Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.10.2004, Qupperneq 14
KANNANIR á fylgi frambjóðenda í bandarísku forsetakosningunum dynja nú á mönnum og sýna flestar, þó ekki allar, að George W. Bush Bandaríkjaforseti og frambjóðandi Repúblikanaflokksins hefur ofurlítið forskot á keppinaut sinn, demókrat- ann John Kerry. Hér er hins vegar yfirleitt, ef ekki alltaf, verið að tala um fylgi á landsvísu og slíkar tölur segja ekki alla söguna um stöðu fram- bjóðendanna eða líklega niðurstöðu kosninganna. Til að átta sig á stöðu mála í kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjunum er bráðnauðsynlegt að rýna í tölur í hverju ríki fyrir sig, og þó einkum þeim ríkjum þar sem mjótt er á mun- um og úrslit geta fallið á hvorn veginn sem er. Og staðreyndin er sú að þau ríki eru ekki svo ýkja mörg og skipta auk þess mismiklu máli. Bush sigrar í fleiri ríkjum Ríki Bandaríkjanna eru fimmtíu. Sigur frambjóðenda í einu ríki merkir að hann fær alla kjörmenn þess ríkis í kjörmannakosningunni sem í raun ræður úrslitum í bandarískum for- setakosningum. Kjörmannafjöldi hvers ríkis fer eftir íbúafjöldanum, Kalifornía hefur t.d. 55 kjörmenn enda hvergi eins margir íbúar. Til að sigra þarf annaðhvort Bush eða Kerry að tryggja sér 270 kjör- menn, það er hin eiginlega markalína. Bush var t.d. búinn að tryggja sér 271 kjörmann þegar hann var lýstur sig- urvegari í Flórída-ríki fyrir fjórum árum, Gore hafði aðeins 267. Hefði Gore unnið Flórída hefði hann fengið 25 kjörmennina sem Flórída hafði þá (breytingar á kjörmannafjölda hvers ríkis hafa verið gerðar í samræmi við mannfjöldatölur; Flórída hefur nú 27 kjörmenn) og því komist í 292 en Bush aðeins haft 246. Gore hefði orðið forseti Bandaríkjanna við þær að- stæður. Í langflestum ríkjum Bandaríkj- anna, jafnvel allt að 35 ríkjum, er nið- urstaðan í raun þegar ljós nema eitt- hvað verulega óvænt gerist. Við vitum t.d. næstum því fyrir víst að John Kerry mun fara með sigur af hólmi í Kaliforníu og New York-ríki, rétt eins og við vitum að Bush mun hafa betur í Texas og í flestum ríkjum Suðurríkjanna (það er þó mjótt á munum í Nýju-Mexíkó og Flórída og hugsanlega Missouri og Arkansas). Bush mun að öllum líkindum vinna sigur í mun fleiri ríkjum en Kerry. Mörg þeirra ríkja þar sem stuðn- ingur við Bush er hvað mestur eru hins vegar lítil og fámenn. Nefna má sem dæmi að Bush mun örugglega vinna yfirburðasigur í Wyoming – ein skoðanakönnun bendir til að þar sé fylgi hans 65% en að Kerry hafi að- eins 29% – en það skilar honum aldrei meiru en þeim þremur kjörmönnum, sem frá Wyoming koma. Jafnir með 269 kjörmenn? Kjörmannakerfið er því marg- slungið og að ýmsu er að huga í svo jöfnum kosningum sem þessum. Hið sama gæti gerst nú og gerðist fyrir fjórum árum, að annar hvor fram- bjóðenda fengi fleiri kjörmenn en hins vegar færri atkvæði á landsvísu en keppinauturinn (fleiri greiddu Gore atkvæði sitt heldur en Bush í kosningunum 2000). Og síðan er sá möguleiki reyndar fyrir hendi að báðir fái 269 kjörmenn; til þess að það gerist þurfa úrslitin í einstökum ríkjum að verða nákvæm- lega þau sömu og fyrir fjórum árum nema hvað New Hampshire og Vest- ur-Virginía þyrftu að kjósa Kerry í stað Bush. Óþarfi er að taka fram að menn vilja helst ekki leiða hugann að þessum möguleika, deilurnar sem urðu 2000 myndu sennilega teljast barnaleikur miðað við það sem þá myndi verða. Líklega um tíu lykilríki Hugsanlegt er að tölur frá Flórída skeri úr um hvor fer með sigur af hólmi, rétt eins og fyrir fjórum árum. En hér skal því spáð að úrslitin nú ráðist í ríkjunum í grennd við vötnin miklu (Superior-vatn, Michigan-vatn, Ontario-vatn, Erie-vatn og Huron) norðaustan við miðju Bandaríkjanna (Wisconsin, Michigan, Ohio o.s.frv). Það er nefnilega þannig að í all- nokkrum ríkjum á þessu svæði er staðan tiltölulega jöfn, á meðan hún er öllu ljósari annars staðar. Og um tiltölulega marga kjörmenn er að keppa í þessum ríkjum. Hér ber að taka fram að ekki ber öllum saman um hvaða ríki eigi að telja til svonefndra „lykilríkja“ sem geti farið til hvors frambjóðanda sem er (e. swing-states). Spádómar þar að lútandi geta auk þess breyst frá degi til dags, eftir því sem nýjar fylgi- skannanir eru gerðar í viðkomandi ríkjum. Skal að þessu sinni stuðst við útleggingar dagblaðsins New York Times frá því í gær. Lykilríkin á þessum tímapunkti eru alls tíu, að mati New York Times, fjögur þeirra koma úr vesturhluta Bandaríkjanna (Oregon, Nevada, Colorado og Nýja-Mexíkó), Flórída er síðan