Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 43
MINNINGAR
móðurbróðir Björns og við, börn
hans. Umhyggju sína og ástúð fengu
þau endurgoldna í miklu barnaláni og
innilegri vináttu og þakklæti okkar
sem nutum.
Ágústa hóf búskapinn í Úthlíð við
erfiðar og gamaldags aðstæður. En
þar eins og annars staðar voru miklar
breytingar að ganga í garð. Nú, þeg-
ar hún hverfur af vettvangi eru allar
aðstæður á Hlíðarbæjunum eins og
best gerist. Það er kaldhæðni örlag-
anna að þegar þau hjónin voru tilbúin
að draga sig í hé, eftir þrotlausa
vinnu við uppbyggingu í Úthlíð og
með allri Hlíðinni, skuli henni vera
fyrirmunað að njóta ávaxta erfiðis-
ins, í gæðum þessa heims. Í staðinn
fær hún mynd sína greypta í vitund
og minningu okkar sem áttum með
henni samleið og blessun okkar um
alla eilífð.
Örn Erlendsson.
Ágústa í Úthlíð er dáin, eitthvað
sem við höfum átt von á undanfarnar
vikur en samt er höggið þungt. Allir
héldu í þá von að meinið batnaði og
Ágústa fengi að njóta lífsins að lokn-
um löngum vinnudegi. Þau hjónin
nýbúin að festa kaup á íbúð í Kópa-
vogi þar sem höfði skyldi hallað. Ég
er þess fullviss að Ágústa hlakkaði til
að vera í meiri nálægð við fjölskyld-
una og heimsækja vini og kunningja
enda mikil félagsvera. Ágústa var
bæði hlý, skemmtileg og viðræðugóð.
Henni kom allt mannlegt við og hafði
svo skemmtilega brennandi áhuga á
öllu í kringum sig.
Ágústa í Úthlíð er órjúfanlegur
hluti af barnæsku minni. Hún var gift
Birni móðurbróður mínum, bjó á ætt-
aróðalinu Úthlíð í sambýli við afa og
ömmu, og er móðir frændsystkina
minna sem hafa verið mínir bestu
vinir alla tíð. Samgangur á milli fjöl-
skyldnanna var mikill og stundum
held ég að engu máli hafi skipt hver
átti hvaða barn eða hvaða barn fór
heim með hverjum. Ekki man ég eftir
öðru en þeirri gagnkvæmu virðingu
og væntumþykju sem ríkti á milli
fjölskyldnanna. Við áttum góðar
stundir og erum náin enn þann dag í
dag. Ólafur er elstur barnanna þá
kemur Sigríður, Hjördís og yngst er
Jónína Birna. Siggi bróðir og Óli eru
fæddir með vikumillibili í júní og fjór-
um árum seinna gerðist það sama,
við Dísa fæddumst við vikumillibili í
maí. Óhjákvæmilega voru börnin
skírð saman og seinna fermd saman.
Margar eru minningarnar, fé-
lagsvist í Úthlíð var ómissandi í jóla-
haldinu og haustverkin þegar tekið
var slátur og gerð berjasaft og sulta,
stundum í eldhúsinu hjá ömmu en
oftar í eldhúsinu hjá Ágústu. Í minn-
ingunni var líka snjór á veturna oftar
en ekki svo mikill að barist var milli
bæja í skafrenningi og blindbyl þá
dugði ekkert minna en Rússajeppi á
keðjum.
Nú þegar ég hugsa til baka heyri
ég hláturinn hennar Ágústu en glað-
værðin er og verður líklega hennar
aðalsmerki. Það var alltaf gott að
hitta Ágústu, hún hafði svo einstak-
lega þægilega nærveru. Í seinni tíð
naut ég þess betur að ræða við hana,
hún vissi svo margt frá liðinni tíð og
var viljug að miðla og segja frá.
