Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 47
Til sölu íbúð við Torrevieja á
Spáni. 2ja herb. Öll húsgögn
fylgja. Sundlaug. Í göngufæri við
alla þjónustu. Verð eðeins 6,9
millj. Allt að 80% lán til 25 ára á
3,25% vöxtum. Uppl. 554 5461.
Láttu þér líða vel. Stærðir 36-47.
Verð kr. 8.850.
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Gæsaveiði. 90 mín. frá Rvík.
Mikið af fugli. Frábær aðstaða,
kornakrar, gisting, morgunmatur,
leiðsögn, gervigæsir. Uppl.
www.armot.is og s. 897 5005.
Til sölu 20 feta gámur. Dekkja-
neglingargálgi, Sun 1.500 mótor-
stillitölva og járnskurðarrokkur.
Upplýsingar í síma 893 3475.
Þessum 5,5 metra Selva bát
var stolið fyrir stuttu frá höfninni
í Hafnarfirði. Þetta er eini bátur-
inn af þessari gerð á landinu,
þannig að ef þú hefur séð þennan
bát, þætti okkur vænt um að þú
létir okkur vita í s. 698 6604.
Til sölu línubátur Viking 700 í afl-
am.kerfi (stórak.) með haffærnisk.
+ veiðil. 2004-2005. Mjög góð vél
og tæki. Veiðih. varanl. þorskkv.
15,228 t, þ.a. jöfnunarsjóðskv.
5,864 t. S. 691 0553.
Línubalar 70-80 og 100L með
níðsterkum handföngum
Fiskiker fyrir smærri báta, gerðir
300-350 og 450
Blóðgunarílát 250-500L
BORGARPLAST
Seltjarnarnesi: S 5612211
Tækifæri! 37 sæta grindabíll
Til sölu JONQ Benz 1425. Mikið
endurnýjaður. (Áður SBA).
Upplýsingar í síma 894 6868.
Trooper Nýtt á Íslandi. Írska fjór-
hjólið frá Blaney. Staðalbúnaður:
Rafstart, tvö framljós, burðarmikl-
ar farangursgrindur, dráttarbeisli,
stór stigbretti, diskabremsur og
18 cm veghæð.
Kynningarverð á 2004 árgerð til
rekstraraðilla og bænda kr.
421.000 án VSK. Verð 524.000
með VSK.
Söluaðili – Höfðabílar ehf.
Eigum einnig til margar gerðir
af farangurskössum sem passa
á flestar gerðir fjórhjóla.
Verð frá 17.000
Höfðabílar ehf. Fosshálsi 27,
sími 577 1085, 894 5899
Subaru Forester árg. '03, ek. 17
þús. km. Subaru Forester LUX
árg. 10/2003, ekinn 17.000, drátt-
arkrókur og spoiler, kr. 2.850.000,
bílalán SP-fjármögnun ca 2.200
þ. Uppl. 862 1035 og 691 5894.
Isuzu Trooper. Skr. 12/98. Ek. 121
þús. 35" dekk. Ný yfirfarinn - í
mjög góðu standi. Ástandsskoð-
un. Ásett verð 1.750 - selst á
1.650 þús. Upplýsingar í síma 893
0302.
Huyndai Accent árg. '98, ek. 140
þús. Ný tímareim og gott viðhald.
Verð 290 þús. Upplýsingar í síma
697 7417.
HPI mt-2 fjórhjóladrifinn 1/10
trukkur T-15, 2,5cc mótor, 1,2
hestöfl, ca 2 kg að þyngd, hraði
allt að 70 km/klst. Pakkatilboð.
Bíll með öllu. HPI á Íslandi.
Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími
5870600
www.tomstundahusid.is
Nissan Patrol 1999, dísel (2 stk.)
til sölu. Annar ekinn 87.000 km,
hinn 124 þús. Leður, sóllúga, A/C,
krókur, hiti í sætum o.fl. Verð
2.450 þús./2.350 þús. stgr. Uppl.
síma 862 6300 og 862 6301.
MMC Pajero 2,8 dísel árg. 1999.
Ek. 102 þ. km. 5 dyra, beinskiptur,
35" breyttur. Verð 2.400 þ. Uppl.
síma 820 6030.