allra syðst á austurströnd- inni og New Hampshire allra nyrst en afgangurinn er á því svæði sem áð- ur var nefnt: Minnesota, Wisconsin, Iowa og Ohio. Af þessum tíu ríkjum skipta Ohio og Flórída mestu, hafa flesta kjörmennina. Ástæða er aftur á móti til að nefna að NYT skilgreindi Michigan í gær (og sömuleiðis Pennsylvaniu, sem er ögn austar) ekki sem „lykilríki“, telur þau hallast að Kerry. Oft á ferð í Flórída og Ohio Til stuðnings þeirri kenningu að úrslitin muni ráðast á tiltölulega litlu svæði í norðausturhluta Bandaríkj- anna – og svo hugsanlega í Flórída – má nefna þá staðreynd að það er ein- mitt þar sem Bush og Kerry hafa eytt mestum tíma sínum í kosningabarátt- unni; sbr. fjölda heimsókna þeirra til Flórída, en þaðan koma 27 kjörmenn, og Ohio, en þaðan koma 20 kjörmenn. The Washington Post fylgist sér- staklega með því hvar þeir Bush og Kerry eyða tíma sínum og af þeim upplýsingum má ráða að Ohio-ríki skipti allra mestu máli, frá og með 3. mars (þegar ljóst var orðið að Kerry yrði frambjóðandi demókrata) hefur Bush heimsótt Ohio fjórtán sinnum og Kerry 21 sinnum. Báðir hafa einn- ig verið mikið á ferli í Flórída, auk Pennsylvanyu, Wisconsin og Iowa. Keppt um 104 kjörmenn Sem fyrr segir taldi New York Times „lykilríkin“ í gær aðeins vera tíu. Í kortinu sem fylgir þessari út- tekt má sjá mat þeirra á stöðunni í einstökum ríkjum eins og hún er nú. Hvorugur frambjóðendanna er kom- inn yfir endamarkið, Kerry hefur 221 kjörmann tryggan eða nokkuð trygg- an en Bush 213; niðurstaða NYT er sú að óvíst sé hvar 104 kjörmenn lendi (samtala fjölda kjörmanna úr lykilríkjunum tíu). Það má því segja að baráttan á endasprettinum standi um þessa 104 kjörmenn. Hér hefur ekkert verið minnst á neytendafrömuðinn Ralph Nader, en nafn hans er á kjörseðlum í mörgum ríkja Bandaríkjanna. Ekki er líklegt að hann vinni nokkurs staðar sigur; hann gæti hins vegar hugsanlega haft þau áhrif að Kerry missti af sigri í einhverjum lykilríkjanna og það yrði demókratanum án efa dýrkeypt. 270 kjörmenn þarf til að bera sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum Sigur í Ohio eða Flórída gæti skipt sköpum Fréttaskýring |Bandaríkjamenn ganga að kjör- borðinu 2. nóvember nk. og velja sér nýjan for- seta. Staðan er hnífjöfn á þessum tímapunkti en Davíð Logi Sigurðsson segir að úrslitin geti ráðist í ríkjunum sem liggja nálægt vötnunum miklu í austurhluta landsins. John Kerry George W. Bush david@mbl.is                                 !"  #  "  $  !   %& & ' " %      (  )   *       $ ' , '+ ( -  .  '  "     /   &    '   &  -"0     00                                                            !"#$%&!'#'()'')      !      14 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fáðu sendinguna samdægurs með Póstinum Hefur þú efni á að bíða til morguns? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 HARÐIR bardagar stóðu austan við borgina Fallujah í Írak í gær milli liðsmanna Banda- ríkjahers og sveita uppreisnar- manna sem andvígir eru veru Bandaríkjamanna í landinu. Fullyrt er að þrír Írakar hafi beðið bana í loftárásum Bandaríkjamanna í fyrri- nótt og tveir bandarískir hermenn eru jafnframt sagðir hafa fallið. Þá fórust níu íraskir lögreglumenn þeg- ar uppreisnarmenn sátu fyrir þeim nærri borginni Latifiya, suður af Bagdad. Bandaríkjamenn hafa setið um Fallujah frá því á fimmtu- dag. Eru aðgerðirnar nú liður í viðleitni til að ná stjórn á svæðum, þar sem uppreisnar- menn eru öfl- ugir, í að- draganda kosninga sem eiga að fara fram í Írak í janúar. Snemma í síðustu viku hafði Ayad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, hótað því að ráðist yrði til atlögu í Fallujah ef íbúarnir framseldu ekki Jórdanann Abu Mussab al-Zarqawi, sem talinn er einn helsti leiðtogi upp- reisnaraflanna. Íraksstríðinu mótmælt Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum gegn stríðinu í Írak í London í gær. Þátttakendur hróp- uðu slagorð gegn breskum og banda- rískum stjórnvöldum og fóru fram á að bundinn yrði endi á „hið ólöglega hernám Íraks“. Fólk flautaði og veif- aði spjöldum sem á stóð m.a. „her- mennirnir verði kallaðir á brott“ og „[Tony] Blair verður að víkja“. Skipuleggjendur göngunnar sögðu á bilinu 65 og 75 þúsund manns hafa tekið þátt í mótmælunum en lögregl- an taldi göngumenn aðeins hafa ver- ið á bilinu 15 til 20 þúsund. Hart barist í Fallujah Reuters Þessi maður tók þátt í mótmælunum sem fram fóru í London í gær. Fallujah, London. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.