Morgunblaðið - 18.10.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 18.10.2004, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYLGJA BIN LADEN Abu Mussab al-Zarqawi og hryðju- verkasamtök hans, sem staðið hafa fyrir fjölda ódæðisverka í Írak, hafa lýst yfir hollustu við Sádi-Arabann Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna, sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásinni á Banda- ríkin 11. september 2001. Óvissa og aukinn þrýstingur Þrýstingur fer vaxandi í þjóðfélag- inu á að lausn finnist á deilu sveitarfé- laga og grunnskólakennara. Óvissa er um hvort einhver hreyfing kemst á viðræðurnar á sáttafundi sem rík- issáttasemjari hefur boðað deilendur á kl. 13 í dag. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði við setningu Kirkjuþings í gær að verkfallið snerti flest heimili í landinu og óþolandi væri að kennarar skyldu enn og aftur finna sig knúna til að beita verkfalls- vopninu í kjarabaráttu sinni. Hnífjafnt í Bandaríkjunum Óttast er að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2. nóvember nk. lykti á sama hátt og kosningunum fyrir fjórum árum, þ.e. fyrir dómstólum. Barátta demókratans Johns Kerrys og repúblikanans George W. Bush er hnífjöfn og skoðanakannanir sýna ekki marktækan mun á fylgi þeirra. John Kerry hlotnaðist þó stuðnings- yfirlýsing í gær frá einu áhrifamesta dagblaði Bandaríkjanna, The New York Times. Rakst á frystitogara Guðbjartur SH 45 frá Ólafsvík, 15 tonna Viking-bátur, er stór- skemmdur eftir að hafa keyrt á fullri ferð á frystitogarann Arnar í höfninni á Skagaströnd síðastliðinn laug- ardag. Var verið að ljúka löndun úr Guðbjarti og enginn um borð í bátn- um þar sem skipverji var að sækja smúlinn upp á bryggju. Henti hann slöngunni um borð og skrúfaði svo fullt frá. Svo mikill kraftur var á vatn- inu að slönguendinn slóst til og í olíu- gjöf bátsins á dekkinu. Við það fékk vélin fullt afl og skipti engum togum að báturinn sleit böndin sem hann var bundinn með og keyrði á frystitog- arann. Riða í Biskupstungum Riða er komin upp í sauðfé í Gýgj- arhólskoti í Biskupstungum og verð- ur að fella og urða allt fé á bænum. Þá er hugsanlegt að skera verði allt fé í Eystri-Tungu en þar hafa verið um tvö þúsund vetrarfóðraðar kindur. Þetta er í fjórða skipti sem riða grein- ist á bæ í Biskupstungum á einu ári. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 30/32 Fréttaskýring 8 Myndasögur 30 Minn staður 11 Víkverji 30 Viðskipti 12 Staður og stund 32 Erlent 13/14 Af listum 33 Daglegt líf 15 Leikhús 33 Umræðan 16/18 Bíó 34/37 Bréf 18 Ljósvakar 38 Minningar 22/25 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl Ávísun í desember ÞÚ GETUR FENGIÐ TUGI ÞÚSUNDA ENDURGREIDDA Í DESEMBER F í t o n / S Í A „MAÐUR verður ekki samur eftir svona ferð – hún var stórkostleg,“ segir Jenný L. Þorsteinsdóttir, fyrsta flugfreyja í tíu manna áhöfn Icelandair, sem nýkomin er heim úr 25 daga heimsreisu fyrir bandarísku ferða- skrifstofuna Starquest Expeditions. Ferðaskrifstofan leigði flugvél Loftleiða Icelandic, Boeing 757, ásamt áhöfn Icelandair, en farþegarnir, sem voru 67, voru frá Bandaríkjunum og Kanada. Flugvélinni var breytt í lúxusfarrými, útskýrir Jenný. Í vélinni eru venjulega 189 sæti, en þau voru tekin og í staðinn sett 72 sæti með baki sem hægt