Við hjónin vorum svo heppin að fá
Ágústu í tvígang í heimsókn til okkar
í London þegar við bjuggum þar. Í
fyrra skiptið voru þau Björn á leið til
Kanaríeyja en í farteskinu var að
sjálfsögðu hangikjötslæri sem var
soðið og áttum við yndislega kvöld-
stund saman. Í seinna skiptið kom
hún með mömmu og Sigrúnu móð-
ursystur í „húsmæðraorlof“ sem þær
nutu sín vel í, mikið var hlegið og
margar sögur rifjaðar upp.
Síðustu mánuðir hafa verið fjöl-
skyldunni erfiðir. Fyrst þessi óvægni
dómur um meinið sem ekki reyndist
læknanlegt. Síðan tóku við lækninga-
meðferðir sem ekki báru árangur en
töfðu líklega framgang sjúkdómsins
og gáfu lengri tíma. Maður er eitt-
hvað svo máttlaus á svona stundum
og langar að gera svo miklu, miklu
meira. Mikið hefur mætt á Birni og
fjölskyldunni á þessum tíma.
Ég á mér eina minningu úr veik-
indum hennar sem er mér einkar
kær. Ágústa lá þá á Borgarspítalan-
um og ég kom í heimsókn. Læknir
leit inn og spurði Ágústu hvort þarna
væri komin enn ein dóttir hennar. Ég
ætlaði að útskýra hver tengsl mín við
Ágústu væru þegar hnussaði í henni
og hún sagði: „Ætli ég eigi nú ekki
stóran hluta í henni.“
Ágústa átti stóran hlut í mér og
eins og með alla sem hverfa alltof
fljótt þá vildi ég óska að við hefðum
mátt fá meiri tíma með henni. Þegar
pabbi dó var faðmur Ágústu hlýr og
nú hagar svo til að dánardægur
þeirra er það sama. Loks hittast góð-
ir og gamlir vinir.
Í dag eru allir svanir í sárum,
söngurinn breyttur í þagnarmál,
héla á steinum, blóð á bárum,
banvænt eitur í hverri skál.
Grasið er sölnað og ilmur enginn,
allir bátar settir í naust.
Að sævardjúpi er sólin gengin –
sumarið liðið og komið haust.
(Davíð Stefánsson.)
Við Sigurður sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Björns,
frænda og vinar okkar, Óla, Systu,
Dísu, Ínu Birnu og fjölskyldna
þeirra. Við yljum okkur við minning-
ar um dásamlega konu.
Hrönn Greipsdóttir.
Okkur setur hljóð hér á Austur-
hlíðarbæjunum við fráfall Ágústu í
Úthlíð. Vissulega áttum við von á því,
þar sem hennar þrautaganga í erf-
iðum veikindum hefur staðið undan-
farna átta mánuði, en þó er alltaf erf-
itt að horfa á eftir fólki sem kveður of
snemma. Það vildi þannig til að ég
var staddur í kaffisopa hjá Birni, eft-
irlifandi manni hennar, í janúar síð-
astliðnum þegar hann fékk þær
slæmu fréttir símleiðis að Ágústa
væri með æxli við heilann. Það fór
ekki framhjá mér hversu mjög þetta
fékk á Björn og skal engan undra, og
slæmt þótti mér sjálfum að heyra
þessi válegu tíðindi. Í stuttu máli sagt
þá réð enginn mannlegur máttur við
þetta illkynja æxli og því fór sem fór.
Að eiga góða nágranna eru mikil
verðmæti og Ágústa var einstaklega
góður granni og þau hjón bæði. Ég
þakka henni af heilum hug fyrir öll
árin sem við höfum þekkst, en þau
eru orðin liðlega fjörutíu. Ég man
eins og gerst hefði í gær þegar Bjössi
kom með Ágústu kærustu sína í
fyrsta sinn með sér hingað á ná-
grannabæina. Ég var strákhnokki
innan við tíu ára þegar þetta var, en
ég sé þau enn fyrir mér: Þau voru
bæði svo glöð og bjart yfir þeim og
lífið brosti við þeim. Ágústa og Björn
voru svo gæfusöm að eignast fjögur
mannvænleg börn, einn son og þrjár
dætur og hef ég aldrei kynnst öðru
en góðu frá þeim öllum.
