Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Dansinn dunar Suðrænar salsasveiflur og kvik- myndadansar | Daglegt líf ÞRÝSTINGUR á að lausn finnist á deilu grunnskólakennara og sveit- arfélaganna hefur farið vaxandi að undanförnu, að mati Eiríks Jóns- sonar, formanns Kennarasam- bands Íslands. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar sveitarfé- laganna, segir að verkfall sem standi í tvær til þrjár vikur raski í sjálfu sér ekki kennsluáætlunum og skólastarfi svo alvarlega að ekki sé hægt að koma því tiltölulega auðveldlega í samt lag, „en allt um- fram það raskar skólastarfi umtals- vert“. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til viðræðufundar kl. 13 í dag. Af samtölum við forsvarsmenn samninganefndanna má ráða að mikil óvissa er um hvort einhver árangur verði af fundinum. Mjög erfitt sé að meta hvað muni gerast í dag. Spurður hvort eitthvað væri í hendi sem gæfi vonir um að hreyf- ing kæmist á viðræðurnar sagði Birgir Björn: „Það eru tveir aðilar að þessu máli og það er greinilegt að menn þurfa að leggja meira á sig en hingað til til þess að leysa þetta.“ „Sá tími að koma“ „Ég verð var við vaxandi þrýst- ing að undanförnu,“ segir Eiríkur. Hann segir að reynslan sýni að menn láti sig verkföll ekki miklu varða í einhvern ákveðinn tíma eft- ir að þau skella á en svo komi að þeim tímapunkti að fólk fari að krefjast þess að leyst verði úr deil- unni. „Ég held að nú sé sá tími að koma,“ segir hann. Að sögn Eiríks hefur þessi aukni þrýstingur þó ekki dregið úr bar- áttuvilja kennara. „Menn virðast hafa nógan þrótt,“ segir hann. Spurður um gagnrýni biskups við setningu Kirkjuþings í gær á þá stöðu sem upp er komin í verkfall- inu og áhrif þess á börn sagðist Ei- ríkur skilja vel sjónarmið biskups. Birgir Björn kveðst ekki undrandi á að biskup skuli hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem uppi er. „Ég held að fólk flest hafi áhyggjur af þessu,“ segir hann. Þegar Eiríkur var spurður hvort hann teldi vaxandi líkur á að sett yrðu lög á kjaradeiluna vísaði hann til ummæla Gunnars Birgissonar, formanns menntamálanefndar Al- þingis, í umræðuþætti í Ríkisút- varpinu í gær um mögulega laga- setningu og sagði að stjórnarþing- maður í þessari stöðu myndi tæplega segja svona nema hafa rætt það í sínu baklandi. „Ég held það sé hreinlegast að fólk á stjórn- arheimilinu komi hreint til dyranna og segi hvað það er að hugsa. Það að hafa eitthvað sem hangir svona yfir truflar örugglega,“ sagði Eirík- ur. Vaxandi þrýstingur á lausn kennaradeilunnar „KENNARAVERKFALLIÐ hefur sett mark sitt á þjóðlífið og snert- ir flest heimili í landinu með ein- um eða öðrum hætti. Það að kenn- arar skuli enn og aftur finna sig knúna að beita verkfallsvopninu í kjarabaráttu sinni er óþolandi. Vegna þess að það bitnar á þeim sem síst skyldi, skólabörnunum,“ sagði Karl Sigurbjörnsson biskup við setningu Kirkjuþings í gær. Óþolandi „VIÐ skruppum bara út til að fá okkur í soðið,“ sögðu þeir félagar Halldór Jósepsson, Guðmundur Ólafsson og Halldór Krist- sjóinn saman og sögðu blautt veðrið ekki hafa leyft annað en stuttan skreppitúr rétt út á fjörð- inn. jánsson, skipstjóri á bátnum Heppinn BA-47, er þeir komu eldhressir að landi í Patreksfirði á dögunum. Þeir hafa lengi sótt Morgunblaðið/RAX Skruppu á sjó til að fá sér í soðið HRYÐJUVERKASAMTÖK Jórdanans Abu Mussabs al-Zarqawis, sem staðið hafa fyrir fjölda ódæðisverka undanfarið ár í Írak, lýstu í gær yfir hollustu við Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna, og sögðu samtök- in tvenn auk þess hafa orð- ið sammála um hvernig best væri að haga baráttu gegn „óvinum Íslams“. Í yfirlýsingunni sagði að al-Zarqawi liti svo á að bin Laden væri „hæfastur allra til að fara fyrir herj- um Íslams gegn öllum trú- leysingjum og trúníðingum“. Þá sagði að mennirnir tveir hefðu átt í samskiptum fyr- ir átta mánuðum og að þeir hefðu „skipst á skoðunum“ þar til samskiptin voru rofin. Kom fram að þessi yfirlýsing hefði verið gefin núna í tilefni upphafs ramadans, föstumánaðar múslíma, einmitt þegar „múslímar þurfa á því að halda meira en nokkru sinni að standa saman andspænis óvinum trúarbragða þeirra“. Keppinautar eða samherjar? AP-fréttastofan hafði eftir Mohammed Salah, sérfræðingi um málefni íslamskra