Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 53

Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 53 Jazz brunch - Lög unga fólksins Að þessu sinni verður boðið uppá tónleika í tilefni að geislaplötu Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Agnars Más Magnússonar píanista: Lögum unga fólksins, sem tekin var upp í New York í sumar. Á henni má finna tónsmíðar þeirra svo og útsetningar á vinsældarpoppi síðustu áratuga. Hótel Borg kl. 12.00 með hlaðborði kr. 2.500 Barnajazz Önnu Pálínu Anna Pálína Árnadóttir er þekkt fyir frábær barnalög sín í jazzústetningum. Með henni leika Gunnar Gunnarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Hún hefur einu sinni áður komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur með barnajazz sinn og voru undirtektir ungu áheyranda frábærar. Ráðhúsið kl. 17.00. Aðgangur ókeypis Van Morrisson Eina hljómsveitin þar sem enginn Íslendingur leikur með á Jazzhátíð Reykjavíkur er hljómsveit söngvarans vinsæla Van Morrissons. Það er líka eina hljómsveitin sem ekki er jazzhljóm- sveit, en það gerist æ algengara á jazzhátíðum að hljómsveitir á landamærum jazz, blús og rokks komi þar fram. Laugardagshöll kl. 20.00. Uppselt Seamus Blake og B3 tríó Tríóið skipa Agnar Már Magnússon á hammond- orgel, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Erik Qvick á trommur. Að þessu sinni bjóða þeir til sín öðrum kanadískum jazzleikara, Seamus Blake, saxafón- einleikara. Stíll hans er mjög persónulegur þar sem greina má bæði áhrif frá frjálsdjassi og bíboppi. Það verður mikið ævintýri að heyra hann með hinu jarðbundna fönkaða hammondtríói B3. Hótel Borg kl. 22.00 kr. 1.800 Jazzklúbbar Kaffi Kúltur, Café Rosenberg, Hótel Borg og Póstbarinn Hótel Borg - Grams Tríó, Jóel Pálsson sax, Davíð Þór Jónsson orgel og Helgi Svavar Helgason trommur. Póstbarinn - Tríó Guðlaugar - Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, Andrés Þór gítar og Gunnar Hrafnsson bassa. Cafe Rosenberg - Autoreverse kvartett, Sigurður Rögnvaldsson gítar, Ívar Guðmundsson trompet, Pétur Sigurðarson bassa og Kristinn Snær Agnarsson trommur -gestur kvöldsins Steinar Sigurðarson sax Kaffi Kúltúre - Tríó Óla Jóns tríó, Ólafur á tenór, Jón Páll Bjarnason gítar og Tómas R. Einarsson bassa. Sami miði gildir á alla klúbba kvöldsins. kr. 1.000 – kl. 23.30 - 01.30                      ! """#$ % &&' ( % && )     Nokia 3310 Handfrjáls búnaður fylgir. 5.900 kr. Tilboðssíma er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Öll tilboð gilda á meðan birgðir endast. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 60 31 09 /2 00 4 Nokia 3100 Myndavél fylgir. 9.900 kr. 25% afsláttur af Nokia aukahlutum Kynning á nýjungum frá Nokia í verslunum Og Vodafone. dagar 1.