Að leiðarlokum þakka ég Ágústu
fyrir samleiðina og nágrennið og bið
góðan Guð að styrkja Bjössa, Óla,
Systu, Dísu og Jónínu í þeirra miklu
sorg.
Magnús Kristinsson,
Austurhlíð.
Eftir margra mánaða veikinda-
stríð er fallin frá ein albesta vinkona
okkar hjóna á Heiði til margra ára-
tuga, sérstaklega var kært á milli Oll-
ýjar og Ágústu. Ágústa húsfreyja í
Úthlíð var afar heilsteypt persóna,
framúrskarandi gott að hafa sam-
skipti við hana. Hún var afar dugleg,
enda hefur hún afrekað mikið í sínum
búskap í Úthlíð. Það má segja að
verkin þar tali enda held ég að sé
einsdæmi sú uppbygging í Úthlíð á
tiltölulega stuttum tíma, þar var hún
stoð og stytta bónda síns alla tíð, stóð
fyrir mikilli ferðaþjónustu, veitinga-
rekstri svo fátt eitt sé talið.
Með Úthlíðarhjónunum höfum við
hjónin á Heiði ferðast mikið, bæði
innanlands og ekki síður erlendis. Í
nær áratug fórum við saman til sólar-
landa, ennfremur mikið um Evrópu.
Allar þessar ferðir skildu eftir
ánægju- og gleðistundir aldrei bar
skugga á neinar þessar ferðir. Í mín-
um huga er einstakt þakklæti til
Ágústu fyrir allar þessar samveru-
stundir, þakklæti líka fyrir oft og tíð-
um að taka á móti hjónahópnum sem
varð til á ferðalagi í Móseldalnum á
sínum tíma, við áttum margar gleði-
stundir með þeim ágætu hjónum í
Úthlíð. Ágústa hafði góða söngrödd,
söng í Skálholtskórnum á aldarfjórð-
ung, var formaður kvenfélagsins um
tíma og sat í sveitarstjórn, hún hafði
ákveðnar skoðanir á málefnum og
rökstuddi þær.
Þegar Ágústa veiktist í janúar á
þessu ári var allt tilbúið hjá þessum
tvennum hjónum að hoppa upp í flug-
vél til Kanarí, sú ferð var aldrei farin.
Nú er vinkonan farin í ferðina sem
við förum öll í einhverntímann, hún
var á góðum aldri en það er nú svo að
við förum ekki eftir aldursröð eða
stafrófsröð. Eins og komið var hjá
henni var dauðinn líkn, við söknum
hennar af heilum huga, en mest er
áfallið hjá Birni bónda hennar og
börnunum. Þökk fyrir allt, kæra vin-
kona. Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar í Úthlíð. Blessuð sé
minning hennar.
Ólöf og Sigurður, Heiði.
Þrátt fyrir nokkurn aðdraganda
verður maður aldrei viðbúinn slíkum
fréttum, eins og þeirri að Ágústa í
Úthlíð hefði lokið sinni lífsferð.
Ágústa var dæmigerð íslensk hús-
freyja, á heimili þar sem margir
koma og að mörgu að hyggja. Dæmi-
gerð fyrir þær sakir að halda vel utan
um heimilið, koma börnum sínum vel
til manns og standa þétt að baki
bónda sínum, hugumstórum. Ágústa
var líka einstök. Einstök fyrir mann-
gæsku sína, umburðarlyndi og dugn-
aðarþrek. Hvort sem það var heima á
bæ eða uppi í Rétt mátti merkja að
Ágústa hafði vökul augu yfir því sem
fram fór og sá til þess að allt gengi
upp. Hún var hins vegar hógvær og
gerði lítið úr sínum hlut, eins og svo
gjarnan gerist með fólkið úr Flóan-
um. Engu að síður setti hún sterkan
svip á umhverfi sitt og allir báru fyrir
henni mikla virðingu.