öfgahópa, að sú fullyrðing að al-Zarqawi og bin Laden ættu í reglubundnum samskipt- um væri fátt annað en fjölmiðlabrella til að skjóta sameiginlegum óvini þeirra, Banda- ríkjunum, skelk í bringu. Þá virtist sem al- Zarqawi, sem sumir múslímar álíta ótíndan glæpamann, vildi nýta sér vinsældir bin Ladens meðal róttækra múslíma. Menn hafa lengi velt vöngum yfir hugsanlegu sambandi al-Zarqawis og bin Ladens og hafa sumir talið að al-Zarqawi liti í raun á sig sem keppinaut bin Ladens. Lýsir yfir hollustu við bin Laden Abu Mussab al-Zarqawi Bagdad. AP. EITT af leynivopnum sovésku leyniþjónustunnar, KGB, í kalda stríðinu hefur verið sett á markað í nokkrum löndum. Um er að ræða duft sem þróað var á tilraunastofum til að gera njósn- urum KGB kleift að þjóra með öðrum í því skyni að afla upplýs- inga – án þess að þjást af timb- urmönnum daginn eftir. Þetta kemur fram á fréttavef St. Petersburg Times, sem seg- ir að SOS, fyrirtæki Rússa, Bandaríkjamanna og Norð- manna, hafi tryggt sér réttinn til að setja lyfið á almennan markað. SOS hafi þegar gert sölusamninga við fyrirtæki í átta löndum, m.a. á Íslandi. Lyfið nefnist KGB, eða Key 2 Getting Better á ensku, „lykill- inn að bata“. Það er tekið inn eftir drykkju og áður en menn sofna og inniheldur m.a. rafsýru sem er sögð árangursríkasta vopnið gegn timburmönnum. Þynnkulyf KGB á markað STÓRU flokkarnir tveir í Bandaríkjunum hafa hvor um sig ráðið til starfa her lögmanna til að vera viðbúnir langvinnum deilum um fram- kvæmd forsetakosninganna 2. nóvember nk. Ótt- ast bæði demókratar og repúblikanar að sagan frá því fyrir fjórum árum endurtaki sig en þá komu upp margvísleg vandamál í Flórída, m.a. vegna kjörseðlanna sem þar voru notaðir. Vandræðin árið 2000 gerðu það að verkum að ekki var endanlega ljóst fyrr en 36 dögum eftir kjördag hver yrði forseti. Og kannanir á fylgi George W. Bush og Johns Kerrys nú sýna að all- ar líkur eru á því að kosningarnar eftir fimmtán daga verði hnífjafnar eins og síðast. Eru því ekki allir sannfærðir um að hægt verði að lýsa yfir sig- urvegara að kvöldi kjördags. „Ef það munar litlu á fylginu í einhverju einu ríki þá er ekki víst að við vitum fyrr en mörgum dögum eða vikum seinna hver fór með sigur af hólmi,“ segir Tom Josefiak, lagalegur ráðgjafi repúblikana. New York Times styður Kerry Ýmsir spá hrinu lögsókna í kjölfar kosning- anna vegna framkvæmdar þeirra en ljóst er að bæði repúblikanar og demókratar ætla að fylgj- ast grannt með á kjörstað. Og Kerry nefndi raun- ar sérstaklega á fundi með blökkumönnum í Ohio í gær að hann hefði sett saman „draumalið“ lög- manna sem tryggja myndu að allt færi vel fram. „Ég fullvissa ykkur um að við munum tryggja að sagan frá 2000 endurtaki sig ekki, við munum ekki horfa upp á að milljón bandarískra blökku- manna sé svipt atkvæðisrétti,“ sagði hann. Dagblaðið New York Times lýsti í gær yfir stuðningi við Kerry og var honum hrósað í leiðara en Bush var þar gagnrýndur. Chicago Tribune lýsti hins vegar yfir stuðningi við Bush. Repúblikanar og demókratar viðbúnir deilum um framkvæmd forsetakosninga Búnir að ráða her lögmanna Washington, New York. AFP, AP.  Sigur/14 YFIRMAÐUR kjörstjórnar í Hvíta- Rússlandi, Lidiya Ermoshina, sagði í gær- kvöldi að talning hefði leitt í ljós að kjós- endur í landinu hefðu í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem fram fór í gær, samþykkt breytingu á stjórnarskrá landsins sem fel- ur í sér að Alexander Lúkashenko forseti getur lengt valdaskeið sitt. Með samþykkt- inni verður Lúkashenko gert kleift að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosn- ingum 2006 og þannig þjóna þegnum sín- um þriðja kjörtímabilið í röð. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi hafði sagt að niðurstaðan í atkvæða- greiðslunni væri ljós fyrirfram, enda myndu stjórnvöld sjá til þess að nið- urstaðan yrði þeim þóknanleg. Lúk- ashenkó hefur stundum verið nefndur síð- asti einræðisherrann í Evrópu. Lúkashenkó getur ríkt áfram Reuters ♦♦♦ Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Sjö hæða fjölbýlishús á Egilsstöðum  Ensku húsin elsta veiðihúsið Íþróttir | Snæfell vann Íslandsmeistarana  Þénaði 130 milljónir á afmælisdaginn  Bryant ofdekraður krakki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.