er að leggja nær alveg niður svo farþegar geti legið út af. Jenný segir að þrátt fyrir mikla vinnu hafi ferðin verið gríðarleg lífsreynsla. „Við fengum tækifæri til að skoða okkur um á hverjum stað,“ útskýrir hún. Áfangastaðirnir voru ellefu; meðal annars var komið við í Perú, Chile, Ástralíu, Nýju-Gíneu, Kambódíu, Ind- landi, Malí, Eþíópíu og Marokkó. Íslenska áhöfnin: Beverly Ellen Chase, Una Hannesdóttir, Einar Sigurjónsson, Jenný L. Þorsteinsdóttir, Sæmund- ur Guðmundsson, Guðrún Fríður Hansdóttir, Kjartan Guðmundsson, Sigurlaug Halldórsdóttir og Eyþór Bald- ursson, fyrir framan Taj Mahal-hofið á Indlandi. Á myndina vantar Jón Hjartarson flugvirkja. Reynslunni ríkari eftir heimsreisu ÞEGAR rússneski herskipaflotinn hafði verið fyrir norðan land í tæp- lega tvær vikur þótti utanríkisráðu- neytinu þörf á skýrum svörum um fyrirætlanir flotans. Þau bárust þó ekki fyrr en sl. laugardag, daginn eftir að skipin sjö sigldu á braut. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að Rússarn- ir hafi verið á alþjóðlegu siglinga- svæði við æfingar á Þistilfjarðar- grunni, um 8–15 sjómílur fyrir utan 12 mílna landhelgismörkin. Þeir hafi haft rétt á því að æfa á þessu svæði. Í september hafi Rússar greint ráðuneytinu frá því að flotaæfingar yrðu haldnar á Norður-Atlantshafi en ekkert komið fram um að skipin yrðu svo nálægt landi. Fyrst sást til Rússanna 29. sept- ember og tæplega hálfum mánuði síðar, eða þann 11. október, óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum hjá rússneska sendiráðinu um hversu lengi skipin yrðu á þessum slóðum. Þar vissu menn ekki hvenær æfing- unni hér við land myndi ljúka og því ítrekaði sendiráð Íslands í Moskvu sömu beiðni við rússneska utanrík- isráðuneytið þann 15. október. Illugi segir að stjórnvöldum hafi þótt óþægilegt að skipin væru svo lengi nálægt landi. Hefði verið eðli- legt af hálfu Íslands að leita upplýs- inga um hve lengi flotinn yrði á þess- um slóðum. Ekki hafi verið talið að öryggishagsmunum Íslands hefði verið ógnað með nærveru flotans. Herskipaflotinn ógnaði ekki öryggi Svar barst eftir að skipin sigldu á braut FINNA má dæmi um fleiri reiti í Reykjavík en Fossaleyni í Graf- arvogi þar sem starfsemi í þeim byggingum sem þar standa er á ein- hvern hátt takmörkuð, en lóð- arhafar í Fossaleyni hafa nú stefnt borginni vegna banns við rekstri matvöruverslana í Fossaleyni eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag. „Það hafa verið settir alls konar skilmálar í gegnum tíðina, mismun- andi þröngir,“ segir Gunnar Eydal borgarlögmaður. Hann nefnir sem dæmi Bakkahverfið í Breiðholti þar sem miklar takmarkanir voru á því hvers konar verslanir yrðu byggð- ar hvar þegar það hverfi var að verða til. „Menn hafa gengið mis- langt í þessu í gegnum tíðina.“ Gunnar segir þessa skilmála hluta af deiliskipulagi fyrir reitina, en það útiloki ekki að slík ákvæði séu tímabundin. Það er þó ekki í til- viki Fossaleynis. Hann segir borg- ina nú hafa fjórar vikur til að skila greinargerð vegna stefnunnar. Dæmi um tak- markanir víðar GERT er ráð fyrir því að Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn geti stækkað til suðvesturs allt að Suð- urlandsbraut í tillögum að breyt- ingu á deiliskipulagi Laugardalsins sem nú hefur verið auglýst. Ef þessar tillögur að deiliskipu- lagi