Fullbúinn Nissan Patrol árg.
'99. 44" breyttur með mikið af
aukabúnaði. Ekinn 67.000 km.
Ásett verð 3.950.000.
Upplýsingar í síma 862 6461.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Jeppapartasala Þórðar
Tangarhöfða 2, s. 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Terrano II '99,
Cherokee '93, Nissan P/up '93,
Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza
'97, Legacy '90-'94 o.fl.
ÞÝSK GÆÐAVARA - léttir og
þægilegir leðurskór í stærðum
41-47 kr. 6.975.
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Ullarsjölin komin kr. 1.990.
Alpahúfur kr. 990.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
UFO - Fjarstýrður flugdiskur o.fl.
Sjá nánar www.ymsarvorur.is.
Ath. hægt er að nálgast í Kola-
porti laugardag og sunnudag
2.-3. október.
Til sölu Volvo S-70, árg. 1999,
2,4 l. turbo, leður, sóllúga, álfelg-
ur, cruise control, rafm. í sætum
og rúðum. Fallegur bíll með öllu.
Ásett verð 1.590 þús.
Uppl. í s. 663 2595 eða 553 9865.
Til sölu Scout Traveller árg.
1979. Duglegur jeppi sem þarfn-
ast aðhlynningar. Uppl. Í síma 895
2807 og 820 7006.
RANNSÓKNANEFND umferðar-
slysa (RNU) telur að fækka megi
umferðarslysum meðal ungra öku-
manna með því að bæta félagslegt
umhverfi þeirra og telur einnig
brýnt að efla fræðslu meðal eldri
vegfarenda. Í nýútkominni skýrslu
RNU kemur fram að 23 vegfarendur
létust í umferðinni hérlendis í fyrra í
20 slysum og voru flestir þeirra 65
ára og eldri, eða 35% látinna. Næst-
stærsti hópurinn var 15–24 ára, eða
22% látinna.
Athygli vekur hversu mikinn toll
umferðin hefur tekið úr hópi eldri
vegfarenda síðustu tvö árin, en til
samanburðar voru það einkum veg-
farendur á aldrinum 15–24 ára sem
voru fórnarlömb banaslysa frá 1998–
2001. Segir RNU, að forvarnir ættu
því að beinast að yngstu og elstu
ökumönnunum öðrum fremur.
30% notuðu ekki bílbelti
Af þeim ökumönnum og farþegum
sem fórust í umferðarslysum í fyrra
notuðu 70% bílbelti en 30% ekki.
Telur RNU líkur á að fjórir hefðu
lifað af slys hefðu þeir notað beltin.
Helsta orsök banaslysa í fyrra var
hraðakstur, eða í 5 tilvikum. Ölvun-
arakstur var orsök í 2 tilvikum, aðr-
ar orsakir s.s. kappakstur, sprungn-
ir hjólbarðar og hálka orsök í einu
tilviki hvert.
„Við sjáum mistök á gatnamótum
meðal eldri ökumanna, þar sem ekki
er um að ræða ölvunar- eða hrað-
akstur, heldur frekar mistök í
tæknilegum akstursatriðum,“ segir
Ágúst Mogesen, framkvæmdastjóri
RNU. „Í þessu tilliti veltir maður
fyrir sér merkingum á gatnamótum
og þjálfun og eftirliti með eldri öku-
mönnum. Auk þess þyrfti að ná til
eldri gangandi vegfarenda, en und-
anfarin 15 ár hefur langstærsti hluti
gangandi vegfarenda sem látist hafa
í umferðarslysum verið yfir 65 ára,
eða 22 talsins. Næsti hópur á eftir,
14 ára og yngri, samanstóð af tíu
einstaklingum.