– 12. október. Frábær GSM tilboð MIKIL hiphop-veisla verður í Leik- húskjallaranum í kvöld, en þá troða upp Ant Lew: Maximum, Twisted Minds, Forgotten Lores, Angel Child og Kristical Mazz með plötu- snúðunum B-Ruff, Total Kayoz, Charley D og Gísla galdri. Tónleik- arnir eru haldnir til að kynna sam- starf þessara listamanna undir heit- inu Smoketown Rockers. Samstarf milli þessara tónlistar- manna hefur alla tíð verið gott, vin- skapur með mönnum og algengt að þeir séu að leggja hver öðrum lið. Síðan gerðist það í samkvæmi þar sem menn sátu saman og ræddu málið að einhver stakk upp á því að þeir myndu leggja saman í púkk, taka höndum saman um að kynna tónlistina og menninguna og einnig til að ná meiri árangri erlendis. Talsmenn Smoketown Rockers segja að félagsskapurinn sé ekki síst stofnaður til að vinna saman að kynningu á hljómsveitunum erlend- is, en það eigi líka að rækta vel heimamarkaðinn. „Auk þess að starfa saman við tónleikahald og kynningu rekum við tvö útgáfufyr- irtæki, New Plague og Below Aver- age, en þau skipta þannig með sér verkum að annað mun aðallega leggja meiri áherslu á útgáfu erlend- is en hitt á heimamarkaði þó sam- starf verði náið,“ Fyrsta platan er svo væntanleg í næsta mánuði, plata með Ant Lew: Maximum, en einnig er væntanleg sólóskífa Total Kayoz. Tónleikarnir í kvöld verða ekki með hefðbundnu sniði, þ.e. þeir verða ekki þannig að hver hljóm- sveit reki aðra á sviðinu, heldur mætir næsta sveit inn í settið hjá þeirri á undan, spilar með henni í smátíma og svo koll af kolli, því lík- ast sem ein fjölbreytt hljómsveit sé að spila langt fram á nótt. Tónleikagestir fá færi á að kaupa sér disk við innganginn sem á eru tvö til þrjú lög frá hverri hljómsveit, sautján lög alls, en sá diskur verður aðeins fáanlegur í kvöld. Smoketown Rockers kynntir til sögunnar Liðsmenn í Smoketown Rockers. Tónlist | Tónleikar í Leikhúskjallaranum Fjörið byrjar kl. 22.30 og stendur fram undir morgun. Miðinn kostar 500 kr. en 1.000 kr. með disknum. Enn og aftur KVIKMYNDIR Regnboginn, Smárabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Akureyri Pokémon 5 - Hetjur  Leikstjórn: Jim Malone og Kunihiko Yuyama. Leikstj. ísl. talsetn.: Jakob Þór Einarsson. Raddir: Guðjón Davíð Karls- son, Björgvin Franz Gíslason og Freydís Kristófersdóttir. 71 mín. Japan. Miramax 2003. ÞÁ er fimmta Pokémon-myndin komin í bíósali landsins, sem kætir suma en veldur öðrum (kannski helst foreldrum) miklum von- brigðum. Þessar myndir fjallar um Pokém- on-þjálfarann Ash og vini hans Misty og Brokk. Ash á litla bolta, ekki ólíka billjarðkúlum, en út úr þeim getur hann galdrað Pokémona. Það eru furðudýr ýmiss konar, sam- bland af dýrum, jurtum og leik- föngum. Svo keppir Ash við aðra þjálfara með því að láta Pokémon- ana sína berjast. Í þessari mynd eru kynntir til sög- unnar tveir nýir Pokémonar, systk- inin Latias og Latios. Þau eru stórar verur ekki ólíkar flugeðlum, en eru góðhjartaðar og verndarar Hjarta- dropans. Þau munu hjálpa Ash, Pí- katjú og vinum þeirra að reyna að stöðva glæpastelpur tvær sem vilja leggja undir sig vatnshöfuðborg heimsins. Þessi mynd er ósköp svipuð fyrri myndunum. Sagan breytist alltaf smávegis frá mynd til myndar, en heiminum er alltaf bjargað að lok- um. Reyndar finnst mér minna um ofbeldi í þessari mynd en þeim und- angengnu, sem er mjög gott, enda yfirdrifið oft. En því miður er einnig tæpara á góða boðskapnum. Myndin er smekklaus að vanda og næf- urþunn. Þær eru furðulegar vinsældir Pokémonanna. Ég hef krakkana grunaða um að vera með einhverja nostalgíu að halda í þetta, þegar svo miklu betri og vandaðri skemmtanir eru í boði. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.