Ófáar hafa þær verið heimsóknirn-
ar í Úthlíð í gegnum árin. Rétt eins
og reiðhestur sem verður vakrari á
heimleiðinni herðir maður ósjálfrátt
ferðina þegar nær kemur, og sér
raunar alltaf eftir því að hafa ekki
lagt miklu fyrr af stað. Eftirvænting-
in að hitta heimilisfólkið og þann
góða vinahóp sem myndast hefur þar
í gegnum tíðina er jafnan mikil, enda
er alltaf tekið jafn yndislega á móti
manni. Minningarnar eru margar, og
allar góðar. Og mikið var sungið.
Hvort sem það var í fjölskylduboði
eða í stærri hópi, ekki þurfti að
spyrja Ágústu oftar en einu sinni á
hverju skyldi byrja, bara að finna
tóninn og syngja: Hvað er svo glatt.
Eitt sinn gafst loks tækifæri á að
endurgjalda velgjörðirnar þótt ekki
væri saman að jafna. Björn og
Ágústa komu þá í heimsókn til Ínu og
Hjartar á námsárum okkar félag-
anna vestur í Ameríku. Með í för voru
Stína og Werner. Þótt aldursmunur-
inn væri nokkur urðu vinafundirnir
góðir. Við Sirrý fengum allan hópinn
í morgunverð að hætti heimamanna á
sunnudagsmorgni. Það var afar
skemmtilegt að geta tekið á móti
þeim og minningin frá þeim tíma er
okkur afar kær.
Ágústu er sárt saknað og verður
lengi. Ástvinum öllum sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Sigmundur Sigurgeirsson
og Sigríður Bogadóttir.
Ágústa kom ung inn í fjölskylduna
í Úthlíð. Hún tók fljótt virkan þátt í
búskapnum og gæddi heimilishaldið
nýju lífi á sinn ljúfa hátt. Á þeim tíma
var mikil uppbygging í sveitum og
margt ungt fólk að hefja búskap.
Hún féll vel inn í samfélagið með
Hlíðinni, var glaðlynd, gestrisin og
söngelsk. Hún tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum, söng um árabil fyrsta
sópran í Skálholtskórnum og sat í
sveitarstjórn um tíma. Hún lagði sitt
af mörkum við uppbyggingu ferða-
þjónustunnar í Úthlíð, var framsýn
og fljót að ná tökum á tölvutækninni,
sá um bókhald og bankamál, starfs-
mannauppgjör og afgreiðslu. En
fyrst og fremst var hún eiginkonan
og húsmóðirin sem alltaf var til stað-
ar fyrir alla og leysti úr málunum á
sinn rólega og yfirvegaða hátt.
Eftir að börnin stofnuðu fjölskyld-
ur og barnabörnunum fjölgaði var
fjölmennara um helgar og oft heilu
vikurnar. Allir komu til að leggja
hönd á plóg, nóg af verkefnum og
margir munnar að metta. Líka voru
þau hjónin dugleg að efna til gleði-
stunda með stórfjölskyldunni, ná-
grönnum og vinum á heimili sínu og
síðar í Réttinni, samkomuhúsi sem
byggt var við hlið sundlaugarinnar.
Þá var Ágústa eins og drottning sam-
komunnar vel uppfærð og fallega
greidd og hefði mátt halda að þar
færi kona sem hefði engu öðru að
sinna.
Þótt vinnudagurinn væri oft lang-
ur og að mörgu að hyggja auðnaðist
þeim hjónum að ferðast þónokkuð.
Þau voru fljót að fara á milli lands-
hluta og oftast var skroppið eitthvað
til útlanda hin síðari ár. Fyrir ári
festu þau kaup á íbúð hér í þéttbýlinu
með það í huga að taka lífinu með
meiri ró enda börnin að yfirtaka
reksturinn að hluta. Ágústa hlakkaði
til að eiga annað heimili og verða um
leið frjálsari og geta notið fleiri frí-
stunda. En einmitt þá lagðist illkynja
sjúkdómur af fullum þunga á þessa
sterku konu. Níu mánaða baráttu þar
sem hún var lengstum svipt tjáningu
og mætti, er nú lokið. Við biðjum
henni blessunar og sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigrún og Guðmundur.