Í forvarnarvinnunni hingað til
hefur áherslan verið lögð á bílbelta-
notkun, ölvunar- og hraðakstur og
unga ökumenn. Nú er orðið tíma-
bært að sinna þeim hópi sem e.t.v.
hefur orðið eftir, þ.e. hinir eldri.“
RNU fékk Rannsóknir og grein-
ingu til að kanna sérstaklega
áhættuhegðun ungra ökumanna í
tengslum við félagslega þætti. „Þeg-
ar þessir þættir eru skoðaðir kemur
skýrt fram, sérstaklega varðandi
ölvunarakstur og hraðakstur, að
þessi áhættuhegðun tengist því
hvernig ökumönnunum líður í skól-
um og heima hjá sér og hvernig
samskiptum þeirra við foreldrana er
háttað.“
Umferðarslys tengjast í mörg-
um tilvikum áhættuhegðun
Í skýrslunni segir að fjöldi er-
lendra rannsókna hafi sýnt að um-
ferðarslys meðal ungmenna tengjast
í mörgum tilvikum lífsstíl sem felur í
sér áhættuhegðun. Í einni þeirra
kom fram að þeir sem höfðu lent í
umferðaróhöppum neyttu áfengis í
meira mæli en hinir. Þessi hópur var
meira á ferðinni að næturlagi, ók
gjarnan til og frá skemmtistöðum og
lagði í bílferðir án þess að hafa sér-
stakan ákvörðunarstað í huga. Afar
fáar rannsóknir hafi verið gerðar á
lífsstíl ungra íslenskra ökumanna,
en ein slík gefi vísbendingu um að ís-
lenskum ungmennum svipi til ung-
menna annars staðar hvað aksturs-
hegðun varðar.
77% 17–19 ára framhaldsskóla-
nema aka bíl fjórum sinnum í viku
eða oftar samkvæmt könnun Rann-
sóknar og greiningar fyrir RNU.
17% nemenda höfðu lent í slysum
þar sem alvarlegt tjón varð á bifreið
og voru stúlkur síður líklegri til að
vera valdar að slíkum slysum. Um
35% framhaldsskólanema sögðust
stundum, mjög sjaldan eða aldrei
aka á leyfilegum hámarkshraða og
ríflega fjórðungur nemenda hefur
ekið einu sinni eða oftar undir áhrif-
um áfengis, sem RNU telur hátt
hlutfall.
Aðeins lítill hluti hópsins hefur þó
verið stöðvaður af lögreglu fyrir ölv-
unarakstur. Þá aukast líkur á því að
ungmenni stundi hraðakstur eftir
því sem þau fara oftar í partí, en um
20% þeirra sem segjast fara í partí
einu sinni í viku segjast sjaldan eða
nær aldrei aka á leyfilegum há-
markshraða samanborið við um 9%
þeirra sem aldrei fara í partí.
Sjónvarpsáhorf með fjölskyldunni
getur verið vísbending um þann
tíma sem fjölskyldan ver saman og
var miðað við það þegar samskipti
við fjölskylduna voru metin í
tengslum við áhættuhegðun. 20%
ökubærra framhaldsskólanema sem
horfa nær aldrei á sjónvarp með fjöl-
skyldunni sögðust sjaldan eða nær
aldrei aka á leyfilegum hámarks-
hraða samanborið við 13% þeirra
sem oft horfa á sjónvarpið með fjöl-
skyldunni.
23 létust í 20 umferðarslysum í fyrra og voru flestir 65 ára og eldri
Fækka mætti banaslysum með því að
bæta félagslegt umhverfi ungmenna
O O O O O O O
%
".* ##. 2
:"
"0
#
NÝLEGA fékk Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur 55 alfatnaði auk ann-
ars klæðnaðar á ung börn að gjöf
frá Sumagalleríi JBJ, Laugavegi 8.
Saumagallerí JBJ framleiðir föt á
börn frá 0–4 ára. Á myndinni er
Jóna Björg Jónsdóttir í verslun
sinni, JBJ Saumagalleríi.
Mæðrastyrks-
nefnd fær gjöf
Kauphlaup í
Smáralind
KAUPHLAUP stendur nú yfir í
Smáralind og bjóða flestar versl-
anir þar nýjar vörur á tilboði. Einn-
ig er Áhlaup á Kauphlaupi og eru
þá valdar vörur með 50% afslætti í
15 mínútur á hverjum degi. Þá eru í
dag og á morgun ostadagar í Vetr-
argarðinum. Kynntir verða íslensk-
ir ostar, Beinvernd býður upp á
beinþéttnimælingar og fleira. Sýn-
ingin er opin á laugardag frá kl. 11
til 18 og á sunnudag frá kl. 13 til 18.