingu í Úthlíð. Eftir að farið var að gera út á frístundir fólks með sum- arbústaðabyggð hafði Ágústa stund- um á orði að mikið hefðu blessaðar kýrnar verið auðveldari. En í þessu nýja hlutverki stóð hún sig frábær- lega. Næði og friðarstundir voru þó færri. Úthlíðarbænum hefur aldrei verið læst, en ekki komið að sök. Segir sína sögu þegar mig bar þar að garði á sunnudagsmorgni og gekk inn. Eng- inn virtist vera heima, en í sófa í stof- unni svaf alklæddur maður. Svo kom Ágústa ofan úr Rétt, leit á manninn og sagði: „Blessaður maðurinn, hann hefur verið syfjaður.“ Hún hafði ekki hugmynd um hver þetta var og lædd- ist á tánum út til að vekja hann ekki. Þarna er hún amma lifandi komin, hugsaði ég með mér. Þökk fyrir allar gleðistundir heima í Úthlíð, í Réttinni og sumarbústöð- um þar sem við fengum að vera og oft höfum við tekið lagið saman. Alltaf hafði Ágústa tíma til að taka þátt í gleðinni. Svo er hún allt í einu farin, komin að vaðinu á ánni – og yfir. Eftir stöndum við með minningar og þakk- læti. Við Jóhanna og börnin okkar vottum Birni bróður mínum og börn- unum hans einlæga samúð. Gísli Sigurðsson. Klukkur tímans tifa telja ævistundir. Ætíð lengi lifa ljúfir endurfundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi. Ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (H.A.) Með miklum trega kveð ég nú ást- kæra mágkonu mína, Ágústu Mar- gréti Ólafsdóttur. Hún var borin og barnfædd í Hjálmholti í Hraungerð- ishreppi, elst sjö systkina. Þar gekk hún að öllum þeim fjölþættu sveita- störfum á stórbúi foreldra sinna þeirra Guðmundu Guðjónsdóttir og Ólafs Ögmundssonar. Eftir unglingaskóla í Þingborg stundaði hún nám við Héraðsskólann að Laugarvatni og seinna Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Var hún því vel undirbúin er hún giftist Birni bróður mínum. Þau hófu búskap í Út- hlíð og þar var hennar ævistarf unnið sem var bæði fjölþætt og stórt. Í fyrstu bjuggu þau félagsbúi með for- eldrum mínum og bróður og minnist ég þess hve mjög þau mátu hana alla tíð. Þegar búháttarbreyting varð í Út- hlíð og farið var í ferðaþjónustu fylgdu því mikil umsvif við byggingar og aðrar framkvæmdir. Ágústa ann- aðist alla í mat og drykk og oft voru á milli 10 og 20 manns í heimili. Dáðist ég jafnan að því hve henni virtist þetta létt verk en hún hafði alltaf tíma til alls og aldrei minnist ég að hafa heyrt hana tala um að hún hefði mikið að gera. Ágústa var félagslynd og forkur dugleg að hverju sem hún gekk. Sinnti hún sínum vinum einkar vel og hafði mikið og gott samneyti við stór- an nágrannahóp. Hún lét sig ekki muna um að líta inn hjá fólki ef hún átti leið hjá og alltaf hafði hún tíma til að sinna mannlegum samskiptum. Hún var í sveitarstjórn í nokkur ár, formaður kvenfélagsins um tíma og söng með Skálholtskórnum í langa tíð. Ágústa og Björn eignuðust 4 börn, Ólaf lögfræðing, Sigríði dýralækni, Hjördísi íslenskufræðing og Jónínu Birnu viðskiptafræðing. Þau er öll gift og barnabörnin eru orðin 10. Ágústa var mjög stolt af hópnum sín- um og oft voru þau öll samankomin í Úthlíð. Barnabörnin áttu þar alltaf víst athvarf og undu sér vel í því frjálsræði sem þar ríkti. Samfylgdin við Ágústu hefur varað í rösk 40 ár og öll var hún góð. Stutt var á milli búa okkar, samgangur mikill og hjálpast að við öll stærri verk. Samverustundirnar voru því margar jafnt í leik sem í starfi. Á heimili þeirra hjóna var einkar gott að koma. Þar ríkti jafnan glaðværð og góður andi. Tvisvar sinnum eignuðumst við barn með viku millibili sem tengdi okkur enn nánari böndum. Við unn- um saman