Dauðinn er eitt af lögmálum lífs-
ins. Allir verða að mæta honum, en
hann ber að með misjöfnum hætti
enda eru vegir Guðs órannsakanleg-
ir.
Fráfall Ágústu Ólafsdóttur kom
engum á óvart sem til þekktu því sl.
sex mánuði dvaldi hún á sjúkrahús-
um í því ástandi að enginn vissi gjörla
hennar hugarheim. Ætla má að eftir
þá sjúkdómsgöngu sem hún átti að
baki hafi dauðinn orðið henni líkn-
samur og veitt henni hvíld sem
þreyttir þrá.
Segja má að sól hafi brátt brugðið
sumri í lífi Ágústu því hún var í þann
veginn að leggja í utanlandsferð með
manni sínum og vinum þegar hinn
banvæni sjúkdómur fór að henni.
Hún fór því aldrei í þá ferð heldur í
hina örlagaríku för til móts við dauð-
ann. Við sem þekktum Ágústu ótt-
umst reyndar ekkert um hana í þess-
ari miklu för því hún var trúuð kona
og hafði landsýn yfir hið bráða haf
sem aðskilur lifendur og dauða.
Ágústa var eins og flestir Íslend-
ingar á hennar reki ekki borin til
mikils veraldarauðs og alin upp við
vinnusemi og skyldurækni. En Guð
var henni örlátur hvað snerti vöggu-
gjafirnar því hún hafði miklar gáfur,
geislandi persónu, mikinn dugnað og
líkamsþrek. Það má því segja að hún
hafi haft andansgjöf jafnt sem handa.
Þótt skorið hafi verið á lífsþráð
hennar á góðum aldri þá finnst okkur
að hún hafi verið gæfumanneskja í
sínu lífi. Hún giftist hinum góða
dreng og stórathafnamanni Birni
Sigurðssyni í Úthlíð og saman áttu
þau fjögur mannvæn börn sem öll
eru stórvel menntuð og mannkosta-
fólk. Hins vegar er það raunalegt að
hún skyldi ekki lengur geta notið
gæfu sinnar en raun varð á.
Ágústa skilur eftir sig stórt skarð,
því hún var stór eik í skógi mannlífs-
ins, en auðvitað er skarðið stærst og
söknuðurinn mestur í hennar eigin
fjölskyldu. Við viljum þó minna á að
við sem söknum hennar sárlega eig-
um ekki bara að vera sorgbitin held-
ur ber okkur einnig að vera þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast henni
og eiga með henni samleið.
Við hjónin kynntumst Ágústu úti í
Þýskalandi fyrir 16 árum síðan, en
þar tókust kynni með sex hjónum
sem síðan hafa haldið hópinn og
ferðast saman utanlands og innan og
átt mörg stefnumót þar sem aldrei
hefur borið skugga á samvistirnar. Í
þessum hópi hafa þau Úthlíðarhjón
jafnan verið langmest veitandi svo
seint verður fullþakkað.
Um leið og við hjónin þökkum
Ágústu kærar stundir og kynni góð
sendum við eiginmanni hennar, börn-
um og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Ágústu Ólafsdóttur.
Sigríður Atladóttir,
Vigfús B. Jónsson.
Okkur vinkonurnar langar í fáum
orðum að minnast Ágústu. Fyrstu
kynni okkar af henni voru haustið
1995 þegar við fórum í okkar fyrstu
sumarbústaðaferð í Úthlíð til Ágústu
og Björns með Ínu Birnu dóttur
þeirra. Þetta var fyrsta Úthlíðarferð
Tækniskólahópsins af mörgum. Allt-
af var vel tekið á móti okkur, alveg
sama hversu mörg við vorum og ef
einhver gleymdi einhverju eða eitt-
hvað vantaði þá var því bara reddað.
Til dæmis í okkar fyrstu Úthlíðarferð
þá var veðrið hálf hráslagalegt og
kalt og við búin að vera úti að bralla
allan daginn, en þá sá Ágústa aumur
á okkur og eldaði handa okkur öllum
dýrindis mat. Úthlíðarferðirnar voru
stór hluti af Tækniskólaárunum okk-
ar og skilja eftir sig góðar minningar
þegar litið er til baka. Ágústa átti
sinn þátt í því að gera þessar ferðir
okkar ógleymanlegar.