verða samþykktar óbreyttar er ljóst að ekki verður byggt í þessum hluta Laugardalsins annað en mannvirki sem tengjast Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, segir Þór- ólfur Árnason borgarstjóri. Hann segir þó að eftir sé svæði til móts við Glæsibæ sem skipulagið nái þá ekki til, og því ekki tekin afstaða til þess hvað verði gert við þann reit. Fjölskyldugarður nái að Suður- landsbraut MIKIL hætta skapaðist á þjóðvegi eitt, um 20 km austan við Höfn í Hornafirði, rétt fyrir kl. 21 í gær- kvöldi þegar tvö stærðarbjörg féllu úr hlíð við bæinn Þorgeirsstaði og stöðvuðust á veginum. Að sögn lögreglu voru björgin á bilinu 300–500 kg og hefði getað farið illa ef bíll hefði lent á öðru hvoru í myrkrinu. Vegfarandi lét lögreglu vita, og lokaði hún annarri akreininni á veginum á meðan beð- ið var eftir bíl frá Vegagerðinni til að ryðja grjótinu burtu. Ekki er vit- að hvers vegna björgin losnuðu. Nokkur vindur var á staðnum en ekki úrkoma þegar björgin féllu. Mikil hætta vegna grjóts á veginum Í NÝRRI hagspá greiningardeildar Landsbankans fyrir árin 2004 til 2010 er gert ráð fyrir að verðbólgan hækki tímabundið og fari í rúm 6% í upphafi árs 2007 – eða yfir þolmörk Seðla- bankans – ólíkt því sem þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir. Sú síðarnefnda gerir ráð fyrir að verðbólgan haldist á bilinu 3–3,5% fram til ársins 2007, þegar hún lækki í 2%. Ástæðan fyrir þessum mun eru m.a. mismunandi forsendur um geng- isþróun krónunnar að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans. Í tilkynningu frá greiningardeild- inni segir að spámenn virðist almennt sammála um að gengi íslensku krón- unnar sé sterkara nú en fái staðist til lengdar „og gera flestir ráð fyrir að krónan muni veikjast þegar fram í sækir“, segir þar. „Fjármálaráðu- neytið áætlar í spá sinni að gengi krónunnar lækki hægt og rólega allt fram til ársins 2008. Þetta felur í sér að verðbólgan helst á bilinu 3 til 3,5% fram til ársins 2007, þegar hún lækk- ar í 2%.“ Greiningardeildin telur hins vegar líklegra að krónan haldist áfram sterk um sinn og gengisaðlögunin komi fram síðar og með mun skjótari hætti. Verðbólguþróunin verði því öðruvísi. Fram komi verðbólgukúfur, áþekkur því sem gerðist á árunum 2001 til 2002, áður en varanleg verðbólgu- lækkun eigi sér stað. Í tilkynningunni segir ennfremur að sá mikli hagvöxtur sem fyrirsjáan- legur sé á næstu árum kalli á aðhalds- sama hagstjórn. „Í fylgiskjölum með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 kemur fram að stjórnvöld áætla að skila rekstrarafgangi sem nemur 1–1¼% af landsframleiðslu á næstu tveimur árum. Slík niðurstaða fæli vissulega í sér hagstjórnaraðhald, en þó nokkuð minna aðhald en var á ár- unum 1999 og 2000 þegar rekstraraf- gangurinn nam 1½% og 2% af lands- framleiðslu. Í ljósi þess mikla verðbólguskots sem varð við lok síð- ustu uppsveiflu dugar fyrirhugað hagstjórnaraðhald tæplega til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig að einhverju leyti.“ Segir síðar að gangi spá greiningardeildarinnar eft- ir feli það í sér að fjármálastefna hins opinbera verði ekki aðhaldssöm held- ur hlutlaus á næstu árum. Ný spá greiningardeildar Landsbanka Íslands Verðbólgan yfir 6% í upphafi árs 2007

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.