að mörgum málum og oft var hist að degi loknum, bara til að hafa gaman. Margar skemmtilegar ferðir fór- um við saman bæði innanlands sem erlendis. Það er margs að minnast frá þeim tíma og gott að eiga svo margar og góðar minningar, þær eru fjársjóður efri áranna. Stórfjölskyldan frá Úthlíð þakkar henni allar góðar stundir. Oft var gestkvæmt þar af okkar stóru fjöl- skyldu og öllum tekið af gestrisni og með gleði. Síðastliðin 10 ár höfum við hjónin átt sumarbústað í Úthlíð. Oftar en ekki hittumst við er við vorum þar og var þá rabbað og sungið. Nú verður tómlegra að koma við í Úthlíð en í gamni urðum við að hafa „tilkynn- ingaskyldu“ er við komum í bústað- inn, það var ekki til siðs að fara fram hjá. Við Werner þökkum allar góðar stundir þaðan, nú eru þær minning ein. Syrgja börn og ekkill of snemma horfna ágæta móður og maka. En í hugum allir; hinn alvitri kallar engan of snemma. Þessa grafskrift frá 1835 bar fyrir mig fyrir stuttu. Ekki get ég að gert að mér fannst kallið koma of fjótt í þetta sinn. Sjálfsagt er það eigin- girni. Ég sé hana fyrir mér í Úthlíð sallarólega og glaða í erli dagsins. Símarnir hringja, allir fjölmiðlar í gangi, barnabörn hlaupandi út og inn og hávaði í öllum. Þannig vil ég muna hana. Við Werner biðjum góðan Guð að styrkja Björn á þessum erfiðu tíma- mótum og sendum fjölskyldunni allri hlýjar samúðarkveðjur. Kristín Sigurðardóttir. Komið er að kveðjustund, hún Ágústa, húsmóðir í Úthlíð, tengda- móðir dóttur okkar, er dáin. Sameiginleg áhugamál okkar und- anfarin ár, það er barnabörnin, hafa leitt fjölskyldurnar saman og orðið grundvöllur góðrar vináttu. Ágústa var alltaf hin sterka, kraft- mikla, hugsandi og glaðværa kona sem alltaf var ánægjulegt að setjast niður með og ræða mál dagsins því að þrátt fyrir nánast endalaus verkefni við bú og heimili hafði hún alltaf tíma fyrir barnabörnin og að taka þátt í og fylgjast með þeirra áhugaefnum. Móttökur þeirra hjóna Björns og Ágústu þegar við komum til þeirra voru alltaf sérstakar og þægilegar og margar góðar minningar sem því fylgja og sem við þökkum. Við vottum Birni og fjölskyldunni okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og styðja á erf- iðum tímum Ólöf Elín Davíðsdóttir, Egill Skúli Ingibergsson. Björn frændi í Úthlíð fann konu- efnið sitt í Flóanum. Hún var vel af Guði gjörð; bráðfalleg, gáfuð, hóg- vær, dugleg, þrautseig. Það er illskiljanlegt að hann skyldi fá Ágústu með sér til að setjast að upp undir öræfum. Þegar litið er til baka finnst manni Hlíðarbæirnir hafa verið ótrúlega afskekktir og ein- angraðir á þessum árum og á ýmsan hátt gamaldags. T.d. var vegasam- band afar ófullkomið, ekkert raf- magn, nema með dyntóttum, hávaða- sömum mótor sem enginn vissi fyrirfram hvort færi í gang þegar skyggði. Hún, sem var vön allt öðrum lífsstíl, svo sem góðum samgöngum og rafmagni með öllum þeim þæg- indum sem því fylgir, lét þetta ekki aftra sér frá því að fylgja ástvini sín- um upp til fjalla og aftur í tímann. Hún bar með sér nýjan og ferskan blæ upp að Hlíðum og vann strax hugi og hjörtu sinna nýju sveitunga og nágranna. Henni var falin marg- vísleg ábyrgð í þágu sveitunganna, sat í hreppsnefnd og ýmsum stjórn- um og ráðum sveitarinnar um árabil, auk þess að standa fyrir stórbúi og öðrum mjög umfangsmiklum rekstri með eiginmanni sínum. Á sama tíma sinnti hún og þau hjónin bæði, því verkefni sem var mikilvægast af öllu; að koma börnum sínum til manns og hlúa að þeim og öðrum sem stóðu þeim næst. Í þeim hópi var Lindi, ÁGÚSTA MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.