Það var gaman að sjá hversu virk-
an þátt Ágústa tók í lífi Ínu Birnu og
hveru vel hún tók okkur vinkonun-
um. Það var jafnframt gaman að
heyra að hún var alltaf vel að sér í því
sem var að gerast í lífi okkar vin-
kvenna.
Ágústa var einstaklega hlý og in-
dæl kona, sannur höfðingi heim að
sækja, en brottfall hennar mun skilja
eftir sig stórt skarð.
Við viljum þakka henni fyrir þær
góðu stundir sem við áttum saman.
„Drottinn, gef þú dánum ró, hinum
líkn sem lifa.“ Elsku Ína og fjöl-
skylda, við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ása Rún, Jakobína,
Guðrún Birna og Ólína
(Ása, Bína, Ditta og Lólý).
En þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.
Þessar alkunnu ljóðlínur Davíðs
Stefánssonar koma upp í hugann
þegar við hugsum til Ágústu, hús-
freyjunnar í Úthlíð, sem kvödd er í
dag.
Minningarnar streyma fram og þá
er þakklæti okkur efst í huga.
Það eru ekki margar konur nú á
tímum sem hafa staðið fyrir jafnviða-
miklu heimili og hún Ágústa gerði á
sinn hljóðláta, elskulega og æðru-
lausa hátt. Umönnun barnanna fjög-
urra og síðan barnabarna þætti sum-
um nóg, en hún bjó einnig með
tengdaforeldrum sínum í fyrstu og
síðan tóku þau hjón til sín á heimilið,
til styttri eða lengri dvalar, unglinga
og ungt fólk sem var á einhvern hátt
strand í lífinu, a.m.k um stundarsak-
ir. Mörgum þeirra fylgdi hún eftir og
bar mikla umhyggju fyrir. Jafnframt
þessu var urmull af börnum og ung-
lingum sem komu til vinnu og dvalar í
sveitinni og má nærri geta þvílík
vinna fylgir því að bera ábyrgð á ann-
arra börnum, gefa öllum að borða,
þvo og veita stuðning.
Alltaf var tekið einstaklega ljúf-
mannlega og brosandi á móti öllum
og aldrei var að sjá að annríki væri
hjá húsmóðurinni, tími var til að setj-
ast niður og matur eða kaffi og með-
læti borið skjótt á borð. Og ekki vant-
aði umræðuefni því hún fylgdist
sérstaklega vel með öllu sem var að
gerast í þjóðfélaginu og hafði sterka
skoðun á málum. Þegar þau hjón
breyttu til og hófu ásamt búrekstri,
rekstur sumarhúsa og margs konar
þjónustu sem því fylgir, þá sá Ágústa
um talsverðan hluta af rekstrinum og
var framkvæmdastjóri fyrir verslun-
inni og ýmsum öðrum rekstri. Aldrei
heyrði maður hana segja að það væri
mikið að gera eða að hún væri þreytt.
Það þekktist ekki í Úthlíð. Heldur,
hvenær ætlið þið að koma, það er allt
tilbúið fyrir ykkur og við bíðum eftir
ykkur. Margsinnis höfum við hjónin
notið góðra stunda í Úthlíð og oftast í
fylgd góðra vina Gísla mágs hennar
og Jóhönnu konu hans. Úthlíðarfólk
er frægt fyrir að syngja og tala hátt
og þá varð Ágústa að hækka sig og
hún hafði sérstakt lag á því og hafði
gaman af.
Fyrir allar góðar stundir viljum við
þakka af alhug en ekki síst fyrir að fá
tækifæri til að kynnast dugnaðarfor-
kinum og gleðigjafanum Ágústu.
Innilegar samúðarkveðjur til þín,
elsku Björn, kæri vinur, og til allra
þinna barna, barnabarna og annarra
ættmenna.
Guð blessi minningu Ágústu í Út-
hlíð.
Hertha og
Stefán M. Gunnarsson.